Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Qupperneq 29
VIÐTAL 26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 29 Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, tekur sjötugasta aldursári sínu fagnandi þó svo að hann þurfi nú að byrja upp á nýtt við að endurskipuleggja ævistarf sitt og óttist erfið veikindi. Hann segir að mikil vinna og hugsanlega stíf krabbameinsmeðferð fram undan muni ekki koma í veg fyrir að hann eigi góð og hamingjusöm þrjátíu ár eftir ólifuð. Rekstur matvöruverslunar hefur verið rauði þráðurinn í lífi Jóhannesar en faðir Jóhannesar, Jón Eyjólfsson, Jóhannes sjálfur og sonur hans, Jón Ásgeir, hafa valið matvörur fyrir Íslendinga í nærri heila öld. Nú stendur Jóhannes á kross- götum því í kjölfar gjaldþrots Baugs tók bank- inn yfir matvöruverslanir hans og nú þarf hann að kaupa sig aftur inn í fyrirtækið sem hann byggði upp. FÆR LÁNAÐ OG BYRJAR UPP Á NÝTT „Ég er nú í þeirri skrítnu stöðu að þurfa að fara að kaupa mig inn í fyrirtæki sem ég hef lagt allt mitt í undanfarin 21 ár og byggt upp frá grunni. Mér finnst það skrítið að fólki finnist óeðlilegt að ég geri það. Ég þarf að fá lánað fyrir þessum kaupum og hef góð orð um það frá góðum vin- um. Ég get ekki sagt frá því hverjir það eru enda skiptir það ekki máli. Þó að svona hafi farið núna hafa menn enn trú á mér. Ég legg ótrauð- ur til baráttu og hef óbilandi trú á fyrirtækinu sjálfu,” segir Jóhannes. Nýleg skoðanakönnun gaf þá mynd að mik- il andstaða sé meðal almennings um að Jó- hannes fái að kaupa sig inn í fyrirtækið. Það skilur hann ekki og segir þá niðurstöðu stang- ast alfarið á við þann stuðning sem hann hafi ávallt fundið fyrir. „Ég geri mér ekki grein fyr- ir því hvernig við eigum að hafa brotið gegn al- menningi. Við höfum ekki brotið neitt af okk- ur og ég er með hreinan skjöld. Ég er hvergi til rannsóknar á neinn hátt.  Ég var hins vegar mikið rannsakaður og var í dómssölum en var sýknaður af öllum ásökunum. Þess vegna skil ég ekki hvað ég hef gert því fólki sem telur mig ekki eiga skilið að kaupa hlut í fyrirtækinu. Það er bara verið að ýfa upp óvild. Ég stefni aftur á móti ótrauður að því að kaupa þennan hlut og hef góð orð fyrir því að fá lánað fyrir kaupun- um. Það eru vinir mínir hér á landi og erlendis,” segir Jóhannes. HEFÐI KANNSKI OPNAÐ NÝTT Jóhannes segir niðurstöðuna hafa komið sér verulega á óvart. Hann segist þvert á móti merkja það á rekstrinum að þegar mótbyrinn er hvað mestur, fjölgar viðskiptavinum fyrirtækis- ins. Aðspurður segist hann aldrei hafa orðið fyr- ir aðkasti. „Aldrei, aldrei nokkurn tímann. Eng- in skeyti, hringingar eða hnýtingar frá fólki úti í bæ. Það hefur sem betur fer aldrei gerst. Mið- að við það viðmót sem ég finn hjá almenningi þá kom þetta mér mjög á óvart. Þakkirnar eru miklu meiri en óvildin. Ég hef ekki fundið neitt annað en mikinn stuðning við mitt starf. Ég er það mikið á ferðinni að ég finn það alveg og fólk sýnir mér stuðning. Fólk er að hringja í mig og sýna mér stuðning í formi skeyta þar sem ég er beðinn um að halda áfram að berjast,” segir Jó- hannes. Aðspurður útilokar hann ekki að hann hefði opnað nýjar verslanir hefði hann verið útilokaður frá uppbyggingunni. „Ég átta mig ekki á hvers vegna einhverjir telja það gagnast félaginu betur að einhver ann- ar fái að kaupa minn hlut. Fyrirtækið hér heima hefur alltaf borið sig. Ég stofnaði það og byggði upp frá grunni. Ég hef ekkert af mér brotið, af mér gert og hef engan dóm á bakinu. Ég er ekki einu sinni með dóm eftir umferðarlagabrot. Það þekkir enginn fyrirtækið eins vel og ég. Sjálfur er ég sannfærður um að Bónus er verð- mætara með Jóhannesi í Bónus innanborðs en utan. Það þekkir enginn starfsfólkið eins vel og ég. Mannauðurinn er það sem skiptir megin- máli. Ef svo hefði farið að við hefðum ekki verið með hann, útiloka ég ekkert og alls ekki útilok- að að við hefðum opnað eitthvað nýtt.“ MARGIR HAFA BRENNT SIG Í stað þess að opna nýtt fyrirtæki blasir við end- urskipulagning fyrirtækisins og sú vinna verð- ur mikið á herðum Jóhannesar sem stjórnarfor- manns.  „Rekstur matvöruverslana er erfitt fag og í gegnum tíðina hafa fáir brennt sig eins mik- ið og í þeim rekstri. Það er verið að reyna búa til andstöðu við það að ég fái að kaupa lítinn hlut í fyrirtækinu upp á nýtt. Ég get hins vegar ekki tekið þetta nærri mér því það eru kúnnarnir sem tala sínu máli. Ef þeir færu frá mér þá tæki ég það nærri mér,“ segir Jóhannes. „Við höfum lagt áherslu á að bjóða lægsta matvöruverðið og að skila alltaf hluta af ávinn- ingi okkar beint til viðskiptavina. Það hef ég fundið í gegnum tíðina og sá stuðningur við- skiptavinanna hefur haldið í manni lífinu und- anfarin ár. Annars væri ég líklega búinn að gef- ast upp.“ ÓLST UPP Í VELLYSTINGUM Jóhannes ólst upp í Hlíðahverfinu og síðar í Kópavoginum. Hann á góðar minningar úr æsku og segist hafa alist upp í vellystingum. „Við höfðum það fínt því það var gert vel við verslunarstjórana hjá Sláturfélaginu. Við vor- um svona fjölskylda sem áttum snemma bíl, sjónvarp og síma meðan aðrir höfðu það ekki. Ég ólst upp í vellystingum þeirra tíma og á ekk- ert nema góðar minningar,“ segir Jóhannes. „Ég var mjög heppinn með æsku og upp- eldi. Ég get ekki kvartað. Ég held að ég hafi verið mjög heppinn í lífinu.“ NÁMIÐ HEILLAÐI EKKI Í níu sumur var Jóhannes í sveit hjá skyldmenn- um sínum, austur í Mýrdal, og segir hann það hafa verið góða uppeldisstöð. Hann viðurkenn- ir að námsbækurnar heilluðu hann lítið í skóla- göngunni. „Eftir skóla fór ég oftast beint í búð- ina til pabba og hjálpaði til þar. Námsmaður var ég ekki mikill enda heillaði námið mig ekk- ert sérstaklega. Ég myndi segja að ég hafi verið frekar góður drengur og man ekki eftir neinum prakkarastrikum. Í hverfinu lék ég mér í útileikj- um með börnunum og forðast klíkurnar. Ég lenti ekki í neinum hasar, kannski af því að ég var frekar hávaxinn eftir aldri,“ segir Jóhannes og brosir út í annað. Jóhannes æfði engar íþróttir í æsku en tók þátt í skátastarfi um tíma. „Vinna í smásöluverslun gefur ekki mikinn tíma fyrir tómstundir og því er það eiginlega vinnan og fjölskyldan sem ég lifi fyrir. Þessum rekstri fylgir mikil vinna og ég vinn ekki minna en í 11-12 klukkustundir á dag.“ KAUPMENN Í KARLLEGG Faðir Jóhannesar starfaði í 55 ár sem verslun- arstjóri í matvöruverslun Sláturfélags Suður- lands, SS. Ungur að aldri hóf Jóhannes störf í búð pabba síns og síðar opnaði hann lágvöru- verslanir með ungum syni sínum, Jóni Ásgeiri. Þeir opnuðu fyrstu Bónusbúðina í apríl 1989 en í dag eru þær orðnar 28 talsins. Jóhannes segir ævintýrið hafa byrjað eftir að hann missti vinn- una hjá SS eftir 25 ára starf í matvöruverslun- inni í Suðurveri. „Við karlmennirnir í fjölskyldu minni, í beinan karllegg, höfum valið matvörur fyrir Íslendinga í nærri hundrað ár. Það var áfall þegar ég missti vinnuna 48 ára gamall. Þá þurfti ég að byrja sjálfur upp á nýtt og nú þegar ég er að verða sjötugur er ég að lenda aftur í þessum aðstæðum. Það er erfitt að þurfa að byrja á því að byggja upp aftur,“ segir Jóhannes. „Horfi ég til baka þá finnst mér í raun örstutt síðan við byrjuðum ævintýrið. Þetta hefur verið mjög gaman og gengið mjög vel. Fólkið tók okk- ur vel og við gerðum rétta hluti á réttum tíma. Við hlið mér var Jón Ásgeir. tvítugur að aldri, og hann var framsýnn og ofsalega duglegur. Sem gutti hafði hann sniglast í kringum mig í búð- inni en þegar SS hætti fórum við af stað sjálfir.“ ÓRAÐI EKKI FYRIR VELGENGNINNI Aðspurður viðurkennir Jóhannes að þeir feðg- ar hafi mætt mikilli mótspyrnu við opnun Bón- us og er ánægður með að engar hrakspár rætt- ust. Hann viðurkennir einnig að í upphafi hafi sig aldrei órað fyrir velgegninni sem síðar varð. „Í upphafi átti ég aldrei von á því að þetta yrði svona stórt og þetta veldi ætlaði ég aldrei að búa til. Mig óraði aldrei fyrir þessu þegar við vorum að byrja en eftirspurnin var fyrir hendi og við hefðum verið náttúrulausir ef við hefðum ekki nýtt tækifærið,“ segir Jóhannes. „Úr öllum áttum vorum við að heyra þær raddir að þetta myndi aldrei ganga upp hjá okkur. Menn spáðu því að þetta yrði búið eftir nokkra mánuði. Því fylgir ákveðin fullnæging að hafa sannað að hlutirnir heppnuðust en við þurftum að hafa mikið fyrir því.“ KAUPMAÐUR ÁN TÓBAKS Frá stofnun Bónus hefur tóbak aldrei verið selt í verslunum. Í fyrstu snérist ákvörðunin um verð matarkörfunnar en síðar um heilsusjónar- mið en Jóhannes er stoltur af því að hafa aldrei selt tóbak í Bónus. „Við sáum það að við hefð- um þurft að selja karton en með því hefði verð matarkörfunnar hækkað mikið. Síðan tóku nátt- úrlega við heilsufarssjónarmiðin og við höfum tapað peningum á þessu. Ég er auðvitað stoltur af því að hafa ekki selt tóbak og fólk hefur gjarn- an þakkað mér fyrir það,“ segir Jóhannes. Kaupmaðurinn hefur iðulega lagt áherslu á að gefa af sér og segir ekki minna en hundrað milljónir árlega hafa runnið til góðgerðarmála og landgræðslu. Þrátt fyrir mótbyr undanfar- inna ára lítur hann á sig sem mann fólksins. „Í mínu brjósti lít ég enn á mig sem mann fólksins. Í gegnum tíðina höfum við lagt mörgum mikil- vægum málefnum lið og höfum stutt við bakið á ýmsum góðgerðarfélögum. Við höfum komið víða við þegar kemur að styrkjum til almanna- heilla. Það er gott að geta látið gott af sér leiða og manni líður mjög vel í kjölfarið.“ GLÍMA VIÐ ERFIÐ VEIKINDI Faðir Jóhannesar lést árið 2001 og það seg- ir hann hafa verið mikið áfall enda voru þeir feðgar mjög nánir. Hann hafði þá glímt við erf- itt þunglyndi í rúman áratug. „Faðir minn var orðinn mjög veikur. Hann þjáðist af þunglyndi ansi lengi og það var mjög erfið upplifun því við vorum mjög samrýndir. Satt að segja held ég að hann hafi verið hvíldinni feginn,“ segir Jóhann- es. Fyrir ári síðan fór Jóhannes í aðgerð til að láta fjárlægja gallsteina og kom þá í ljós eitlastækk- un. Fylgst er með framvindu þess á tveggja mán- aða fresti og hætta er á því að ströng lyfjameð- ferð bíði hans á næstunni. Hann segir læknana ekki enn hafa kallað þetta krabbamein en veit ekki hvort það sé af tillitsemi við sig. „Ég hef ver- ið mjög heppinn með heilsuna. Hún hefur verið góð. Þetta kom óvart í ljós fyrir ári síðan. Þessi eitlastækkkun hefur dvínað og vonandi hverf- ur þetta alveg. Læknirinn hefur af því áhyggjur að þetta þurfi að drepa niður. Þá þarf ég að fara í erfiða og mikla lyfjameðferð,“ segir Jóhannes. „Að svo stöddu er ég að bíða en þetta getur allt bráðum farið í gang. Ég er tiltölulega rólegur en þeir tékka á mér á tveggja mánaða fresti. Ef stækkunin heldur áfram þá þarf ég að fara í stífa meðferð í hálft ár, einhvers konar krabbameins- meðferð. Ég er náttúrlega hræddur við þetta en ég er í góðu formi og mun berjast þurfi ég þess. Ég er ungur maður, verð sjötugur í sumar, og lít svo á að ég eigi eftir góð þrjátíu ár. Ég ætla að njóta þeirra og halda áfram að vinna.“ DRYKKJAN LEIDDI TIL ERFIÐS SKILNAÐAR Jóhannes byrjaði ungur að vinna í verslun föður síns í Hafnarstrætinu og þar unnu margar ung- ar stúlkur. Hann segist hafa stundað næturlífið nokkuð en að kvensamur hafi hann ekki verið. „Við vorum að úrbeina kjöt fram á kvöld og síð- ar var oftast skroppið á ball. Ég held að ég hafi ekki verið mikill kvennamaður enda var ég frek- ar ungur þegar ég hitti konuna mína,“ segir Jó- hannes. Jóhannes hefur glímt við alkóhólisma og hætti hann fyrst að drekka árið 1987 en féll sjö árum síðar. Eftir erfiðan skilnað, árið 1999, ákvað hann að glíma aftur við þennan erfiða fjölskyldusjúkdóm. „Ég er AA-maður í dag. Þessi drykkja er helvítis puð og sjúkdómurinn er erf- iður. Skilnaðurinn var náttúrlega erfiður. Ég var búinn að drekka alltof mikið og mér fannst það djöfull gaman á meðan á því stóð. Hún hafði ekki sömu hugmyndir og ég um hvað ég var skemmtilegur á þessum tíma,“ segir Jóhannes. ÞRJÁR ÁSTIR OG BARNALÁN Eins og áður sagði kynntist Jóhannes fyrrver- andi eiginkonu sinni, Ásu Karen Jónsdóttur, fyr- ir tvítugt og saman áttu þau tvö börn, Jón Ás- geir og Kristínu. Hann á þrjú börn og hún tvö og barnabörn Jóhannesar eru orðin fimm tals- ins. Eftir skilnaðinn átti hann í stuttu sambandi við Jónínu Benediktsdóttur en síðastliðin átta ár hefur Guðrún Þórsdóttir verið sambýliskona kaupmannsins. „Það hafa ekki verið margar ást- ir í mínu lífi. Í raun get ég nokkurn veginn sagt að þessar þrjár konur hafi verið ástirnar í mínu lífi. Ég hef átt barnaláni og barnabarnaláni að fagna og lít hamingjusamur til baka. Ég hef sannarlega verið heppinn,“ segir Jóhannes. SVARTNÆTTI Bankahrunið hérlendis segir Jóhannes að hafi verið með erfiðustu stundum lífs síns, þegar lít- ið er til viðskipta. Hann skilur ekki fullyrðing- ar um að þeir feðgar hafi að vild getað tekið sér fé úr bönkunum. „Þegar að Glitnir féll upplifði ég mikið svartnætti og í viðskiptum er það einn svartasti punkturinn í mínu lífi. Sú athöfn var al- veg skelfileg og vinnubrögðin með ólíkindum,“ segir Jóhannes. „Það hefur verið að dylgja að segja að við FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU Ég er náttúrlega hræddur við þetta en ég er í góðu formi og mun berjast þurfi ég þess. Með Clinton Jóhannes hitti Bill Clinton á svokölluðum Baugsdögum í Kaupmannahöfn en þar flutti forsetinn fyrrverandi fyrirlestur um störf sín og áherslur í mannúðarmálum. Hræðist veikindi Jóhannes gæti þurft að gangast undir stífa lyfjameðferð vegna eitlastækkana en hann ætlar að berjast og lifa góða þrjátíu ár til viðbótar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.