Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 68
68 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 HELGARBLAÐ
Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff
slógu í gegn hjá börnum í Norðlingaholti þegar þau heimsóttu
Björnslund – útistofu Norðlingaskóla og leikskólans Rauðhóls.
Dorrit var vel klædd, passaði upp á börnin og fékk sér kakó.
„ÓLAFUR,
KOMDU
UPP Í“
„Ólafur, komdu upp í,“ kallaði for-
setafrúin, Dorrit Moussaieff, þeg-
ar hún skreið inn í skógarþykkn-
ið í Björnslundi og ætlaði að klifra
uppr í kojuna fyrir ofan börn úr
Norðlingaskóla. Þarna höfðu börn-
in haldið Survivor-gistingu í miklu
frosti og lágu þau í neðri kojunni –
enda erfitt að komast alla leið upp.
„Nei – ég er ekki í nógu góðum
skóm,“ svaraði Ólafur og var varla
búinn að sleppa orðinu þegar Dor-
rit tók á rás og hoppaði upp. Vel fór
á með þeim hjónum og slógu þau í
gegn meðal barnanna og ungling-
anna.
Forsetahjónin voru í heimsókn
í Norðlingaskóla þar sem skólinn
hafði hlotið Íslensku menntaverð-
launin sem forsetinn úthlutar ár
hvert. Hefð er fyrir því að forsetinn
heimsæki skólana sem hljóta þessi
verðlaun. Tóku krakkarnir vel á
móti forsetahjónunum, voru bún-
ir að laga kakó og smyrja flatkök-
ur með hangikjeti. Fékk Ólafur sér
tvær flatkökur og líkaði vel. Þegar
hjónin komu lásu nemendur Norð-
lingaskóla upp af miða eitthvað
sem þeir höfðu sjálfir skrifað. Sagði
ein stúlkan að skólinn sinn væri
mergjaður og uppskar hlátur Ólafs.
„Ég hef nú komið í marga skóla en
þetta er frábært,“ sagði Ólafur þeg-
ar hann skoðaði sig um í Björns-
lundi – töfraveröld barnanna.
Dorrit labbaði á milli krakk-
anna, hafði áhyggjur af því að þeim
væri svo kalt og gaf þeim heitt kakó.
Þáðu börnin það með þökkum, því
enda þótt Kári hafi verið rólegur
voru margar mínusgráður. „Ykkur
má ekki verða kalt,“ sagði forseta-
frúin létt.
Í Norðlingaskóla er lögð sérstök
áhersla á að nota náttúruna mark-
visst í námi nemenda og hjálpar
Björnslundur þar til. Leikskólinn
Rauðhóll notar Björnslund einnig
mikið og eru börnin þar eina viku
í mánuði.
Dorrit hefur þann sið að stela
senunni hvert sem hún kem-
ur enda nærvera hennar ákaf-
lega þægileg. Öllum líður vel í ná-
vist hennar, hvort sem það eru
stífustu sjórnmálamenn eða lít-
il og einlæg börn. Dorrit fór mik-
inn í heimsókninni og voru börnin
hæstánægð með hana. Brostu all-
an hringinn og eru enn að tala um
heimsóknina þegar Dorrit gaf þeim
kakó. benni@dv.is
Komin upp í Dorrit sló í gegn
hjá börnunum. Hér í efri kojunni.
Hjálpað niður Ólafur er mikill herramaður og hjálpaði spúsu sinni niður úr efri
kojunni.
Þétt saman Það fór vel á með þeim forsetahjónum.
Leikskólinn Rauðhóll Börnin á leikskólanum komu í heimsókn og prófaði Dorrit
vettling af einu barnanna.
Fáðu þér kakó Dorrit vildi ekki að börnunum úr Norðlingaskóla yrði kalt og gaf
þeim heitt kakó.
Eitt hangikjetsflatbrauð, takk Dorrit smakkaði á veigum sem Norðlingaskóli bar
fram. Heitu kakói og flatbrauði með hangikjöti. MYNDIR SIGTRYGGUR ARI
Glæsitaska Dorrit bar glæsilega
gula tösku.