Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 66
66 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 HELGARBLAÐ Það væri margt öðruvísi á Íslandi í dag ef efnahagshrunið hefði aldrei orðið, ef góðær- ið hefði haldið áfram eins og stjörnvöld, bankamenn og forkálfar viðskiptalífsins von- uðust til. Skúrkar og hetjur íslensks samfélags væru allt annað fólk sem og aðstæður almennt. DV tók saman nokkur atriði sem hefðu hugsanlega geta orðið að veruleika. ÍSLAND ÁN HRUNSINS ENGINN SKANDALL Fjölmiðlar landsins hefðu aldrei fjallað svo ítarlega um misnotkun fjármálastjóra KSÍ á kreditkorti sambandsins á nektarstaðnum Moulin Rouge í Sviss. Gert hefði verið lítið úr ásökunum femínsta á í garð KSÍ. ÁRSHÁTÍÐ Í GEIMNUM Jón Ásgeir Jóhannesson væri búinn að kaupa Al- þjóðlegu geimstöðina til sinna einkanota. Árshátíð Glitnis yrði haldin þar og Beyoncé Knowles fengin til þess að koma fram. Öll lögin myndi hún semja sérstaklega fyrir árshátíð- ina og þau væru rík af alls kyns vinnustaðagríni. ROBERTO CARLOS Í FYLKI Í fyrsta lagið hefði efsta deildin hér heima enn þá heitið Lands- bankadeildin, KSÍ hefði samið við Björgólf út árið 2025. Launabólan hefði haldið áfram að blása út og væri Ísland orðið úrvalsafdrep fyrir gamlar knattspyrnuhetjur. Roberto Carlos væri kominn í vinstri bakvörðinn hjá Fylki í Árbænum, Teddy Sheringham hefði eytt síðustu árunum í FH og Drillo væri að þjálfa Framara. WALL STREET Í BORGARTÚNINU Ef ekki hefði verið fyrir kreppuna hefði Borgartúnið haldið áfram að stækka og á endanum fengið hinn alþjóðlega stimpil European Wall Street eða Fjármálagata Evrópu. Svo mörg hús hefðu bæst við að gatan hefði náð frá Laugardalshöll inn að Hljómskálagarði. ALLT IÐAÐI AF LÍFI     Korputorg væri mið- stöð gleði og glaums. Allar búðir og bílastæði væru troðin frá morgni til kvölds og það væri verið að tala um að byggja aðra hæð ofan á verslunarmiðstöðina. FLUGVÖLLINN BURT    Reykjavíkurflugvöllur yrði loksins færður úr Vatns- mýrinni og út fyrir borgina. Flugumferð myndi þó lítið minnka því þar kæmi einka- þotuflugvöllur auðmanna. BÍLL ÚTVARPSSTJÓRA    Páll Magnússon væri ekki lengur á Audi Q7 jepplingi heldur hefði RÚV gert samning við Bugatti og fengið kraftmesta sportbíl jarðarinnar – Bugatti Veyron. SIGMUNDUR ERNIR Í GÓÐUM GÍR    Sigmundur Ernir hefði aldrei farið inn á þing. Hann hefði haldið áfram hjá 365 og væri orðinn einn launahæsti fjölmiðlamaður Norð-urlanda. Hann fengi svo feitan launatékka fyrir að hóta því að hætta að alheimsstjörnur 60 minutes hefðu gert innslag um kappann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.