Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 FRÉTTIR KLÚÐUR ÓMARS n Ómar Stefánsson, oddviti fram- sóknarmanna í Kópavogi, kom sér í klandur þegar hann greindi frá því að dæt- ur og tengda- synir Gunnars I. Birgissonar hefðu gengið í Framsókn fyrir prófkjör flokks- ins um helgina. Enda bann- að með öllu að upplýsa um slíkt. Ómar breytti þó bloggfærslu sinni eftir að DV.is og framkvæmdastjóri Framsóknar- flokksins spurðu hann út í málið og kynnti breytinguna þá með þessum orðum: „Hér fyrir neðan er því breytt færsla, svona eins og bjór auglýsing er bara auglýsing um léttöl.“ ÞÁTTUR GUNNARS n Eitt er athyglisvert við yfirlýs- ingar Ómars Stefánssonar um að Gunnar I. Birgisson vinni í því að fjölga í Framsóknarflokknum í Kópavogi til að styðja Einar Krist- ján Jónsson í baráttunni um oddvitasætið. Það er að fyrir fjórum árum gengu sögur um að Gunnar og stuðningsmenn hans hefðu hvatt fólk til að kjósa Ómar í prófkjöri Framsókn- ar. Ómar reyndist Gunnari hins vegar erfiður ljár í þúfu í hneyksl- ismálum síðastliðins árs þegar Gunnar varð að hætta sem bæj- arstjóri og draga sig í hlé úr bæj- arstjórn. Ekki virðist það gleymt núna. GAMLIR SAMSTARFSMENN n Einar Kristján Jónsson hefur löngum verið samstarfsmaður Ómars Stefánssonar en fer nú fram gegn honum. Auk þess að hafa setið í nefndum hjá Kópavogsbæ á vegum Framsóknarflokksins hef- ur hann tengst stjórnmálum með einum og öðrum hætti. Einar er bróðir Guðjóns Ólafs Jónssonar, fyrrverandi þingmanns Fram- sóknarflokksins, og hefur lengi verið samstarfsmaður Finns Ing- ólfssonar og unnið hjá félögum hans eftir að Einar var ráðherrabíl- stjóri undir lok síðustu aldar. EKKI Í DÓMARASÆTI n Þriðji maðurinn sem berst um oddvitasætið hjá Framsókn í Kópavogi er Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Hann er lög- fræðingur að mennt og hefur það örugglega haft sitt að segja um að hann var valinn formað- ur laganefndar Framsóknar- flokksins sem gæti nú fengið það hlutverk að úrskurða um hvort Ómar Stefánsson hafi brotið gegn lögum flokksins með uppljóstrunum um nýskráning- ar í flokkinn. Ekki kemur þó í hlut Tryggva að setjast í dómarasæti, hann vék úr nefndinni þegar hann tilkynnti um framboð sitt. HVAÐ ÞÝÐIR NAFNIÐ? n Það er lenska að fá auglýsinga- menn til að spinna þráð þegar breytt er um nafn á fyrirtækjum. Nýjasta dæmið er Radisson SAS sem verður Radisson Blu. Enda er breytingin rökstudd með eftir- farandi orðum: „... nafnið endur- speglar allt sem Radisson SAS stóð fyrir og það sem menn leituðu eftir. Það er alþjóðlegt, einfalt, framsæk- ið, virðulegt og gefur hótelkeðj- unni nútímalegt yfirbragð... Nafn- ið minnir á söguna, þá virðingu og velgengni sem Radisson SAS hót- elin hafa notið frá upphafi.“ Já, en þurfti þá að taka það fram? Mark Sismey-Durrant, fyrrver- andi æðsti yfirmaður Icesave í Bret- landi, er formaður Bresk-íslenska viðskiptaráðsins. Ráðið er frjáls fé- lagasamtök en vinnur náið með Út- flutningsráði og utanríkisþjónustu Íslands að viðskiptatengslum á milli Bretlands og Íslands. Flest stærstu fyrirtæki Íslands eru félagar í Bresk- íslenska viðskiptaráðinu, ásamt sendiráði Íslands í London og Út- flutningsráði Íslands. Kristín S. Hjálmtýsdóttir, yfir- maður alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands og framkvæmdastjóri Bresk- íslenska, segir að formennska Mark Sismey-Durrants í ráðinu hafi ekki valdið neinum vandræðum, þrátt fyrir að hann hafi verið andlit Ice save í Bretlandi. Starfsemin hafi gengið vel á síðustu misserum. Í október síðastliðnum hélt Bresk- íslenska viðskiptaráðið kleinuboð í sendiráðinu í London þar sem sendi- herra Íslands, Benedikt Jónsson, þáði kleinur og Prince Polo hjá Mark og félögum. Skipulagði og stýrði Icesave Breska dagblaðið Telegraph valdi orð Marks Sismey-Durrant þremur dög- um fyrir hrun Landsbankans sem orð ársins árið 2008: „Sparifjáreig- endur þurfa ekki að vera hræddir um stöðu bankans. Bankinn er sterkur og vel rekinn.“ Það þóttu kaldhæðn- isleg orð í meira lagi. Sismey-Dur- rant stýrði Icesave-verkefninu í Bret- landi frá október 2006 til gjaldþrots um haustið 2008 en á þeim tíma náði teymi hans að safna hundruðum þúsunda viðskiptavina og milljörð- um dýrmætra punda í lánsfjársvelta sjóði Landsbankasamstæðunnar. Þegar óveðursskýin hrönnuðust upp árið 2008 kom Mark Sismey- Durrant fram í fjölmiðlum og reyndi að róa óttaslegna innstæðueigendur í Bretlandi. Kom hann meðal ann- ars margsinnis fram á BBC þar sem hann taldi upp ástæður þess að Landsbankinn væri ekki í neinni fall- hættu. Vinnur með utanríkisþjónustunni „Bresk-íslenska viðskiptaráðið er frjáls félagasamtök og hefur, ásamt öðrum alþjóðaviðskiptaráðum, að- setur á skrifstofum Viðskiptaráðs Íslands í Kringlunni. Þetta eru fé- lagasamtök sem rekin eru með ár- gjöldum félagsmanna,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri hjá ráðinu. Sé félagatali Bresk-íslenska flett má í því sjá nöfn stærstu fyrirtækja Ís- lands, Arion banka, Nýja- Landsbank- ans, Eimskipa, Icelandair, Landsvirkjun- ar og margra fleiri. Þar að auki eru sendiráð Ís- lands í Lond- on og Út- flutningsráð Íslands á list- anum. Á heima- síðu ráðsins segir að markmið þess sé „ ... að efla og viðhalda viðskiptatengslum milli Bretlands og Íslands“. Þá segir að helstu verkefni ráðsins séu að standa að fundum og ráðstefnum um mál- efni er tengjast viðskiptum á milli landanna og að vaka yfir viðskipta- legum hagsmunum félaga sinna, jafnt hjá breskum sem íslenskum stjórnvöldum. Enginn kvartað yfir Mark Aðspurð segir Kristín að enginn hafi kvartað yfir Mark Sismey-Durrant sérstaklega og það sé því ekkert sér- stakt mál að hann fari fyrir Bresk- íslenska ráðinu. „Við höfum getað fagnað nýjum félögum í öllum ráðunum, og því breska líka, þótt samskiptin hafi kannski verið erfiðust í Bret- landi. Formenn undirdeild- anna hafa kom- ið sterkir inn og unnið gott starf. Mark hefur ekki verið neitt áber- andi upp á síð- kastið og hefur ekkert verið að vinna mikið. Hann ákvað fyrir töluvert löngum tíma að hætta en næsta formannskosning er á aðalfundi ráðsins í haust,“ seg- ir Kristín. Kristín hefur umsjón með öðrum millilandaráðum, auk þess Bresk-ís- lenska, sem sjá um spænsk, ítölsk, þýsk, dönsk og sænsk viðskipta- tengsl við Ísland. Hún segir að starf- semi ráðanna gangi vel. „Bæði hefur verið ánægjulegt að heyra hve við- skiptasambönd eru í raun og veru traust. Birgjar erlendis hafa haft skilning á stöðunni á Íslandi. Sam- skiptin hafa verið jákvæð og menn hafa þjappað sér saman.“ Kleinuboð í sendiráðinu Í október síðastliðnum hélt Bresk- íslenska kleinuboð í sendiráðinu í London þar sem sendiherra Íslands, Benedikt Jónsson, stillti sér upp á mynd með Mark. Ekki er vitað hvað þeim félögum fór á milli í kleinuboð- inu. Ísland á nú í erfiðri milliríkja- deilu við Breta vegna uppgjörs Ice- save-reikninganna, eins og allir vita. Benedikt Jónsson hefur því væntan- lega unnið erfitt starf vegna þeirra vandræða sem hlotist hafa af hruni Icesave-reikninganna sem Mark Sismey-Durrant og félagar í Lands- bankanum buðu upp á. Einn æðsti maður Landsbankans sáluga og yfirstjórnandi Ice- save í Bretlandi er formaður Bresk-íslenska viðskiptaráðsins. Hann er því að vissu leyti andlit Íslands út á við í þessum efn- um þrátt fyrir hrun Icesave. Viðskiptaráðið hélt boð í íslenska sendiráðinu þar sem boðið var upp á kleinur og Prince Polo. ICESAVE-STJÓRI MEÐ BOÐ Í SENDIRÁÐINU HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Kleinukaffi í London Mark Sismey-Dur- rant hélt tölu í október síðastliðnum í kaffiboði sem Bresk-íslenska viðskiptaráðið hélt. MYND BRESK-ÍSLENSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ Með sendi- herranum Mark Sismey-Durrant og Benedikt Jónsson, sendi- herra Íslands í London, í októ- ber síðastliðnum. MYND BRESK-ÍSLENSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ Grillað rétt fyrir hrun Mark Sismey-Durrant, yfirmaður Icesave í Bretlandi og formaður Bresk-íslenska viðskiptaráðsins, heldur ræðu í grillveislu ráðsins í veitingastaðnum Dell í Hyde Park í London sumarið 2008. MYND BRESK-ÍSLENSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ Stoltur Icesave-stjóri Í innanhússblaði Landsbankans, Moment, var að finna frétt með fyrirsögninni „Icesave í sjöunda himni“ þar sem Mark Sismey-Durrant reifaði ágæti Icesave. SANDKORN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.