Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Side 50
María M. Guðmundsdóttir BANKASTARFSMAÐUR Á HÓLMAVÍK María Mjöll fæddist á Hólmavík og ólst þar upp. Hún var í Grunnskóla Hólmavíkur og stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Ármúla. María starfaði við leikskól- ann Lækjabrekku á Hólmavík um skeið en hóf störf hjá Kaupþingi á Hólmavík í ársbyrjun 2004 og hefur starfað þar síðan. María syngur með kvennakórn- um Norðurljós á Hólmavík. Hún tók þátt í uppfærslu á leikritinu Karlinn í kassanum með Leikfélagi Hólmvíkur. Fjölskylda Maður Maríu er Snorri Jónsson, f. 11.10. 1977, starfsmaður hjá Strandabyggð. Börn Maríu og Snorra eru Fann ar Freyr Snorrason, f. 24.12. 1997; Guð- mund- ur Ragnar Snorrason, f. 26.6. 2003; Arna Maren Snorradóttir, f. 18.8. 2009. Systur Maríu eru Ragnheiður Harpa Guðmunds- dóttir, f. 7.5. 1963; Ingimunda Maren Guðmundsdóttir, f. 27.3. 1967; Jóhanna Björg Guðmunds- dóttir, f. 7.6. 1974. Foreldrar Maríu: Guðmundur Ragnar Jóhannsson, f .12.6. 1943, starfsmaður Menntaskólans við Sund, og Guðrún Guðmundsdótt- ir, f. 13.11. 1946, d. 22.12. 1995, bankastarfsmaður. 30 ÁRA Á FÖSTUDAG UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is Elías Frímann Elvarsson SJÓMAÐUR Á HÚSAVÍK Elías fæddist á Akranesi og ólst þar upp til sex ára aldurs en síðan á Húsavík. Hann var í Grunnskóla Húsavíkur. Elías fór fyrst til sjós er hann var fjórtán ára, stundaði fiskverkun hjá Korra á Húsavík á unglingsárunum, var á loðnu frá Húsavík um skeið og hefur síðan verið sjómaður á bátum og togurum frá Húsavík og víðar. Hann er nú skráður á Sigurð VE og starfar jafnframt við fiskeldið Rifós í Kelduhverfi. Elías er formaður Skotfélags Húsavíkur. Fjölskylda Eiginkona Elíasar er Kristjana Lilja Einarsdóttir, f. 27.12. 1982, hjúkrun- arfræðingur. Börn Elíasar og Kristjönu Lilju eru Brynja Kristín Elíasdóttir, f. 3.10. 2006; Einar Örn Elíasarson, f. 22.8. 2009. Alsystir Elíasar er Brynhildur El- varsdóttir, f. 29.1. 1979, hjúkrunar- fræðingur á Húsavík. Hálfsystkini Elíasar, sam- mæðra, eru Heiður Sif Heiðars- dóttir, f. 4.3. 1987, húsmóðir á Húsavík; Halldór Heiðarsson, f. 13.9. 1994, grunnskólanemi; Helga Björk Heiðarsdóttir, f. 13.9. 1994, grunnskólanemi. Hálfsystkini Elíasar, samfeðra, eru Karitas Hrafns Elvarsdóttir, f. 16.5. 1988, nemi á Akranesi; Rut Hrafns Elvarsdóttir, f. 8.1. 1995, grunnskólanemi; Salka Hrafns El- varsdóttir, f. 6.7. 2006. Foreldrar Elíasar eru Hrafn El- var Elíasson, f. 27.12. 1958, sjó- maður á Akranesi, og Brynja Björk Halldórsdóttir, f. 7.12. 1962, húsmóðir á Húsavík. Ætt Hrafn er sonur Elíasar Magn- úsar, verslunarmanns og sjó- manns á Akranesi, sonar Þórðar Frímannssonar, og Guð- rúnar Magnúsdóttur. Móðir Hrafns: Hrefna Daníelsdóttir, smiðs Vigfússonar, og Sigrúnar Sigurðardóttur. Brynja Björk er dóttir Hall- dórs Jóns, netagerðarmanns og knattspyrnukappa á Akra- nesi Sigurbjörnssonar, og Hildar Bjarkar Sigurðardóttur. 30 ÁRA Á FÖSTUDAG 80 ÁRA Á FÖSTUDAG Sverrir Hermannsson FYRRV. ALÞM., RÁÐHERRA OG BANKASTJÓRI Sverrir fæddist að Svalbarði í Ögur- vík í Ögurhreppi í Norður-Ísafjarð- arsýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1951 og viðskiptafræðiprófi frá HÍ árið 1955. Sverrir var fulltrúi hjá VSÍ 1955- 1956, skrifstofustjóri hjá Verslun- armannafélagi Reykjavíkur 1956- 60, formaður og framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra verslun- armanna 1957-72, fulltrúi hjá dag- blaðinu Vísi 1960-62 og fasteignasali 1962-71. Auk þess starfaði Sverrir að útgerðarmálum með bræðrum sín- um. Sverrir var vþm. 1963-71, alþm. Austurlandskjördæmis fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 1971-88 og forseti neðri deildar Alþingis 1979-83 og alþm. Reykjavíkur fyrir Frjálslynda flokkinn 1999-2003. Sverrir var forstjóri Fram- kvæmdastofnunar ríkisins 1975-83, iðnaðarráðherra 1983-85, mennta- málaráðherra 1985-87 og bankastjóri Landsbanka Íslands 1988-1998. Sverrir var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta 1954-55, sat í Stúdentaráði HÍ 1954-55, for- maður Stúdentafélags Reykjavíkur 1957-58 og sat í stjórn SUS 1953-57. Hann sat í stjórn útgerðarfélaganna Eldborgar hf., Ögra hf. og Vigra hf., i stjórn Kirkjusandshf. og var stjórn- arformaður útgerðarfélagsins Ögur- víkur hf. 1970-88. Sverrir sat í Rannsóknarráði rík- isins 1971-74, var fulltrúi í Norður- landaráði 1975-83 og 1987-88 og hef- ur setið í ýmsum milliþinganefndum og öðrum stjórnskipuðum nefndum um ýmis málefni. Hann var í stjórn Sjóminjasafnsins 1979-83 og var for- maður Frjálslynda flokksins 1998- 2003. Sverri var veitt gullugla MA 1986, gullstjarna Stúdentafélags Reykja- víkur og gullstjarna LÍV og VR. Bókin Skýrt og skorinort - Minn- ingabrot Sverris Hermannsson- ar, skráð af Indriða G. Þorsteins- syni, kom út 1989 og bókin Sverrir - Skuldaskil - Ævisaga Sverris Her- mannssonar, skráð af Pálma Jónas- syni, kom út 2003. Fjölskylda Sverrir kvæntist 27.12. 1953 Grétu Lind Kristjánsdóttir, f. 25.7. 1931, d. 20.11. 2009 húsmóður. Foreldrar hennar voru Kristján Tryggvason, klæðskerameistari á Ísafirði, og k.h., Margrét Finnbjörnsdóttir húsmóðir. Börn Sverris og Grétu eru Hulda Bryndís, f. 6.2.1953, fil. cand. í þjóð- háttafræði og sviðsstjóri við Þjóð- minjasafn Íslands en maður hennar er Guðni Albert Jóhannesson; Krist- ján, f. 14.10. 1956, framkvæmda- stjóri eigin lyfsölufyrirtækis í Kaup- mannahöfn en kona hans er Erna Ragnarsdóttir; Margrét Kristjana, f. 8.9.1958, varaborgarfulltrúi og for- maður Kvenréttindafélags Íslands, en maður hennar er Pétur Sæv- ald Hilmarsson; Ragnhildur, f. 28.8. 1960, sjálfstætt starfandi blaðamað- ur, gift Hönnu Katrínu Frederiksen; Ásthildur Lind, f. 23.2.1964, flug- freyja í Reykjavík en maður hennar er Matthías Sveinsson. Fósturdóttir Sverris og Grétu er Gréta Lind, f. 18.10.1973, starfsmað- ur við Reiknistofu bankanna. Barnabörn og langafabörn Sverr- is eru nú þrettán talsins. Systkini Sverris: Anna, f. 14.11. 1918, 2.7. 2002, lengst af húsmóðir á Ísafirði; Þuríður, f. 6.8. 1921, d. 12.6. 2007, lengst af húsmóðir á Húsa- vík, Gunnar Haraldur, f. 2.12. 1922, d. 8.6. 1977, skipstjóri í Hafnarfirði; Þórður Guðmundur, f. 19.4. 1924, d. 8.9. 1985, framkvæmdastjóri Ögur- víkur; Karítas Kristín, f. 10.11. 1927, d. 5.8. 1994, lengst af húsmóðir á Húsavík; Sigríður Ragna, f. 7.1. 1926, d. 10.6. 1999, húsmóðir í Reykjavík; Gísli Jón, f. 30.6. 1932, framkvæmda- stjóri Ögurvíkur; Halldór, f. 2.1. 1934, framkvæmdastjóri á Ísafirði; Guðrún Dóra, f. 7.6, 1937, húsmóðir í Reykja- vík; Birgir, f. 22.9. 1939, stórkaup- maður í Reykjavík. Foreldrar Sverris voru Hermann Hermannsson, f. 17.5. 1893, d. 26.11. 1981, búfræðingur, útvegs- bóndi á Svalbarði í Ögurvík, síðar sjómaður og verkamaður á Ísafirði, og k.h. Salóme Rannveig Gunnars- dóttir, f. 24.4. 1895, d. 20.11. 1977, húsmóðir. Ætt Faðir Hermanns var Hermann, b. í Hagakoti í Ögurhreppi Þórðarson- ar á Melum í Víkursveit Hermanns- sonar, b. á Melum Jónssonar. Móð- ir Hermanns í Hagakoti var Venedía Jóhannesdóttir, systir Þorgerðar, langömmu Gunnsteins Gíslasonar kaupfélagsstjóra. Móðir Hermanns á Svalbarði var Guðrún Bjarnadóttir, b. á Firði í Múlasveit Jónssonar. Salóme var dóttir Gunnars, b. á Eyri í Skötufirði og garðyrkjumanns á Bessastöðum, bróðir Halldóru, móður Jóns Baldvinssonar, fyrsta formanns Alþýðuflokksins. Gunn- ar var bróðir Kristínar, langömmu Þorsteins Pálssonar, fyrrv. ritstjóra Fréttablaðsins. Gunnar var son- ur Sigurðar, b. í Hörgshlíð, bróðir Rósinkrans, langafa Friðfinns, föð- ur Björns. Sigurður var sonur Haf- liða, b. á Borg, bróður Jóhannesar, langafa Hannibals Valdimarsson- ar, föður Jóns Baldvins, fyrrv. fjár- málaráðherra og formanns Al- þýðuflokksins. Hafliði var sonur Guðmundar sterka, b. á Kleifum Sigurðssonar. Móðir Salóme var Anna Haralds- dóttir, járnsmiðs og skyttu á Eyri í Skötufirði Halldórssonar, bróður Kristjáns, langafa Önnu, móður Sig- ríðar Stefánsdóttur, fyrrv. bæjarfull- trúa á Akureyri, og Einars Kárasonar rithöfundar. Móðir Önnu var Salóme Halldórsdóttir, b. í Hörgshlíð Hall- dórssonar. Móðir Halldórs var Krist- ín Guðmundsdóttir, b. í Arnardal Bárðarsonar, ættföður Arnardalsætt- arinnar Illugasonar. Sverrir verður að heiman á af- mælisdaginn. Viktoría fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hún var Fellaskóla, Breið- holtsskóla og Varma- landi í Borgarfirði. Hún lauk prófum í förðunar- fræði við Förðunarskóla Íslands, stundaði nám við Tækniskólann og lauk þaðan prófum í hár- greiðslu. Viktoría var í unglingavinnunni á unglingsárunum. Hún hefur unn- ið sjálfstætt við förðun í nokkur ár. Fjölskylda Unnusti Viktoríu er Sverr- ir Stefán Sigurjónsson, f. 26.4. 1981, matreiðslumað- ur og lagermaður. Synir Viktoríu eru Theo- dór Fannar Benediktsson, f. 30.6. 1998; Kristófer Jós- úa Sverrisson, f. 12.1. 2006. Alsystir Viktoríu er Ág- ústa Jónasdóttir, f. 31.8. 1983, nemi við Tækniskólann, búsett í Kópa- vogi. Hálfsystkini Viktoríu, sam- mæðra, eru Emilý Kalla Kvaran, f. 29.8. 1972, nemi; Karl Arnar Ólafs- son, f. 11.3. 1997, grunnskólanemi. Hálfsystkini Viktoríu, samfeðra, eru Hallgrímur Jónasson, f. 26.3. 1970, íþróttakennari í Reykjavík; Agnes Jónasdóttir, f. 17.4. 1992, matreiðslunemi; Ólafur Steinn Ing- unnarson, f. 31.7. 1977, leikari. Foreldrar Viktoríu eru Lóa Edda Eggertsdóttir, f. 24.6. 1954, hús- móðir í Reykjavík, og Jónas Theo- dór Hallgrímsson, f. 2.1. 1949, pípu- lagningamaður í Reykjavík. KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ÁRA Á FÖSTUDAG Viktoría Jónasdóttir NEMI Í REYKJAVÍK Kristinn Magnússon SLÖKKVILIÐS- OG SJÚKRAFLUTNINGAMAÐUR Kristinn fædd- ist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann var í Grunnskóla Siglufjarðar, Garðaskóla í Garðabæ, stundaði nám við Fjölbrauta- skólann í Garðabæ og lauk prófi í pípulögnum frá Borgarholtsskóla. Kristinn var pípulagningamað- ur 2003-2008. Þá hóf hann störf hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hefur starfað þar síðan. Fjölskylda Eiginkona Kristins er María Fjóla Björnsdóttir, f. 28.1. 1980, hús- móðir. Börn Kristins og Maríu Fjólu eru Gabríel Breki Kristinsson, f. 21.7. 2002; Salome Vilbergs Krist- insdóttir, f. 17.6. 2006; Ísak Logi Kristinsson, f. 11.10. 2008. Systkini Kristins eru Guðbrand- ur Magnússon, f. 11.9. 1967, sjó- maður í Reykjavík; Ásgeir Rúnar Magnússon, f. 19.5. 1970, fyrrv. sjó- maður, búsettur í Garðabæ; Anna Júlía Magnúsdóttir, f. 24.2. 1975, starfsstúlka við leikskóla. Foreldrar Kristins eru Magn- ús Guðbrandsson, f. 16.12. 1948, bifvélavirki í Reykjavík, og Jónína Gunnlaug Ásgeirsdóttir, f. 17.2. 1949, leikskólakennari. 30 ÁRA Á FÖSTUDAG 50 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 ÆTTFRÆÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.