Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 2
Gleðigjafinn JóJó þarf að svara fyrir þriggja ára gamlan atburð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að starfsmað- ur Hjálpræðishersins stefndi honum. Hann skilur lítið í málinu og segist ekki hafa gert neitt af sér. Honum finnst málið frekar óhjálpræðislegt. HITT MÁLIÐ ÞETTA HELST - ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI GOSIÐ ÓGNAR SUMRINU Eldgosið í Eyfjafjallajökli hefur haft ótrúleg áhrif hér á landi og út fyrir landsteinana og verið efst á baugi í öllum frétta- miðlum. Einna mest hefur verið rætt um áhrif gossins á flugsamgöngur í Evrópu en í DV á mánudaginn var greint frá því hvaða afleiðingar gosið gæti haft á sumarið hér á landi. Í þeirri umfjöll- un kom meðal annars fram að ein afleiðing öskumyndunar eins og frá Eyjafjallajökli væri að hún hindraði að sólarljós bærist til jarðar. Var komist að þeirri niðurstöðu að ef Eyjafjalla- jökull héldi uppteknum hætti við framleiðslu á gjósku og ösku í marga mánuði gæti það vel leitt til þess að kaldara yrði í veðri en ella og gæti hugsan- lega haft áhrif á veður hér á landi í sumar. JÓN ÁSGEIR FORÐAR GLÆSIBIFREIÐ TIL 365 Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir lét skrá Range Rover-bifreið í sinni eigu á fjölmiðlafyrirtækið 365 um síðustu mánaða- mót. Hafði glæsibifreiðin þá einungis verið í eigu Jóns Ásgeirs í fimm daga. Bifreiðin er grár Range Rover, árgerð 2005. Bíll- inn virðist hafa flakkað á milli eigenda á síðustu árum. Árið 2005 var bíllinn keyptur af Baugi Group. Í febrúar 2009 var bíllinn færður yfir á félagið Baugur Ísland. Mánuði síðar var bíllinn síðan færður yfir á Haga þar sem Baugur var farinn á hausinn. Í lok mars á þessu ári færði Jón Ásgeir bifreiðina frá Hög- um yfir á sjálfan sig en líkt og flestir vita ætlar Arion banki að selja Haga í opnu hlutafjárútboði. Sama dag og Jón Ásgeir færði bifreiðina yfir á sjálfan sig frá Högum seldi hann bifreiðina áfram til fjölmiðlafyrirtækisins 365 en eigendaskiptin tóku fimm daga að ganga í gegn. Svo virðist sem Jón Ásgeir sé stöðugt að reyna að koma bílnum undan frá fyrirtækjum sínum þegar sigið hefur á ógæfuhliðina hjá þeim. STRÁKAR ERU LÍKA MISNOTAÐIR Ingólfur Harðarson var beittur kynferð- islegu ofbeldi í æsku og greindi hann frá því í opinskáu viðtali við DV. Starfsmaður sjúkrahúss misnotaði hann fimm ára en þá hafði hann verið lagður inn vegna einkenna kynferð- isofbeldis og níu ára var hon- um nauðgað af vörubílstjóra. Þrátt fyrir að hafa lokað á minningarnar mótaðist allt hans líf af ofbeldinu. Við vinnu í 12 spora kerfi Al-Anon fóru minningarnar að brjótast fram. Ingólfur hefur unnið mikið í sínum málum í gegnum SASA og berst nú gegn úrræðaleysinu sem hann segir einkenna samfélagið. 2 3 1 MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 19. – 20. APRÍL 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 44. TBL.100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 Lágmúli 5 |108 Reykjavík S: 590 9200 | www. laekning.is LÆKNISFRÆÐILEG SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA Pálmi í Fons, Ingibjörg Pálmadóttir, Lýður Guðmundsson, Ólafur Ólafsson GOSIÐ ÓGNAR SUMRINU n FLÚORINN Í ÖSKUNNI BRÆÐIR BEIN DÝRA OG MANNA n SVARTA MYRKUR AF ÖSKU n KREPPAN GÆTI DÝPKAÐ n BESTU LANDBÚNAÐARSVÆÐIN Í HÆTTU n ICELANDAIR TAPAR 100 MILLJÓNUM Á DAG M YN D S IG U RÐ U R Þ. R A G N A RS SO N BERST FYRIR FORMANNS- STÓLNUM FRÉTTIR n HANNA BIRNA OG KRISTJÁN ÞÓR Á HLIÐARLÍNUNNI ÁSA LIFIR Á HAFRAGRAUT n HEFUR 30 ÞÚSUND Á MÁNUÐI FYRIR MAT FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR 21. – 22. APRÍL 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 45. TBL. 100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 Lágmúli 5 |108 Reykjavík S: 590 9200 | www.laekning.is LÆKNISFRÆÐILEG SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA MISNOTAÐUR FIMM ÁRA GAMALL: n INGÓLFUR BÆLDI HRÆÐILEGAR MINNINGAR Í 40 ÁR n „MÉR VAR NAUÐGAÐ SEM BARNI“ n „ÞETTA ER EILÍFÐARMEIN“ n „ÞENNAN DAG DÓ ÉG“ STRÁKAR ERU LÍKA MISNOTAÐIR M Y N D B R A G I Þ Ó R JÓ SE FS SO N GUÐJÓN TENGIST KVÓTA- BRASKI FRÉTTIR FÆRIR RANGE ROVER Á 365 JÓN ÁSGEIR: GRÆDDU TUGI MILLJÓNA MEÐ LÁNUM ÁN ÁHÆTTU FRÉTTIR FRÉTTIR LEIÐBEININGAR: RÆKTAÐU EIGIN MAT NEYTENDUR GUÐFRÍÐUR LILJA ÓLÉTT n KONAN HENNAR FÆDDI SON FÓLK FRÉTTIR MÆÐUR FLÝJA MEÐ BÖRNIN BÆNDUR Á BARMI TAUGAÁFALLS n SVEITIN ORÐIN GRÁ - SKEPNUM SLÁTRAÐ 4 MIÐVIKUDAGUR 21. apríl 2010 FRÉTTIR Fyrrverandi forstjóri Baugs fékk lán frá Landsbankanum: Tryggvi fékk 305 milljónir Tryggvi Jónsson, endurskoðandi og fyrrverandi forstjóri Baugs sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir fjárdrátt og fleiri brot í Baugsmál- inu árið 2008, er á lista yfir þá starfs- menn Landsbankans sem fengu hvað hæst lán hjá bankanum. Listann er að finna í þriðja bindinu í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Einkahlutafélag Tryggva, Sand- erson ehf., fékk samtals 305 milljón- ir króna að láni hjá Landsbankanum á árunum 2007 og 2008. Tryggvi hóf störf hjá bankanum síðla árs 2007 eft- ir að hafa fengið á sig dóm í héraðs- dómi í Baugsmálinu. Dómurinn var síðar staðfestur í Hæstarétti. Tryggvi hélt starfi sínu í Lands- bankanum eftir hrun og vann til skamms tíma í Nýja-Landsbankan- um við útlánastarfsemi. Hann var þó látinn taka pokann sinn í nóvem- ber árið 2008 eftir að talið var að hann hefði komið nálægt málum tengdum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni eftir banka- hrunið. Vegna tengsla hans við Baug þótti þetta ekki heppilegt. ingi@dv.is Fékk dóm og vann í banka Tryggvi var ráðinn til Landsbankans eftir að hafa hlotið dóm í Baugsmálinu sem síðar var staðfestur í Hæstarétti. Hann fékk 305 milljónir lánaðar hjá bankanum. Gnúpur átti að vera með Heimildir DV herma að fjárfestinga- félagið Gnúpur hafi átt að taka þátt í kaupum Milestone og Einars Sveins- sonar á 8 prósenta hlut í Glitni sem síðar var settur inn í félagið Þátt Int- ernational á árinu 2007. Gnúpur átti að halda utan um 40 prósent hluta- fjár í sameiginlegu félagi og Mile- stone 40. Einar átti að eiga minna. Af einhverjum ástæðum duttu þessar hugmyndir upp fyrir og Gnúpur tók ekki þátt í fjárfestingunni með þeim. Væntanlega var ástæðan þeir erfið- leikar sem Gnúpur byrjaði að lenda í árið 2007. Gnúpur varð svo fyrsta íslenska fjárfestingafélagið til að fara á hliðina um áramótin 2007-2008. Ólafur varar við Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, varaði heimsbyggðina við frekari náttúruhamförum á Íslandi í breska fréttaskýringaþættinum Newsnight sem sýndur var á BBC á mánudagskvöldið. Þar átti forsetinn við mögulegar afleiðingar af gosi í Kötlu. Í viðtalinu sagði forsetinn, og bar mögulegt Kötlugos saman við gosið í Eyjafjallajökli. „Það sem við höfum séð undanfarna daga er að- eins sýnishorn af því sem gæti gerst þegar Katla gýs.“ Leiðrétting Í mánudagsblaði DV var greint frá lánveitingum Glitnis til starfs- manna bankans. Upplýsing- arnar um lánin voru teknar upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Lánin voru ofreiknuð í fréttinni þar sem talið var að töflur um lánveitingarnar í rann- sóknarskýrslunni á tilteknu ára- bili sýndu lánveitingar til starfs- mannanna á hverju ári. Töflurnar sýna hins vegar stöðuna á hverju ári en ekki lánveitingar einstök ár. Því voru lán til hvers starfsmanns sögð töluvert hærri en þau voru í raun í frétt DV. Fjárfestirinn Jón Ásgeir Jóhannes- son fór nýverið á Range Rover-bifreið til að skoða gosið við Eyjafjallajök- ul. Leigði hann sér síðan þyrlu til að fljúga yfir gossvæðið. Range Rover- bifreiðin sem Jón Ásgeir kom á er nú í eigu fjölmiðlafyrirtækisins 365 en var í hans eigu í fimm daga. Samkvæmt heimildum DV hefur Jón Ásgeir bílinn enn til afnota en Ari Edwald, forstjóri 365, segir í samtali við DV að enn sé óráðið hvað gera eigi við Range Rover-bifreið 365. Fimm eigendur á fimm árum Jón Ásgeir Jóhannesson lét skrá Range Rover-bifreið í sinni eigu á fjöl- miðlafyrirtækið 365 um síðustu mán- aðamót. Hafði glæsibifreiðin þá ein- ungis verið í eigu Jóns Ásgeirs í fimm daga. Bifreiðin er grár Range Rover ár- gerð 2005. Bíllinn virðist hafa flakkað á milli eigenda á síðustu árum. Árið 2005 var bíllinn keyptur af Baugi Group. Í febrúar 2009 var bíll- inn færður yfir á félagið Baugur Ís- land. Mánuði síðar var bíllinn síðan færður yfir á Haga þar sem Baugur var farinn á hausinn. Í lok mars á þessu ári færði Jón Ás- geir bifreiðina frá Hög- um yfir á sjálfan sig en líkt og flestir vita ætl- ar Arion banki að selja Haga í opnu hlutafjárút- boði. Ljóst er að umrædd Range Rover-bifreið verð- ur ekki lengur í eigu félags- ins þegar Hagar fara á markað. Sama dag og Jón Ásgeir færði bifreiðina yfir á sjálfan sig frá Hög- um seldi hann bifreiðina áfram til fjölmiðlafyrir- tækisins 365 en eigendaskiptin tóku fimm daga að ganga í gegn. Svo virðist sem Jón Ásgeir sé stöðugt að reyna að koma bílnum undan frá fyrirtækjum sínum þegar sig- ið hefur á ógæfuhliðina hjá þeim. Viðskipti milli Jóns Ásgeirs og 365 „Það voru gerð viðskipti milli Jóns Ásgeirs og 365 um Range Rover-bifreiðina. Það er ekkert meira um það að segja. Hann mun ekki hafa afnot af bílnum hjá okkur,“ seg- ir Ari Edwald, forstjóri 365. „Það er eng- inn eins og er,“ segir Ari aðspurður hver hafi af- not af bíln- um núna. Það verði þó ekki lengi. Mál bílsins sé í úrvinnslu hjá 365. „Annaðhvort skipti ég hon- um upp í önnur tæki sem okkur vant- ar eða einhvern annan bíl. Það er alltaf einhver hreyfing á tækjum hjá okkur,“ segir hann. Starfsmenn með bílahlunnindi Árið 2008 átti fjölmiðlafyrirtækið 365 um sextíu bíla og þar af voru ellefu bílar í höndum yfirstjórnar. Þar af var Range Rover-bifreið sem Ari ekur sjálfur ennþá á. Aðspurður hvort ein- hver fækkun hafi orðið í bílaflota fyr- irtækisins síðan árið 2008 segir Ari að líklega hafi bílunum fækkað um tvo eða þrjá. Það tíðkist ennþá að vissir starfsmenn innan fyrirtækisins hafi afnot af bílum sem hluta af starfskjör- um sínum. „Og það er ekki fyrirhuguð nein breyting á því,“ segir hann að lok- um. Þess má geta að bifreiðin sem Ari ekur um á kostaði sjö milljónir króna. Stjórnendur 365 velja Range Rover Svo virðist sem gráar Range Rover- bifreiðar séu í miklu uppáhaldi hjá eigendum og stjórnendum 365. Jón Ásgeir hefur keyrt um á bíln- um sem nú fór til 365 síðan árið 2005. Stefán Hilmarsson, yfirmaður fjár- málasviðs 365, ók um á gráum Range Rover þar til bíllinn brann á dularfull- an hátt í innkeyrslunni hjá honum og Friðriku Geirsdóttur á Laufásvegi í Reykjavík í ágúst í fyrra. Loks ekur Ari um á gráum Range Rover. Líkt og áður kom fram er þó alls óvíst hver fær Range Rover-inn sem keyptur var af Jóni Ásgeiri um síðustu mánaðamót. Grá Range Rover-bifreið sem Jón Ásgeir Jóhannesson hefur ekið um á síðan árið 2005 hefur verið færð á milli hans og fjögurra félaga í hans eigu síðustu fim m árin. Um síðustu mánaðamót var bíllinn færður til fjölmiðlafyrirtækisins 365. Ari Edwald, for - stjóri 365, segist ekki vita hvað 365 ætli að gera við Range Rover-bifreiðin a. JÓN ÁSGEIR FORÐAR GLÆSIBIFREIÐ TIL 365 ANNAS SIGMUNDSSON blaðamaður skrifar: as@dv.is Á Range Rover að gosinu Jón Ásgeir Jóhannesson sást nýverið á Range Rover- bifreið í eigu 365 á leiðinni að skoða eldgosið við Eyjafjallajökul þar sem hann leigði sér síðan þyrlu til að skoða gosið. Glæsibifreið Bifreiðin sem Jón Ásgeir Jóhannesson hefur fært á milli fimm aðila undanfarin fimm ár er árgerð 2005 af Range Rover. „Það er enginn eins og er.“ Enginn á bílnum Ari Ed- wald, forstjóri 365, segist ekki vita hvað 365 ætli að gera við Range Rover-bifreiðina sem fyrirtækið keypti nýverið af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Ari segir Jón Ásgeir ekki lengur hafa afnot af bílnum. 2 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 FRÉTTIR STEFNIR JÓJÓ Götulistamaðurinn og gleðigjafinn JóJó þarf að verjast í dómsal eftir að starfsmaður Hjálpræðishersins stefndi honum. Sjálfur er hann ekki alveg viss um fyrir hvað en heldur að sakarefnið sé það að hann eigi að hafa bitið viðkomandi. Því skilur hann lítið í og bendir á að hann sé að mestu leyti tannlaus. Jójó segir að málið gegn honum snúi að atburði fyrir þremur árum. Þá hafi hann heimsótt vin sinn í fataverslun Hjálpræðishersins við Eyjaslóð í Reykjavík og þar hafi hann borðað með honum máltíð í íbúð fyrir ofan búðina. Að henni lokinni segist Jójó hafa gengið um verslunina og lent þar í útistöðum við kvenkyns starfs- mann verslunarinnar og tvo aðra starfsmenn. „Ég var bara að skoða föt og var ekki með neitt ofbeldi. Allt í einu fór konan að elta mig á röndum eins og einhvern glæpa- mann. Þá birtust allt í einu tveir gæjar sem komu æðandi að mér. Ég vildi bara fara út og vildi ekki neitt vesen,“ segir JóJó. Sannleikurinn bestur Aðspurður segist götulistamaður- inn ekki hafa gert neitt af sér og skil- ur ekkert í dómsmálinu. Hann vonast þar til að fá tækifæri til að segja frá því sem raunverulega gerðist. „Frásagn- ir þeirra stangast töluvert á við það sem raunverulega gerðist. Ég á meira að segja að hafa bitið mann og ég er ekki einu sinni með tennur í efri góm,“ segir JóJó. „Ég bauðst til að mæta þess- um starfsmanni Hjálpræðishersins í skýrslutöku hjá lögreglu til að fara yfir málið. Þangað vildi hann ekkert mæta og sagðist vera svo stórslasaður eftir mig, einhverjum tólf mánuðum síð- ar. Sjálfum finnst mér sannleikurinn sagna bestur og því er best að mæta þeim fyrir dómi. Ég veit alveg ná- kvæmlega hvað gerðist þennan dag.“ Vill vel Fyrirhugað var að taka málið fyr- ir í vikunni í Héraðsdómi Reykjavík- ur en þar var málinu frestað um eina viku. JóJó finnst ósanngjarnt að vera dreginn fyrir dóm og segir samvisku sína hreina. „Á endanum voru starfs- mennirnir þarna orðnir fimm og það þorir enginn einn maður gegn fimm. Samt er mér gert að sök að hafa veist að fólkinu. Mér finnst dálítið ósann- gjarnt í þessu blessaða samfélagi, þeg- ar ég gerði ekkert af mér, að lenda fyr- ir dómi. Ég veit alveg mína samvisku,“ segir JóJó. „Auðvitað líður mér samt ekkert vel með þetta. Ég hef alltaf unnið að því að gera gott fyrir bæinn. Ég get ekki séð að þetta komi Hjálpræðishern um að góðu. Mér finnst ekki mikið hjálp- ræði í þessu, eiginlega er þetta frekar óhjálpræðislegt.“ DV hafði samband við talskonu Hjálpræðishersins til að spyrja hana um mál JóJós. Þar á bæ könnuðust menn við málið en sögðust ekki vilja tjá sig um það neitt frekar. Auðvitað líður mér samt ekkert vel með þetta. Ég hef alltaf unnið að því að gera gott fyrir bæinn. Fyrir dóm JóJó finnst sannleikurinn sagna bestur og ætlar að segja frá því sem raunverulega gerðist í dómsal. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is á rafskutlum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.