Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 HELGARBLAÐ
Þegar fólk heyrir að mér hafi verið sagt upp spyr það hvort ég hafi gert eitthvað af mér – fólk er hreinlega svo hissa. En svo var auðvitað ekki. Ég tók hvorki úr
kassanum né beitti ofbeldi. Fyrrverandi yfir-
menn mínir segja án efa að samstarfið hafi ekki
gengið og vissulega er eitthvað til í því. Ég við-
urkenni fúslega að ég var ekki til í að fara þeirra
leið í forvarnastarfi á einstaklingssviði og það er
án efa ástæðan fyrir því að mér var sagt upp eft-
ir að hafa unnið af heilindum og nánast fórnað
mér og minni persónu fyrir þetta fyrirtæki í öll
þessi ár,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, fyrrver-
andi forvarnafulltrúi hjá tryggingafélaginu VÍS,
en Ragnheiði var sagt upp í janúar eftir tæplega
16 ára starf. „Þegar ég byrjaði árið 1994 hafði
aldrei verið forvarnafulltrúi hjá íslensku trygg-
ingafélagi og það kom því í minn hlut að móta
þetta starf og kom reyndar með hygmyndalista
með mér inn í starfið. Ég varð strax mjög áber-
andi í fjölmiðlum – enda vildi ég koma forvörn-
unum á framfæri. Þegar frá leið var mér gefið í
skyn, hvað eftir annað, að ég væri í raun and-
lit fyrirtækisins,“ segir Ragnheiður sem starfaði
sem lögreglumaður og blaðamaður um árabil
áður en hún gekk til liðs við tryggingafélagið.
ÞURFTI ÁFALLAHJÁLP
Bætt umferðarmenning og umferðaröryggi
hafa lengi verið helstu áhugamál Ragnheiðar.
Fyrsta verk hennar var að kynna fyrir íslensk-
um foreldrum bakvísandi barnabílstóla upp að
þriggja ára aldri, sem áður höfðu ekki þekkst
hér á landi. Hún heimsótti nær alla framhalds-
skóla í samfellt 15 ár og hélt umferðarfundi um
afleiðingar umferðarslysa og framleiddi efni og
myndbönd fyrir umferðarfundina.
„Oft á tíðum var þetta starf gríðarlega erf-
itt. Ég hafði mikinn metnað og þegar ég vann
að forvarnaauglýsingum leitaði ég oft til fórn-
arlamba, aðstandenda og gerenda umferðar-
slysa. Það krafðist mikils undirbúnings og trún-
aðar – enda var ég að tala við fólk í mikilli sorg.
Í rauninni var ég að kafa ofan í sárin þeirra og
í mörgum tilfellum endurlifði viðkomandi ein-
staklingur slysið með því að rifja það upp. Það
tók verulega á. Ég er viss um að forvarnaefni
byggt á raunveruleikanum hefur mun meiri
áhrif en efni sem er leikið. Ég tók sjálf viðtöl við
þetta fólk, pródúseraði efnið, klippti það og gekk
frá því á allan hátt. Það er ekki hægt að vinna
svona efni nema vinna trúnað viðmælenda og
fylgja eftir allt til enda og þá reynslu hafði ég frá
lögreglunni og einnig úr fjölmiðlum. Það kom
oft fyrir að ég brotnaði saman vegna vinnunn-
ar og þurfti að leita mér áfallahjálpar. Þetta var
þannig starf,“ segir Ragnheiður og getur þess að
VÍS hafi tvisvar fengið verðlaun fyrir forvarna-
starf sitt auk þess sem forvarnaauglýsingarnar
hafi fengið verðlaun.
VARÐ FYRIR AÐKASTI
„Ég passaði mig á að predika ekki yfir krökkunum
í skólunum heldur lét þau draga sínar eigin álykt-
anir og oft kom fyrir að þau brotnuðu hreinlega
niður. Ekki vegna þess að ég hafði verið að ræða
slys sem þau þekktu til heldur vegna þess að um-
fjöllunin minnti þau á eitthvað sem þau höfðu
upplifað. Ef einhverjum leið illa tók ég viðkom-
andi að mér og huggaði og fylgdist með og ræddi
við foreldra og aðstandendur. Grunnurinn í for-
varnastarfinu var að krakkarnir samsömuðu sig
við unga fólkið sem hafði lent í slysum og setti sig
í spor þeirra. Auðvitað hafa þau séð margt verra
í sjónvarpi og kvikmyndum en þarna skein hinn
mannlegi harmleikur í gegn og ég er viss um að
fækkun umferðarslysa undanfarin ár er ekki síst
þessu starfi að þakka,“ segir Ragnheiður og bæt-
ir við að hún hafi einnig orðið fyrir aðkasti vegna
starfsins.
„Ég hafði verið dugleg við að gagnrýna um-
ferðarlöggæslu og stjórnvöld almennt fyrir að-
gerðarleysi í umferðaröryggismálum og skrifaði
oft greinar í dagblöð. Í einhverjum tilfellum var
mér bent á að ég væri nú einu sinni forvarnafull-
trúi VÍS og því ekki við hæfi að gagnrýna stjórn-
völd og var í því sambandi enn og einu sinni bent
á að nafn mitt væri svo nátengt fyrirtækinu að
mínar skoðanir væru túlkaðar sem skoðanir fyr-
irtækisins – jafnvel þótt ég skrifaði undir greinar
án starfsheitis. Stundum var ég harðorð þegar
ég fjallaði um umferðarmál og bloggfærsla sem
ég skrifaði um mótorhjólamenn setti allt á ann-
an endann. Ég var að gagnrýna einstaka mótor-
hjólamenn sem stunduðu ofsaakstur en margir
aðrir vélhjólamenn tóku skrifin persónulega til
sín og töldu mig vera að gagnrýna þennan þjóð-
félagshóp í heild sinni, sem var fjarri lagi. Í kjöl-
farið var sendur fjöldapóstur til VÍS og allra fjöl-
miðla þar sem ég var harðlega gagnrýnd og um
mig sögð miður falleg orð. Sumir gengu svo langt
að hringja margsinnis heim til mín og láta blóts-
yrðin ganga yfir mig og í tvígang mættu nokkrir
Ragnheiði Davíðsdóttur,
fyrrverandi forvarnafull-
trúa VÍS, var sagt upp í
janúar eftir 16 ára starf.
Ragnheiður, sem hefur
fengið fjölda verðlauna
fyrir forvarnastarf sitt,
segist frekar hissa en reið
yfir uppsögninni. Hún
hafði þó ekki áhuga á að
starfa lengur innan fyr-
irtækisins þar sem hug-
myndum hennar og vinnu
hefði verið alfarið hafnað
undir það síðasta. Hún
tekur sér því orð Snæfríð-
ar Íslandssólar í munn.
„HELDUR ÞAÐ VERSTA
EN ÞAÐ NÆSTBESTA“
Helgar lífið umferðarmenningu
Ragnheiður segist þekkja fagið eins og
lófann á sér. Hún ætlar að halda áfram
að skipta sér af umferðinni þótt það
verði ekki hjá VÍS. MYND KARL PETERSSON