Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 26
NAUÐSYNLEGT AÐ
VERA SMÁ PJATTRÓFA
Í einkageiranum eða stjórnsýsl-unni?“ sagði faðirinn við son sinn eftir að sá síðarnefndi sagðist ætla að fara í skipulagða glæpi þegar
hann yrði stór.
Á Alþingi okkar Íslendinga, sem í eina tíð var nefnt hið háa, sitja sextíu og þrír ein-staklingar og með reglulegu
millibili bítast miklu fleiri um að
fá sér þar sæti. Allir gefa þeir sem
berjast um hituna sig út fyrir að
vera í raun að fórna sér í þágu
þjóðarinnar og geta vart beð-
ið þess að þjóðin njóti góðs af
heiðarleika þeirra, staðfestu, skynsemi og gáfum. Að ógleymdu því smáat-
riði sem hvað mesta vægið hefur í störfum þeirra; þeirra eigin persónulegu
skoðun.
Ég hef ekki mikið álit á alþingismönnum. Ég hef reyndar ekki mikið álit á stjórnmálamönnum almennt. Eins og fyrr sagði í þessum pistli þá skáka ráðamenn þjóðarinnar í skjóli þess að þeirra helsta og eina hugðarefni sé að vinna þjóðinni gagn, eins og þjóðinni yrðu allar
bjargir bannaðar ef krafta þeirra nyti ekki við. Mér er því spurn: Hvenær
vaknaði þessi þrá þeirra sem bjóða sig fram með flírubros á vör og fjölda
loforða upp í erminni líkt og töframaður sem dregur kanínur í tugatali upp
úr hatti sínum?
Þegar ég var lítill drengur var margt sem mig langaði að verða þegar ég yrði stór. Mig langaði að verða Bítill,
kúreki, riddari á hvítum hesti,
lögreglumaður og að sjálfsögðu
slökkviliðsmaður. Eflaust langaði
mig að verða margt fleira, en ég
minnist þess ekki að ég hafi setið
við eldhúsborðið að morgni dags,
gúffað í mig OTA-haframjöli með
mjólk út á og hugsað: „Þingmað-
ur, ráðherra! Mig langar mest
til að komast á þing. Þjóð mín
þarfnast krafta minna. Ég ætla að
verða ráðherra, eða í það minnsta
alþingismaður, og einkaskoðan-
ir mínar munu verða vitinn sem
lýsir þjóðinni veginn til farsæld-
ar.“
Glöggir lesendur eru væntanlega nú þegar búnir að átta sig á því að ég trúi ekki að ást á landi og þjóð hafi ráðið starfsvali stjórnmála-manna. Ég er reyndar alveg bit, eins og stundum er sagt, yfir að þeir skuli enn reyna að telja hinum sauðsvarta almúga, sem ágætur
fyrrverandi stjórnmálamaður líkti við illgresi fyrir ekki margt löngu, trú
um að ættjarðarástin sem funar í brjóstum þeirra sé eldurinn sem knýr þá
áfram. Annar fyrrverandi stjórnmálamaður staðfesti þá skoðun mína að
hagsmunir stjórnmálaflokkanna vægju þyngra en hagsmunir þjóðarinnar
þegar hann sagði skömmu eftir hrun að nú væri brýnt að láta hagsmuni
þjóðarinnar ganga fyrir flokkahagsmunum. Sú staðreynd að hann taldi
þörf á að brýna það fyrir öllum þessum hugprúðu ættjarðarunnendum
færði mér heim sanninn um að þessu hefði ávallt verið öfugt farið.
Í ljósi nýbirtrar skýrslu vaknar með mér sú spurning hvort á Alþingi fyrirfinnist ekki fyrst og fremst síngjarnir eiginhagsmunapotarar og málsvarar þungavigtarmanna í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar, að ógleymdum sægreifum sem sitja við sjávarréttahlaðborð sem í raun er
eign þjóðarinnar allrar. Þegar upp var staðið voru flestir þeirra harla létt-
vægir fundnir.
Þær stéttir eru vissulega til sem slæmt orðspor fer af. Í eina tíð máttu bílasalar una við það að vera meira eða minna álitnir verstu skúrk-ar og prangarar. Vart þarf að minnast á lögfræðinga, og ég geri það nú bara svo ég
geti sagt að vart þurfi að
minnast á þá.
Nú virðist sem stjórnmála-menn hafi tekið við kyndlinum
af lögfræðingum, enda
eru þeir sumir hverjir
líka lögfræðingar og við
hverju er þá að búast?
„Hvort kemur á undan,
hænan eða eggið?“ er
stundum spurt. Hjá mér vaknar sú spurning hvort menn mæti siðlausir á
þing eða tileinki sér siðleysi eftir að þangað er komið. Ég hef engin einhlít
svör fengið við þeim vangaveltum, veit enn síður hvort þær eru fullkom-
lega réttmætar.
Mér er minnisstæð sagan um blaðamanninn sem skrifaði grein um alþingismenn og hófst hún á orðunum: „Helmingur þingmanna er fífl,“ eða eitthvað í þá veruna. Blaðamaðurinn var tekinn á beinið og skipað að breyta orðavali sínu, sem hann og gerði:
„Helmingur þingmanna er ekki fífl …“ Ef ég man rétt.
SVEITAPILTSINS
DRAUMUR
„Ég lærði í Snyrtiskól-
anum í Kópavogi og fór
svo á nemasamning hjá
snyrtistofunni Abaco
á Akureyri. Í dag vinn
ég hjá Aqua Spa sem er
staðsett í líkamsrækt-
arstöðinni Átaki,“ seg-
ir Elín Þorsteinsdótt-
ir snyrtifræðingur sem
hefur starfað við fag-
ið í sex ár. „Draumur-
inn var alltaf að verða
snyrtifræðingur en fyrst
prófaði ég að fara í Fisk-
vinnsluskólann á Dal-
vík. Eftir að hafa búið
í eitt ár úti í Prag ákvað
ég svo að skella mér í
snyrtinámið. Þetta er
skemmtileg og fjöl-
breytt vinna því fólk er
mismunandi og hef-
ur mismunandi þarfir.
Ég fæ til dæmis aldrei
sömu pörin af auga-
brúnum yfir daginn. Í
vinnunni hitti ég líka
marga svo starfið gef-
ur manni heilmikla fé-
lagslega útrás.“
Skap kúnnans
stjórnar
Elín segir við-
skiptavini sína
yfirhöfuð af-
slappaða gagn-
vart kreppunni
og neikvæð-
um fréttum. „Ég
verð ekki vör við
mikla neikvæðni
enda kemur fólk
í snyrtingu til
að slappa af og
njóta stundar-
innar,“ segir hún
og bætir við að
snyrtifræðingar
þurfi að vera færir í mannlegum samskiptum. „Áhugi á
útliti og snyrtingu er nauðsynlegur í þessu fagi og einnig
hæfni í mannlegum samskiptum. Snyrtifræðingar þurfa
að kunna að lesa fólk og vita hvenær kúnninn vill spjalla
og hvenær hann vill njóta þagnarinnar. Ég passa mig á
að láta viðskiptavininn stjórna ferðinni svo allt spjall fer
eftir hans skapi hverju sinni. Lykilatriðið er að koma eins
fram við alla, því enginn er
merkilegri en annar.“
Sveitakona innst inni
Elín viðurkennir að vera
sjálf svolítil pjattrófa enda
sé slíkt nauðsynlegt fyr-
ir starfið. „Ég hef voða-
lega gaman af snyrtivörum
og fylgist með nýjungum.
Hins vegar er ég ekki lengi
að vippa mér í hunda-
gallann eftir vinnu enda
sveitakona inn við beinið,“
segir hún hlæjandi. Spurð
um sumartískuna seg-
ir hún augabrúnir eiga
að vera náttúrulegar í
sumar. „Yfir sumarið
dempast allir litir bæði í
augabrúnum og förðun.
Eins er bíkiní- og brasil-
ískt vax alltaf inni og sér
í lagi yfir sumartímann.
Við erum komnar með
súkkulaðivax svo þessu
fylgir miklu minni sárs-
auki en áður,“ seg-
ir hún og bætir við að
norðlenskar konur séu
duglegar við að mæta
í snyrtingu. „Við fáum
bæði kynin til okkar og
á öllum aldri. Herrarn-
ir eru að koma í nudd,
húðhreinsun, hand- og
fótsnyrtingu og unglings-
strákarnir í húðhreinsan-
ir. Ég hef ekki fundið að
kreppan hafi áhrif, það
er frekar meira að gera ef
eitthvað er.“
Fjölskylduvænt starf
Elín segist vel geta hugs-
að sér að opna eigin stofu
í framtíðinni. „Það getur
vel verið en ekki í dag. Mér
finnst ofsalega þægilegt
að geta mætt í vinnuna,
unnið og farið svo heim. Þetta er fjölskylduvænt starf að
því leyti að það er hægt að hagræða ef eitthvað kemur
upp á en hins vegar koma flestir kúnnar seinnipartinn.
Það er nauðsynlegt að fara í snyrtingu annað slagið því
manni líður einfaldlega miklu betur eftir að hafa látið
fríska eitthvað upp á sig og svo er líka gott að setja sjálfan
sig í fyrsta sæti einstöku sinnum.“
Elín Þorsteinsdóttir segir meira að
gera í kreppunni en áður ef eitthvað er.
Hún segir bæði kynin dugleg að mæta í
snyrtingu enda sé nauðsynlegt að láta
fríska upp á útlitið annað slagið.
26 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 UMRÆÐA
snyrtifræðings
Fjölbreytt starf Elín býður kúnna
upp á fótabað áður en snyrtingin
hefst. MYNDIR BJARNI EIRÍKSSON
Afgreiðsla Elín tekur
á móti viðskiptavini.
Lætur kúnnann ráða Að geta lesið í kúnnann er afar
mikilvægt, segir Elín, sem lætur skap viðskiptavinarins stjórna
því hvort hún spjalli um daginn og veginn eða ekki.
Félagsleg útrás Elín
hittir mjög marga
vegna starfsins en
hún hefur starfað sem
snyrtifræðingur í sex ár.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON skrifar
HELGARPISTILL