Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 35
HELGARBLAÐ 23. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 35 Ég man mjög vel eftir þessum degi en ekki nákvæmlega hvað ég var gamall, ætli ég hafi ekki verið fjögurra, fimm ára,“ segir íslenskur karlmaður sem vill ekki láta nafns síns getið. „Ég held að hún hafi bara gert þetta einu sinni og ég var svo lítill að ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta væri eitthvað rangt og ætlaði að segja mömmu og pabba frá,“ segir hann en bætir við að gerandinn, eldri systir hans, hafi stoppað hann. „Eftir því sem ég varð eldri því meira fór ég að hugsa um atvikið og þegar ég komst á kynþroskaaldur fór ég að pæla í þessu daglega. Ég var alltaf að reyna að sannfæra mig um að þetta hefði ekki verið neitt, ég hefði verið það lítill að þetta gæti ekki skipt máli. Ég vildi einfaldlega ekki láta þetta hafa áhrif á líf mitt en gat ekki annað og var alltaf með hugann við þetta atvik,“ segir hann og bætir við að hann geri sér grein fyrir að mörg systkini leiki sér í svo- kölluðum læknisleik en að um mun alvarlegra atvik hafi verið að ræða. Opnaði á ofbeldið „Í kringum 15 ára fór ég að drekka mjög illa og þegar ég var 18 ára réðst á ég systur mína, var ágeng- ur og spurði hana út í þetta. Daginn eftir vildi hún ræða við mig en þá vildi ég ekkert tala,“ segir hann og bætir við að þarna hafi hann í fyrsta skiptið opnað á ofbeldið. „Ég vissi að hún hafði líka verið barn og það flækti þetta allt saman fyrir mér. Ég skildi ekki hvernig þetta gat skipt mig svona miklu máli,“ segir hann og bætir við að hann hafi leitað sér hjálpar vegna drykkjunnar 21 árs. „Ég fór í AA-samtökin og sagði sponsornum mínum frá þessu sem sagði mér að biðja hana afsökunar á að hafa ráðist á hana þegar ég var 18 ára. Ég held að hann hafi ekki gert sér grein fyrir alvarleika máls- ins enda með enga reynslu í þess- um málaflokki. Það magnaða var hins vegar að það kom heilmargt jákvætt út úr spjallinu. Hún sagði mér að hún hefði líka verið misnot- uð og fyrir vikið skildi ég hana bet- ur og reiði mín í hennar garð hjaðn- aði.“ Gjörbrotin sjálfsmynd Hann varð fyrir annarri árás þeg- ar hann komst á unglingsald- ur en afgreiddi það lengi vel sem fyllirís rugl. Aðspurður segir hann líf sitt líklega hafa orðið öðruvísi hefði hann fengið hjálp sem barn. „Sjálfsmynd mín var gjörbrotin og ég hef þurft að byggja upp sjálfs- virðingu mína aftur. Þó gjörning- urinn hafi ekki virst svo stór eru af- leiðingarnar svo rosalegar og hafa litað líf mitt,“ segir hann og bætir við að hann hafi talið að hann gæti lokað aftur á þetta eftir að hafa rætt við og fyrirgefið systur sinni. „Ég upplifði mikið frelsi og hætti að vera með þetta á heilanum. Fjórum árum síðar sagði vinkona mín að hún hefði orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi og ég fattaði ekki að segja frá minni reynslu. Það var eins og ég væri búinn að gleyma þessu. Það var svo ekki fyrr en ég var búinn að vera edrú í níu ár að þetta kom aftur fram. Þá var ég að ræða við mann á Al-Anon-fundi sem sagði mér að hann hefði orð- ið fyrir kynferðislegu ofbeldi og að hann hefði unnið úr því. Mér fannst hann fulldramatískur og að hann væri að blása þetta allt út en hann var ákveðinn í að hjálpa mér,“ seg- ir hann og bætir við að þarna hafi hann kynnst SASA. Erfið vinna en rétt „Ég var 29 ára þegar ég tengdist at- burðinum tilfinningalega og grét í fyrsta skiptið. Með hjálp SASA fór ég að sjá betur og betur hvernig at- burðirnir höfðu haft áhrif á líf mitt, ég hafði aldrei staðið með sjálfum mér né leyft mér að þroskast tilfinn- ingalega,“ segir hann og bætir við að það hefði verið óskandi að hann hefði unnið í sínum málum fyrr. „En kannski gerðist þetta bara allt eins og þetta átti að gerast. Kannski var ég ekki hæfur til að vinna í sjálfum mér fyrr en ég var orðinn þetta gamall,“ segir hann og bætir aðspurður við að hann hafi það ágætt í dag. „Ég er uppréttur innra með mér og líkamsbeitingin hefur breyst. Ég er bjartsýnni og á í betri samskiptum við fólkið í kring- um mig. Ég er rosalega ánægður með vinnuna í SASA. Þetta er erf- ið vinna en algjörlega rétt. Það er nefnilega erfitt að vakna til lífsins til- finningalega en einnig gott – ljúfsárt einhvern veginn.“ indiana@dv.is Íslenskur karlmaður segir SASA, félags- skap karla og kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, hafa bjargað sér. Misnotaður af systur sinni Verðum að stoppa svona fólk Þolandi kynferðisofbeldis segir erfitt að sitja undir því að þeir sem lendi í kynferðisofbeldi verði gerendur líka. Misnotkunin byrjaði þeg-ar ég var fimm ára en ég þekkti þann mann ekki neitt. Um sjö ára aldur vöndum við bræður leið okkar reglulega í prentsmiðju í hverfinu til að sníkja renninga. Þar var þessi maður og tók upp fyrri iðju,“ segir íslenskur karlmaður sem vill ekki láta nafns síns getið en verður kallaður Jón í þessari grein. „Þá sagði ég frá enda smeykur um bróður minn. Lög- reglan var sett í málið en gerand- inn hefur aldrei þurft að svara fyrir sínar gjörðir. Löggan vissi að hann ætti þetta til en gerði ekkert meira í málinu,“ segir Jón þegar hann rifj- ar upp þessa skelfilegu lífsreynslu. Með ekkert sjálfsmat Ofbeldinu var ekki lokið því Jón, ásamt bræðrum sínum, var send- ur í sveit öll sumur, þar sem hann var beittur kynferðislegu ofbeldi á hverju sumri til tólf ára aldurs. „Ég á þrjá yngri bræður en einn okk- ar er farinn – fór fyrir eigin hendi,“ segir hann og bætir við að sjálfur hafi hann oft verið tæpur. Ellefu ára hafi hann einnig verið beittur of- beldi heima hjá sér af konu sem bjó í fjölbýlishúsinu. „Þessi kona fór að fá mig og stelpu á sama reki í heim- sókn til sín á kvöldin og misnotaði okkur,“ segir hann og bætir við að öll þessi reynsla hafi mótað líf hans. „Svona löguðu fylgir mikil skömm og vanlíðan. Sumir tala um lélegt sjálfsmat en ég var ekki með neitt sjálfsmat. Samt áttaði ég mig aldrei á því hvaða áhrif þetta hafði á mig,“ segir hann og bætir við að eflaust væri líf hans öðruvísi í dag ef hann hefði fengið hjálp fyrr. Fær ekki að passa Jón segist eiga erfitt með að sitja undir þeirri umræðu að þeir sem lenda í kynferðislegu ofbeldi verði gerendur líka. „Þessi umræða var hávær í kringum málið með Stein- grím Njálsson og þá var meira að segja geðlæknir sem hélt því fram að karlmaður með slíka reynslu á bakinu væri einfaldlega gangandi tímasprengja. Þá átti ég þrjú börn og hugsaði með mér að ef þess- ar hugsanir færu að koma upp hjá mér myndi ég skjóta mig í hausinn alveg um leið. Þetta er hins veg- ar bara mýta en mér líður alltaf jafnilla að heyra þetta,“ segir hann og bætir við að hann hafi trúað systur sinni og mági fyrir leyndar- máli sínu eftir að Breiðavíkur- myndin kom út. „Þau brugð- ust afar illa við og sögðu að ég fengi aldrei að passa barnið þeirra,“ segir hann og viðurkennir að það hafi verið erfitt að heyra. Við dauðans dyr Vanlíðanin var á tíma orðin slík að Jón var orðinn við dauð- ans dyr þegar hann loksins fékk hjálp. „Ég var kominn í snöruna aftur. Hafði skömm á mér, var kaldur og harður og kom illa fram við sjálfan mig. Ég hafði aldrei tollað í sam- búð og ekki kunnað að tengjast sjálfum mér eða öðrum tilfinn- ingalega,“ segir hann en Jóni hef- ur gengið vel með hjálp tólf spora- kerfis SASA. „Ég er heppinn að því leytinu að hafa losnað við reiðina. Ég vil ekki sjá blóð renna eða hefna mín. Það verður bara að stoppa svona fólk og til þess þarf að opna umræðuna. Við verðum að hafa skilning á þessum málum en ekki vera með fordóma,“ segir hann og bætir við að það sé hægt að kom- ast standandi í gegnum svona erf- iða reynslu. „Oftar en ekki koma þeir sem hafa svona reynslu frá brotnum heimilum þar sem jafnvel barna- verndaryfirvöld og lögregla hafa þurft að hafa afskipti af. Þess vegna tel ég að samtök eins og Blátt áfram séu nauðsynleg og þurfi að vera enn sýnilegri. Eftir svona reynslu þarf að opna á minning- arnar, þora að tjá sig og sérstaklega við þá sem hafa sömu reynslu að baki.“ indiana@dv.is Lokaði á minn- ingarnar í 40 ár Ingólfur Harðarson var beittur kynferðislegu ofbeldi í æsku og sagði sögu sína í DV á miðvikudag n Var lagður inn á sjúkrahús fimm ára vegna einkenna um misnotkun. n Var misnotaður af starfsmanni sjúkrahússins. n Var nauðgað af vörubílstjóra níu ára. n Reyndi að loka á minningarnar en þær mótuðu allt líf hans. n Varð fyrir miklu einelti. n Um 40 árum síðar, þegar Ingólfur hóf vinnu í 12 spora kerfi Al-Anon, fóru minningarnar að brjótast fram. n Tók langan tíma að þiðna tilfinningalega. n Þögnin er versti óvinurinn. n Lausnina fann hann í 12 sporum SASA, Sexual Abuse Survivors Anonymous. n Neitar að lifa sem fórnarlamb. n „Í dag er ég hamingjusamur og hefði aldrei trúað að það væri hægt að líða svona vel.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.