Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 FRÉTTIR
STÓRASTA ELDFJALLIÐ
n Frægasti frasi Dorritar Moussaieff
forsetafrúar féll í ofsahrifningu vegna
frábærs gengis silfurliðs Íslendinga
í handbolta á
heimsmeistara-
mótinu í Peking.
Þá sagði Dorrit
að Ísland væri
stórasta land í
heimi. Nú hafa
gárungarnir yf-
irfært frasann á
yfirvofandi gos í
Kötlu sem í útleggingu Dorrit er auð-
vitað „stórasta eldfjall í heimi“. Það er
óhætt að segja, burtséð frá fólksfjölda,
að hvert sem litið er séu Íslendingar
og Ísland stærst í sniðum á heimsvísu.
HEITT UNDIR
JÓNMUNDI
n Hörðustu grasrótarmenn Sjálfstæð-
isflokksins á Seltjarnarnesi eru lítt
hrifnir af veru Jónmundar Guðmars-
sonar í heiðurssæti framboðslista
flokksins fyrir
bæjarstjórnar-
kosningarnar 29.
maí næstkom-
andi. Þeir benda
á að Jónmundur,
sem nú er fram-
kvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokks-
ins, sé bendlað-
ur við milljarðalán Bergsins ehf. til
kaupa á hlut í Icebank á sínum tíma
ásamt Steinþóri Jónssyni, bæjarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes-
bæ, og fleirum. Þykir því frekar heitt
undir harðsnúnu fjórmenningunum
Bjarna Benediktssyni, Illuga Gunn-
arssyni, Sigurði Kára Kristjánssyni og
Jónmundi, sem ýmsir töldu að myndu
stjórna flokknum af festu og öryggi.
Illugi er farinn. Hver fer næst?
HRÆDDIR
BLAÐAMENN
n Samtök norrænna blaðamanna og
Norræni blaðamannaskólinn hugð-
ust halda ráðstefnu hér á landi 2. maí
næstkomandi og var undirbúning-
ur talsvert vel á veg kominn. Þarna
átti meðal annars að fjalla um það
hvort valdhaf-
ar í viðskiptalífi
og stjórnmálum
hefðu tekið völd-
in af íslenskum
fjölmiðlum og
rituðu söguna að
eigin geðþótta.
Leita átti svara
við því hvort
fjölmiðlar hér á landi hefðu rækt
hlutverk sitt sem varðhundar lýð-
ræðisins, en norrænir blaðamenn
hafa verið áhugasamir um aðstæð-
ur blaðamanna hér á landi í kjölfar
bankahrunsins. Nú bregður hins
vegar svo við að búið er að fresta ráð-
stefnunni um óákveðinn tíma vegna
eldgossins í Eyjafjallajökli. Sagt er
að fjöldi norrænna blaðamanna hafi
lýst áhyggjum og hafi afboðað sig á
ráðstefnuna.
GÍSLI MARTEINN
OG LAXINN
n Skömmu eftir að Hanna Birna
Kristjánsdóttir varð borgarstjóri
barst henni fyrirspurn minni-
hlutans um laxveiðar borgarfull-
trúa á vegum
Hauks Leós-
sonar, stjórnar-
formanns OR,
í Miðfjarðará,
eina af dýrustu
ám landsins.
Með í för voru
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson,
Björn Ingi Hrafnsson og Guðlaug-
ur Þór Þórðarson, forveri Hauks á
stóli stjórnarformanns OR. Hanna
Birna svaraði að óheimilt væri að
þiggja boðsferðir, sem tengjast við-
skiptum við Reykjavíkurborg, nema
með sérstakri heilmild borgarstjóra.
Óheimilt væri einnig að þiggja
boðsferðir fyrirtækja í viðskiptum
við Orkuveitu Reykjavíkur. Hún
sagði að ferðin í Miðfjarðará hefði
verið í boði Hauks en þó var vitað að
Baugur hafði dagana á leigu.
SANDKORN
Kaupþing færði undirmálslán inn í félag til að losna við afskriftir:
„Black Sunshine“ gagnrýnt
Rannsóknarnefnd Alþingis ræðir
á gagnrýninn hátt um Black Sun-
shine-málið í skýrslu sinni. Reynd-
ar er annað nafn notað um málið en
Black Sunshine en DV hefur fengið
það staðfest að um sama málið er að
ræða. Í skýrslunni er félagið kallað
Onca en ekki er vitað hvaðan nafn-
ið Black Sunshine er komið. Fjár-
málaeftirlitið hefur skoðað Black
Sun shine-málið í lengri tíma en ekki
sent það enn til sérstaks saksóknara.
Black Sunshine-málið, eða
Onca -málið, gengur út á að Kaup-
þing hafi flutt bandarísk undir-
málslán sem fylgdu kaupunum á
hollenska bankanum NIBC inn í
félagið Onca og fært þau sem 100
prósenta lán upp á 280 milljónir
dollara, tæpa 20 milljarða króna á
þávirði, í bókum bankans. Endur-
heimtur á slíkum undirmálslánum
eru hins vegar afar litlar, um 2 pró-
sent, og má því ætla að afskrifa hefði
þurft bróðurpart lánanna þar sem
NIBC hefði einungis fengið nokkr-
ar milljónir dollara fyrir þau. Með
þessu móti gat NIBC, sem Kaup-
þing átti, fært lánið til Onca sem
eign og því leið bókhaldið ekki fyrir
undirmálslánin.
Í rannsóknarskýrslunni er vitn-
að í tölvupóst frá Bjarka Diego,
framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs
Kaupþings, til Sigurðar Einarsson-
ar og annarra stjórnenda í bank-
anum. Í skýrslunni segir: „Í tölvu-
bréfinu kom einnig fram að afgreiða
þyrfti lán til Onca, og væri þetta
gert í tengslum við kaup Kaupþings
banka hf. á NIBC. Bjarki bætti við
að „í samningaviðræðum á milli
aðila hefur Kauppþing lagt á það
ríka áherslu að áðurgreindum „sub
– prime“ eignum verði haldið utan
við kaupin vegna áhættu á því að
þær geti lækkað í verði sakir óróa á
húsnæðis- og lánamörkuðum í US.“
Lánið sem verið var að leita sam-
þykkis vegna nam 280 milljónum
dollara. Samþykki barst frá Sigurði
Einarssyni fyrir kl. 20 þá um kvöldið
og daginn eftir tilkynnti Kaupþing
um fyrirhuguð kaup sín á NIBC.“
Í fréttum af Black Sunshine hef-
ur því verið haldið fram að undir-
málslánin hafi verið sett inn í annað
félag með lánveitingu frá bankan-
um til að fegra bókhald Kaupþings.
Skýrslan varpar ljósi á þetta mál og
mun hugsanlega nýtast í rannsókn-
inni á því.
ingi@dv.is
Samþykkti lánið Sigurður samþykkti
lánið til Onca sem að öllum líkindum var
notað til að kaupa undirmálslánin frá hol-
lenska bankanum NIBC með lánveitingu
frá Kaupþingi.
Örfáum dögum eftir íslenska banka-
hrunið haustið 2008 var flugskýli
Baugs á Reykjavíkurflugvelli fært í
hendur Síðustu mílunnar ehf., sem er
í eigu Guðmundar Inga Hjartarsonar.
Baugur keypti flugskýlið í júlí árið
2007 af Sigkari ehf. en greiddi aldrei
fyrir það. Verðmæti skýlisins er sam-
kvæmt brunabótamati rúmlega 18
milljónir króna.
Hinn 16. október 2008 var skýlið
fært frá Baugi til Síðustu mílunnar ehf.
með samþykki stjórnar Baugs. Sam-
kvæmt ársreikningum
borgaði Síðasta mílan
Baugi aldrei fyrir eignina
frekar en Baugur.
Síðasta mílan er í eigu
Guðmundar Inga Hjart-
arsonar og
eiginkonu
hans, Sigríðar Sigmarsdótt-
ur, en hann er æskuvinur Jóns
Ásgeirs af Seltjarnar-
nesinu. Þeir eru jafn-
aldrar og voru skóla-
bræður til fjölda ára.
Guðmundur Ingi keppti með
Jóni Ásgeiri í Gumball 3000-kapp-
akstri ríka og fræga fólksins sumarið
2006. Hannes Smárason, þáverandi
forstjóri FL Group, settist undir stýri
á Porsche-bifreið. Ragnar Agnarsson
ók á BMW M5, á meðan Jón Ásgeir og
Guðmundur Ingi óku Bentley-bifreið.
Ekki í ársreikningi
Það vekur athygli að þó svo flugskýlið
hafi formlega verið fært yfir á Síðustu
míluna skömmu eftir bankahrunið er
það hvergi skráð í ársreikningi fyrir-
tækisins fyrir árið 2008. Þar er kaup-
anna hvergi getið og skýlið heldur
ekki fært sem eign félagsins. Því er
ekki hægt að lesa úr ársreikningnum
hvort greiðsla hafi runnið til Baugs
fyrir kaupum á skýlinu eða hvort það
hafi verið fært yfir án þess að fjármun-
ir hafi skipt um hendur.
Leiða má að því líkur að flugskýli
Baugs hafi átt að hýsa einkaþotu fyr-
irtækisins. Einkaþota sem skráð var
á dótturfélag Baugs af gerðinni Dass-
ault Falcon var tekin yfir af GE Capital,
dótturfélagi General Electric, á síðasta
ári. Hún bar heitið „101“ og skráning-
arnúmerið var G-OJAJ.
Baugur greiddi aldrei
Færsla flugskýlisins yfir til Síðustu míl-
unnar var tekin fyrir af stjórn Baugs
og þar var hún samþykkt. Samkvæmt
upplýsingum frá þrotabúi Baugs hafa
engir fjármunir komið inn frá Síð-
ustu mílunni vegna kaupa á flugskýl-
inu. Reyndar er ekki heldur að finna
greiðslur frá Baugi til fyrri eigenda
skýlisins og því gæti verið að Guð-
mundur Ingi komi til með að greiða
fyrri eiganda fyrir skýlið.
Samkvæmt heimildum DV mun
skýringin vera sú að Baugur hafi aldrei
greitt fyrir flugskýlið sem komst í
eigu fyrirtækisins árið 2007. Eftir því
sem DV kemst næst munu forsendur
eignaskipta sem Baugur gerði við selj-
andann þá hafa brostið og kaupin ekki
gengið í gegn að öðru leyti en að skýlið
var skráð eign Baugs í eignaskrá. Í okt-
óber 2008 hafi skýlið svo verið skráð á
Síðustu míluna sem hafi ákveðið að
taka kaupin yfir.
Þrotabúið gerir ekki kröfur
Erlendur Gíslason lögmaður stýrir
þrotabúi Baugs. Hann segir að þrota-
búið muni ekki leggja fram neinar
kröfur vegna flugskýlisins. „Baugur
hafði aldrei beina fjárhagslega hags-
muni af þessu skýli, þar sem það hafði
lýst því yfir við sinn seljanda að kaup-
in myndu ganga til baka og þess vegna
ákvað þrotabúið að aðhafast ekki
vegna þess máls,“ segir Erlendur.
Samkvæmt því mun Guðmundur
Ingi Hjartarson þurfa að greiða Sig-
kari ehf. fyrir flugskýlið á Reykjavíkur-
flugvelli sem Baugur átti á annað ár án
þess að greiða fyrir.
Baugur greiddi ekki fyrir flugskýli sem félagið eignaðist í júlí 2007. Í október 2008
færðist skýlið í hendur fyrirtækis í eigu æskuvinar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar,
fyrrverandi forstjóra og aðaleiganda Baugs. Æskuvinurinn tók þátt í Gumball-kapp-
akstrinum með Jóni Ásgeiri árið 2006.
VINUR JÓNS FÉKK
FLUGSKÝLI BAUGS
HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Einkaþota Jóns Þota Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar hefur líkast til verið geymd í
flugskýlinu á sínum tíma. Hún bar heitið 101
og var skráð á upphafsstöfum Jóns, G-OJAJ.
Skýlið fært Skömmu eftir banka-
hrunið var flugskýlið fært frá Baugi til
æskuvinar Jóns Ásgeirs, án þess að
fyrir það væri greitt. Baugur greiddi
aldrei fyrir skýlið heldur. MYND BIG
Saman á Gumball Jón Ásgeir og Guðmundur Ingi keyrðu saman í Gumball-kapp-
akstrinum árið 2006. Jón Ásgeir sést hér á myndinni lengst til vinstri og Guðmundur
lengst til hægri.