Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 23. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 13 B: En finnst þér þetta ekki siðlaust? GA: Staðan er bara sú að menn neyð- ast til að vinna eftir þessum lögum. Þeir sem eru að vinna í þessum kerf- um og stunda þessa sjómennsku í þessum kerfum, hvort sem það er í krókakerfinu eða stóra kerfinu – þeir hafa þessi lög fyrir framan sig og geta ekkert unnið öðruvísi en lögin eru. B: Það er þá þitt svar við þessari spurningu? GA: Já, það er mitt svar. Svo reyna menn að breyta því sem þeir geta breytt og ég haft ákveðnar skoðanir á því í gegnum árin og hef ekkert breytt því hvernig ég tel að þessi kerfi eigi að breytast. B: Þannig að þér finnst þetta í lagi? GA: Þetta er náttúrulega ekkert eðli- legur kostur í sjálfu sér. Mönnum er bara ekkert boðið upp á neitt annað umhverfi. Ég flutti strax tillögu þeg- ar ég kom inn á þing um að minnka þessa tegundatilfærslu og það var nú gert. Þarna gátu menn framleitt kvóta innan kerfisins með því að breyta sandkola í grálúðu og svo framvegis. Það var nú ekki gengið lengra þá og þetta var nú eini markverði árang- urinn innan kvótakerfisins sem við náðum fram. Óbeinu áhrifin af okkar málflutningi í gegnum árin hafa verið þau að þessi mál hafa þó alltaf verið til umræðu. Í síðustu alþingiskosning- um þá tóku fleiri flokkar undir þessa afstöðu okkar í Frjálslynda flokknum og ég vænti þess að sú stefna sem rík- isstjórnin myndaði varðandi sjávarút- vegsmálin, að hún nái smátt og smátt fram að ganga. Sérstaklega það að eignarréttur útgerða á óveiddum fiski í sjó verði afnuminn – þetta verði bara nýtingarréttur. Það hefur verið mín skoðun alla tíð að það hefði aldrei átt að vera neitt annað en nýtingarréttur sem hefði þá fylgt veiðikvöð. Málið er bara einfaldlega að menn hafa ekki náð því í gegn og ef menn vinna ekki eftir lögunum þá hefði strákurinn get- að selt þetta og hætt þessu. Hann hefur lifað af þessu og þetta er hans atvinna. Á einhverjum tímapunkti hefði hann vafalaust getað tekið einhverja pen- inga út úr þessu því það er hann sem hefur búið til veiðireynslu í þessu fyrir- tæki en ekki ég. B: Ef það hefði verið hagnaður af fyrirtækinu hefði þér þá þótt í lagi að fyrirtækið leigði frá sér kvóta? GA: Ég hef bara aldrei staðið frammi fyrir því að vera að taka einhvern hagnað út úr fyrirtækinu. Ég get ekki sagt syni mínum sem er að reka fyrir- tækið að hann eigi að vinna einhvern veginn öðruvísi í lögunum heldur en allir aðrir sem hann er að keppa við. Hvernig á hann að fara að því? B: Það er samt alltaf spurning með þetta siðferðilega sjónarmið, Guð- jón? GA: Já, en ég hef bara mína skoðun og reyni að vinna að henni innan póli- tíkurinnar og fá þessum reglum breytt. Hafi maður ekki afl til þess þá neyðist maður víst til að fara eftir þeim lögum sem eru í gildi í landinu. Það er ekki þar með sagt að manni líki öll lög sem þjóðfélagið setur en maður gengst þó undir það að þurfa að fara eftir lýð- ræðislegum reglum við að reyna að breyta þeim. B: En hefði þá ekki verið hreinskiptn- ara hjá þér að tilkynna það að þú ættir fyrirtæki sem ætti kvóta sem væri verið að leigja? GA: Hef ég nokkurn tíma reynt að fela það? – Aldrei. Ég hef bara látið það í hendurnar á þeim manni sem er að gera þetta út hvernig hann reynir að vinna í kerfinu eftir þeim löglegu leið- um sem eru til boða. B: Þú vissir sem sagt ekki af því að kvóti væri leigður frá fyrirtækinu? GA: Jú, ég vissi að hann væri að leigja frá sér kvóta og að hann væri að leigja til sín kvóta. En ég hef ekki þurft að standa í neinum millifærslum með slíka hluti, enda ekki verið beinn rekstraraðili félagsins. B: Vissu félagar þínir í Frjálslynda flokknum af þessu? GA: Þeir vissu að ég ætti í útgerð með syni mínum. Það var alla tíð ljóst og þetta útgerðarfélag var stofnað löngu áður en ég gekk í Frjálslynda flokkinn. B: En vissu þeir af því að fyrirtækið væri að leigja frá sér kvóta? GA: Örugglega, vegna þess að í kerfinu þá ertu bæði að leigja frá þér og leigja til þín eftir því hvernig þorskígildis- stuðlarnir eru og hvaða tegundir þú ert með í samsetningu á afla. Andstæðingurinn Um ára- bil hefur Guðjón Arnar talað mjög gegn kvótakerfinu og hefur í ræðu og riti gagnrýnt þá sem leigja frá sér kvóta. MYND STEFÁN KARLSSON 2 dálkar = 9,9 *10 Loksins komið Eden matarstellið og bláa sveitastellið lækkað verð Opið: má-fö. 12:30 -18:00, Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 - www.nora.is Fyrir bústaðinn og heimilið OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar DETOX 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.