Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 44
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is Guðmundur Sigurðsson HÚSASMÍÐAMEISTARI Í KÓPAVOGI Guðmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði 1948 og varð húsa- smíðameistari árið 1951. Guðmundur starfaði við hús- byggingar á árunum 1944-75. Hann gerðist þá húsvörður í Víg- hólaskóla í Kópavogi og starfaði þar í fjögur ár. Guðmundur hefur á síðustu árum verið að höggva út fígúrur úr trédrumbum. Þessum tréskúlp- túrum hans hefur verið tekið fagn- andi en þeir prýða nú fjölda garða og sumarbústaðalóða. Fjölskylda Guðmundur kvæntist Ólöfu Dóm- hildi Jóhannsdóttur, f. 27.7. 1930, húsmóður og fyrrv. starfsleiðbein- anda. Hún er dóttir Jóhanns Karls- sonar, f. 1903, d. 1979, forstjóra í Reykjavík og í Hveragerði, og Unn- ar Ólafsdóttur, f. 1908, d. 1964, hús- móður. Börn Guðmundar og Ólafar eru Aldís, f. 20.2. 1950, sálfræðing- ur og kennari við MH, gift Jörgen Pind, prófessor í sálfræði við HÍ, og eiga þau þrjú börn; Jóhann, f. 13.4. 1952, húsasmíðameistari og hús- vörður, var kvæntur Pálínu Geir- harðsdóttur og eiga þau þrjú börn; Sigurður, f. 1954, d. 1955; Ólafur, f. 23.4. 1959, barnageðlæknir og yfirlæknir á Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans - háskóla- sjúkrahúss, kvæntur Sigríði Eyj- ólfsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau þrjú börn. Systkini Guðmundar: Sigurjón Sigurðsson, nú látinn, kaupmaður í Reykjavík; Kristinn Sigurðsson, f. 31.8. 1914, d. 18.1 1997, húsasmið- ur í Reykjavík; Guðfinna Sigurð- ardóttir, f. 12.2. 1918, d. 21.6.1937; Svavar Sigurðsson, f. 8.10. 1920, nú látinn, vélvirki í Reykjavík. Hálfsystkini Guðmundar, sam- mæðra: Ólafur Jónasson, f. 1.3. 1908, d. 18.11. 1974, húsgagna- smiður í Reykjavík; Svava Jónas- dóttir, f. 26.9. 1911, d. 25.2. 1922. Foreldrar Guðmundar voru Sig- urður Þorvarðarson, f. 27.8. 1873, d. 1.3. 1945, sjómaður og heiðurs- félagi í Sjómannafélagi Reykja- víkur, og Ólöf Ólafsdóttir, f. 22.10 1887, d. 12.11. 1966, húsmóðir. Ætt Sigurður var sonur Þorvarðar Finn- bogasonar, hreppstjóra í Hækings- dal í Kjós, og Helgu Sigurðardóttur. Ólöf var dóttir Ólafs Guðmunds- sonar og Aldísar Jónsdóttur. 60 ÁRA Á FÖSTUDAG Jón Gunnar Hannesson HEIMILISLÆKNIR Í REYKJAVÍK Jón Gunnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1971, stundaði nám í sálfræði við HÍ, lauk embættisprófi í læknisfræði við HÍ 1979, öðlaðist almennt lækningaleyfi 1981, stund- aði nám í matvælaefnafræði við HÍ 1986-87 og hefur sótt endurmennt- unarnámskeið hérlendis og erlend- is flest ár frá 1979, einkum á vegum Harvard Medical School í Boston og í Tel Aviv í Ísrael. Á námsárunum var Jón aðstoðar- læknir við Heilsuhæli NLFÍ í Hvera- gerði, læknir á Sjúkrahúsi Suður- lands, var kandídat á Sjúkrahúsi Akraness og á Sjúkrahúsinu á Sel- fossi, var heilsugæslulæknir á Þórs- höfn 1981 og á Selfossi 1981-85, læknir á Heilsuhæli NLFÍ í Hvera- gerði 1985-87 og yfirlæknir þar um skeið, heilsugæslulæknir á Heilsu- gæslustöð Hlíðasvæðis í Reykjavík 1987 og á Heilsugæslustöð Eskifjarð- ar og Reyðarfjarðar 1987-88 og hef- ur verið sjálfstætt starfandi heimilis- læknir í Reykjavík frá 1988. Jón Gunnar er trúnaðarlæknir júdódeildar Ármanns frá 1991, var trúnaðarlæknir umsjónardeildar samgönguráðuneytisins um fólks- bifreiðar á höfuðborgarsvæðinu um árabil frá 1994, hefur starfað í Guð- spekifélagi Íslands, sat í stjórn NLFR 1971-86 og NLFÍ 1975-86 og for- seti þess síðustu árin, sat í bygging- arnefnd Heilsugæslustöðvar Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar 1987-88, í stjórn samtakanna Móðir og barn frá 1991, í heilbrigðisnefnd Sjálfstæð- isflokksins frá 1991 og formaður al- menningsíþróttadeildar Ármanns frá 1996. Hann hefur stjórnað sjálfs- hjálparhópum á vegum Geðhjálpar frá 2004, var einn af stofnendum Fé- lags ábyrgra feðra, 2006, sem nú heit- ir Félag um foreldrajafnrétti, og hefur setið í stjórn þess um árabil og situr nú í stjórn Læknafélags Reykjavíkur. Jón Gunnar starfaði mikið innan Kraftlyftingasambands Íslands um árabil, beitti sér mjög fyrir því, m.a. með nefndarstörfum, að samband- ið yrði aðildarsamband að Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands er varð raunin 2008 með þeim árangri að íþróttagreinin hefur síðan blómstrað og þátttakendum fjölgað mjög, var læknir á opnum, ólympískum kraft- lyftingamótum og varð sjálfur nokkr- um sinnum Íslandsmeistari í kraftlyft- ingum öldunga á árunum 2002-2007. Þá lærði hann box um skeið undir handleiðslu Guðmundar Arasonar, var læknir á boxmótum og hefur unn- ið ötullega að því að íþróttagreinin færi að reglum Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands. Fjölskylda Sambýliskona Jóns Gunnars frá 1973 var Anna Katrín Oddgeirsdóttir Otte- sen, f. 28.3. 1954, BS í sjúkraþjálf- un frá HÍ. Jón Gunnar og Anna slitu samvistum 1986. Sonur Jóns Gunnars og Önnu er Hannes Pétur, f. 14.11. 1982, sem er að ljúka námi í sjúkraþjálfun frá HÍ en kona hans er Anna Lísa Péturs- dóttir sálfræðingur og er dóttir þeirra Eydís Anna, f. 29.6. 2009. Dóttir Jóns Gunnars og Guðrúnar Jóhannsdóttur hjúkrunarfræðings er Magnea Þóra, f. 24.3. 1993, nemi við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Systkini Jóns Gunnars eru Ástríð- ur, f. 30.11. 1951, hjúkrunarfræðing- ur, búsett í Reykjavík og eru dæt- ur hennar Fanney Þóra og Guðlaug Hanna; Þórarinn, f. 26.8. 1953, geð- læknir við Landspítala - Háskóla- sjúkrahús, búsettur í Kópavogi, kvæntur Birnu Steingrímsdótt- ur hjúkrunarfræðingi og eru dæt- ur þeirra Vala og Heiða; Sigurður, f. 4.10. 1955, offsetprentari, hljóm- listarmaður og starfsmaður inn- an ADHD-samtakanna, búsettur í Reykjavík og er dóttir hans Svanhild- ur Kamilla. Foreldrar Jóns Gunnars: Hannes Ragnar Þórarinsson, f. 19.12. 1916, d. 13.9. 2007, yfirlæknir við Landspít- alann og dósent í húð- og kynsjúk- dómum við læknadeild HÍ, og k.h., Bergþóra Jónsdóttir, f. 22.7. 1927, d. 21.2. 1973, húsmóðir og starfsmað- ur við rannsóknardeild í meinafræði við HÍ. Ætt Hannes er sonur Þórarins, hafn- arstjóra Kristjánssonar ráðherra, bróður Péturs ráðherra. Kristján var sonur Jóns, alþm. á Gautlöndum Sigurðssonar og Solveigar, systur Benedikts, afa Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra. Solveig var dótt- ir Jóns, ættföður Reykjahlíðarættar Þorsteinssonar. Móðir Þórarins var Anna, systir Jóns fræðslumálastjóra, afa Jóhanns Hafstein forsætisráð- herra. Anna var dóttir Þórarins, próf- asts og alþm. í Görðum, Böðvarsson- ar, og Þórunnar, systur Guðrúnar, ömmu Sveins Björnssonar forseta. Þórunn var dóttir Jóns, prófasts í Steinnesi Péturssonar. Móðir Hannesar var Ástríður, dóttir Hannesar Hafstein, skálds og ráðherra. Móðir Hannesar var Krist- jana Gunnarsdóttir. Móðir Kristjönu var Jóhanna, systir Ólafs, langafa Odds, föður Davíðs Morgunblaðsrit- stjóra. Jóhanna var einnig systir Egg- erts, langafa Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra. Jóhanna var dótt- ir Gunnlaugs, ættföður Briemættar Guðbrandssonar. Bergþóra var dóttir Jóns, kaup- manns í Reykjavík Hjartarsonar, steinsmiðs við Bræðraborgarstíg- inn í Reykjavík Jónssonar, útvegsb. í Steinum í Reykjavík Eyjólfssonar. Móðir Hjartar var Sigríður Oddsdótt- ir. Móðir Jóns kaupmanns var Mar- grét Sveinsdóttir, b. í Ártúni Sveins- sonar, og Margrétar Þorláksdóttur. Móðir Bergþóru var Sigrún Jóns- dóttir, sjómanns í Tröð í Álftafirði við Djúp Jónssonar, og Sigríðar Aradótt- ur. Jón Gunnar heldur upp á daginn með fjölskyldunni. Erla fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hún var í Oddeyrarskóla og Gagnfræðaskóla Akureyrar, stund- aði nám við VMA og lauk þaðan stúdentsprófi og lauk síðan þroska- þjálfanámi við KHÍ 2007. Erla hefur stundað þroskaþjálfun við leikskóla frá 2007 og starfar nú við leikskólann Króaból á Akureyri. Fjölskylda Maður Erlu er Vilhjálmur Ingi- marsson, f. 8.1. 1981, öryggisvörð- ur hjá Securitas. Dóttir Erlu og Vilhjálms er Kol- brún Ósk Vilhjálmsdóttir, f. 19.6. 2006. Bróðir Erlu er Veigar Örn Ingv- arsson, f. 18.6. 1987, nemi. Foreldrar Erlu eru Ingvar Krist- insson, f. 6.10. 1953, næturvörður á sambýli á Akureyri, og Vilborg Elva Gunnlaugsdóttir, f. 10.12. 1959, húsmóðir. KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ÁRA Á FÖSTUDAG Erla Ösp Ingvarsdóttir ÞROSKAÞJÁLFI Á AKUREYRI Eygló S. Gunnlaugsdóttir STARFSKONA VIÐ SJÚKRAHÚS SUÐURLANDS Á SELFOSSI Eygló Sigurlaug fæddist í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp. Hún var í barnaskóla í Vestmanna- eyjum, lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum í Vest- mannaeyjum 1967 og fór síðan til Reykjavíkur og stundaði þar nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur veturinn 1968-69. Eygló Sigurlaug flutti til Selfoss og starfaði þar við Hótel Tryggva- skála í nokkur ár. Hún var síðan húsfreyja og bóndi að Eyði-Sandvík í Flóa á árunum 1970-99. Þá flutti hún til Selfoss og hefur verið bú- sett þar síðan. Hún hefur starfað við Sjúkrahúsið á Selfossi frá 1999. Fjölskylda Eygló Sigurlaug giftist 15.8. 1970 Sigurði Guðmundssyni, f. 2.5. 1936, fyrrv. bónda í Eyði-Sandvík. Hann er sonur Guðmundar Jónssonar, f. 22.11. 1896, d. 26.2. 1982, bónda í Eyði-Sandvík, og k.h., Kristínar Bjarnadóttur, f. 11.6. 1898, d. 23.2. 1995, húsfreyju þar. Sonur Eyglóar Sigurlaugar og Sigurðar er Guðmundur Sigurðs- son, f. 9.8. 1989, nemi, en unnusta hans er Bylgja Sigmarsdóttir nemi. Systkini Eyglóar Sig- urlaugar eru Erling Gunn- laugsson, f. 30.8. 1944, lengst af bílaskoðunarmaður en er nú tækni- maður og starfar við löggildingar hjá Frumherja hf., búsettur á Sel- fossi; Katrín Erla Gunnlaugsdóttir, f. 8.6. 1946, húsmóðir og starfsmað- ur við mötuneyti Sjúkrahúss Suð- urlands á Selfossi, búsett á Selfossi; Áskell Gunnlaugsson, f. 26.4. 1948, húsasmíðameistari og starfsmað- ur hjá P. Samúelsson hf., búsettur á Selfossi; Ásta Gunnlaugsdóttir, f. 9.2. 1955, starfsmaður á hjúkrunar- heimilinu Ási í Hveragerði. Foreldrar Eyglóar Sigurlaugar voru Gunnlaugur Gunnlaugsson, f. 13.10. 1906, d. 7.6. 1992, bifreiða- stjóri, og Sigríður Ketilsdóttir, f. 8.8. 1915, d. 9.5. 1998, húsmóðir. 60 ÁRA Á SUNNUDAG 44 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 85 ÁRA Á SUNNUDAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.