Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 23. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 19 Viðurkenndar stuðningshlífar www.eirberg.is • 569 3100 Stórhöfða 25 Opið virka daga frá kl. 9 -18 Úrval af stuðningshlífum og spelkum fyrir ökkla. Góðar lausnir fyrir þá sem hafa tognað eða eru með óstöðugan ökkla. • Veita einstakan stuðning • Góð öndun • Henta vel til íþróttaiðkunar BLEKKTU VIÐ- SKIPTAVININA Af þeim um það bil fjörutíu þúsund landsmönnum sem voru hluthaf- ar í föllnu bönkunum voru ellefu þúsund 65 ára og eldri. Eldri borg- arar töpuðu 30 milljörðum sem bundnir voru í hlutabréfum bank- anna þegar þeir féllu. Að meðaltali tapaði hver og einn 2,7 milljónum króna. Tölur liggja ekki fyrir um hversu margir eldri borgarar lögðu fé sitt inn í verðbréfa- og fjárfestingasjóði en Helgi K. Hjálmsson, formað- ur Landssambands eldri borgara, segir að þeir hafi verið fjölmargir. „Ég hef heyrt mörg dæmi um fólk sem átti einhverja aura á sparibók og að menn hafi verið gerðir út frá bönkunum til að hringja í það. Fólkinu var sagt að það fengi mun betri vexti af peningunum ef það tæki þá út af sparireikningunum og settu inn á markaðsreikninga,“ seg- ir Helgi. „Ertu eitthvað bilaður?“ „Svo þekki ég tvö dæmi um eldri borgara sem vildu færa sparnað- inn inn á gjaldeyrisreikning. Ann- ar einstaklingurinn gaf sig ekki þó hann væri spurður hvort hann væri ekki með öllum mjalla því mun betra væri að færa féð inn í pen- ingamarkaðssjóði. Hinn samþykkti að færa peningana af sparibók yfir í peningamarkaðssjóð eftir að hafa fengið það skriflegt að sjóðurinn væri öruggur og algjörlega áhættu- laus. Hann tapaði öllu,“ segir Helgi K. Hjálmsson. Hann segir að starfs- menn bankanna hafi jafnvel sýnt viðskiptavinum sínum úr hópi eldri borgara hroka og yfirgang. „Það var jafnvel gert grín að þeim sem vildu ekki gera það sem bank- inn ráðlagði. „Ertu eitthvað bilaður maður? Þú færð miklu betri vexti á þessum reikningi en hinum,“ var sagt.“ Bankarnir skepnur „Ég veit um eldri hjón sem misstu allt sitt í þessu og eiga ekki krónu eft- ir. Þau sögðu bara: „Við eigum enn hvort annað.“ Bankarnir höguðu sér alveg eins og skepnur. Ef starfs- menn vissu af einhverjum pening- um inni á bók, þá hringdu þeir og kynntu sig sem ráðgjafa og fengu bónusa fyrir. Þetta var algjörlega sið- laust. Í gamla daga var það þannig að þeir sem vildu spara lögðu féð inn á spari reikninga. Svo var boðið upp á eignareikninga og annað, þeir voru alveg öruggir. Þetta voru engar stórar upphæðir sem menn voru að safna. Fólk átti kannski fimm til tíu milljónir eftir margra ára söfnun,“ segir Helgi. Hann segir að margir hafi leitað til Landssambands eldri borgara þeg- ar hrunið varð fyrir rúmlega einu og hálfu ári, en minna nú. „Maður heyr- ir lítið í gamla fólkinu núna sem lenti illa í hruninu. Það lifir frá degi til dags við mjög skert kjör út af þessu. Nýj- asti glaðningurinn er svo að lífeyris- sjóðirnir ætla að fara skerða tekjurn- ar um 10 prósent.“ HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is „HÖGUÐU SÉR EINS OG SKEPNUR“ Helgi K. Hjálmsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að bankarnir hafi kerfisbundið látið starfsmenn sína ráðleggja eldri borgurum að færa sparnað af venjulegum reikningum í peningamarkaðssjóði og hlutabréfakaup. n Svanur Jóhannsson ellilífeyrisþegi færði sparifé sitt í peningamarkaðsbréf hjá Landsbankanum eftir að þjónustufulltrúi hafði sagt honum að það væri alveg öruggt. Hann sagði í samtali við DV í nóvem- ber 2008 að honum hefði að auki verið ráðlagt að kaupa hlutabréf í bönkunum sem hann hefði keypt fyrir þann pening sem hann hafði safnað saman um ævina. Svanur sagði í viðtalinu að mikill fjöldi eldri borgara hefði verið blekktur til að setja peninga sína inn í peningamarkaðssjóðina. Hann sagðist aldrei hafa séð það svartara á ævinni. Aldrei séð það svartara Í gamla daga var það þannig að þeir sem vildu spara lögðu féð inn á sparireikninga. Höguðu sér eins og skepnur Helgi K. Hjálmsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að algjört siðleysi hafi ríkt í gömlu bönkunum þegar þeir beindu spjótum sínum að sparifé eldri borgara. MYND KARL PETERSSON „Hér fer á eftir frásögn af við- skiptum aldraðs kaupsýslu- manns sem var í einkabanka- þjónustu hjá Kaupþingi. Frásögnin kemur frá ættingjum hans. Í byrjun september 2007, en hann var þá á 88. aldursári, tjáði hann fjölskyldu sinni að hann hefði gert alvarleg mistök í fjárfestingum og þegar hefði orðið talsvert fjárhagslegt tjón. Þann 19. júlí sama ár hafði hann gert 5 afleiðusamninga sem fól- ust í því að tekin voru körfu- lán í erlendum gjaldmiðlum og keypt hlutabréf fyrir andvirð- ið og var 75% af lánsfénu varið til kaupa á hlutabréfum í Kaup- þing banka hf. og Exista hf. en 25% í öðrum bönkum. Fulltrúi hans, sem hann taldi velgjörða- mann sinn í bankanum, var í fríi á þessum tíma og málið í hönd- um staðgengils. Þegar fulltrú- inn kom heim í byrjun ágúst fór hann með samningana á heim- ili mannsins til undirritunar, en þá þegar hafði orðið talsvert tap á fjárfestingunni vegna falls á hlutabréfamörkuðum og geng- islækkunar krónunnar. Í byrjun árs 2008 var allsherjarveð tekið í eignasafni umrædds viðskipta- vinar. Eftir að fjölskylda mannsins fékk upplýsingar um málið ósk- aði hún eftir því að gjörningur- inn væri afturkallaður þar sem hér væri um að ræða fullorðinn mann sem hvorki hafði þekk- ingu á slíkum gjörningum né gerði sér grein fyrir afleiðingum þeirra. Á þessu tímabili glímdi maðurinn þar að auki við alvar- legan heilsubrest sem fulltrúan- um í bankanum var vel kunnugt um. Loks hafði sonur hans lagt áherslu á að ekki yrði staðið í áhættusömum viðskiptum fyr- ir hans hönd. Hafði hann með- al annars farið fram á að eigna- safni föður hans yrði komið í ríkisbréf. Við eftirgrennslan fjölskyld- unnar reyndist ekki unnt að fá hljóðrit af öllum samtölum við bankann, heldur einung- is tveimur, og gaf bankinn þá skýringu að hringt hefði verið úr GSM-símum. Ekkert liggur því fyrir um að hann hafi átt frum- kvæði að samningunum enda hafði hann alla tíð verið varkár í fjármálum og var stoltur yfir því að hafa stundað sín viðskipti án þess að hafa tekið lán. Hann hafði ekki kannast við að hafa tekið lán vegna kaupanna eða samið um upphæðir eða vexti og ekkert benti til annars en að hann hefði talið að hann væri að kaupa hlutabréf fyrir lausafjár- muni sem hann ætti í sínu safni. Fjölskyldan hitti nokkra stjórnendur bankans á fundi í febrúar 2008 og þá var henni tjáð af einum stjórnandanum að lítið þýddi fyrir hana að fara í mála- rekstur „þar sem það væri fyrir- fram tapað sem hinir tóku und- ir með háðsglotti“, eins og segir í frásögn hennar. Málið tók mjög á umræddan einstakling sem lést stuttu síðar. Þegar um fullorðið fólk er að ræða reynir meðal ann- ars á mat á líkamlegu og andlegu atgervi þess, enda sagði bankinn í svari sínu til fjölskyldunnar að „ekkert í samskiptum viðkom- andi hafi gefið tilefni til að ætla að hann glímdi við minnisglöp“. Af svari bankans er ljóst að hann myndi svara af fullri hörku. Að- standendur mannsins hefðu því þurft að draga í efa andlega getu viðkomandi manns sem er sárs- aukafullt fyrir alla aðila. Mála- lyktir urðu því þær að fjölskyldan gerði upp við bankann og hefur ekki í hyggju að fara lengra með málið.“ Úr greinargerð siðfræðihóps rann- sóknarnefndar, Siðferði og starfs- hættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008, e. Vilhjálm Árna- son, Salvöru Nordal og Kristínu Ástgeirsdóttur. Aldraður maður með heilsubrest tapaði miklum peningum á lánum Kaupþings: Vissi ekki af láninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.