Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 22
Mótmæli við heimili stjórnmálamanna eru orðin algeng. Forsenda þeirra er sú að rétt sé að refsa stjórnmálamönnum sem með vanrækslu og andvaraleysi fram- kölluðu hrunið. Allt er þetta skiljan- legt. Eðlilegt er að almennir borg- arar rísi gegn þjóðníðingum af öllu tagi. Það sem þó er athyglisvert er að skoða þann hóp sem kallar eftir blóði. Meðal þeirra sem mættu fyrir framan heimili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fyrrverandi vara- formanns Sjálfstæðisflokksins, var lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson. Hann er sárreiður eftir að útrásar- verkefni hans fóru í vaskinn. Sú reiði er skiljanleg þar sem hann náði aldrei almennilega að verða útrásarvíking- ur. Óljóst er þó hvort rekja megi örlög hans til vanrækslu Þorgerðar eða þeirrar staðreyndar að hún lifði lúx- uslífi á kúluláni eiginmannsins. Meðal öflugustu álitsgjafa þjóðarinnar er Gunnar Smári Egilsson, fyrrver-andi fjölmiðlakóngur. Gunnar er einn af okkar mögnuð- ustu útrásarvíkingum. Hann stofnaði dag- blöð í Danmörku og Bandaríkj- unum eftir að hafa tvístofn- að Fréttablaðið. Hann var nánasti samstarfsmaður Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar og tíður gestur í einkaþotu hans. Blöðin í Danmörku og í Banda- ríkjunum fóru á hausinn. Hann sá það ekki þá en sér það núna að útrás- arbólan var prumpið eitt og menn fóru offari. Auðvitað er hann reiður og sár vegna þess hvernig fór. Og hann hefur ítrekað bent á sök hinna útrás- arvíkinganna. En hann mótmælir ekki við heimili heldur aðeins í fjöl- miðlum og þá einna helst í útvarps- þætti bróður síns. Hannes Hólmsteinn Giss-urarson prófessor og helsti talsmaður frelsis í fjármál-um sást á Austurvelli við að mótmæla því að samið yrði um Icesave. Þar var sömuleiðis Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra, mættur. Hann er frægastur fyrir að hafa rétt völdum aðilum ríkis- bankana sem sigldu í þrot á mettíma. Davíð og Hannes eru frægir fyrir að hafa hvatt til þess að menn græddu á daginn og grilluðu á kvöldin. Þeir eru sárir vegna þess að vitleysingar til vinstri ætla að greiða skuldir óreiðu- manna í útlöndum. Mótmælendur Íslands eru fjölbreyttur hópur sem glímir við alls konar raunir. En allir eiga þeir sameiginlegt að trúa á eigið sakleysi og sekt annarra. HINIR VAMMLAUSU „Vetur og sumar frusu saman um nánast allt land. Það veit á afar gott sumar sam- kvæmt þjóðtrúnni.“ n Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur gerir þó samkvæmt kortunum ráð fyrir venjulegu sumri en hitastig verði lægra en undanfarin ár. - DV.is „Það er ekkert svo slæmt að kyssa froska, það venst.“ n Sigrún Einarsdóttir, samskiptahugsuður og stefnumótagúrú, fer yfir málin í pistlinum Ást eða hrifning. - pressan.is „Ég held að ég hafi ekki brotið neinar reglur sýningarinnar en ég komst ansi nálægt því.“ n Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikari gafst upp á dónalegum leikhúsgesti og svaraði í símann hans þegar hann hringdi. - Fréttablaðið „Við vorum bara kallaðir á fund upp í Efstaleiti og sagt að þetta gengi ekki upp.“ n RÚV gat ekki sýnt nýja þætti um Frímann Gunnarsson en eins og er að verða að vana bjargaði Stöð 2 íslensku sjónvarpsefni. - Frétta- blaðið Segðu satt, Ólafur Ragnar Ein heiftarlegasta árásin á tjáningar-frelsið frá því góðærið stóð hæst bein-ist nú að forsetanum. Ólafur Ragnar Grímsson sagði sannleikann í viðtali við BBC um möguleikann á því að eldgos á Ís- landi hefði enn meiri truflanir í för með sér fyrir Evrópubúa en þegar er orðið. Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra gagnrýndi Ólaf Ragn- ar harðlega fyrir að stuðla að „viðbótaróróa“ og „hræðslu“ með „vangaveltum um mögulegt Kötlugos“. Í gagnrýni Steingríms og fjölmargra annarra felst að það þjóni ekki hagsmunum ferðaþjónustunnar og þar með Íslands að Ólaf- ur vari við líklegu Kötlugosi í viðtali erlendis. Ólafur bendir reglulega á ógnir sem steðja að Íslendingum eða öðrum þjóðum heims. Hann hefur talað um fæðuöryggi Íslendinga og varað við því að treyst verði alfarið á innflutning mat- væla. Hann hefur auk þess oft varað við slæm- um afleiðingum gróðurhúsaáhrifa fyrir heims- byggðina, svo eitthvað sé nefnt. Eldgos á Íslandi er talið hafa verið ein af or- sökunum fyrir því að franska byltingin varð árið 1789. Gos á Íslandi geta haft mikil áhrif á lífskjör í Evrópu, þótt sjaldan sé um það rætt. Meira að segja Almannavarnir Noregs gerðu ekki ráð fyr- ir þeim möguleika að gos hér gæti truflað flug- samgöngur þar. Í viðtalinu við BBC sagði Ólafur Ragnar efnislega að Íslendingar væru vel búnir undir Kötlugos, en að flugfélög og ríkisstjórnir þyrftu líka að undirbúa sig. Þetta kemur öllum í Evrópu við. Rökin fyrir gagnrýninni á Ólaf Ragnar nú eru þau sömu og voru notuð gegn gagnrýnendum bankakerfisins árin 2006, 2007 og 2008; að það þjóni ekki hagsmunum okkar að tala um þetta. Viðhorfið um samhenta stýringu umræðunnar í nafni hagsmuna þjóðarinnar er aftur farið að ná undirtökum í umræðunni. Í nýlegu viðtali við DV færði Magnús Scheving, forsprakki Lata- bæjar, fram þau sjónarmið að blaðamenn ættu að taka þátt í ímyndarsköpun í þágu íslenskra hagsmuna: „Ég held því að við Íslendingar ætt- um aðeins að passa okkur, við ættum að hlúa að okkar vörumerkjum og okkar bisness. Við þurf- um á því að halda. Ég held að allir, blaðamenn og aðrir, þurfi að hjálpast að við það.“ Eitt og hálft ár er síðan Íslendingar lentu í allsherjar efnahagshruni. Það var varð flest- um algerlega að óvörum vegna þess að það hafði verið talið andstætt hagsmunum Ís- lands að benda á hættur sem fylgdu banka- kerfinu hér. Það er óumdeilt og meðal ann- ars fjallað um það í rannsóknarskýrslunni um bankahrunið að höft á tjáningarfrelsinu og skortur á opinni og gagnrýnni umræðu voru ein af lykilorsökum efnahagshrunsins. Í góðærinu mátti ekki „tala niður efnahags- lífið“. Nú má ekki tala niður Ísland sem ferða- mannastað. Ef forsetinn hefði verið svo farsæll að vara við hættunum vegna bankanna árið 2007 hefði hann fengið yfir sig sams konar gagn- rýni og nú. Einu og hálfu ári eftir hrun erum við aftur farin að láta frumreglur víkja fyrir ímyndarherferðum og almannatengslum. Mesta ógnin við langtímahagsmuni okkar er ekki Kötlugos, heldur vanþroskaður skiln- ingur á grundvallaratriðum eins og mál- frelsinu og ofuráhersla á samþjóðernislega ímyndarsköpun sem gerir sannleikann refsi- verðan. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Einu og hálfu ári eftir hrun erum við aftur farin að láta frumreglur víkja fyrir ímyndarherferðum og almannatengslum 22 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 UMRÆÐA SANDKORN LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Bogi Örn Emilsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. VEIKUR HLEKKUR n Menn velta fyrir sér ástæðum þess að mótmælt er dag eftir dag við heim- ili Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Krafist er afsagn- ar Steinunnar vegna styrkja sem hún hefur hlot- ið undanfarn- ar kosningar frá Baugi, Lands- bankanum og fleirum. Stein- unn er þó alls ekki á efsta tindi styrkjafólksins þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson á líklega Íslandsmet. Mótmælendur, með hinn umdeilda lögmann Björn Þorra Viktorsson í fararbroddi, eru sagðir líta þannig á að best sé að ráðast á veikasta hlekk- inn þar til hann brestur en elta síðan aðra styrkþega uppi. BÓFAR LÍFEYRIS- SJÓÐANNA n Eitt best varðveitta leyndarmál fjár- málaheimsins er sukk stjórnenda líf- eyrissjóðanna sem sumir létu blekkja sig í sukkferðum erlendis og inn- anlands til þess að fjárfesta í rugli. Jónas Kristjáns- son, fyrrverandi ritstjóri, fjallar um málið á bloggi sínu: „Landsins mestu silkihúfur voru á haugafylleríi lífeyrissjóða með landsins mestu bófum. Þar á meðal grátkarlarnir Vilhjálmur Egilsson atvinnurekenda og Friðrik Arngríms- son kvótakónga. Vilhjálmur er aum- ur og kallar sukk sitt „hjarðhegðun“. Fékk samt milljónir á milljónir ofan til að gæta hagsmuna lífeyrisþega.“ JÓN ÁSGEIR BLANKUR n Iðrun Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar braust út með afgerandi hætti í Fréttablaðinu í gær. Fjallað var um málið á DV.is og voru viðbrögð lesenda blendin. Meðal þess sem athyglisvert var í yfirlýsingunni var að Jón Ás- geir sagðist ekki eiga fjármuni á aflandseyjum. Tæknilega séð á enginn fjármuni á Tortóla eða í öðrum slíkum afkimum. Þar eru einungis skráð félög, pen- ingarnir eru annars staðar svo sem í Lúxemborg. LÖGMAÐUR GLITNISMANNA n Sá sem ver Jón Ásgeir Jóhannes- son, Lárus Welding og Pálma Har- aldsson í máli skilanefndar Glitn- is gegn þeim heitir Hörður Felix Harðarson og er meðeigandi á lögmannsstof- unni Mörk- inni. Hörður var framkvæmda- stjóri Glitnis fyrir bankahrun. Rætt er við Hörð Felix um yfirtökuna á Glitni í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis og er vitnisburður hans lykilatriði í henni. Hörður Felix virðist því ætla að halda trú við fyrrverandi vinnuveitendur sína fram yfir hrunið. LEIÐARI SVARTHÖFÐI BÓKSTAFLEGA Há dú jú læk Æsland? Jæja, þá er komið að því að skápa- fólkinu er ekki lengur vært í myrk- um skúmaskotum. Þotuliðið, bankaafæturnar, kúlulánahyskið, krosstenglarnir og útrásarmógúl- arnir eru nú að skríða úr fylgsnum sínum og játa á sig smávægileg mis- tök. Einn ofurlánaþeginn stígur til hliðar og annar mætir á staðinn. Núna er okkur sagt að mikill munur sé á slóttugu þjófabraski hjá Exista og því sem viðgekkst hjá Kaupþingi. Okkur er samviskusamlega tjáð að glæpir stjórnmálamanna hafi flest- ir verið unnir í þágu æðstu dyggða. Helmingaskiptaveldi Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks afsakar sig með því að benda á að samfylk- ingarfólk hefði svosem mátt vita af öllum þeim glæpum sem dilliboss- ar stjórnsýslunnar fylgdust með, tóku þátt í en tilkynntu ekki. Menn leggjast meira segja svo lágt að halda því fram að eftirlitsstofnanir hafi verið of fáliðaðar til að takast á við rannsóknir alvarlegra glæpa. En akkúrat nógu mannmargar til að líta undan. Auðvitað þarf að skoða hvern einasta glæp, auðvitað þarf að kyrr- setja eigur þeirra sem fóru illa með fjármuni þjóðarinnar, auðvitað þarf að rifta málamyndagjörningum, auðvitað þarf að koma í veg fyrir það að sagan endurtaki sig og auð- vitað þarf að refsa mönnum, með viðeigandi hætti. Í dag blasir það fyrst og fremst við okkur sem þjóð, að við áttum okkur á veikleikunum – gerum okk- ur grein fyrir því hversu húsbónda- holl og tilbúin til fylgilags við ráða- menn og ríka bubba við erum. Við þurfum að átta okkur á því að stjórnmálamenn og ríkir kappar eru ekki guðir, ekki hálfguðir og reyndar ekkert merkilegri en rollurnar sem bændur neyddu til ofbeitar hér í eina tíð. Jafnvel þótt eldgos hrelli okk- ur og jafnvel þótt skaðinn sé skeð- ur þá hlusta ég ekki á þá bábilju að núna sé kominn tími til að hætta að horfa á það sem gerðist – en þess í stað sé það framtíð lands og þjóðar sem í forgrunni skuli vera. Forset- inn má tala um Kötlugos og hann má líka játa það að hann var ein af grúppíum útrásarinnar. Og jafnvel þótt gráðugir ferðamálafrömuðir grenji úr sér lifur og lungu yfir þeirri vá sem því fylgir að búa á Íslandi, þá tala staðreyndirnar sínu máli: Á eld- fjallaeyju, nyrst á hjara veraldar býr þjóð sem erft hefur eitt og annað frá norskum skattsvikurum og írskum þrælum. Bí lív itt or nott! Með Frónbúans hagkerfi fátt verður keypt, það féll eftir banvæna sýki og öskunni verður nú duglega dreift á dásamleg Evrópuríki. KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar „Forsetinn má tala um Kötlugos og hann má líka játa það að hann var ein af grúpp- íum útrásarinnar.“ SKÁLDIÐ SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.