Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 23. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 21 Árið 1966 reitti John Lennon kristið fólk, einkum og sér í lagi kaþólikka, víða um heim til reiði þegar hann sagði að Bítlarnir væru „stærri en Jesús“. Páfagarður fordæmdi ummæli Lennons þá, en fyrirgaf honum árið 2008. Nú, fjörutíu árum eftir að hljómsveitin liðaðist í sundur, hefur Páfagarður stigið skref- inu lengra og veitt Bítlunum fulla aflausn. BÍTLUNUM VEITT AFLAUSN „Kristnin mun víkja. Hún mun skreppa saman og hverfa. Um það þarf ekkert að deila, ég hef rétt fyrir mér og tíminn mun leiða það í ljós. Við erum vinsælli en Jesús núna; ég veit ekki hvort hverfur fyrst, rokk eða kristni.“ Þessi ummæli lét John Lennon sér um munn fara í viðtali árið 1966, auk þess sem hann hafði miður fögur orð um gáfnafar læri- sveinanna, og uppskar í kjölfar- ið alþjóðlega fordæmingu af hálfu kristinna manna. Vart þarf að taka fram að ummælin féllu ekki í góð- an jarðveg hjá ráðamönnum í Páfa- garði, enda hafði allt sem Bítlarnir stóðu fyrir sannfært þá kuflklæddu um að Bítlarnir væru lítið annað en uppspretta slæmra og neikvæðra áhrifa. En nú, þegar um fjörutíu ár eru liðin síðan hljómsveitin rann sitt skeið á enda, hafa ráðamenn í Páfagarði ákveðið að sjá aumur á Bítlunum, lifandi og liðnum, og veitt þeim aflausn. Ef ekki fyrir Bítlana Aflausnin var samþykkt af Benedikt XVI páfa og kaþólska kirkjan hefur opinberlega fyrirgefið Bítlunum hinar ýmsu yfirsjónir og óhóf og jafnvel gengið svo langt að hylla þá sem „dýrmætan gimstein“. Í forsíðugrein dagblaðs Páfa- garðs, L’Osservatore Romano, er farið fögrum orðum um af- rek Bítlanna og „fallegar laglín- ur“ þeirra lofaðar í hástert. Einnig er varpað fram spurningunni um „hvernig popptónlistin hefði orðið ef ekki hefði verið fyrir Bítlana?“ Í ótrúlegri kúvendingu lætur kaþólska kirkjan nú af fyrri vand- lætingu og reiði vegna guðlasts, fíkniefnaneyslu, og jafnvel kenn- inga um djöfulleg skilaboð sem áttu að leynast í tónlist hljómsveit- arinnar. Engir dýrðlingar Reyndar velkjast ráðamenn í Páfa- garði ekki í vafa um að fjórmenn- ingarnir frá Liverpool; John, Paul George og Ringo, voru engir dýrð- lingar, en vilja þó undirstrika það gagnvart aðdáendum þeirra að þeir hafi alls ekki verið þeir sem höguðu sér hvað verst í heimi rokk- tónlistar þeirrar kynslóðar. Í greininni í L’Osservatore Romano, sem ber fyrirsögnina Sjö ár sem skóku tónlistina, segir: „Það er satt að þeir neyttu fíkniefna, nutu óhófs sökum eigin velgengni, sögðu jafnvel að þeir væru stærri en Jesús og sendu frá sér dularfull skilaboð, sem jafnvel voru djöful- leg.“ Ennfremur segir að Bítlarn- ir hafi hugsanlega ekki verið besta fyrirmynd æsku þess tíma, en „þeir voru engan veginn sú versta. Fal- legar laglínur þeirra breyttu tón- listinni og halda áfram að veita ánægju“. Til að hnykkja á lofinu er sagt í greininni að en þann dag í dag séu Bítlarnir huggun gegn stöðugri árás hljómplötuiðnaðar- ins á tónlistarunnendur. Lennon fyrirgefið 2008 Reyndar var John Lennon fyrir- gefið að einhverju leyti árið 2008, þegar fjörutíu ár voru liðin frá út- gáfu The Beatles, hvíta albúmsins. Þá sagði í L’Osservatore Romano að „eftir öll þessi ár virtist sem um væri að ræða gort ensks drengs úr verkamannastétt sem ætti í vand- ræðum með að höndla óvæntan frama“. Í þeirri grein segir að „aðeins snobbarar“ horfi framhjá tónlist Bítlanna, sem hafi staðist tímans tönn og verið hvatning til handa margra kynslóða tónlistarmanna. Óhætt er að segja að stefnu- breyting kaþólsku kirkjunnar gagn- vart Bítlunum er ótrúleg, ekki síst í ljósi þess að hún var í fararbroddi þeirra sem fordæmdu ummæli Lennons, og Bítlarnir fóru alla jafna ekki leynt með ímugust þeirra á skipulögðum trúarbrögðum. Síð- ar, eftir að fjórmenningarnir höfðu hver haldið sína leið, sagði Lennon í einu laga sinna að „Guð væri hug- tak sem fólk notaði til að mæla eig- in sársauka“. Líflátshótanir og plötubrennur Einkum og sér í lagi gætti mikillar reiði í garð Bítlanna í Bandaríkj- unum þar sem íhaldssamt kristið fólk hlóð bálkesti úr plötum hljóm- sveitarinnar. Í Suðurríkjunum bár- ust fjórmenningunum líflátshótan- ir og útvarpsstöðvar hættu að leika tónlist þeirra. Árið 1978 skrifaði John Lennon að hann gleddist yfir þeirri úlfúð sem ummælin vöktu því líf hans með hljómsveitinni hefði breyst í gildru. John Lennon þakkaði Jesú fyrir að dagar tónleikaferðalaga runnu sitt skeið á enda. Ef hann hefði ekki móðgað „hið afar kristna Ku Klux Klan“ þá hefði hann þurft að dvelja áfram með „skirkusflónum“. George Harrison og Paul McCartney skírðust báðir til kaþ- ólskrar trúar, en hvorugur iðkaði trúna. Síðla á sjöunda áratugnum hrifust fjórmenningarnir allir af austrænni speki, í mismiklum mæli þó. George Harrison varð seinna dyggur fylgismaður Hare Krishna- hreyfingarinnar. Hafa um annað að tala Það kann vel að vera að Páfagarður hafi fyrirgefið Bítlunum „djöfulleg“ skilaboð þeirra, en Ringo Starr seg- ir að hann láti sér það í léttu rúmi liggja. Ringó upplýsti í júlí að hann hefði loksins fundið trúna. „Guð er líf mitt,“ sagði Ringo og bætti við að hann héldi að leit hans að honum hafi staðið yfir síðan á sjöunda ára- tugnum. Í viðtali við sjónvarpsstöð CNN sagði Ringo: „Sagði Páfagarður ekki að við værum djöfullegir, eða mögulega djöfullegir – og samt hafa þeir fyrirgefið okkur? Ég held að þeir hafi annað og meira að tala um en Bítlana.“ KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Síðar, eftir að fjórmenning-arnir höfðu hver haldið sína leið, sagði Lennon í einu laga sinna að „guð væri hugtak sem fólk notaði til að mæla eigin sársauka“. Bítlaplötum kastað á bálköst Bítlunum bárust líflátshótanir frá Ku Klux Klan í kjölfar ummæla Lennons. Stærri en Jesús? John Lennon reitti marga til reiði með ummælum sínum. LAUSATÖK OG AÐGERÐALEYSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.