Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 33
ANNAÐ HRUN Á HÓTEL LAKA HVAÐ SEGJA BÖRN- IN UM ELDGOSIÐ? Mjög hrædd við öskuna Lilja er sjö ára nemandi í grunnskólanum á Hvolsvelli „Eldgosið gýs upp úr jöklinum og það er rautt á litinn. Ég er pínuhrædd við eldgosið en ég er mjög hrædd við öskuna. Ég hélt að hún ætlaði að koma á okkur og þá yrðum við kannski að fara eitthvað annað. Askan er hættu- leg fyrir dýrin því kálfarnir eru svo litl- ir að þeir geta dáið út af öskunni. Þegar ég verð mjög hrædd fer ég til mömmu og pabba. Mamma fór með mig inn í rúm og ég sofnaði í smástund. Það var betra. Ég þurfti að flýja á Heimaland og vekja vinnumanninn því hann var í kjallaran- um og var í hættu. Það var líka gott að komast í skólann því ég var í löngu fríi. Þá var ég að hjálpa pabba í fjárhúsinu og mjólka kýrnar af því að ég komst ekkert af því að það flæddi vatn. Pabbi er í björgun- arsveitinni og hann passar okkur.“ Óttaðist um ömmu og afa Freyja er sjö ára nemandi í grunnskólanum á Hvolsvelli „Ég er mjög hrædd við eldgosið. Af því að maður getur brennt sig ef maður kemur nálægt því og ég var svo hrædd um að það myndi koma á húsið hjá ömmu og afa. Við sáum í sjónvarpinu að það væri komið eldgos en svo hringdu amma og afi í okkur og létu vita að það væri allt í lagi með þau, þau sögðu það. Ef ég verð mjög hrædd horfi ég á sjónvarpið og sé hvort það er allt í lagi með fólkið sem er nálægt eld- gosinu. Ég fór líka að hjálpa ömmu og afa. Við vorum mjög mörg að moka drulluna af bænum hjá ömmu og afa. Það var mikið af drullu og við vorum alveg heilan dag. Það er smá eftir en afi ætlar að klára það. Drullan var mjög grá.“ Erfitt að vera inni Tara Karítas er fimm ára nemandi í leikskólanum á Vík „Ég veit hvað eldgos, eldur og aska er og það er fullt hjá mér og á hús- inu mínu. Ég á grímu en ég fer aldrei út. Ég var inni alla helgina. Það er erfitt að vera svona lengi inni og gera ekki neitt. Ég teiknaði eld- gos. En ég er ekkert hrædd. Pabbi hefur farið upp á eldgosið, en hann flaug með afa.“ Missti kallinn sinn í öskuna Birnir Frosti er fimm ára nemandi í leikskólanum í Vík „Ég hef séð eldgos, ég sá meira að segja hraunfoss. Ég fór þang- að og ég var ekkert hræddur. En þegar askan kom þurfti ég að vera inni. Ég var bara að leika mér en það var leiðinlegast að ég fékk eiginlega aldrei að fara í Super Mario Bros. Kallinn minn datt bara óvart úr vasanum mínum og var í grasinu og þá varð hann alveg svartur. Ég mátti fara út að sækja hann þegar askan var farin.“ Eldgos og svört aska Eva er fimm ára nemandi í leikskólanum á Vík „Ég veit hvað eldgos er. Það heitir Eyjafjallajökull. Það kemur eld- ur úr eldgosinu og svört aska og þá þurfum við að vera inni.“ Gríman er alltaf að detta niður Þórhildur Alexandersdóttir er sex ára nemandi í grunnskólanum á Vík „Ég þarf að vera með grímu þegar ég fer út, en hún er alltaf að detta niður. Ég þarf alltaf að laga hana. En ég er ekkert hrædd við eldgosið. Mér fannst bara leiðinlegt að vera svona lengi inni.“ Í þriggja kílómetra fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri reka hjón- in Erla Ívarsdóttir og Gísli Kjart- ansson Hótel Geirland. Þau hafa eins og aðrir á svæðinu orðið fyr- ir miklu tjóni af völdum eldgoss- ins í Eyjafjallajökli. Tapið nemur allt frá sjö hundruð þúsundum og upp í milljón. „Frá fyrsta degi hef- ur gosið haft áhrif á okkur. Fólk kemst ekki til landsins og þeir sem eru á landinu komast ekki til okkar eða taka ekki áhættuna á því út af gjóskunni. Fréttflutningur erlendis hef- ur líka örugglega haft áhrif þar á þar sem við höfum fengið marg- ar fyrirspurnir frá útlendingum sem hafa starfað hér varðandi það hvort Ísland sé að sökkva, hvort það sé í lagi með okkur, hvort við fáum mat og hvort við vöðum ösku upp að mitti. Ég veit ekki hvar ýkj- urnar eru, kannski er fréttaflutn- ingurinn svona og kannski er fólk að búa þetta til sjálft,“ segir Erla. „Nú eru stjórnvöld allavega búin að setja af stað ferli til þess að fréttaflutningur verði sannari og skili meiri árangri. En verst er náttúrlega að vita ekki hversu lengi þetta muni vara, síðast stóð gosið yfir í átján mán- uði með hléum. Það er vonandi að það hætti sem fyrst. Við verðum bara að þrauka og reyna að lifa það af. Bjargráðasjóður kemur okkur örugglega ekki til bjargar, við verð- um bara að bíta í það súra epli.“ Þau hjónin hófu reksturinn fyr- ir tuttugu og þremur árum og hafa byggt hann smám saman upp síð- an. „Efnahagshrunið hjálpar held- ur ekki. En ég lít á þetta tímabil sem eitt af þeim verkefnum sem lífið býður upp á og ég veit að það þýðir ekkert annað en að horfa bjartsýn fram á veginn og svo sé ég hvað kemur út úr því. Ég fer ekki að örvænta fyrr en í byrjun júní, ef fólk heldur svona glórulaust áfram að afbóka. Ég held að það komi í ljós á næstu vikum hvernig sumar- ið verður og það fer auðvitað eftir því hvernig gosið hagar sér.“ ingibjorg@dv.is Erla Ívarsdóttir og Gísli Kjartansson á Hótel Geirlandi hafa tekið á móti afbók- unum fram í júní vegna eldgossins. Bjargráðasjóður bjargar okkur ekki Í leikskólum og grunnskólum í Vík og á Hvolsvelli er greini- legt að eldgosið hefur haft mikil áhrif á börnin, sem hafa þakið heilu veggina með myndum af eldspúandi fjöllum. Fegin að komast út Á leikskólanum í Vík í Mýrdal fögnuðu börnin því að lífið var að komast aftur í samt horf eftir að þau þurftu meira og minna að dúsa inni á meðan mesta öskufallið varð um helgina. Hér sjáum við frá vinstri, Vigni, Töru Karítas, Evu og Birni. Gleymir ekki grímunni Þórhildur Alexandersdóttir, sex ára nemandi í grunnskólanum í Vík, er dugleg að nota grímuna þegar hún fer út. Eldgosamyndir Þar sem börn hafa ekki sömu getu til þess að tjá tilfinningar sínar og upplifanir er mikilvægt að þau tjái sig í gegnum leik og myndir. Í leik- og grunnskólum á Hvolsvelli og í Vík eru veggirnir fullir af eldgosamynd- um barnanna. Óttast eldgosið Nemendur í grunnskólanum á Hvolsvelli hafa sumir hverjir komist í návígi við eldgosið og öskuna. Lilja situr á skopparaboltan- um. Hún er mjög hrædd við öskuna því hún óttast um afdrif kálfanna á meðan Freyja sem situr við hlið hennar er hrædd um ömmu sína og afa. Draumur í uppnámi Draumurinn um heilsársheilsulind á Hótel Laka verður varla að veruleika ef fram fer sem horfir, fyrst varð efnahagshrunið á Íslandi og í kjölfarið kom eldgos. Afbókanir í hrönnum Ferðaþjónustan á Kirkjubæjar- klaustri er steindauð. Hér sést inn í morgunverðarsalinn á Geirlandi þar sem ferðamenn hafa afbókað sig í hrönnum. 23. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 33ELDGOSIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.