Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 UMRÆÐA
Já, hér hefur mikið verið fjallað um af-
sökunarbeiðnir, tár og að stíga til hlið-
ar. Sumir halda ekki vatni yfir þessu
og telja að nú sé loksins siðferðið að
komast til skila. Ég verð að segja að ég
set spurningamerki við öll þessi hlið-
arskref, tár og afsakanir.
Miðað við það sem á undan er
gengið og miðað við allt sem þetta
fólk hefur á samviskunni í að plata al-
menning upp úr skónum, aldrei gert
neitt til að koma til skila að það séu ský
á himni, hvað þá reynt að afstýra því
sem var að gerast. Þvert á móti reynt að
taka til sín hluta af kökunni éta hana
og vilja svo geyma hana líka. Þá set ég
spurningarmerki við krókódílatár og
hliðarskref.
Ef eitthvað af þessu fólki, sem hefur
nú náðarsamlegast stigið til hliðar af
því að það vill ekki raska rannsóknum,
hefði stigið niður fyrr, sett fótinn niður
og sagt hingað og ekki lengra, hefði ég
trúað. En, takið nú eftir, ekkert þeirra
gerði neitt eða sagði fyrr en rannsókn-
arskýrslan kom fram og sendi þeim
skilaboð.
Það eru til dæmis ekki margir dag-
ar síðan Þorgerður Katrín taldi sig ekki
þurfa að víkja. Ingibjörg Sólrún hef-
ur komið fram og ásakað aðra um alls
konar mistök. Enginn hefur hingað til
gengist við ábyrgð.
Iðrast og víkja
Nema núna þegar glæpurinn er orð-
inn lýðum ljós. Þá er gripið til þess
að „iðrast“ og „víkja“. Ekki segja af sér,
ónei, það væri allt of stórt skref. Þetta
blessaða fólk lifir i allt öðrum heimi en
við hin. Ef við tökum kjötlæri úr Bón-
us, kemur löggan og við verðum dæmt
annaðhvort í sekt eða fangelsi. En ef
við værum uppvís að taka milljarð eða
þar um bil að láni, með engu veði, sem
við ætluðum aldrei að greiða, þá er
nóg að koma fram og segja sorrí, gráta
og allir vorkenna manni og segja: Vá
hvað hún/hann er saklaus og flott/ur,
auðvitað viljum við hafa þau áfram, af
því þau eru svo hreinskilin og góð. (Af-
sakið meðan ég æli.)
Nei, gott fólk, ef við virkilega vilj-
um nýtt Ísland, þá föllum við ekki fyrir
svona leikþáttum. Þetta fólk hefur fyr-
irgert rétti sínum til að teljast trúverð-
ugt og á að ganga alla leið og fara frá
alveg.
Valdhroki og spilling
Jóhanna og Steingrímur eru hluti af
þessari spillingu líka, þau hafa alla tíð
spilað með, þótt vinstri græn hafi ekki
beint verið í stjórn, þá vissu þau alveg
um alla spillinguna sem viðgekkst og
sögðu aldrei neitt, því það hefði kostað
uppgjör sem þau vildu ekki taka þátt
í, því von þeirra var að komast sjálf að
kjötkötlunum. Enda sýnir sagan að
um leið og þau komust til valda, var
alveg sama sagan uppi á teningnum,
valdhroki, spilling og heimaráðningar
á vinum og vandamönnum. (Fyrirgef-
ið aftur meðan ég æli.)
Spilling fjórflokksins er svo djúp-
stæð og svo samtvinnuð að ef við
virkilega viljum nýtt Ísland, þá gef-
um við þeim öllum frí í næstu kosn-
ingum. Þá munu vonandi verða
fleiri framboð og nýtt fólk sem gefur
kost á sér.
Til dæmis veit ég að Frjálslyndi
flokkurinn verður þar, sennilega Hreyf-
ingin og Borgarahreyfingin, kristilegur
flokkur og guð má vita hvað. En við
verðum að lesa og kynna okkur hvað
flokkarnir hafa fram að færa, muna
hverju þeir sem hafa verið á þingi hafa
lofað og hvað þeir hafa svikið, og hafa
dug til að refsa þeim duglega sem ekki
hafa staðið við sín kosningaloforð. Og
svo þegar við höfum valið verðum við
að fylgjast með því hvað flokkarnir sem
komust að gerðu til að efna loforðin og
ef þeir hafa ekki staðið sig hafa festu og
einurð til að refsa þeim í næstu kosn-
ingum á eftir.
Aðhald
Það erum nefnilega nákvæmlega við
sem getum haldið utan um lýðræðið,
með því að veita stjórnmálamönnum
aðhald, alveg rétt eins og Fjármálaeft-
irlitið gleymdi að veita útrásarvíking-
unum aðhald, gleymdum við að veita
stjórnmálamönnunum aðhald. Þeir
hafa verið hingað til verið áskrifendur
að atkvæðum sínum. Hafa ekki þurft
að standa sig eða standa fyrir sínu,
heldur lofa og lofa og standa ekki
við neitt, og ljúga svo enn betur fyrir
kosningar og fólk kokgleypt allt sem
þeir hafa sagt. Hvernig getum við svo
staðið hér og undrast í hvaða stöðu
við erum?
Loforðin plata almúgann
Við sköpuðum þetta sjálf, eða þeir sem
alltaf hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn á
hverju sem hefur gengið, og þeir sem
kjósa Samfylkinguna nó matter what,
framsóknarmennirnir sem aldrei hafa
gert neitt annað en að setja x við B og
vinstri græn sem trúa því að Stein-
grímur og có séu svo saklaus dugleg
og frábær.
Well, ég get sagt ykkur að þau eru
öll í sömu súpunni, samtryggingin,
leikaraskapurinn og loforðin eru til
þess gerð að plata okkur almúgann
upp úr skónum, og láta okkur trúa því
að við ráðum og getum valið. Það er
bara ekki þannig.
Og núna, þegar við erum orð-
in nógu reið og nógu örvæntingar-
full til að leita að sannleikanum, setja
þau upp leikrit sem heitir; stígðu til
hliðar, biddu fyrirgefningar og gráttu
pínu pons, og lýðurinn fylgir þér allt
til dauða. (Fyrirgefið en ég þarf að æla
aftur.)
Við getum haft áhrif
Ágæta fólk, ég spyr, viljið þið halda
þessum leik áfram, eða hafið þið þor til
að segja þessari fjórklíku að þið nenn-
ið ekki meiru? Ef þið virkilega viljið
breyta þurfið þið að hætta að vera svo
barnaleg að trúa öllu sem að ykkur er
rétt, og spyrja ykkur sjálf, hvað býr að
baki þessum gráti, afsökun og sakleys-
isyfirlýsingum.
Til dæmis getur ekki verið að Þor-
gerður Katrín og Ingibjörg Sólrún hafi
grátið af vorkunnsemi yfir sjálfum sér
að hafa þurft að standa í þessu svona
tilneyddar? Getur ekki verið að Illugi
og Björgvin hafið æft sig fyrir framan
spegilinn og talið að með þessu til-
hliðardæmi gætu þeir haldið áfram að
vera þingmenn eftir allt saman?
Svo má segja að Bjarni Ben þurfi
sennilega að axla sína ábyrgð með af-
sögn, og margir fleiri. Það er okkar,
ágæta alþýða, að krefjast þess að þau
einfaldlega víki, allt það fólk sem var
með völd gegnum hrunið. Þau vissu
en sögðu ekki neitt og vonuðust eft-
ir að komast upp með það. Við þurf-
um að taka þau niður eitt og eitt og
láta þau víkja. Vegna þess að það hefur
komið í ljós undanfarið að við höfum
vald, þegar við stöndum saman.
Við getum haft okkar áhrif, nýtum
þau og nýtum þau vel til að byggja upp
nýtt Ísland.
Íslandi allt
AÐSEND GREIN
ÁSTHILDUR CESIL
ÞÓRÐARDÓTTIR
Garðyrkjustjóri Ísafjarðarbæjar
“Þetta fólk hefur
fyrirgert rétti
sínum til að teljast
trúverðugt”
Þegar ég hef gert eitt-hvað á hlut einhvers og biðst fyrirgefningar á því þá ætlast ég soldið
til þess, amk svona undir niðri,
að ég fái fyrirgefninguna.
Nú er það svo að tveir og
hálfur maður hafa beðist afsök-
unar á þætti sínum í hruninu.
Fyrst var
það Bjarni
Ármanns og
ég var með
stæla.
Svo kom
Björgvin
Thor... og mér
fannst ekki einu sinni taka því
að vera með stæla. Þetta fór
svona inn um eitt og út um hitt.
Nú kemur Jón Ásgeir fram
og biður eiginlega ekki afsök-
unar á neinu en viðurkenn-
ir að hann hafi tekið fullt af
röngum ákvörðunum. Og ég
fussaði og sveiaði á meðan ég
las. Björgvin G, Illugi og Þor-
gerður hafa vikið... tímabund-
ið. Og ég fussaði og sveiaði yfir
því að þau skyldu ekki víkja
endanlega.
Ingibjörg Sólrún baðst af-
sökunar. Og ég var grautfúl yfir
því að hún skyldi bara nefna
flokkinn og
kjósendur
hans eins
og okkur
hinum hefði
ekki blætt
líka.
Nú er það
svo að ég get hvorki né vil farið
fram á harakiri í beinni og ég
verð að leyfa mér að hanga í
þeirri veiku von að þeim sem
brutu á okkur, hvort heldur er
sem kjörnir fulltrúar, embætt-
ismenn eða fjárglæframenn,
verði refsað af dómskerfinu
okkar.
Ég bara verð
að trúa því til
að geta talið
mér trú um
að ég vilji
búa hérna
áfram.
En hvernig
ætli það sé að plana afsökun-
arbeiðni fyrir framan þjóð sem
mun að öllum líkindum launa
fyrir það með skítkasti?
Verðum við ekki að opna
okkur örlítið og hlífa fólki við
skítkasti fyrir að reyna... þó það
sé að þykjast. ...Nú er ég ekki að
gefa í skyn að við eigum að taka
innantómum almannatengl-
askrifuðum afsökunarbeiðn-
um og faðma glæpona... en við
gætum látið eins og við sæjum
þær ekki.
Það hlýtur nefnilega að
draga úr öðrum kjark. Og það
er fullt af fólki þarna úti sem
skuldar okkur bara einlæga af-
sökunarbeiðni með dass af iðr-
un og við myndum taka því og
gefa séns. Er ekki málið að fara
að mýkjast aðeins og gera það
„gracefully“?
BLOGG af dv.is
FYRIRGEFNING
SYNDANNA?
HEIÐA B. HEIÐARS
Ég vek athygli á ferlega góð-um Svarthöfða í DV í gær. Þar er farið aðeins yfir styrkjabrall Steinunnar Valdísar Óskars-
dóttur. - Ágætis yfirlit. Ég hvatti Stein-
unni Valdísi að segja af sér með opnu
bréfi, en hún hefur sjálfsagt ekki kært
sig um að lesa það. - Lítið er við því
að segja.
Ég fékk ferlega góð viðbrögð á
þetta opna bréf og þótt Steinunn Val-
dís hafi ekki lesið það, þá lásu það
rúmlega 6 þúsund manns. Sem er dá-
góð aðsókn á Eimreiðina.
Nú skil ég svosem vel að Steinunn
vilji ekki segja af sér eða þannig. Þetta
er þægileg innivinna og svoleiðis, en
vildi hún kannski skýra út fyrir kjós-
endum í hvað þessir ofur-styrkir fóru?
Ég meina, gætum við fengið að sjá
reikningana? Þótt ég sé með fjörugt
ímyndunarafl, þá fatta ég ekki hvernig
hægt er að eyða 8 miljónum í kosn-
ingabaráttu fyrir eina manneskju. Ef
við setjum þessa tölu, 8 miljónir í eitt-
hvað samhengi, þá er þetta fjórðung-
ur af því sem Sjálfstæðisflokkurinn
fékk á sama tímabili.
Það er heill FLokkur! en Steinunn
er bara... Já. Steinunn.
Ég hef unnið í útgáfubransanum
og ég veit vel hvað heilsíðuauglýsing í
blaði kostar. Það er útilokað að Stein-
unn hafi keypt auglýsingar fyrir alla
styrkina. Húsnæði er jú stór þáttur í
svona útgerð, en andskotinn hafi það.
Var kosningaskrifstofan í turnherberg-
inu á Hótel Borg? Sama má segja um
bæklinga og þessháttar. 8 miljónir fyr-
ir eina kosningabaráttu....
-Þessi upphæð meikar engan sens
Ef þetta hefur farið í vefsíðu, þá er
þeim fjármunum ferlega illa varið því
að síðanhennar Steinunnar hefur
ekki verið uppfærð frá því árið
2007. Mér sýnist einnig að
elstu greinarnar séu líka
frá árinu 2007. Undirsíðan
„eldri pistlar“ er bara sama
síðan sem birtist í sífellu
þrátt fyrir að maður getur
valið frá 1 til 6. Alltaf birtist
sama síðan sem endar á
grein um að Dagur sé
að fara í fæðingarorlof.
Töluvert sleifarlag er á
heimasíðu Steinunn-
ar Valdísar en hún er
merkileg að því leyti
að hún er dæmi-
gerð fyrir stórhuga
pólitíkusa sem ætla
að fara að blogga.... og
eru rosalega duglegir
rétt fyrir kosningar, og
steinhætta að blogga þegar úrslitin
liggja fyrir.
-Hitt þó heldur virðingin fyrir
kjósendum sínum... „Jæja“ dæsir
Steinunn eftir kosningar. þá er
þetta helvíti komið. „- Loksins
get ég hætt að blogga“.
Ég er fúll út í Steinunni og
ég tel að hún skuldi okkur
kjósendum sínum
útskýringar. Og ekki
neitt argaþvaður
að hætti hinna
útjöskuðu. Ég
vil að Steinunn
blási lífi í þessa
heimasíðu sína
og setji á netið
sundurliðað
bókhaldið yfir
kosningabarátt-
una sína.
HVAÐVARÐUMPENINGANA,STEINUNN?
TEITUR ATLASON
BLOGG af dv.is