Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 23
ÞÓRARINN LEIFSSON fékk Barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkur afhent úr hendi borgarstjóra síðasta vetrardag fyrir bók sína Bókasafn ömmu Huldar.Hann segist oft skanna í gegnum „Skýrsl- una“ á pdf-formi, en ætlar líka að kaupa hana. Þórarinn ætlar hins vegar ekki að kaupa sér andlitsgrímu. SÁ MIG EKKI SEM VERÐLAUNAGRÍS Sú var tíð að hvítir karlmenn réðu heiminum. Þeir stofnuðu nýlend- ur frá Santiago til Singapúr, fluttu þræla sína yfir Atlantshafið og gengu jafnvel á tunglinu. En hvar eru þeir í dag? Í fyrsta sinn í rúm 500 ár sitja þeir ekki við stjórnvölinn í neinum af fjórum stærstu hagkerfum heims. Í því allra stærsta, Bandaríkjunum, situr nú í fyrsta sinn maður sem er ekki hvítur og ekki er sjálfgefið að sá næsti verði það heldur. Í Japan og Kína hafa hvítir menn aldrei ráð- ið, sem ólíkt flestum öðrum Asíu- löndum urðu aldrei nýlendur. Í því fjórða, Þýskalandi, hefur kona verið kanslari frá 2005. Vissulega fara karlmenn enn með völd í næstu þremur löndun- um. Í Frakklandi rétt vann glaum- gosinn Sarkozy konuna Ségoléne Royal, en í Bretlandi fer hinn grá- myglulegi Gordon Brown með völd og keppinautar hans eru af sama lit og kyni. Þar hefur þó kona náð því að vera forsætisráðherra. Það er helst á Ítalíu, landinu sem femínisminn gleymdi, að völd hvítra karla virð- ast tryggð. Berlusconi brosir dátt í embætti sínu og hætta á að kona taki ekki við í bráð, hvorki Cicciolina né Alessandra Mussolini komast að í karlaveldinu. Glatað tækifæri Sollu Það hafa orðið ákveðin straumhvörf í íslenskri jafnréttisbaráttu undan- farið. Frá því hún kom fyrst fram á sjónarsviðið upp úr 1980 var alltaf líklegt að Ingibjörg Sólrún yrði fyrsti kvenforsætisráðherra Íslands. Lík- lega hefði hún orðið það, hefði hún ekki kysst Geir Haarde á Þingvöllum. Í staðinn féll embættið Jóhönnu Sig- urðardóttur í skaut í tímamótaríkis- stjórn. Þorgerður Katrín var varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, aðeins einu skrefi frá formennskunni sem undir venjulegum kringumstæð- um er nánast áskrift að forsætisráð- herraembættinu. Ef til vill hefði hún orðið fyrsti kvenforsætisráðherra sjálfstæðismanna, hefði hún ekki verið svona nákomin KB banka. Báðar þessar konur báðust, að einhverju leyti, afsökunar á mistök- um sínum um síðustu helgi. Hafa þær það fram yfir karla eins og Geir Haarde, sem ekki fást til að taka ábyrgð á eigin embættistíð, né held- ur, að öllum líkindum, myndi hann spyrja til vegar ef hann væri villtur. Það vekur þó athygli að afsökunar- beiðnum þeirra var fyrst og fremst beint til eigin flokkssystkina, ekki til þjóðarinnar allrar. Valdið kemur jú frá flokkunum, það eru þeir sem eru þjóðin, ekki þið. Fjölbreyttari framtíð Þó að tvær forystukonur í íslenskum stjórnmálum hafi fallið með þess- um hætti, og munu líklega hvorug- ar verma forsætisráðherrastólinn úr þessu, eru þó margar mikilhæfar konur í íslenskum stjórnmálum sem bíða þess að taka við. Óljóst er hvort Bjarni Benediktsson muni leiða Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosning- um. Hanna Birna er ein sem hefur verið nefnd sem mögulegur arftaki, en á meðan sjálfstæðismenn á Al- þingi sitja margir hverjir undir ákær- um um spillingarmál er næsta víst að hún muni leiða flokkinn til sigurs í næstu borgarstjórnarkosningum. Steingrímur J. Sigfússon virðist nokkuð öruggur í starfi sem flokks- formaður, en það er ekki ólíklegt að þegar hann láti af störfum muni kona taka við. Sóley Tómasdótt- ir leiðir listann í borginni, en Katr- ín Jakobsdóttir verður þó að telj- ast líklegri eftirmaður. Konur hafa lengi leitt Samfylkinguna. Ef til vill mun næsti formaður, hvort sem það er Dagur B. eða annar, vera karl, en varla verður það til frambúðar þó. Það er helst í Framsókn sem karla- veldið er tryggt, ólíklegt að kona verði þar flokksformaður í bráð. Því ber að fagna að einveldi hvítra karlmanna virðist vera að ljúka, bæði hér á landi sem í heim- inum öllum, og við förum til móts við fjölbreyttari framtíð. Það er þó vafasamt að álykta að það eitt leysi öll vandamál. Svo virðist sem valdið spilli, hver svo sem heldur um taum- ana. Því er nauðsynlegt að tryggja að það lendi ekki á of fáum höndum. Hvað varð af hvítum körlum? UMRÆÐA 23. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 23 MYNDIN Hver er maðurinn? „Þórarinn Leifsson.“ Hvar ertu uppalinn? „Í Vesturbænum og Þingholtunum í Reykjavík, Kaup- mannahöfn og líka í sveit. Ég var í ellefu barnaskólum.“ Hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Í Þingholtunum. Ég var eitthvað að leika mér með bróður mínum.“ Hver er eftirminnilegasta bók sem þú hefur lesið? „Meistarinn og Margar- íta eftir Búlgakov. Hún hafði rosaleg áhrif á mig þegar ég las hana sautján ára. Sat lengi í mér.“ Hver er eftirminnilegasta kvikmynd sem þú hefur séð? „Ég ætla að segja La Dolce Vita eftir Fellini. Hún kemur fólki alltaf í gott skap. Hún er líka góð fyrir þessa byrjun á sumrinu.“ Ertu búinn eða ætlarðu að lesa skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is? „Ég er með hana á pdf og skanna oft í gegnum hana til að athuga hvort þar sé eitthvað bitastætt sem ég get notað. En ég á eftir að lesa hana að mestu leyti. Ég á eftir að kaupa hana líka.“ Hvernig tilfinning er það að fá Barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar? „Mjög óvænt. Ég hafði ekki séð mig sem verðlaunagrís, ég hélt að ég væri frekar utangarðsmaður. Þess vegna er furðulegt að koma inn úr kuldanum. Ég hélt alltaf að svona verðlaun væru bara lobbíismi en ekki fyrir þá sem eru góðir. En þetta var greinilega misskilningur hjá mér.“ Hvor er hættulegri, amma Huld eða Jón Ásgeir Jóhannesson? „Amma Huld er ekki hættuleg þannig að það verður að vera Jón Ásgeir.“ Hvora myndirðu vilja sjá sem forsætisráðherra, Hönnu Birnu eða Dorrit? „Hönnu Birnu klárlega. Hún er verðugur fulltrúi þjóðarinnar. En hún verður þá að vera ópólitísk.“ Ertu búinn að kaupa þér andlits- grímu vegna eldgossins í Eyjafjalla- jökli? „Nei, og það stendur ekki til.“ MAÐUR DAGSINS KJALLARI VALUR GUNNARSSON rithöfundur skrifar „Það er helst í Framsókn sem karlaveldið er tryggt, ólíklegt að kona verði þar flokks- formaður í bráð.“ Hvað gerir hann? Hart var tekist á að Hlíðarenda í gær þegar Valsmenn tóku á móti Akureyri í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildarinnar í handknattleik. Akureyring- ar fóru með sigur af hólmi, 27-24, og geta unnið einvígið með sigri í næsta leik sem fram fer á Akureyri á laugardagskvöldið. LJÓSMYNDARI: SIGTRYGGUR ARI 512 70 04 smaar@dv. is Smáauglýsingasíminn er:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.