Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 46
Við fráfall Þorvaldar Garðars Kristjáns-
sonar, fyrrverandi forseta sameinaðs
Alþingis, leita minningar á hugann frá
.þeim tíma þegar við áttum ánægju-
legt samstarf á Alþingi um 12 ára skeið.
Nánast var það á kjörtímabilinu 1983 –
1987. Þá var Alþingi deildarskipt, starf-
aði í efri deild, neðri deild og samein-
uðu Alþingi. Þorvaldur hafði langa
reynslu af störfum sem forseti efri
deildar, sem hann gegndi í fimm ár og
varaforseti deildarinnar í átta ár. Hann
var kosinn forseti sameinaðs Alþingis
eftir kosningarnar 1983 og gegndi því
embætti í fimm ár.
Ég hafði aðeins setið eitt kjörtíma-
bil á þingi, þegar ég var árið 1983 kjör-
in í embætti forseta efri deildar þings-
ins. Forsetar deilda og sameinaðs
þings mynduðu forystusveit þingsins,
það sama og nú er kallað forsætis-
nefnd. Það var lærdómsríkur tími að
starfa undir forystu Þorvald-
ar Garðars, forseta sameinaðs
Alþingis, ásamt Ingvari Gísla-
syni, forseta neðri deildar, en
báðir áttu langan þingmanns-
feril að baki.
Þorvaldur var formfast-
ur í störfum sínum, lagði ríka
áherslu á mikilvægi þjóðþings-
ins og að virðingu þess væri
haldið á lofti Undir hans forystu fóru
fram ýmsar nauðsynlegar breyting-
ar sem vörðuðu starfshætti þingsins
og starfsaðstöðu, bæði þingmanna og
starfsmanna. Fyrir lá að á næsta kjör-
tímabili fjölgaði þingmönnum úr 60
í 63 eftir breytingar á kjördæmaskip-
an og kosningalöggjöf. Þess vegna
var nauðsynlegt að endurskipuleggja
þingsalina, m.a. með því að skipta
um húsbúnað í þingsölum. Samhliða
fóru fram gagngerðar breytingar inn-
an dyra í þinghúsinu. Einn-
ig var skipuð dómnefnd og
efnt til samkeppni um ný-
byggingar á svokölluðum
Alþingisreit.
Undir forustu Þorvald-
ar Garðars á þessum árum
fór einnig fram heildar-
endurskoðun þingskapa,
Ríkisendurskoðun var
færð undir Alþingi og stofnað emb-
ætti umboðsmanns Alþingis. Það var
ánægjulegt að starfa undir hans for-
ystu á þessu tímabili og samstarf okk-
ar þriggja var bæði ánægjulegt og gott
Ég minnist Þorvaldar Garðars með
þakklæti fyrir góða viðkynningu og
samstarf um leið og ég votta aðstand-
endum innilega samúð.
Salome Þorkelsdóttir, fyrrverandi
alþingismaður og forseti Alþingis.
46 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 MINNING
Þorvaldur Garðar fæddist á Kirkjubóli
í Valþjófsdal í Önundarfirði. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
á Akureyri 1944, embættisprófi í lög-
fræði frá Háskóla Íslands 1948, stund-
aði framhaldsnám í lögfræði við Uni-
versity College í Lundúnum 1948-49,
öðlaðist hdl.-réttindi 1951 og hrl.-rétt-
indi 1992.
Þorvaldur Garðar var forstöðumað-
ur hagdeildar Útvegsbanka Íslands á
árunum 1950-61, framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins 1961-72 og fram-
kvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins 1972-83. Hann var kjörinn á
Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Vest-
ur-Ísafjarðarsýslu 1959, var alþm.Vest-
firðinga 1963-67 og 1971-91.
Þorvaldur Garðar var forseti efri
deildar Alþingis 1974-78 og 1978-79
og forseti Sameinaðs Alþings 1983-
88. Hann var fulltrúi Íslands á þingi
Evrópuráðsins 1962-87 (varafulltrúi á
þingum ráðsins 1962-64) formaður ís-
lensku sendinefndarinnar 1963-71 og
1979-87, varaforseti þingsins 1968-69,
1980-81, 1982-83, 1984-85 og 1986-87.
Þá var hann fulltrúi Íslands á allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðanna 1989.
Þorvaldur Garðar var formaður Or-
ators, félags laganema, 1946-47, for-
maður Stúdentafélags Reykjavíkur
1949-50, var kosinn í kosningalaga-
nefnd 1954, var formaður Heimdall-
ar, félags ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík 1954-56, sat í stjórn fullrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
1954-60, formaður Landsmálafélags-
ins Varðar 1956-60, var ritari þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins 1961-83, sat
í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1969-
71 og var oft fundarstjóri á landsfund-
um flokksins.
Þorvaldur Garðar var bæjarfull-
trúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykja-
vík 1958-62, sat í húsnæðismálastjórn
ríkisins 1955-57 og 1962-70, í stjórn
Byggingarsjóðs verkamanna 1957-70,
í Útvarpsráði 1956-75, var skipaður í
endurskoðunarnefnd laga um hús-
næðismál 1960, sat í Flugráði 1964-67,
var formaður Lögfræðingafélags Ís-
lands 1965-71, sat í Orkuráði 1975-91
og var formaður þess 1975-79 og 1983-
91, var skipaður formaður nefndar til
að gera tillögur um orkumál Vestfjarða
1975, skipaður formaður nefndar til
að gera tillögur um heildarskipulag
og yfirstjórn orkumála 1977, skipað-
ur formaður nefndar um flutning rík-
isstofnana frá höfuðborgarsvæði til
landsbyggðar 1992 og skipaður for-
maður nefndar til að endurskoða lög
um þjóðfána Íslendinga 1995.
Þorvaldur Garðar var heiðurs-
borgri New Orleans frá 1964; var
sæmdur Stórriddarakrossi íslensku
fálkaorðunnar 1985; var heiðursfélagi
þings Evrópuráðsins (honorary ass-
ociate) frá 1988; Doctor juris honoris
causa við The Marquis Giuseppe Scic-
luna International University Founda-
tion frá 1989; heiðursfélagi Lífsvonar,
landssamtaka til verndar ófæddum
börnum, frá 1992; var sæmdur Al-
bert Einstein International Academy
Foundation Cross of Merit, 1992 og var
sæmdur heiðursmerki Orators, Stúd-
entafélags Reykjavíkur, Heimdallar, fé-
lags ungra sjálfstæðismanna í Reykja-
vík og Landsmálafélagsins Varðar.
Fjölskylda
Þorvaldur Garðar kvæntist 9.4. 1949
Elísabetu Maríu Ólafsdóttur Kvaran,
f. 29.3. 1928, d. 19.4. 2006, stúdents
frá MR og húsmóður. Hún var dóttir
Ólafs Jósefssonar Kvaran, f. 5.3. 1897,
d. 19.11. 1965, símritara á Seyðisfirði,
símstöðvarstjóra á Borðeyri við Hrúta-
fjörð og síðar ritsímastjóra í Reykja-
vík, og k.h., Elísabetar Benediktsdótt-
ur Kvaran, f. 28.5. 1895, d. 19.9. 1958,
húsfreyju.
Dóttir Þorvaldar Garðars og Elísa-
betar Maríu er Elísabet Ingibjörg Þor-
valdsdóttir, f. 25.3. 1972, viðskipta-
fræðingur en maður hennar er Heimir
Freyr Hálfdánarson framhaldsskóla-
kennari og er sonur þeirra Heimir
Freyr, f. 17.7. 2009 en sonur Elísabetar
Ingibjargar frá því áður er Þorvaldur
Garðar, f. 11.8. 1995.
Systir Þorvaldar Garðars er Krist-
jana Sigríður Kristjánsdóttir, f. 14.3.
1921, húsmóðir í Reykjavík.
Foreldrar Þorvaldar Garðars voru
Kristján Sigurður Eyjólfsson, f. 21.11.
1882, d. 22.9. 1921, formaður á Kirkju-
bóli í Valþjófsdal í Önundarfirði, og
k.h., María Bjargey Einarsdóttir, f. 4.12.
1894, d. 15.2. 1975, húsfreyja á Kirkju-
bóli, síðar á Flateyri og síðast í Reykja-
vík.
Ætt
Kristján var bróðir Járngerðar, ömmu
Bernharðs Guðmundssonar, rektors
Skálholtsskóla, og Helgu Hjörvar, for-
stjóra Norðurbryggju í Kaupmanna-
höfn, móður Helga Hjörvars alþm.
Kristján var sonur Eyjólfs, b. á Kirkju-
bóli í Valþjófsdal Jónssonar, og Kristín-
ar Jónsdóttur yngra, hreppstjóra í Hvilft
Sveinssonar, b.á Hesti í Önundarfirði
og ættföður Hestsættar Jónssonar.
Móðir Kristínar var Guðrún Jónsdóttir.
María Bjargey var systir Kristjönu
Þórunnar, ömmu Helga Ágústssonar
sendiherra, föður Guðmundar Björg-
vins ráðuneytisstjóra. María Bjarg-
ey var dóttir Einars, formanns í Bol-
ungarvík og b. í Álfadal, bróður Elínar,
langafa Böðvars Bragasonar, fyrrv. lög-
reglustjóra í Reykjavík. Bróðir Einars
var Andrés, afi Kristins Gunnarssonar
hagfræðings. Einar var sonur Jóhann-
esar, b. á Blámýrum Jónssonar. Móðir
Jóhannesar var Þóra Jónsdóttir yngra,
b. á Laugabóli í Ögurhreppi Bárðarson-
ar, b. í Arnardal og ættföður Arnardals-
ættar Illugasonar.
Móðir Maríu Bjargeyjar var Ragn-
hildur, systir Ólínu, ömmu Ágústu Ág-
ústsdóttur söngkonu. Bróðir Ragn-
hildar var Hjörtur, afi Birgis Möller
sendiráðsritara og langafi Ólafs Ragn-
ars Grímssonar forseta og Friðriks
Guðna Þorleifssonar skálds. Ragnhild-
ur var dóttir Bjarna, b. á Hamarslandi
Eiríkssonar, og Sigríðar Friðriksdóttur,
prófasts á Stað á Reykjanesi Jónsson-
ar. Móðir Sigriðar var Valgerður Páls-
dóttir, pr. á Stað Hjálmarssonar. Móðir
Páls á Stað var Filippía Pálsdóttir, systir
Bjarna landlæknis.
Útför Þorvaldar Garðars verð-
ur gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík,
miðvikudaginn 28.4. og hefst athöfnin
kl.15.00.
Jón J. Aðils
SAGNFRÆÐIPRÓFESSOR OG
ALÞINGISMAÐUR
f. 25.4. 1869, d. 5.7. 1920
Jón J. Aðils, sagnfræðingur og al-
þingismaður, fæddist í Mýrarhúsum
á Seltjarnarnesi en ólst upp í Nesi
við Seltjörn, hjá frænda sínum Páli
Guðmundssyni, bónda þar.
Foreldrar Jóns voru
Jón Sigurðsson,
bóndi í Mýrar-
húsum, og Guð-
finna Björns-
dóttir húsfreyja.
Jón lauk
stúdentsprófl
frá Lærða skólan-
um 1889, hóf síðan
nám í læknisfræði við Kaupmanna-
hafnarháskóla en hvarf frá því námi
1891 og stundaði síðan nám í sagn-
fræði án þess að ljúka prófum.
Hann stundaði síðan rannsóknir á
íslenskri sögu 18. aldar og starfaði
við uppskrift skjala í ríkisskjalasafni
Dana til 1897.
Eftir heimkomuna stundaði Jón
kennslu í Reykjavík. Hann flutti
auk þess alþýðufyrirlestra um sögu
Íslands og íslenskt þjóðerni, sem
höfðu umtalsverð áhrif og féllu í
góðan jarðveg hjá almenningi og yf-
irvöldum. Fyrirlestrarnir komu út í
þremur ritum á árunum 1903-1910,
undir titlunum Íslenskt þjóðerni,
Gullöld Íslendinga og Dagrenn-
ing. Það er auðvitað langt í frá að
Jón hafi verið upphafsmaður að ís-
lenskri þjóðernishyggju en alþýðu-
fyrirlestrar hans miðuðu augljós-
lega að því að skapa hér heilsteypt,
sögulegt hugmyndakerfi fyrir ís-
lenska þjóðernishyggju og finna
henni heimspekilegar rætur. Sig-
ríður Matthíasdóttir sagnfræðingur
fjallar ítarlega um þetta hugmynda-
fræðilega hlutverk Jóns í doktorsrit-
gerð sinni frá 2004: Hinn sanni Ís-
lendingur - þjóðerni, kyngervi og
vald á Íslandi 1900-1930.
Það er athyglisvert í þessu sam-
hengi að Jón var á styrk frá Alþingi
til að semja og flytja fyrirlestra sína í
heilan áratug, varð fyrsti kennarinn
í sagnfræði við stofnun Háskóla Ís-
lands 1911, síðan dósent þar, próf-
essor og loks heiðursdoktor. Þá var
hann bókvörður við Landsbóka-
safnið í fimm ár. Honum var því
töluvert hampað af yfirvöldum hér
á landi.
Jón var alþingismaður Reykvík-
inga fyrir Heimastjórnarflokkinn
og Sambandsflokkinn 1911-1913.
Hann sat í fánanefndinni 1912-
1913. Þekktustu rit hans um sögu Ís-
lands eru Íslandssaga, útg. 1915, og
Einokunarverslun Dana á íslandi,
útg. 1917.
Eiginkona Jóns var Ingileif Snæ-
bjarnardóttir Aðils húsmóðir. Hún
var dóttir Snæbjörns Þorvaldssonar
og k.h., Guðrúnar Teitsdóttur Berg-
mann.
MINNING
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
FYRRV. FORSETI SAMEINAÐS ALÞINGIS
MERKIR
ÍSLENDINGAR
Vestfirðir voru Þorvaldi Garðari Krist-
jánssyni afar kærir. Hann helgaði þeim
starfskrafta og lagði sig ævinlega mjög
fram í þágu þess landshluta sem hafði
fóstrað hann ungan. Hann braust til
pólitískra áhrifa í Vestur-Ísafjarðar-
sýslu, einmenningskjördæmi þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn átti á brattann
að sækja. Þar skipti mestu mikið harð-
fylgi hans, í bland við almennar vin-
sældir. Frá þeim tíma urðu Vestfirð-
ir pólitískur starfsvettvangur hans, þó
hann léti líka til sín taka á öðrum svið-
um stjórnmálanna.
Þorvaldur Garðar var gríðarlega
atorkusamur maður. Ég kynntist því í
pólitískum leiðöngrum okkar að hann
tók daginn snemma og nýtti hverja
stund til hins ítrasta. Mér er til efs um
að aðrir hafi ræktað samband sitt við
fólk um kjördæmið af meiri
kostgæfni. Á sumrin fór hann
um Vestfirðina þvera og endi-
langa og eignaðist vini víðs
vegar. Það gagnaðist honum
vel þegar út í kosningaslaginn
kom. Ekki síst þegar Sjálfstæð-
isflokkurinn á Vestfjörðum
háði kosningabaráttu við afar
erfiðar aðstæður og tvísýna
ríkti um stöðu flokksins. Ég kynntist
því vel að fjölmargir komu þá til liðs
við flokkinn, einvörðungu til þess að
tryggja öruggt kjör síns góða vinar og
hjálparhellu. Gilti þá einu hvort við-
komandi taldi að sjónarmið sín al-
mennt samræmdust stefnumálum
Sjálfstæðisflokksins.
Það er ekki ofmælt að Þorvald-
ur hafi komið að flestum þeim fram-
faramálum Vestfjarða sem
fjallað var um á pólitískum
vettvangi á þeim tíma sem
hann var þingmaður. Nafn
hans var og verður ætíð
samtvinnað hugmyndinni
að stofnun Orkubús Vest-
fjarða, þess mikilvæga fyrir-
tækis. Það var honum mik-
ið hugðarefni og reynslan
sýnir hversu gríðarlega mikilvæg var
ákvörðunin um að stofna vestfirskt
orkufyrirtæki á sínum tíma. Um þetta
fyrirtæki vilja Vestfirðingar standa
vörð.
Elísabet Kvaran, kona hans, stóð
með honum á stjórnmálavettvangn-
um í blíðu og stríðu. Þegar við vor-
um á stjórnmálaferðum okkar um
kjördæmið, hringdi hann árla hvers
morguns í konu sína, sem þá hafði
farið yfir helstu tíðindi allra dagblað-
anna sem út höfðu komið um morg-
uninn. Þetta var löngu fyrir daga int-
ernets og annarra nútíma fjarskipta
og blöðin komu oft seint og síðar-
meir vestur. Þannig fengum við frétt-
irnar af því sem hæst bar á hverj-
um degi í stjórnmálaumræðunni
og gengum vel nestaðir út í baráttu
dagsins.
Það er sjónarsviptir að Þorvaldi
Garðari Kristjánssyni. Hann lifði langa
og viðburðaríka ævi og mótaði sam-
félag sitt með verkum sínum. Þannig
manns er gott að minnast.
Einar Kristinn Guðfinnsson, alþ
ingismaður og fyrrverandi sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra.
EINAR K. GUÐFINNSSON MINNIST ÞORVALDAR GARÐARS
SALOME ÞORKELSDÓTTIR MINNIST ÞORVALDAR GARÐARS
f. 10.10. 1919, d. 14.4. 2010
Vestfirðir voru honum afar kærir
Ánægjulegt samstarf á Alþingi