Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 43
HELGARBLAÐ 23. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 43
„HELDUR ÞAÐ VERSTA
EN ÞAÐ NÆSTBESTA“
vélhjólamenn fyrir utan húsið mitt og stoppuðu
þar dágóða stund, lögðu hjólunum og horfðu
ógnandi inn. Mér varð ekki um sel þá en þetta er
hluti af því sem ég varð að þola í þessu starfi. Ég
er þekkt fyrir að vera skýr og skorinorð í mínum
málflutningi en gæti þess alltaf að halda mig við
staðreyndir og færa rök fyrir máli mínu.“
SÁL OG HJARTA Í STARFIÐ
Ragnheiður segist alltaf hafa átt gott samstarf
með sínum fyrri yfirmönnum þar til fyrir tveim-
ur árum þegar nýir stjórnendur komu að VÍS.
„Þá byrjaði að halla undan fæti hjá mér persónu-
lega. 55 ára gömul hef ég aðeins sinnt þrem-
ur störfum um ævina, þ.e. sem lögreglumaður,
blaða- og fjölmiðlamaður og sem forvarnafull-
trúi og sá fyrir mér að hjá VÍS myndi ég halda
áfram að vinna að forvörnum með hjartanu eins
og ég hef alltaf gert og fá að vinna áfram með þá
aðferðarfræði sem ég taldi vænlegasta til árang-
urs, eins og dæmin höfðu sannað. Svona starf er
ekki hægt að vinna nema af hugsjón og ég hafði
gríðarlegan metnað eins og sást best á forvarna-
starfi samkeppnisaðilanna sem urðu strax spor-
göngumenn VÍS í flestum málum. Fram til þessa
tíma hafði mér alltaf verið treyst fyrir mínu starfi
og sagt að gera það sem ég taldi að væri réttast
og fékk mínar hugmyndir í gegn, auðvitað í góðu
samstarfi við mína yfirmenn – enda var almenn
ánægja með þær. Með nýjum stjórnendum
breyttist mjög margt í mínu starfi. Ég tók meðal
annars þátt í að ráða annan forvarnafulltrúa sem
ég þekkti að góðu einu og var hann ráðinn til að
sinna forvörnum í fyrirtækjum. Fyrir algjöra til-
viljun komst ég að því að hann var með miklu
hærri laun en ég eftir að ég hafði starfað í 13 ár
starf fyrirtækinu. Ég varð ofsalega sár og tók því
ekki með þegjandi þögninni.
Fljótlega upp úr þessu var tekin af mér deild-
arstjórastaðan og heimildir til að taka ákvarðanir
um hin ýmsu mál er snertu forvarnaauglýsingar.
Mér var komið fyrir í deild sem forvarnir pöss-
uðu ekki inn í, að mínu mati, og smám saman
voru verkefnin kroppuð af mér. Forvarnaauglýs-
ingarnar, sem ég hafði áður umsjón með, fóru
nú í gegnum markaðsdeild sem hafði markað
ákveðna stefnu í gerð og áferð auglýsinga, þar
með forvarnaauglýsinga.
Ég gat ekki sætt mig við það – enda er ég þeirr-
ar skoðunar að forvarnaauglýsingar lúti öðrum
lögmálum en aðrar auglýsingar sem eru til þess
gerðar að selja tryggingar. Forvarnaauglýsing-
ar eiga að ná til tilfinninga fólks. Ég hafði mót-
að mannlega stefnu í forvarnamálum sem gekk
út á að tryggingar snúist um fólk og það sé sumt
sem aldrei verður bætt með peningum. Ég barð-
ist eins og berserkur fyrir að fá að halda því áfram
sem við höfðum byggt upp og gert VÍS fremst
meðal jafningja í forvarnamálum tryggingafé-
laga. En allt kom fyrir ekki. Hinir nýju yfirmenn
mínir voru annarrar skoðunar. Mér var farið að
líða verulega illa í vinnunni og viðurkenni að
stundum fór ég hreinlega inn á klósett og grét. Ég
er það mikil tilfinningamanneskja að ég gat ekki
sætt mig við að fá ekki að vinna áfram með þeim
aðferðum sem ég hafði lagt sál mína og hjarta í.
Eflaust halda margir að ég taki ekki leiðsögn en ég
gat ekki skilið af hverju við þurftum að hætta því
sem gengið hafði svona glimrandi vel og lái mér
hver sem vill. Ég hafði verið elskuð og dáð, bæði
af krökkunum í skólunum, kennurum og skóla-
stjórum, viðmælendum mínum í myndböndum,
auglýsingum og tímaritum sem við gáfum út í
forvarnastarfinu en undir það síðasta var starfið
ekki orðið að neinu. Ég fékk ekki að gera neitt af
því sem ég vildi gera og er sannfærð um að hefði
haldið fyrirtækinu á toppnum í forvörnum – ef ég
hafði bara fengið frið til þess. Í staðinn horfði ég á
samkeppnisaðilann sigla framúr á öllum sviðum
forvarna án þess að fá rönd við reist. Ég er meiri
baráttumanneskja en svo að geta horft aðgerðar-
laus á það.“
MEIRA HISSA EN REIÐ
Ragnheiður segir uppsögnina sjálfa ekki hafa
komið henni mikið úr jafnvægi.
„Ég sagði bara; jæja, þá nær það ekki lengra. Eina
skýringin sem ég fékk var að þetta gengi ekki
lengur. Þau voru hissa á viðbrögðum mínum en
ég var pollróleg, þótt hjartað slægi hratt. Svo gekk
ég út, bein í baki. Þegar öllu er á botninn hvolft
var í rauninni ekki úr háum söðli að detta. Ég
hefði aldrei viljað halda áfram að vinna þarna við
eitthvað sem ég gat ekki sætt mig við og hefði ekki
viljað vera í forsvari fyrir forvarnirnar eins og þær
voru orðnar, nánast engar á einstaklingssviðinu.
Á fyrirtækjasviðinu er aftur á móti frábær
maður sem vinnur vel. Ég vil gera hlutina al-
mennilega eða sleppa þeim. Heldur það versta
en það næstbesta. Mér finnst samt ansi kald-
ranalegt að eftir allan þennan tíma hafi ekki ver-
ið reynt að koma til móts við mig til dæmis með
því að bjóða mér aðra stöðu innan fyrirtækisins.
Ég átti bara að fara í burtu á stundinni. Ég hefði
án efa getað þagað þunnu hljóði, gapað upp í yf-
irmenn mína, sem fæstir höfðu nokkra reynslu
af umferðarslysaforvörnum, og haldið áfram að
telja á mér puttana og vera áskrifandi að launun-
um mínum, undirgefin og prúð. Það er bara ekki
minn still. Ég vil alltaf ná hámarksárangri og sætti
mig ekki við neitt annað. Gömlu vinnufélagarnir
segja að uppsögn mín hafi valdið ákveðnum ótta
hjá sumum. Fyrst ég hafi verið látin fara sé eng-
inn öruggur lengur. Ég er ekki beint reið heldur
meira hissa,“ segir Ragnheiður ákveðin.
„Þarna ætlaði ég mér að vera fram til eðlilegra
starfsloka og mér fannst ég eiga svo margt ógert
í forvörnum og var með svo frábærar hugmynd-
ir sem fengu ekki hljómgrunn. Síðan ég hætti
hafa fjölmargir kennarar og skólastjórnendur
haft samband við mig heim og beðið mig um að
koma og halda fyrirlestra og mér þykir ofsalega
vænt um það.“
UPPSÖGN Í KJÖLFAR VEIKINDA
Þegar Ragnheiði var sagt upp lá móðir hennar
á sjúkrahúsi og barðist við erfið veikindi en hún
hafði greinst með heilaæxli.
„Þetta vissu mínir yfirmenn en daginn fyrir
aðgerðina var mér sagt upp. Þetta var lífshættu-
leg aðgerð á móður minni og það var ekkert til-
lit tekið til tímasetningarinnar. Þetta var ógurlega
erfiður tími fyrir mig. Ég hafði helgað mig þessu
fyrirtæki og fyrir vikið misst af mörgum spenn-
andi tækifærum sem ég hafnaði vegna tryggðar
við VÍS. Ég afþakkaði spennandi atvinnutækifæri
og boð um öruggt sæti á framboðslista, svo dæmi
sé tekið. Ég var vakin og sofin vegna starfsins, tal-
aði við fjölmiðla þótt ég væri stödd erlendis í fríi,
stytti sumarfríin mín vegna verslunarmanna-
helga eða Þjóðarátaks VÍS, og var alltaf í tölvu-
sambandi og svarandi fyrirspurnum og skrifandi
hvar sem ég var stödd.“
FER EKKI TIL SAMKEPPNISAÐILA
Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand í samfélaginu og
lágt atvinnustig hefur Ragnheiður ekki áhyggj-
ur af því að fá ekki vinnu. Hún sótti um og hefur
fengið styrk frá Atvinnusjóði kvenna og stefnir því
kannski á að stofna sitt eigið fyrirtæki. Þrátt fyrir
alla sína reynslu segist hún ekki myndu starfa fyr-
ir önnur tryggingafélög.
„Auðvitað þarf ég að fá salt í grautinn og trúi
mér hver sem vill en ég myndi aldrei ráða mig í
vinnu hjá samkeppnisaðila VÍS. Mér finnst það
einfaldlega ekki rétt. Ég gæti hugsað mér að vera
almannatengill, blaðamaður eða kynningarfull-
trúi og ef slíkt starf er í boði er ég á lausu. Mig
langar líka mikið til að vinna áfram að umferðar-
slysaforvörnum þar sem ég er á mínum heima-
velli. Ég kannast við og þekki hvert einasta bana-
slys og alvarlegt slys sem hefur orðið í umferðinni
síðustu 20 árin og að vissu leyti er ákveðinn léttir
að vera ekki lengur í eldlínunni og alltaf á tánum.
Sem lögreglumaður kom ég ósjaldan að slysum
og óttaðist þá alltaf að ég þekkti viðkomandi. Það
er skrítið að vakna á morgnanna og þurfa ekki að
hugsa um þessa mál en ég veit að ég mun aldrei
hætta að skipta mér af forvarna- og öryggismál-
um. Það er líklega genetískt.“
SAMVISKUBIT OG ÞAKKLÆTI
Ragnheiður segir áhugann á umferðarmenningu
og umferðaröryggi hafa byrjað í lögreglunni.
„Þegar ég var ung lögreglukona kom ég að
slysi þar sem ekið hafði verið á ungan dreng
sem lést. Þetta slys hafði gríðarleg áhrif á mig og
ég gleymi aldrei Nokia-stígvélunum sem stóðu
undan afturdekki bílsins en strákurinn minn
átti einmitt eins stígvél. Að sama skapi finn ég til
í hjartanu í hvert skipti sem ég ek Hellisheiðina
og sé töluna hækka yfir þá einstaklinga sem hafa
látist í umferðinni og þegar ég heyri í landhelg-
isgæsluþyrlunni fljúga yfir húsið mitt á kvöldin.
Þá grunar mig að einhver sé að berjast fyrir lífi
sínu á þjóðvegum landsins. Ég hef aldrei öðlast
nógu þykkan skráp til að taka slíkt ekki inn á mig
og þegar ég var að framleiða forvarnaefnið mitt
kom oft fyrir að gera varð hlé á tökum vegna þess
að allir grétu, ég, tökumenn, aðstandendur og
allir þeir sem áttu hlut að máli. Þarna vorum við
að ræða við fórnarlömb, gerendur og aðstand-
endur og ég tók þessi samtöl aldrei sem sjálf-
sögðum hlut. Mér fannst þetta fólk gera mér og
VÍS svo mikinn greiða að ég var alltaf með sam-
viskubit og þakklæti í hjartanu.“
BOÐSKAPURINN NÁÐI EKKI FRÆNDA
Bróðursonur Ragnheiðar varð valdur að dauða
ungs manns í fyrra þegar hann ók á hann á
Laugaveginum. Aðspurð segir Ragnheiður mál-
ið hafa tekið virkilega á hana og alla fjölskylduna.
„Mér fannst alveg skelfilegt að heyra af þessum
hræðilega atburði. Ég finn bæði mikið til með
bróðursyni mínum og fjölskyldu hans og ekki síst
fjölskyldu hins látna. Þetta var mikið áfall. Það er
enginn undanskilinn því að lenda í áföllum og
mitt fólk er þar engin undantekning. Því miður
náði forvarnaboðskapurinn minn ekki til þessa
unga bróðursonar míns.“
FÆST SLYS Í MAÍ
Samkvæmt Ragnheiði hefur alvarlegum um-
ferðarslysum ungs fólks farið fækkandi. „Það
hefur margt jákvætt gerst og því þakka ég for-
varnastarfinu og akstursbanninu sem beitt er á
bráðabirgðaskírteininu. Nú heyrir til undantekn-
inga að keyrt sé á börn og gangandi vegfarendur
og hámarkshraði innan íbúðahverfa hefur lækk-
að. Eins hefur umferðarlöggæslan aukist en þó
ekki nóg að mínu mati. Í dag er meiri áhersla á
aðrar tegundir brota en brot á umferðarlögum en
ég hef aldrei séð nokkurn mann deyja af völdum
efnahagsbrota og sjaldan vegna innbrota. Auð-
vitað þarf að sinna þeim málum líka en þetta er
spurning um áherslur. Á hverju ári látast um 24 í
umferðarslysum hér á landi og hundruð slasast.
Það á að beina löggæslunni þangað sem hún get-
ur bjargað mannslífum. Helst vildi ég sjá gamla
þjóðavegaeftirlitið endurvakið en þegar ég var
lögreglunni fyrir 30 árum voru vegaeftirlitsbílar
frá Reykjavík úti um allt land sem veittu gríðar-
lega öfluga löggæslu,“ segir hún og bætir aðspurð
við að sumarið sé ekki lengur hættulegasti tíminn
í umferðinni.
„Í sumartraffíkinni eykst löggæsla og áróður.
Í maí, þegar unga fólkið er í prófum, dettur slysa-
tíðnin niður og sömu sögu er að segja um versl-
unarmannahelgina. Þá er mjög mikil umferð
en áróður þeim mun meiri og löggæslan líka.
Hættulegasti tíminn er líklega fyrsta ferðahelgin
í júlí þegar krakkarnir fá sín fyrstu laun og rjúka
af stað í útilegur, jafnvel nýkomin með bílpróf. Sú
helgi er oft mjög slæm. Haustin eru líka oft vond-
ur tími en þá er mikið um útlendinga sem þekkja
ekki til íslenskra þjóðvega,“ segir Ragnheiður og
áhuginn skín úr hverju orði.
BIÐST EKKI AFSÖKUNAR
„Mér finnst ég eiga svo margt eftir og ég leit allt-
af á það sem hlutverk forvarnafulltrúa að reyna
að breyta hlutunum til betri vegar; tjalda lengur
en til einnar nætur. Ég er óskaplega stolt af starfi
mínu sem klárlega hefur skilað árangri. Ung af-
greiðslustúlka í Nóatúni fékk tárin til að læðast
fram í augnkróka mína þegar hún spurði mig
hvort ég væri ekki sú sem hefði komið í skólann
að ræða umferðaröryggi. Hún sagði að það hefði
verið æðislegt að fá mig því þrír strákar í skólan-
um, sem höfðu lagt í sinn vana að reykspóla og
djöflast á bílum sínum án bílbelta, hefðu hætt
því eftir heimsóknina. Hún hefði ekki getað sagt
neitt betra við mig því fyrst hún upplifði þetta
svona veit ég að fjöldinn allur af öðrum krökkum
gerði það líka. Ég held á einhvern hátt áfram að
vinna með forvarnir þótt það verði ekki hjá VÍS.
Minn styrkur liggur í minni persónu og reynslu.
Ég kann þetta fag eins og lófann á mér og held
að það standist mér fáir snúning í þessum mála-
flokki. Það hljómar ef til vill undarlega frá mér –
en ég er ekkert að biðjast afsökunar á sjálfri mér.
Ég veit hvar minn styrkur liggur og hef hreina
samvisku. Það er allt sem skiptir máli.“
indiana@dv.is
Þetta var mikið áfall. Það er enginn undan-
skilinn því að lenda í áföllum
og mitt fólk er þar engin und-
antekning.
Ung lögreglukona Ragnheiður
gleymir aldrei Nokia-stígvélunum
sem lágu undir bílnum þegar
hún kom að slysi þar sem ungur
drengur beið bana. MYND ÚR EINKASAFNI
MYND KARL PETERSSON