Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 FRÉTTIR Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Icesave-innlánin í útibúi Lands- bankans í Bretlandi er saga um tómlæti og óskilvirk vinnubrögð ís- lenskra stjórnvalda, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Uppruni Icesave-reikninganna er rakinn í sjötta bindi skýrslu rann- sóknarnefndarinnar sem og sá óstöðugleiki sem innlánin ollu á endanum í fjármálastarfsemi lands- ins. FSA, breska fjármálaeftirlitið, Englandsbanki og bresk stjórnvöld höfðu mun meiri áhyggjur af málinu mánuðum fyrir bankahrunið held- ur en sambærilegar stofnanir hér á landi. Fundur Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra með Alasdair Dar- ling, fjármálaráðherra Breta 2. sept- ember 2008, mánuði fyrir banka- hrunið, gefur til kynna að tíminn hafi í raun verið útrunninn og Lands- bankamenn sem og íslensk stjórn- völd yrðu að reyna að semja um frekari frest til flutninga á Icesave í breska lögsögu. „Hér þarf líka að hafa í huga að íslenska sendinefndin sem fundaði með fjármálaráðherra Bretlands 2. september 2008 var í reynd að óska eftir því að bresk yfirvöld féllust á að um tíma yrðu ekki nægar eignir í Heritable Bank til að mæta skuld- bindingum vegna þeirra innlána sem flutt yrðu úr útibúinu. Miðað við það sem rætt hafði verið um í sam- skiptum Landsbankans og FSA var þarna væntanlega um að ræða allt að helmingi þeirra eigna sem FSA hafði gert kröfu um að yrðu færðar til dótturfélagsins eða um 2,5 milljarðar punda. Íslendingar voru þannig að óska eftir að það yrði á ábyrgð Breta að mæta skakkaföllum sem af þessu leiddu,“ segir í skýrslunni. Skilja ekki alvöruna Eftir umræddan fund Björgvins og Darlings lýsti breski ráðherrann vonbrigðum og fannst sem íslensk stjórnvöld skildu ekki alvöru máls- ins. Í skýrslu rannsónarnefndarinn- ar er bent á að þremur dögum síð- ar, 5. september 2008, hafi bankaráð Landsbankans haldið fund, sem bendir til að skilningsleysi eða að minnsta kosti tómlæti hafi einn- ig náð þangað inn. „Þar er áherslan fyrst og fremst á lausafjárstýringu útibúsins og því lýst að bankinn hafi um skeið átt í viðræðum við FSA um fyrirkomulag Icesave-reikninganna og að regluleg skýrslugjöf til FSA sé í föstum farvegi. Á þeim bæ fór ekki mikið fyrir áhyggjum af stöðu máls- ins,“ eins og segir í skýrslunni. Einn þeirra sem sat fundinn í London 2. september var Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins. Jón Þór sagði við skýrslutöku að Dar- ling hefði notað orðalag á borð við: „Skiljið þið ekki hversu alvarlegt mál þetta er?“ Samskipti Sverris Hauks Gunn- laugssonar sendiherra við breska embættismenn eru einnig athyglis- verð í þessu sambandi. Sverrir Hauk- ur gerði meðal annars grein fyrir viðbrögðum Breta með eftirfarandi hætti í tölvubréfi: „Maxwell minntist jafnframt á það að fjármálaráðherr- ann (Chancellor) hefði lagt áherslu á hve pólitískt málið væri orðið þar sem stöðugt væri verið að spyrja um viðbrögð úr þinginu. Það væri mjög æskilegt að íslensk stjórnvöld gætu haft samráð við „the Treasury“ með hvaða hætti þessum fyrirspurnum yrði svarað.“ Af þessum ummælum má vænt- anlega álykta að breskir þingmenn hafi verið í senn betur upplýstir og betur vakandi gagnvart óstöðugleik- anum í fjármálalífinu en íslenskir þingmenn. Þetta kann þó einnig að eiga sér rætur í öðrum samskipta- háttum en tíðkast hér á landi milli stjórnvalda og stofnana. Litlar líkur á að bankinn standi Rannsóknarnefndin segir lítil merki hafa sést um það í kjölfar þessara funda í byrjun september 2008 að ís- lensk stjórnvöld hafi kannað hvaða leiðir kynnu að vera færar til þess að greiða fyrir flutningum Icesa- ve-reikninganna í breska lögsögu. Þetta á einnig við um mánuðina fyr- ir bankahrunið. Rannsóknarnefndin gerir til dæmis athugasemdir við að íslensk stjórnvöld hafi skort frum- kvæði til afskipta af alvarlegri stöðu sem upp var komin í samskiptum Landsbankans við FSA löngu fyrir hrun. „Í þessu samhengi er ástæða til að benda á hversu lítið íslenska fjár- málaeftirlitið kom lengst af að þessu máli og að í þeim bréfum sem það sendi FSA undir lok ágúst og fram í september fylgdi það sérstaklega fram sjónarmiðum Landsbankans.“ Áhyggjur vegna Icesave-reikn- inganna voru umtalsverðar snemma árs 2008 og áttu eftir að aukast til muna. 30. mars sama ár varð mik- ið útstreymi af Icesave-reikningun- um og tortryggni jókst í garð íslensku bankanna vegna smæðar íslenska innstæðutryggingasjóðsins. „Í drög- um Seðlabankans að fundargerð er Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, sagður hafa rætt um „tvær tímasprengur“ það er Icesave og heildsöluinnlánin og haft er eft- ir honum að „líkurnar á að íslensku bankarnir komist í gegnum þetta [séu] mjög mjög litlar“. 1. apríl áttu Geir H. Haarde for- sætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fund með Davíð Oddssyni, formanni bankastjórnar Seðlabankans. Þar er haft eftir Davíð að Landsbank- inn gæti þolað slíkt ástand í 6 daga og það sé vilji FSA að Landsbankinn færi Icesave-reikningana yfir í breskt dótturfélag. Áfellisdómur Þrátt fyrir rauð blikkandi ljós gerð- ist ekki neitt: „Þrátt fyrir að fram- angreindar áhyggjur væru komnar fram og um þær væri rætt á vettvangi að minnsta kosti þriggja ráðherra, Seðlabankans og Fjármálaeftirlits- ins hafa ekki komið fram við rann- sókn nefndarinnar nein skjöl, gögn eða ótvíræðar staðfestingar í skýrslu- tökum um að íslensk stjórnvöld hafi á þessum tíma lagt formlega að Landsbankanum að flytja Icesa- ve-reikningana yfir í dótturfélag eða kallað eftir tímaáætlun um slíkt frá bankanum ef stjórnvöld litu svo á að hann væri að undirbúa flutninginn.“ (Bindi 6. bls. 43) Enginn á vaktinni? Rannsóknarnefnd Alþingis furðar sig á því að Seðlabankinn virðist hafa talið fullvíst að Landsbankinn hefði fyrri hluta ársins 2008 unnið hörðum höndum að því að koma Ic- esave-reikningunum í breska lög- sögu. „Rétt er að minna á að banka- stjórn Seðlabankans virðist hafa verið í villu um að Landsbankinn ynni að flutningi Icesave reikning- anna yfir í dótturfélag fyrri hluta árs 2008 eða allt þar til 14. júlí það ár. Í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi voru fyrir stöð- ugleika íslenska bankakerfisins og sérstaklega fyrir Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta vekur það óneitanlega athygli sem fram kom í skýrslu Sigurjóns Þ. Árnason- ar að bresk stjórnvöld hafi gengið mun harðar fram í því að innláns- reikningarnir yrðu fluttir úr útibúi yfir í dótturfélag heldur en íslensk stjórnvöld.“ LAUSATÖK OG AÐGERÐALEYSI Lausatök og stefnuleysi einkenndu alla meðferð stjórnvalda, Seðlabankans og Fjár- málaeftirlitsins á þeim vanda sem óx dag frá degi eftir að Landsbankinn hóf söfnun innlána í útibúi sínu í Bretlandi undir nafn- inu Icesave. Eftir margra mánaða skoðana- skipti, fundi og bréfaskriftir lýstu bresk yfirvöld miklum vonbrigðum með fund viðskiptaráðherra og embættismanna með fjármálaráðherra Bretlands í byrjun sept- ember 2008, skömmu fyrir bankahrunið, og töldu að Íslendingar gerðu sér ekki enn grein fyrir alvöru málsins. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is n Úr skýrslu sem Geir H. Haarde gaf rannsóknarnend Alþingis eftir að FSA hafði sent harðort bréf 15. ágúst 2008: „[...] þá kemur bréfið frá FSA til Landsbankans, dagsett 15. ágúst, hryllilegt bréf. Það berst til mín þarna um helgina með þeim hætti að formaður bankastjórnar Seðlabankans hringir í mig, ég var þá staddur í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum, þetta er laugardagsmorgunn, og það endar með því að ég læt sækja bréfið og það er komið með það austur. Hann segir: „Við erum búin að setja hérna í gang vinnu strax til að svara allri vitleysunni í þessu bréfi um það sem snýr að íslensk- um efnahagsmálum, því að bréfið er fullt af rangfærslum um það [...].“ Geir sagði einnig: „[...] það sem er náttúrulega þó aðalatriðið í bréfinu var ekki þetta heldur það að breska fjármálaeftirlitið er búið að komast að þeirri niðurstöðu að bankinn sé í raun og veru kominn á leiðarenda, það er ekkert hægt að lesa þetta öðruvísi, þeim eru sett þvílík skilyrði fyrir því að geta flutt yfir í dótturfélag eða yfirleitt haldið þessu áfram að það er vandséð hvernig þeir geta uppfyllt þetta. [...]“ Banki á leiðarenda Litlar varnir Viðbrögð Geirs. H. Haarde bentu ekki til þess að mati nefndarinnar að hann eða aðrir skynjuðu alvöru málsins. Furðu lostinn Það kom Davíð Oddssyni og öðrum seðlabankamönnum á óvart að Landsbankinn hafði ekkert reynt til þess að flytja Icesave í breska lögsögu. Órólegir Bretar Alasdair Darling fjármálaráðherra Breta var óánægður eftir fundinn í byrjun september og sagði íslensk stjórnvöld ekki skilja alvöru málsins. Áhætta Breta Rannsóknarnefndin telur að Björgvin G. Sigurðsson og föruneyti hans hafi á fundinum í London í byrjun september farið fram á að Bretar tækju mikla áhættu vegna Landsbankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.