Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 FRÉTTIR Bókaútgefandinn Tómas Hermanns- son hjá Sögum útgáfu, sem yfirtók 17 milljarða króna leppfélag Glitnis sumarið 2008, er æskuvinur tveggja háttsettra starfsmanna Íslands- banka. Félagið sem um ræðir heitir Stapi fjárfestingafélag og var stofnað utan um hlutabréf í Baugsfélögunum Mosaic Fashion og Landic Property. Þeir Jóhannes Baldursson, fram- kvæmdastjóri fjárstýringar og mark- aðsviðskipta Íslandsbanka, og Vilhelm Már Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Ís- landsbanka, eru báðir fæddir árið 1971 og eru frá Akureyri. Tómas er fæddur sama ár og er líka frá Akur- eyri. Fyrirtækjasvið bankans hafði samband við Tómas vegna fjárfest- ingarinnar. Árni Tómasson, for- maður skilanefndar Glitnis, seg- ir að skilanefnd bankans sé farin að rannsaka málið og að hún sé með- vituð um vinatengsl Tómasar og starfsmannanna. Aðspurður stað- festir Tómas að hann sé æskuvinur Vilhelms Más og Jóhannesar. „Já, já, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Tómas en hann segir að vinir hans í bankanum hafi kynnt fjárfestinguna fyrir honum. Stöð 2 sagði fyrst fjölmiðla frá því á mánudaginn að Tómas hefði yfir- tekið Stapa. Ástríðan er í bókaútgáfunni Aðspurður segir Tómas að fyrir- tækjasvið Glitnis hafi haft samband við hann og kynnt honum fjárfest- ingarmöguleikann. „Þetta er bara kynnt fyrir mér af fyrirtækjasviðinu. Á þessum tíma taldi ég að þetta væri hægt og ég leit á þetta sem alvöru fjárfestingu. Nokkrum vikum síðar sá ég allt hrynja og þá áttaði ég mig á því að þetta væri ekki hægt. Þá reyndi ég líka að rifta þessum viðskiptum,“ segir Tómas og bætir því að hann hafi verið í viðskiptum hjá Glitni í mörg ár þarna á undan þó að hann hafi ekki tekið þátt í svona stórum fjárfesting- um. „Þetta er bara of stórt dæmi... Ég vildi að ég hefði ekki gert þetta.“ Að- spurður af hverju hann hafi eiginlega tekið þátt í þessu segir Tómas: „Eig- um við að segja hrein heimska?“ Hann segist ekki hafa verið í nein- um persónulegum ábyrgðum vegna fjárfestingarinnar í Stapa, hann tapi engu og sé ekki á leiðinni í þrot vegna málsins. „Ástríða mín er í bókaútgáf- unni. Ég vona að þetta eyðileggi ekki fyrir mér þar,“ segir Tómas en skila- nefnd Glitnis hefur yfirtekið félagið. Árni Tómasson segir að skila- nefndin sé að rannsaka hvort hún geti sótt eitthvað til Tómasar upp í kröfuna vegna Stapa. Auk þess segir Árni að verið sé að skoða hvort tilefni sé til að vísa málinu áfram til ákæru- valds sem hugsanlegu sakamáli. Glitnir yfirtók Gnúp Samkvæmt skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis var félagið Stapi fjárfestingafélag stofnað í byrjun árs 2008 og varð til við fjárhagslega end- urskipulagningu Gnúps. Gnúpur átti um tíu prósenta hlut í FL Group en þann 8. janúar 2008 tók Glitnir yfir stjórn félagsins en tók þó ekki form- lega yfir hlutafé þess. Glitnir seldi síðan bréf Gnúps í FL Group til félagsins Fons sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Í stað þess fékk Glitnir bréf í Landic Group frá Fons. Þrátt fyrir þessi viðskipti hvíldi enn þá skuld á hlutabréfun- um sem Gnúpur hafði átt í FL Group. Í júlí 2008 setti Glitnir upp leikfléttu og lánaði Stapa fjárfestingafélagi 16 milljarða króna. 10 milljarðar króna af því voru til að viðhalda láni sem Gnúpur hafði tekið fyrir hlutabréfum í FL Group og síðan voru sex millj- arðar nýttir til að kaupa hlutabréf í Mosaic Fashion. Í framhaldi af þess- ari leikfléttu var Stapi seldur inn í fé- lagið Tómas Hermannsson (TH ehf.). Með þessu náði Glitnir að við- halda 16 milljarða króna láni inn- an bankans án vandræða og þurfti hvorki að gera varúðarfærslu né af- skrifa það. „Lausafjárstaða bankans er góð og okkur eru ýmsar leiðir fær- ar í fjármögnun ekki síst í ljósi gæða eigna okkar,“ sagði Lárus Welding, þáverandi forstjóri Glitnis, í tilkynn- ingu vegna uppgjörs bankans fyrir annan ársfjórðung sem kynnt var 30. júní 2008. Eftir á er ljóst að fullyrðing Lárusar um gæði eigna átti alls ekki við rök að styðjast. Endalausar leikfléttur Eins og sést í kassa með frétt var sam- þykkt að lána Stapa 16,6 milljarða króna þann 2. júlí 2008. Þar kem- ur fram að þegar búið verði að selja Stapabréfin í Mosaic Fashion muni Gnúpur verða seldur til Brekku II sem er félag í eigu Þórðar Más Jóhannes- sonar, fyrrverandi forstjóra Gnúps. Eftir það átti að selja Gnúp áfram til félagsins Vindabúða. Samkvæmt ársreikningi félagsins Vindabúða fyr- ir árið 2008 var félagið alfarið í eigu Baldurs Odds Baldurssonar þann 30. september 2008. Baldur starfaði á þeim tíma á fyrirtækjasviði Glitnis undir Magnúsi Arnari Magnússyni sem nú hefur verið tímabundið vikið frá Íslandsbanka þar sem skilanefnd Glitnis hefur stefnt honum. Fyrir það hafði Baldur starfað í útlánaeftirliti Glitnis. Samkvæmt gögnum sem DV hef- ur undir höndum yfirtók Eiríkur S. Jóhannsson félagið Stapa sumar- ið 2009. Er talið að Tómas hafi ekki orðið fyrir neinu fjárhagslegu tjóni vegna viðskiptanna með Stapa. Samkvæmt frétt Stöðvar 2 frá því á þriðjudag kom í ljós við skoðun Glitnis að virði eigna Stapa var ekk- ert í lok árs 2008. Því er ljóst að af- skrifa þarf allar skuldir félagsins að fullu. Blekktu Seðlabankann Þess skal getið að þeir Jóhannes Baldursson og Vilhelm Már Þor- steinsson eru oft nefndir á nafn í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is í kjölfar yfirtöku ríkisins á Glitni en þeir voru báðir kallaðir í skýrslu- töku. Þeir áttu báðir fund í Seðla- bankanum síðdegis 25. september eftir að Þorsteinn Már Baldvinsson, þáverandi stjórnarformaður Glitnis, og Davíð Oddsson, þáverandi seðla- bankastjóri, höfðu fundað saman í hádeginu þann dag. Kynntu þeir starfsmönnum Seðlabankans stöðu Glitnis. Ólíklegt er að starfsmönn- um Seðlabankans hafi verið sagt frá gervifélögum eins og Stími og Stapa fjárfestingafélagi sem starfsmenn Glitnis höfðu tekið þátt í að búa til. Svipar til Stíms Stofnun Stapa svipar mjög til félags- ins Stíms sem Glitnir stofnaði líka til að halda utan um hlutabréfaeignir. Í tilfelli Stíms var bolvíski útgerðar- maðurinn Jakob Valgeir Flosason fenginn til að yfirtaka félagið. Jakob Valgeir hafði góð tengsl við Glitni. Jakob Valgeir og Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðu- maður gjaldeyrismiðlunar Glitnis, eru æskuvinir frá Bolungarvík og er talið að Magnús hafi komið for- svarsmönnum Glitnis í samband við Jakob Valgeir. Í báðum þessum málum lítur út fyrir að starfsmenn bankans hafi haft samband við aðila sem þeir þekktu og boðið þeim að taka þátt í áhættulitlum fjárfestingum í gegn- um Glitni. Í báðum tilfellum losaði Glitnir sig jafnframt úr vandræðum. Í tilfelli Stapa losnaði hann við að af- skrifa milljarða króna lán og í tilfelli Stíms losnaði bankinn við hlutabréf í sjálfum sér og stærsta hluthafa sín- um. Bókaútgefandinn Tómas Hermannsson yfirtók 17 milljarða króna leppfélag í eigu Glitnis skömmu fyrir bankahrun. Fyrirtækjasvið Glitnis hafði samband við hann og seldi honum félagið. Þrír æskuvinir Tómas- ar vinna í bankanum. Tómas segist sjá eftir fjárfestingunni. Skilanefnd Glitnis rannsakar nú málið. „ÉG VILDI AÐ ÉG HEFÐI EKKI GERT ÞETTA“ ANNAS SIGMUNDSSON og INGI FREYR VILHJÁLMSSON blaðamenn skrifa: as@dv.is og ingi@dv.is Eigum við að segja hrein heimska? Fundargerð lánanefndar Glitnis hf. 2. júlí 2008: n „Stapi Fjárfestingafélag (100% í eigu Gnúps) er að kaupa Mosaic Fashion bréf af Gnúp fyrir ISK 6 ma. Fyrir í eigu Stapa eru Landic Property bréf að verðmæti ISK 10 ma. sem voru fjármögnuð með láni frá Gnúpi. Óskað er eftir því að Glitnir láni Stapa ISK 16.522.516.667 til kaupa á Mosaic bréfunum, endurfjármögnun á láninu frá Gnúp og þeim vöxtum sem til greiðslu eru á Gnúps láninu. Til tryggingar láninu verða öll bréfin í eigu Stapa, þ.e. Mosaic (4.631.596 hlutir) og Landic (699.300.699 hlutir). Þegar gengið hefur verið frá kaupum Stapa á Mosaic bréfunum er hugmyndin sú að selja félagið til TH ehf. og mun Glitnir eiga kauprétt á Stapa. Þegar Gnúpur verður búinn að selja Stapa Mosaic bréfin mun Gnúpur verða seldur til Brekku II (félag í eigu Þórðar Más). Brekka II mun síðan selja Gnúp áfram til Vindabúða.“ Úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar Heimska Tómas Hermannsson segir að heimska hafi orðið þess valdandi að hann fjárfesti í Stapa sumarið 2008. Tómas er bókaútgefandi hjá forlaginu Sögur útgáfa og hefur ekki verið stórtækur á sviði fjárfestinga í gegnum tíðina. Vinir Tómasar Tómas segir að yfirmaður fyrirtækjasviðs Glitnis, Vilhelm Már Þorsteinsson, sé æskuvinur sinn frá Akureyri. Hann segir að fyrirtækjasviðið hafi kynnt fjárfestinguna fyrir honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.