Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 23. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 15 KEYPTU UNDIRGEFNI STJÓRNMÁLAMANNA tíma. „Björn Ingi Hrafnsson flaug til London, gisti á Radisson Edwardian í byrjun febrúar 2007 og var í veislu á Claridge‘s Hotel, vegna Kaupthing Singer & Friedlander. Björn Ingi Hrafnsson veiddi líka í boði Glitn- is í Laxá í Leirársveit dagana 10.- 11. júlí 2007, sem stjórnarmaður í Orkuveitunni,“ segir í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Við það má bæta að Björn Ingi þáði einnig lax- veiðiferð í Miðfjarðará sumarið 2007 ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, þáver- andi borgarstjóra. Veiðiferðin var sögð í boði Hauks Leóssonar sem þá var stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Hver býður? Í fyrirspurn, sem lögð var fram í sept- ember 2008 um þessa tilteknu veiði- ferð, virtist ekki ljóst hvort ferðin hefði verið í boði Hauks eða Baugs sem hafði ána á leigu umrædda daga. Hanna Birna Kristjánsdóttir borg- arstjóri svaraði fyrirspurninni með- al annars svo, að í innkaupareglum Orkuveitu Reykjavíkur væri kveðið á um að starfsmönnum væri óheimilt að þiggja boðsferðir sem tengdust viðskiptum fyrirtækja við Orkuveitu Reykjavíkur nema með sérstakri heimild forstjóra. „Ákvæðið nær ekki til fulltrúa í stjórn fyrirtækisins. Fram hefur komið í máli þáverandi borg- arstjóra Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar að ferðin hafi ekki verið farin í boði fyrirtækis, hún hafi verið farin í boði vinar og félaga til áratuga og að hon- um hafi verið ókunnugt um aðkomu tilvitnaðs fyrirtækis að Miðfjarðará.“ Taldi Hanna Birna að Vilhjálmur hefði sem borgarstjóri því ekki brotið gegn reglum Reykjavíkurborgar. Sérhagsmunir - almannahagsmunir Rannsóknarnefnd Alþingis og sið- fræðihópur hennar eru þungorð í garð íslenskra stjórnmála og seg- ir meðal annars í 8. bindi: „Fram- ganga margra stjórnmálamanna ber vott um skort á fagmennsku og gagn- rýnni hugsun. Fjölmargir stjórn- málamenn og stjórnmálasamtök þáðu styrki frá bönkunum sem hef- ur ekki haft hvetjandi áhrif á stjórn- málamenn til að skilja sig skýrar frá þeim, veita þeim aðhald og kynna sér stöðu þeirra betur með almanna- hag að leiðarljósi.“ Augljóslega getur þessi niður- staða nefndarinnar einnig átt við um stórfyrirtæki sem seilast vildu til áhrifa og eignarhalds á orkulindum og orkufyrirtækjum ríkis og sveit- arfélaga á árunum frá 2005 til 2007. ar komu meðal annas við sögu FL Group og Landsbankinn. Ekki er líðandi að gæslumenn al- mannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins. Styrkjakóngurinn Guðlaugur Þór Þórðarson og stuðningsmenn hans öfluðu um 25 milljóna í kosningasjóði hans. Nær fimmtungur kom frá Baugi, Kaupþingi og Landsbanka. Styrkjakóngurinn Guðlaugur Þór Þórðarson og stuðningsmenn hans öfluðu um 25 milljóna í kosningasjóði hans. Nær fimmtungur kom frá Baugi, Kaupþingi og Landsbanka. Styrkjakóngurinn Guðlaugur Þór Þórðarson og stuðningsmenn hans öfluðu um 25 milljóna í kosningasjóði hans. Nær fimmtungur kom frá Baugi, Kaupþingi og Landsbanka. Styrkjakóngurinn Guðlaugur Þór Þórðarson og stuðningsmenn hans öfluðu um 25 milljóna í kosningasjóði hans. Nær fimmtungur kom frá Baugi, Kaupþingi og Landsbanka. Steinunn Valdís Óskarsdóttir fékk 12,8 milljónir króna í styrki: 80 prósent í auglýsingar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, al- þingismaður Samfylkingarinnar, fékk 12,8 milljónir króna í styrki vegna prófkjörsbaráttu sinnar fyr- ir borgarstjórnar- og alþingiskosn- ingar árið 2006. Steinunn Valdís var sá frambjóðandi sem hlaut hæstu styrkina frá bönkunum á árunum 2005 til 2007. Hún fékk 3,5 millj- ónir króna frá Landsbankanum. Í skjali sem Steinunn Valdís sendi Ríkisendurskoðun á sínum tíma kemur fram að langstærsti hluti styrkjanna sem hún fékk fóru í aug- lýsingakostnað. 10 milljónir króna fóru í þann lið af þeim 12,8 milljón- un króna sem hún hlaut í styrki eða nærri 80 prósent. Auk þess keypti hún ráðgjöf kyrir um 1,7 milljónir króna. DV sendi Steinunni Valdísi fyr- irspurn um prófkjörsbaráttu henn- ar og játaði hún því að eftir á að hyggja hefðu styrkirnir verið allt of háir. Hún sagðist aldrei hafa fundið fyrir því að hún væri skuldbundin stærstu styrkveitendum sínum. as@dv.is „Ég fór eftir settum reglum um styrki til frambjóðenda og leiðbein- ingum frá Ríkisendurskoðun sem giltu á þeim tíma. Auk þess setti ég mér sjálfur reglur,“ segir Guðlaug- ur Þór Þórðarson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, sem fékk 24,8 milljónir króna í styrki vegna próf- kjörsbaráttu sinnar fyrir Alþingis- kosningar árið 2007. Hann hafi far- ið eftir ströngustu reglum sem giltu á þeim tíma. Allir styrkirnir hafi far- ið til félagsins Guðlaugur á Alþingi sem er fyrirtæki í hans eigu. Óvíst sé að allir frambjóðendur á árun- um 2005 til 2007 hafi fylgt reglun- um til hins ýtrasta líkt og hann hafi gert. „Styrkirnir fóru í hefðbundna kosningabaráttu. Auglýsingar, út- hringingar, skoðanakannanir og skrifstofu,“ segir hann. Í umræddri kosningabaráttu hafi á bilinu 500 til 700 sjálfboðaliðar unnið fyrir hann. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar unn- ið fyrir nokkurn frambjóðanda á Ís- landi svo hann viti til. Eftir á að hyggja segir Guðlaug- ur Þór að styrkirnir hafi verið allt of háir. „Mistökin sem við gerðum er að við áttum fyrr að koma með reglur út af prófkjörum. Það er nauðsynlegt að gagnsæi ríki,“ segir hann. Hann sat í nefnd sem samdi lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda sem sett voru á Alþingi árið 2007. Í sinni prófkjörs- baráttu hafi hann þó reynt að fylgja því að hafa marga minni styrkveit- endur. Fjörutíu aðilar veittu honum styrki og hæsti styrkurinn nam um átta prósentum af heildarframlög- um. Ótækt sé að tveir til þrír aðilar fjármagni alfarið kosningabaráttu frambjóðenda. Með 300 þúsund króna hámarki sé verið að sporna við því. „Það hefur aldrei neinn rukkað mig um slíkan greiða“ seg- ir Guðlaugur Þór aðspurður hvort hann hafi einhvern tímann fundið sig skuldbundinn styrkveitendum sínum. as@dv.is Guðlaugur Þór var með mörg hundruð sjálfboðaliða: Styrkirnir voru allt of háir „Það sem kostar yfirleitt mest hjá frambjóðendum er að ráða fólk til aðstoðar. Það er hins vegar ekki hátt tímakaup í þeirri vinnu,“ segir Andrés Jónsson almannatengill. Þegar Andrés er beðinn um að tína saman helstu kostnaðarliði frambjóðenda, svarar hann: „Fram- bjóðandi ræður sér einn almanna- tengil og hann kostar um milljón krónur fyrir kosningabaráttuna. Síðan er það auglýsingakostnaður og uppsetning á tölvukerfi. Yfirleitt fá menn húsnæði fyrir kosninga- skrifstofu án endurgjalds. Á þess- um tíma voru menn líka að fá tölvur að láni án endurgjalds. Síðan er það símakostnaður sem getur varla far- ið yfir milljón. Frambjóðendur voru yfirleitt með mjög fullkomin tölvu- kerfi, sem kosta samt ekki nema nokkur hundruð þúsund krónur.“ Hann kallar eftir því að stjórn- málamenn sem söfnuðu háum styrkjum í kosningabaráttu sinni, útskýri í hvað þessir styrkir fóru. „Barack Obama safnaði meiri pen- ingum en nokkur frambjóðandi í sögunni en við höfum samt trú á því að hann sé góður stjórnmálamaður og geti komið góðu til leiðar. Það er frambjóðendum sem voru með svona háar fjárhæðir í hag að út- skýra þessi mál. Ef menn geta sýnt fram á að þeir hafi rekið svona dýra baráttu losna þeir undan þeim grun um að þeir hafi látið stækka sumar- bústaðinn sinn í leiðinni. Það væri hollt fyrir alla að fá sundurliðun. Það voru margir svona hlutir sem menn þögðu í hel. Við eigum ekki að samþykkja það. “ Andrés Jónsson almannatengill: GERI GREIN FYRIR ÚTGJÖLDUM SÍNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.