Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 VIÐTAL Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagur 26. apríl Miðvikudagur 28. apríl Fimmtudagur 29. apríl Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson kennir fólki að a a, varð- veita og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00 Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 13.00 -14.00 Íslenskuhópur - Hefur þú lært íslensku en þarft að æfa þig í að tala? Tími: 13.00 -14.00 Innanlandsstarf Rauða kross Íslands - Hvað gerir Rauði krossinn hér á landi? Tími: 14.00-14.30 Vinnum saman - Ný viðhorf (Býˆugurnar) - Vertu með í skapandi hópi atvinnuleitenda. Tími: 14.00-16.00 Skiptifatamarkaður - Barnaföt - Tími: 16.00 -18.00 Fluguhnýtingahópur - Komdu með ˆuguhnýtingastand ef þú getur. Tími: 12.00-13.30. Saumasmiðjan - Breytt og bætt. Tími: 13.00-15.00. Þýskuhópur - Æfðu þig í að tala þýsku. Tími: 14.00-14.45. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Áfall í –ölskyldum - Það að missa barn - Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur fjallar um þá þætti sem hafa áhrif á sorgarúrvinnslu foreldra og systkina. Tími: 12.15-13.15 Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 12.30 -13.30. Psychosocial support - In English - Sálrænn stuðning- ur á ensku. Tími: 13.30 -15.00 Hláturjóga - Viltu losa um spennu? Tími: 15.30-16.30. Föstudagur 30. apríl Allir velkomnir! Þriðjudagur 27. apríl Rauðakrosshúsið Sálrænn stuðningur og félagsskapur Börn og náttúruhamfarir - Hvernig er best að tala við börn og veita þeim stuðning þegar áföll og náttúruhamfarir dynja y•r? Tími: 12.00-13.00 Prjónahópur - Komdu og prjónaðu. Tími: 13.00 -15.00 Enskuhópur - Viltu æfa þig í að tala ensku? Komdu og tjáðu þig og fáðu leiðsögn. Tími: 14.00-15.00 EFT og djúpslökun - Lærðu að nota tækni sem getur bætt líf þitt. Tími: 14.30-16.30 Skákklúbbur - Komdu og te du! Tími: 15.30-17.00 Barnið komið heim - Annar hluti. Tími: 17.00-19.00 Hjólað í vinnuna er líka fyrir atvinnuleitendur Skráðu þig í lið og hjólaðu í virknina. Undirbúningur og skipt í lið. Tími: 12.00-13.00 Tölvuaðstoð - Persónuleg aðstoð. Komdu með fartölvu ef þú getur. Tími: 13.30-15.30. Áhugasviðsgreining - Könnun og fagleg ráðgjöf. Skráning nauðsynleg. Tími: 14.00 -16.00. Ráðgjöf fyrir innˆytjendur - Sérsniðin lögfræðiráð- gjöf og stuðningur við inn ytjendur. Tími: 14.00 -16.00. Briddsklúbbur - Hefur þú gaman af bridds? Langar þig að læra bridds? Tími: 14.00-16.00. eins og ég hef sagt við þig og er ein- dregið mín skoðun að þjóð sem árum saman hefur búið sig undir Kötlugos getur ekki haldið þeirri vitneskju út af fyrir sig þannig að það sé bannað að tala um það við útlendinga og þar eigi bara að ríkja uss, uss, eins og mér skilst nú á Friðriki Pálssyni og öðrum sem hafa haft hátt í þessari umræðu,“ segir hann og á þar við hótelhaldar- ann á Hótel Rangá. Pirrar það þig þegar orð þín eru slitin úr samhengi? „Nei, þótt einhverjir hér á Íslandi ákveði að túlka orð mín með þess- um hætti þá er það bara þeirra val. Það hefur ekki haft nein áhrif á mig og ég hef haldið framgöngu minni áfram með því að veita fjölmörgum erlendum miðlum viðtöl síðan ég fór í þennan BBC-þátt.“ TÆKIFÆRIN Í HAMFÖRUNUM Varðandi ferðaþjónustuna segir hann þetta: „Það er mjög eðlilegt að á meðan eldgos á sér stað verði af- bókanir, en mér hefur verið tjáð að þær afbókanir hafi komið áður en ég fór í þennan sjónvarpsþátt þannig að við skulum bara spyrja að leikslok- um í þeim efnum og nálgast það með öðru hugarfari. Ég hef verið í fjölmörgum við- tölum við erlendar sjónvarpsstöðv- ar og fjölmiðla síðustu daga bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og það sem hefur einkennt spurningarn- ar er að þessir viðburðir muni vekja aukinn áhuga ferðamanna og muni gera Ísland meira spennandi á með- al fólks vítt og breitt í veröldinni. Ég held þess vegna að það sé alveg rétt sem Ómar Ragnarsson hefur verið að segja síðustu daga að þessar ham- farir, þó að það sé þversögn að segja það, feli í sér ef rétt er á spilum hald- ið tækifæri fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi á að birta fólki vítt og breitt úr veröldinni það sem ýmsir erlend- ir fréttamenn kalla sköpun heimsins, og gefa fólki tækifæri til þess að verða vitni að sköpun heimsins og hvetja það til að koma á vettvang. Ég er sannfærður um það að til lengri tíma litið geti þessir viðburð- ir styrkt ferðaþjónustuna á Íslandi mjög ef rétt er brugðist við.“ SÖGULEG FERÐAÞJÓNUSTA Hann segist hafa lagt megináherslu á einstaka náttúru Íslands og að hér sé sambland eldfjalla og jökla, stöðu- vatna, fossa, gróinna dala og eyði- sanda sem geri Ísland að einstöku náttúruundri. „Við höfum stundum túlkað þetta á þann hátt að sköpun heimsins sé enn í gangi hér á Íslandi og að það sé ekkert annað land í Evr- ópu, og kannski ekkert í veröldinni, þar sem slíkt tækifæri gefst til þess að verða vitni að hamförum náttúrunn- ar. Með aukinni áherslu á umhverf- ismál og vaxandi umhverfisáhuga úti um allan heim er ferðaþjónust- an í veröldinni í æ ríkari mæli bund- in náttúrunni og umhverfinu. Amer- íkumönnum og Evrópubúum gefst hvergi tækifæri í slíkri nálægð við sína heimahaga til þess að skoða og draga ályktanir með sama hætti og hér á Ís- landi. Við þurfum hins vegar að hafa lag á því að auðvelda mönnum það að verða fyrir þeirri reynslu með því að skipuleggja ferðir þeirra með þeim hætti, túlka viðburðina á þann veg, setja þá í samhengi við umhverfis- mál í veröldinni og söguna.“ Hann bendir á að hér séu eldfjöll í Lakagígum sem margir sérfræð- ingar telji hafa haft áhrif á frönsku byltinguna. „Við getum klætt þetta í búning sem dregur fólk að. Ég veit líka af eigin reynslu að það er mik- ill fjöldi skóla, menntaskóla, fram- haldsskóla og háskóla, sem vill koma með nemendur sína í stórum stíl til Íslands til þess að fræðast og njóta í senn. Tengja Íslandsferð við nám- skeið, fræðslu og próf. Þar er eldgos- ið, bæði það sem var fyrir nokkrum vikum og eins núna, mikill efnivið- ur fyrir þessa miklu sveit, sem skipt- ir tugum miljóna manna, sem hefur aukinn áhuga á að ferðast kannski fyrst og fremst í fræðsluskyni.“ Aðspurður hvort honum þyki þá að Íslendingar ættu að gera eins mikið úr eldgosinu og hægt er segir hann: „Ég vil ekki orða það þannig að við ættum að gera eins mikið úr þessu og hægt er því það gæti mis- skilist, en ég er hins vegar sammála Ómari Ragnarssyni varðandi það að fjölmörg tækifæri felist í þessari miklu umfjöllun ef ferðaþjónust- an nálgast þetta með réttum hætti. Þau eru reyndar ekki bara bundin hefðbundinni ferðaþjónustu. Þau eru bundin skólum, háskólum og fræðasamfélaginu, líka listamönn- um og hönnuðum og öðrum sem ég hef orðið var við að hafa áhuga á að nálgast efni sem hafa komið upp úr eldgosinu, og hafa orðið fræg um alla veröld, og nýta það í listsköpun.“ FRÁBÆR LANDKYNNING Hann segir að Ísland hafi aldrei feng- ið aðra eins landkynningu frá því nútímafjölmiðlun kom til sögunnar og blæs á sögur um að það þurfi að tóna fréttaumfjöllun niður. „Ég held að þessar lýsingar þeirra um það að umræðan sé æsingarkennd sé byggð á miklum misskilningi. Ég hef fylgst mjög rækilega með erlendum sjón- varpsstöðvum og miðlum undan- farna daga og það er enginn æsingur út af þessum ummælum nema síður sé. Ég hef einnig átt viðtöl síðan ég fór í þennan BBC-þátt við fjölda banda- rískra og evrópskra sjónvarpsstöðva og það er enginn æsingur út af þess- um ummælum og væri þó tilefni fyr- ir þá að beina þessu til mín fyrst þeir fengu kost á slíkum viðtölum, þannig að ég bið nú menn hér heima að vera ekki að ýkja þetta um of, heldur fyrst og fremst, eins og Ómar Ragnarsson hefur réttilega bent á, að snúa sér að því verkefni að nýta þau tækifæri fyr- ir ferðaþjónustuna sem þessi mikla athygli og þetta mikla umbrot hefur skapað. Þessi mikla sveit fjölmiðlamanna sem hingað hefur komið hefur kom- ið því rækilega á framfæri að íslenskt samfélag hefur gengið sinn vana- gang þrátt fyrir þetta eldgos. Þeir hafa lýst því hvernig brugðist hefur verið við hér á landi, þannig að þvert á móti er enginn æsingur í gangi eða panikk í alþjóðlegri fjölmiðlun.“ ÓTTI OG EFTIRVÆNTING Ólafur Ragnar er orðinn órólegur, hann er með fullskipaða dagskrá og þarf að drífa sig. Að lokum, ein spurning, ertu hræddur við Kötlu? „Ég hef alist upp við það eins og aðrir Íslendingar að afstaða okkar til Kötlu er svona tvíbent. Annars vegar ótt- umst við Kötlu og hins vegar fangar hún huga okkar og skapar ákveðna eftirvæntingu og spennu. Það er kannski einkenni þjóðarsálarinnar að Katla hefur þessi tvíþættu áhrif á okkur og hefur gert í sögunni. Við erum hér á Bessastöðum með mál- verk eftir Ásgrím Jónsson af Kötlu- gosinu 1918 sem sýnir hvernig sá merki listamaður notaði það til þess að skapa frábært málverk þar sem bændur eru að flýja undan gosinu með hesta sína þannig að Katla hefur haft áhrif á listina en hún hefur líka skapað hörmungar og áþján fyrir Ís- lendinga um aldir.“ Ég er mjög ánægður með skýrsluna í heild sinni og hef hvatt þjóðina til að draga lærdóm af henni. Vegna þess að ég er ekki þeirr-ar skoðunar eins og sumir virð- ast vera að það megi bara ræða Kötlu- gos hér á Íslandi og í þröngum hópi Íslendinga en það megi alls ekki ræða Kötlugos við útlendinga. Gleymir aldrei eldgosinu í Vestmannaeyjum Ólafur Ragnar heimsótti Vestmannaeyjar skömmu eftir gosið og horfði upp á eyðilegginguna og fylgdist síðan með endurreisninni. Hann vonar að íbúar undir Eyjafjallajökli finni fyrir stuðningi þjóðarinnar líkt og Eyjamenn gerðu þá. Segir bara sannleikann Hafi Ólafur Ragnar lært eitthvað af bankahruninu þá er það að hlusta á viðvörunarorð, vera gagnrýninn og vara við hamförum, hvort sem þær eru af völdum manna eða náttúrunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.