Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 NAFN OG ALDUR? „Magnús Valdimarsson, 25 ára.“ ATVINNA? „Engin eins og er.“ HJÚSKAPARSTAÐA? „Einhleypur.“ FJÖLDI BARNA? „Engin.“ HEFUR ÞÚ ÁTT GÆLUDÝR? „Já.“ HVAÐA TÓNLEIKA FÓRST ÞÚ Á SÍÐAST? „Hitaði upp fyrir hljómsveitina Diktu.“ HEFUR ÞÚ KOMIST Í KAST VIÐ LÖGIN? „Nei. Fyrir utan kannski stöðumælasekt.“ HVER ER UPPÁHALDSFLÍKIN ÞÍN OG AF HVERJU? „Mér finnst fínt að vera í jakkanum mínum til dæmis.“ HEFUR ÞÚ FARIÐ Í MEGRUN? „Ég hef ekki farið í neinar megrunaraðgerðir. Kannski í mesta lagi tekið mig á í ræktinni.“ HEFUR ÞÚ TEKIÐ ÞÁTT Í SKIPULÖGÐUM MÓTMÆLUM? „Nei. Hef betra við tímann að gera.“ TRÚIR ÞÚ Á FRAMHALDSLÍF? „Já, því ekki það?“ HVAÐA LAG SKAMMAST ÞÚ ÞÍN MEST FYRIR AÐ HAFA HALDIÐ UPP Á? „Ég held að ég hlusti bara á það sem mér finnst gott og skammast mín ekkert fyrir það.“ HVAÐA LAG KVEIKIR Í ÞÉR? „Mér finnst ný tónlist í dag ekkert alltof vönduð svo Mixarinn hendir bara einhverju gömlu og góðu á fóninn.“ TIL HVERS HLAKKAR ÞÚ NÚNA? „Finna mér góða kærustu, brosa framan í lífið og allt það góða sem lífið hefur upp á að bjóða.“ HVAÐA MYND GETUR ÞÚ HORFT Á AFTUR OG AFTUR? „Það er engin ein mynd sem stendur upp úr en það eru nokkrar skemmtilegar.“ AFREK VIKUNNAR? „Facebook-síðan mín, Maggi mix og líta björtum aug- um fram á við.“ HEFUR ÞÚ LÁTIÐ SPÁ FYRIR ÞÉR? „Nei, ekki svo mig minni. Ég tel að engin manneskja viti hvað gerist í framtíðinni. Þau segja líka alltaf það sama, „peningar, börn, ferðalög“.“ SPILAR ÞÚ Á HLJÓÐFÆRI? „Nei, en ég hef dundað mér með gítar og farið í nokkra tíma.“ VILTU AÐ ÍSLAND GANGI Í EVRÓPUSAMBANDIÐ? „Eins og staðan er í dag er erfitt að segja til um það. Allt er í steik í peningamálum.“ HVAÐ ER MIKILVÆGAST Í LÍFINU? „Að mér og öðrum í kringum mig líði vel, vera hrein- skilinn, koma fram við alla jafnt og gera það sem mér finnst skemmtilegt.“ HVAÐA ÍSLENSKA RÁÐAMANN MUNDIR ÞÚ VILJA HELLA FULLAN OG FARA Á TRÚNÓ MEÐ? „Engan. Því þeim er ekki treystandi þótt þeir væru allir edrú. Myndi frekar fara á trúnó með kettinum mínum. He, he.“ HVAÐA FRÆGA EINSTAKLING MYNDIR ÞÚ HELST VILJA HITTA OG AF HVERJU? „Ég hef hitt nokkra fræga hér á landi og það er ekkert öðruvísi en fólkið á götunni. En væri til í að hitta ein- hvern í Hollywood.“ HEFUR ÞÚ ORT LJÓÐ? „Já, oft upp á gamanið.“ NÝLEGT PRAKKARASTRIK? „Ég man ekki eftir neinu eins og er.“ HVAÐA FRÆGA EINSTAKLINGI LÍKIST ÞÚ MEST? „Engum, held ég. Sumir eru leikarar, tónlistarmenn, plötusnúðar eða skemmtikraftar en ég tel mig vera allt.“ ERTU MEÐ EINHVERJA LEYNDA HÆFILEIKA? „Já. Mixerinn er alltaf með eitthvað í pokahorninu.“ Á AÐ LEYFA ÖNNUR VÍMUEFNI EN ÁFENGI? „Nei, ætti að banna þetta allt saman.“ HVER ER UPPÁHALDSSTAÐURINN ÞINN? „Heima hjá mér, Mallorca, eða í auðninni.“ HVAÐ ER ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ GERIR ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ AÐ SOFA? „Bursta tennurnar, renni yfir tölvupóstinn og hugsa hvað ég ætli að gera næsta dag.“ HVER ER LEIÐ ÍSLANDS ÚT ÚR KREPPUNNI? „Hætta þessu rugli einn, tveir og þrír. Afskrá skuldir hjá öllum Íslendingum eins og var gert við útrásavík- ingana. Við erum hvort sem er á hausnum svo ef við hugsum rökrétt og byrjum allt upp á nýtt þá bjargast allt.“ Magnús Valdimarsson, Maggi mix, hefur heldur betur slegið í gegn undanfarið. Hann gerir sín eigin matreiðslumyndbönd og er auk þess einn heitasti skemmtikraftur landsins um þessar mundir. Síminn stoppar ekki og pósthólfið er stappað. VERÐUM AÐ HUGSA RÖKRÉTT www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). – VERKIN TALA Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 www.velfang.is • velfang@velfang.is Fr um Nýtt og traust umboð fyrir á Íslandi varahlutir þjónusta verkstæði vélar Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur smaar@dv. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.