Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 58
HÁSKÓLAR MEÐ MESTAN HRAÐA Háskólabæir í Bandaríkjunum státa af hraðvirkustu internet-tengingum í heiminum í dag. Berkeley í Kaliforníu (meðal- hraði: 18,7Mbps), Chapel Hill í Norður-Karólínu (meðalhraði: 17,5Mbps) og Stanford í Kaliforníu (meðalhraði: 17,0Mbps) skipa þrjú efstu sætin en Japan og Suður-Kórea fylgja síðan í kjölfarið. Nánast allir háskólabæir i Bandaríkjunum hafa mun hraðvirk- ari tengingu en heimili í Bandaríkjunum eiga kost á og yfirlýsing framkvæmdastjóra Verizon-fjarskiptarisans í síðustu viku þess efnis að háhraðanet innan Bandaríkjanna væru þau öflugustu í heiminum virðist ekki eiga við um almenning. IPAD-EIGENDUR NOTA WINDOWS Ólíkt fyrri kenningum, sem héldu því fram að iPad-eigendur væru að stærstum hluta Apple-aðdáendur, er samkvæmt nýrri könnun nokkuð ljóst að um helmingur þeirra eru í raun Windows-notendur. Könnunin byggði á úrtaki rúmlega sjötíu þúsund iPad-notenda en kannað var hvaða stýrikerfi væru notuð á heimilum þeirra. Meira en helmingur notaði Windows en hluti notenda voru bæði með stýrikerfi frá Apple og Microsoft. Um 63% iPad-eigenda voru með Mac OS X stýrikerfið frá Apple á tölvum sínum. VÍRUSVARNIR EYDDU SKRÁ Nýjasta uppfærslan frá vírusvarnafyr- irtækinu McAfee sem kom í vikunni olli mörgum Windows-notendum uppnámi og vandræðum. Uppfærsl- an, sem er númer 5958, greinir eina af skrám í stýrikerfinu (svchost.exe) sem vírus en í raun er skráin mikilvægur hluti af kerfinu sjálfu. Hluti þeirra notenda sem hafa Windows XP Service Pack 3 á tölvum sínum lentu í því að skránni var sjálfkrafa eytt, en það verður til þess hluti kerfisins verður óvirkur. Vefsíða McAfee hrundi í kjölfarið vegna gífurlegrar umferðar ósáttra viðskiptavina sem leituðu svara um hvernig ætti að koma kerfinu aftur í samt lag. ÞRUMA OG ELDING FRÁ DELL Tölvuframleiðandinn Dell virðist ætla að hasla sér völl á snjallsímamarkað- inum ef marka má myndir og gögn sem lekið var til tæknisíðunnar engadget.com í vikunni. Samkvæmt gögnunum er Dell með tvo snjallsíma í smíðum sem fyrirtækið ætlar að koma á markað á árinu, annar keyrir á Android og kallast Dell Thunder en hinn síminn sem ber nafnið Dell Lightning mun keyra á Windows Phone 7 stýrikerfinu. Thunder-síminn er með snertiskjá og virðist allavega við fyrstu sýn geta boðið öðrum vinsælum snjallsímum frá HTC, Apple og Palm byrginn. UMSJÓN: PÁLL SVANSSON, palli@dv.is Facebook og Microsoft hafa nú tekið höndum saman við að gera notend- um Facebook kleift að nýta sér vef- læga ritvinnslu á samskiptavefnum vinsæla. Þetta kom fram á þróunar- ráðstefnu Facebook sem haldin var í vikunni. Þjónustan sem kallast Fac- ebook Docs mun jafnast á við hina veflægu útgáfu Microsoft Office en verða á einfaldan máta felld inn í viðmót Facebook samskiptavefsins. Facebook-notendur munu því í náinni framtíð geta stofnað eða opn- að Word, Excel og Powerpoint-skrár innan síðunnar og deilt þeim til annarra notenda á sama hátt og þeir deila ljósmyndum nú. Einnig verður hægt að opna fyrrnefndar skráarteg- undir af tölvu notandans og hlaða þeim inn á vefinn. Byggt á Web Apps Facebook Docs er byggt á Microsoft Office Web Apps sem má kannski kalla svar fyrirtækisins við Goog- le Docs en Microsoft hefur um hríð mátt horfa uppá Google laða al- menning til sín með þessu fría rit- vinnslukerfi sem getur bæði opnað og vistað skrár úr Office-pakkanum. Web Apps, sem er einnig frí þjón- usta, er hinsvegar öflugra ritvinnslu- kerfi en Google Docs og samtengt hinni hefðbundnu útgáfu Offic- e-pakkans. Google hefur á móti til- kynnt að á bilinu 30 til 50 uppfærslur eða breytingar á Google Docs muni líta dagsins ljós á þessu ári. Keppinautur beggja Með samstarfinu við Facebook mun Microsoft fá aðgang að hinum 400 milljónum notendum samskipta- vefsins. Bæði Microsoft og Facebook líta á Google sem keppinaut sem vert er að hafa gætur á, Google rekur þegar samskiptavefinn orkut.com og reyndi fyrir stuttu að herja enn frek- ar inn á samskiptamarkaðinn með Buzz, nokkurskonar spjall/deilivið- móti sem fellt var inn í Gmail, póst- forritið frá Google. Sú tilraun féll um sjálfa sig nánast strax á fyrstu dögum og hefur notið lítilla sem engra vin- sælda. Það þýðir þó ekki að Goog- le hafi lagt árar í bát, samskiptavefir stefna í að verða einn stærsti auglýs- ingamarkaðurinn á netinu á næstu árum og fyrirtækið ætlar sér stóran skerf af þeirri köku. palli@dv.is 58 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 HELGARBLAÐ Notendum Facebook-samskiptavefsins verður brátt gert kleift að nýta sér veflæga rit- vinnsluþjónustu sem þýðir að þeir geta meðal annars opnað, vistað og deilt skráarteg- undum úr Office-pakkanum frá Microsoft. RITVINNSLA Á FACEBOOK Office 2010 Facebook Docs er byggt á veflægri útgáfu Office-pakkans frá Microsoft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.