Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 58
HÁSKÓLAR MEÐ MESTAN HRAÐA Háskólabæir í Bandaríkjunum státa af
hraðvirkustu internet-tengingum í heiminum í dag. Berkeley í Kaliforníu (meðal-
hraði: 18,7Mbps), Chapel Hill í Norður-Karólínu (meðalhraði: 17,5Mbps) og Stanford
í Kaliforníu (meðalhraði: 17,0Mbps) skipa þrjú efstu sætin en Japan og Suður-Kórea
fylgja síðan í kjölfarið. Nánast allir háskólabæir i Bandaríkjunum hafa mun hraðvirk-
ari tengingu en heimili í Bandaríkjunum eiga kost á og yfirlýsing framkvæmdastjóra
Verizon-fjarskiptarisans í síðustu viku þess efnis að háhraðanet innan Bandaríkjanna
væru þau öflugustu í heiminum virðist ekki eiga við um almenning.
IPAD-EIGENDUR
NOTA WINDOWS
Ólíkt fyrri kenningum, sem héldu
því fram að iPad-eigendur væru að
stærstum hluta Apple-aðdáendur, er
samkvæmt nýrri könnun nokkuð
ljóst að um helmingur þeirra eru í
raun Windows-notendur. Könnunin
byggði á úrtaki rúmlega sjötíu
þúsund iPad-notenda en kannað
var hvaða stýrikerfi væru notuð á
heimilum þeirra. Meira en
helmingur notaði Windows en hluti
notenda voru bæði með stýrikerfi
frá Apple og Microsoft. Um 63%
iPad-eigenda voru með Mac OS X
stýrikerfið frá Apple á tölvum sínum.
VÍRUSVARNIR
EYDDU SKRÁ
Nýjasta uppfærslan frá vírusvarnafyr-
irtækinu McAfee sem kom í vikunni
olli mörgum Windows-notendum
uppnámi og vandræðum. Uppfærsl-
an, sem er númer 5958, greinir eina
af skrám í stýrikerfinu (svchost.exe)
sem vírus en í raun er skráin
mikilvægur hluti af kerfinu sjálfu.
Hluti þeirra notenda sem hafa
Windows XP Service Pack 3 á tölvum
sínum lentu í því að skránni var
sjálfkrafa eytt, en það verður til þess
hluti kerfisins verður óvirkur. Vefsíða
McAfee hrundi í kjölfarið vegna
gífurlegrar umferðar ósáttra
viðskiptavina sem leituðu svara um
hvernig ætti að koma kerfinu aftur í
samt lag.
ÞRUMA OG ELDING
FRÁ DELL
Tölvuframleiðandinn Dell virðist ætla
að hasla sér völl á snjallsímamarkað-
inum ef marka má myndir og gögn
sem lekið var til tæknisíðunnar
engadget.com í vikunni. Samkvæmt
gögnunum er Dell með tvo
snjallsíma í smíðum sem fyrirtækið
ætlar að koma á markað á árinu,
annar keyrir á Android og kallast
Dell Thunder en hinn síminn sem
ber nafnið Dell Lightning mun keyra
á Windows Phone 7 stýrikerfinu.
Thunder-síminn er með snertiskjá og
virðist allavega við fyrstu sýn geta
boðið öðrum vinsælum snjallsímum
frá HTC, Apple og Palm byrginn.
UMSJÓN: PÁLL SVANSSON, palli@dv.is
Facebook og Microsoft hafa nú tekið
höndum saman við að gera notend-
um Facebook kleift að nýta sér vef-
læga ritvinnslu á samskiptavefnum
vinsæla. Þetta kom fram á þróunar-
ráðstefnu Facebook sem haldin var í
vikunni. Þjónustan sem kallast Fac-
ebook Docs mun jafnast á við hina
veflægu útgáfu Microsoft Office en
verða á einfaldan máta felld inn í
viðmót Facebook samskiptavefsins.
Facebook-notendur munu því í
náinni framtíð geta stofnað eða opn-
að Word, Excel og Powerpoint-skrár
innan síðunnar og deilt þeim til
annarra notenda á sama hátt og þeir
deila ljósmyndum nú. Einnig verður
hægt að opna fyrrnefndar skráarteg-
undir af tölvu notandans og hlaða
þeim inn á vefinn.
Byggt á Web Apps
Facebook Docs er byggt á Microsoft
Office Web Apps sem má kannski
kalla svar fyrirtækisins við Goog-
le Docs en Microsoft hefur um hríð
mátt horfa uppá Google laða al-
menning til sín með þessu fría rit-
vinnslukerfi sem getur bæði opnað
og vistað skrár úr Office-pakkanum.
Web Apps, sem er einnig frí þjón-
usta, er hinsvegar öflugra ritvinnslu-
kerfi en Google Docs og samtengt
hinni hefðbundnu útgáfu Offic-
e-pakkans. Google hefur á móti til-
kynnt að á bilinu 30 til 50 uppfærslur
eða breytingar á Google Docs muni
líta dagsins ljós á þessu ári.
Keppinautur beggja
Með samstarfinu við Facebook mun
Microsoft fá aðgang að hinum 400
milljónum notendum samskipta-
vefsins. Bæði Microsoft og Facebook
líta á Google sem keppinaut sem
vert er að hafa gætur á, Google rekur
þegar samskiptavefinn orkut.com og
reyndi fyrir stuttu að herja enn frek-
ar inn á samskiptamarkaðinn með
Buzz, nokkurskonar spjall/deilivið-
móti sem fellt var inn í Gmail, póst-
forritið frá Google. Sú tilraun féll um
sjálfa sig nánast strax á fyrstu dögum
og hefur notið lítilla sem engra vin-
sælda. Það þýðir þó ekki að Goog-
le hafi lagt árar í bát, samskiptavefir
stefna í að verða einn stærsti auglýs-
ingamarkaðurinn á netinu á næstu
árum og fyrirtækið ætlar sér stóran
skerf af þeirri köku. palli@dv.is
58 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 HELGARBLAÐ
Notendum Facebook-samskiptavefsins verður brátt gert kleift að nýta sér veflæga rit-
vinnsluþjónustu sem þýðir að þeir geta meðal annars opnað, vistað og deilt skráarteg-
undum úr Office-pakkanum frá Microsoft.
RITVINNSLA
Á FACEBOOK
Office 2010 Facebook Docs er byggt á veflægri útgáfu Office-pakkans frá Microsoft.