Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 FRÉTTIR
HÚMOR Í
HÁDEGISMÓUM
n Það verður ekki af Davíð Odds-
syni, ritstjóra Morgunblaðsins,
skafið að hann býr yfir leiftrandi
og afar sér-
stæðum húm-
or. Kímnigáfa
hans kemur
afar vel fram í
Staksteinum en
einnig í leiður-
um. Morgun-
blaðið glímir við
mjög vaxandi
vantraust lesenda sem mælist í
samkvæmisleik MMR. Verst var
fallið eftir að Davíð tók við af Ólafi
Stephensen en það hefur heldur
lagast þannig að um 25 prósent
þjóðarinnar vantreysta blaðinu
nú. Davíð er hins vegar ekki af
baki dottinn og svarar fyrir sig
í leiðara á miðvikudag þar sem
hann þakkar lesendum traustið.
UMBI UTAN SKÝRSLU
n Þótt skýrsla sannleiksnefnd-
arinnar hafi hlotið almennt lof
eru þó uppi efasemdaraddir um
full heilindi nefndarinnar. Davíð
Oddsson, sem
úrkurðaður var
sekur um van-
rækslu, hefur
bent á meinta
vanhæfni
tveggja nefnd-
armanna. Í því
efni er bent á
Tryggva Gunn-
arsson, nefndarmann og um-
boðsmann Alþingis. Davíð telur
Tryggva hafa verið vanhæfan þar
sem tengdadóttir hans starfaði
hjá Fjármálaeftirlitinu. Í skýrsl-
unni er sama og ekkert fjallað um
árangur embættis umboðsmanns
sem á að vera eftirlitsaðili með
stjórnsýslunni. Einhverjir telja að
full ástæða hefði verið til að kanna
rækilega frammistöðu embætt-
isins.
KETTIR Í BÖND
n Reiknað er með að Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra
og Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra stokki rækilega upp
í ríkisstjórninni
á næstu vik-
um. Orðrómur
er uppi um að
Ögmundur Jón-
asson alþing-
ismaður sem
hrökk frá borði
ríkisstjórnar-
innar fari í frí
frá þingmennsku en komi síðan
sem fuglinn Fönix og verði ráð-
herra. Þar með er talið að Stein-
grímur komi böndum á „kettina“
í órólegu deildinni í VG og friður
umvefji kærleiksheimili Jóhönnu
og Steingríms. Ekki er ljóst hvenær
uppstokkun verður. Giskað er á að
hrókering verði fyrir sveitarstjórn-
arkosningar.
,,YOU AIN’T SEEN
NOTHING YET“
n Orð Ólafs Ragnars Grímsson-
ar, forseta Íslands, um afleiðing-
arnar af mögulegu eldgosi í Kötlu
vöktu mikla athygli á þriðjudag-
inn. Ýmsum
þótti einkenni-
legt að forsetinn
brygði sér í hlut-
verk véfréttar á
þennan hátt og
varaði heims-
byggðina við
Kötlugosi. Um-
mælin minntu
dálítið á orð
sem forsetinn lét falla í ræðu í
London árið 2005 þar sem hann
mærði íslensku útrásina. Þá sagði
Ólafur: „You ain’t seen nothing
yet,“ og mátti skilja hann sem svo
að Íslendingar væru aðeins rétt
byrjaðir á útrásinni. Þjóðremba
Ólafs Ragnars virðist nú hafa færst
frá útrásinni eftir hrunið og yfir á
náttúru Íslands.
SANDKORN Framtíð olíufélagsins N1 veltur nú alfarið á vilja Íslandsbanka sem er með félagið í
gjörgæslu. Bankinn ræður nú þegar yfir tæpum helmingi í Skeljungi og hefur ekki
mikinn áhuga á að bæta við sig öðru. Móðurfélagið BNT skuldaði Íslandsbanka um 30
milljarða króna. Hluthafar félagsins standa tæpt.
N1 Í GJÖRGÆSLU
ÍSLANDSBANKA
Íslandsbanki getur tekið yfir olíufélag-
ið N1 vegna skuldsetningar móðurfé-
lags þess, BNT, og stöðu þeirra félaga
sem standa að því. Þetta herma heim-
ildir DV. BNT og N1 eru enn formlega
í eigu Einars og Benedikts Sveinssona
og aðila þeim tengdum. Einn af heim-
ildarmönnum DV orðar samband
N1 og bankans sem svo að bankinn
sé með olíufélagið „í gjörgæslu“ um
þessar mundir.
Spurningin er hins vegar sú hvort
bankinn kæri sig um að taka olíufé-
lagið yfir og standa í rekstri á olíufé-
lagi. Bankinn á nú þegar 49 prósent
í Skeljungi sem hann eignaðist árið
2008 vegna sölutryggingar á félaginu
sem Pálma í Fons hafði verið veitt.
Bankinn sölutryggði olíufélagið á 8,7
milljarða í desember árið 2007 og seldi
51 prósent af því fyrir 1,5 milljarða í
ágúst 2008. Síðan þá hefur bankinn
haldið utan um minnihluta hlutafjár
í Skeljungi og hefur olíufélagið verið
bankanum til mikilla vandræða. Hlut-
ur bankans er nú í söluferli og er útséð
með að bankinn muni tapa enn meiru
á Skeljungi þegar hann verður seldur
á næstunni. Íslandsbanka þykir þess
vegna ekki fýsilegur kostur að taka yfir
annað olíufélag þó hann geti það út af
skuldastöðu félagsins. Bankinn hefur
hingað til frekar látið félagið borga af
skuldum sínum til bankans í stað þess
að taka það yfir.
30 milljarða skuldir
Samkvæmt skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis var BNT tólfti stærsti
skuldari Glitnis banka með rúmlega
30 milljarða króna skuldir við bank-
ann eftir hrunið árið 2008. Einar og
Benedikt áttu 7 prósenta hlut í Glitni
árið 2008 en höfðu átt stærri hluta þar
til í apríl 2007 þegar FL Group náði
yfirhendinni í bankanum. Þar til þá
var Einar jafnframt stjórnarformaður
bankans.
Útlánin til BNT og tengdra aðila,
N1 og fasteignafélags olíufélagsins,
Umtaks, námu tæpum 18 prósentum
af eiginfjárgrunni Glitnis á árunum
2007 og 2008. Hæst fór þetta hlutfall
upp í 20 prósent af eiginfjárgrunnin-
um í ársbyrjun 2006. Lánveitingarn-
ar til BNT og tengdra félaga voru því
hærri þegar Einar og tengdir aðilar
áttu stærri hlut í bankanum.
Erfitt er hins vegar að átta sig ná-
kvæmlega á stöðu BNT um þess-
ar mundir þar sem félagið hefur ekki
skilað ársreikningi síðan árið 2007.
Hluthafar N1 standa tæpt
Einstakir stórir hluthafar í BNT standa
einnig tæpt um þessar mundir. Eign-
arhaldsfélag Einars Sveinssonar, Hró-
mundur, tapaði tæplega sex millj-
örðum króna árið 2008, samkvæmt
ársreikningi félagsins. Félagið á með-
al annars hlut í fjárfestingafélaginu
Mætti sem hélt utan um eignarhlut í
BNT. Auk þess á félagið beinan eign-
arhlut í BNT, sem metinn er á rúman
hálfan milljarð króna í ársreikningn-
um.
Hrómundur varð fyrir frekari
skakkaföllum í maí árið 2009 þegar Ís-
landsbanki leysti til sín samanlagt 38
prósenta hlut Máttar, sem Hrómund-
ur á þriðjungshlut í, og eignarhaldsfé-
lagsins Nausts ehf. í flugfélaginu Ice-
landair - Máttur átti rúm 23 prósent í
Icelandair en Naust átti tæp 15 prósent.
Hafsilfur Eignarhaldsfélag, sem er
í eigu Benedikts Sveinssonar, tapaði
sömuleiðis rúmum tveimur milljörð-
um króna á árinu 2008, samkvæmt árs-
reikningi félagsins. Skuldir þess félags
nema tæpum 4 milljörðum króna og
voru rúmlega 3,5 milljarðar af þessum
skuldum á gjalddaga í fyrra.
Þrír stærstu hluthafarnir í BNT
standa því tæpt sömuleiðis og er fram-
tíð N1 nær alfarið í höndum Íslands-
banka nú um stundir.
INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
n Óþekktir hluthafar: 50 prósent (Þar af á Hrómundur hlut sem metinn er á 560
milljónir króna)
n Fjárfestingafélagið Máttur ehf. (Hrómundur 33 prósent, Hafsilfur 17 prósent,
aðrir hluthafar 50 prósent): 29 prósent
n Hafsilfur Eignarhaldsfélag ehf. (Benedikt Sveinsson): 21 prósent
Hluthafar í BNT samkvæmt Lánstrausti:
n „... fyrir utan um 130 milljóna
evra útlán frá Kaupþingi til Umtaks
fasteignafélags, sem sjá má á mynd
109, voru aðeins veruleg lán frá Glitni
til hópsins. Stærsti einstaki
lántakandi Glitnis var N1 en Fjárfest-
ingafélagið Máttur og BNT sjálft voru
einnig stórir lántakendur, með um
tæplega 100 milljóna evra lán hvort
við fall bankans. Sem hlutfall af eigin-
fjárgrunni bankans fóru heildarútlán
Glitnis til hópsins hæst í yfir 20% í
byrjun árs 2006 og voru tæp 15% við
fall bankans.“
BNT í skýrslunni:
Spurning um vilja
bankans Einar Sveinsson
er stærsti eigandi N1
og stjórnarformaður
félagsins. Hann var áður
stjórnarformaður Glitnis
en Íslandsbanki er nú með
félagið í gjörgæslu.
Stuðningsmannahópur mótmæl-
endanna níu, sem ríkið hefur ákært
fyrir aðför að Alþingi, undirbýr und-
irskriftasöfnun þeim til stuðnings.
Það eru vinir þeirra sem standa að
baki yfirlýsingunni og gefst almenn-
ingi kostur á að skrifa undir hana.
Við undirskrift er skorað á ríkið að
annaðhvort falla frá málinu eða
ákæra alla þá Íslendinga sem mót-
mæltu við þinghúsið í búsáhalda-
byltingunni.
Mótmælendunum er gefið að sök
að hafa gert aðför að Alþingi, brotist
inn í þinghúsið, valdið uppþoti og
ráðist á þingverði og lögreglumenn,
mánudaginn 8. desember 2008. Fari
málið á versta veg fyrir mótmæl-
endurna níu gætu þeir átt yfir höfði
sér 16 ára fangelsi sem er hámarks-
refsing en lágmarksrefsing er eitt ár.
Fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur
fór fram í síðustu viku þar sem verj-
endur fóru ýmist fram á sýknu eða
niðurfellingu málsins. Ekki liggur
fyrir hvort eða hvenær aðalmeðferð
málsins fer fram.
Með undirskriftasöfnuninni von-
ast stuðningsmennirnir til að sýna
fram á fáránleika dómsmálsins, sem
sé lítið annað en pólitískar ofsókn-
ar. Undirskriftasöfnunin er í fullum
undirbúningi og verður á næstunni
kynnt opinberlega þar sem almenn-
ingur verður hvattur til að sýna
mótmælendunum stuðning í verki.
Með því að skrifa undir yfirlýsing-
una skorar sá sem það gerir á ríkið
að ákæra sig fyrir aðför að Alþingi í
byltingunni eftir bankahrunið.
trausti@dv.is
Stuðningsmenn mótmælendanna níu undirbúa undirskriftasöfnun:
Biðja um að vera ákærðir
Mikill stuðningur Í síðustu viku var
mál ríkisins gegn níu mótmælendum
tekið fyrir og þangað mætti fjöldi fólks
til stuðnings hinum ákærðu.