Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 FRÉTTIR
UMDEILDUR ARI
n Þessa dagana er nokkuð rætt um
Ara Edwald, forstjóra fjölmiðlafyr-
irtækisins 365, meðal starfsmanna
félagsins. Ari er
ekki allra innan
365, eins og sagt
er, og þykir hann
á tíðum ganga
of langt við að
reyna að tengja
efnisval í miðlum
365 við auglýs-
ingar. Eins hafa
mannaráðningar Ara vakið nokkra
athygli og þá sérstaklega ráðning
hans á nýjum aðstoðarmanni sínum.
ER JÓN ÁSGEIR
RÁÐGJAFI STJÓRNAR?
n Annað sem mikið er pískrað
um innan 365 er hvort Jón Ásgeir
Jóhannesson, eigandi 365, sitji alla
stjórnarfundi félagsins sem ráðgjafi
og stýri í raun fundunum. Jón Ásgeir
hlaut dóm í Baugsmálinu árið 2008
og má þar af leiðandi, lögum sam-
kvæmt, ekki sitja í stjórnum félaga
næstu þrjú árin. Sagt er að hugsan-
legt sé að Jón Ásgeir þiggi laun fyrir
þessa ráðgjafarvinnu. Orðrómurinn
hefur ekki aukið á ánægju starfs-
manna 365 sem enn hafa ekki fengið
að vita hvaða huldumenn það voru
sem stóðu á bak við nýlega hlutafjár-
aukningu hjá félaginu.
LÚÐVÍK OG RÁÐ-
HERRADÓMURINN
n Þegar sú stórfrétt var sögð í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis að
Lúðvík Bergvinsson, fyrrverandi
þingmaður Samfylkingarinnar, hefði
þegið lánafyrir-
greiðslu upp
á rúmlega 750
milljónir króna í
íslenska banka-
kerfinu fyrir
hrunið rifjaðist
gömul frétt upp
fyrir minnugum.
Sagt var frá því
í fjölmiðlum í
byrjun febrúar í fyrra, eftir myndun
fyrri ríkisstjórnar Samfylkingar og
Vinstri grænna, að Lúðvík hefði ekki
fengið ráðherrastól út af fjármálum
sínum. Ráðamenn í Samfylkingunni
prísa sig líklega sæla nú, í kjölfar
skýrslunnar, að hafa tekið þessa
ákvörðun.
STEINUNN
STENDUR TÆPT
n Nánast hefði verið eðlilegt fyrir
Samfylkinguna að Lúðvík tæki sæti
í ríkisstjórninni þar sem makkað var
um myndun hennar á heimili Lúð-
víks í Gnitanesi í Reykjavík. Hann
var því einn innsti koppur í búri.
Nánast öruggt má telja að Lúðvík
hefði þurft að víkja af þingi ef hann
hefði ákveðið að bjóða sig fram aftur
vorið 2009. Lúðvík hefði þá orðið
annar samfylkingarmaðurinn til að
víkja í kjölfar skýrslunnar. Líklegt er
hins vegar að á næstunni muni það
falla Steinunni Valdísi Óskarsdóttur,
flokkssystur Lúðvíks, í skaut að
hætta á þingi þar sem þrýstingurinn
á hana út af styrkjamálinu hefur
leitt til endurtekinna mótmæla við
heimili hennar.
SANDKORN Það eru ekki bara þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem skulda háar fjárhæðir heldur líka
bæjarfulltrúar og framkvæmdastjóri flokksins, Jónmundur Guðmarsson. Í félagi við
Steinþór Jónsson, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, skuldar hann yfir fjóra milljarða í gegn-
um félagið Bergið ehf. Lánin voru veitt vegna hlutabréfakaupa í Sparisjóðabankanum.
JÓNMUNDUR
SKULDUGUR
Það eru ekki bara þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins sem koma illa
út varðandi lánaskuldir í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis held-
ur líka framkvæmdastjóri flokks-
ins og bæjarfulltrúar hans. Skuld
Jónmundar Guðmarssonar, fram-
kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins,
og Steinþórs Jónssonar, bæjarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
nesbæ, þegar bankahrunið varð var
rúmir fjórir milljarðar króna. Skuld-
in liggur inni í einkahlutafélagi
þeirra félaga, Berginu ehf., að því er
fram kemur í skýrslunni.
Skuldir þeirra félaga, í gegnum
Bergið, eru tilkomnar vegna lána-
töku fyrir kaupum á hlutabréfum
í Sparisjóðabankanum, sem áður
hét Icebank, hjá SPRON. Eftir að
Fjármálaeftirlitið tók yfir rekst-
ur bankans varð lán félagsins eft-
ir þar og eftir því sem DV kemst
næst liggur skuldin þar enn. Það
var vegna stöðu Steinþórs hjá Ice-
bank, en hann gegndi starfi vara-
formanns bankaráðs samkvæmt
skýrslu rannsóknarnefndarinnar,
sem Bergið fékk lánaða þessa fjóra
milljarða vegna bréfakaupa í sjálf-
um bankanum. Jónmundur á síðan
hlut í Berginu sem fékk þessa fjár-
muni lánaða.
Bætast í hópinn
Þar með bætast Jónmundur og
Steinþór í vaxandi hóp sjálfstæðis-
manna sem eru í vanda þessa dag-
ana. Flokkurinn er varaformanns-
laus eftir að Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir sagði af sér embætt-
inu um síðustu helgi vegna lána-
skulda hennar sem tengjast eigin-
manni hennar, handboltahetjunni
og fyrrverandi bankayfirmanninum
Kristjáni Arasyni. Skuldirnar nema
tæpum tveimur milljörðum króna.
Hún er þó ekki efst á skuldalista
þingmanna Sjálfstæðisflokksins
því Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi
forseti Alþingis, trónir á toppnum
með hátt í fjögurra milljarða skuld.
Þá hefur Bjarni Benediktsson,
formaður flokksins, verið í fullu
starfi við að verja aðkomu sína að
viðskiptalífinu undanfarin ár, til að
mynda viðskiptasamband sitt við
Milestone-bræður og útlandaboðs-
ferðir í einkaþotum. Hann segist
enga ástæðu sjá til afsagnar af sinni
hálfu.
Undirmaður Bjarna, þingmað-
urinn Illugi Gunnarsson, sá aftur á
móti ástæðu til afsagnar vegna að-
komu sinnar að peningamarkaðs-
sjóði Glitnis, svokölluðum Sjóði 9.
Hann var stjórnarmaður í sjóðnum
og málefni hans eru til skoðunar hjá
sérstökum saksóknara.
Miklar skuldir
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
þurfa að svara fyrir eitt og annað
en það þurfa bæjarfulltrúar flokks-
ins líka að gera. Oddviti flokksins í
Kópavogi, þingmaðurinn Ármann
Kr. Ólafsson, skuldaði 250 milljónir
króna í bönkunum við hrun þeirra
síðla árs 2008. Hann hefur sjálfur
svarað því til að tölurnar séu gaml-
ar og staða hans í dag sé allt önnur
og betri.
Þá fékk áðurnefndur Steinþór,
bæjarfulltrúi flokksins í Reykjanes-
bæ, lánaða rúma fjóra milljarða fyr-
ir hlutabréfkaupum í Sparisjóða-
bankanum. Þá fékk hann lánaða
í gegnum Bergið og á Jónmundur
framkvæmdastjóri hlut í félaginu.
Það viðurkenndi hann í samtali
við DV í fyrra og við sama tækifæri
sagði hann lántökurnar eðlilegar.
Aðspurður segist Steinþór ekki
hafa fengið uppfærða stöðu á um-
ræddu láni en segir lánið ekki í van-
skilum. „Við sem fjárfestar greidd-
um 1/3 af kaupverði sem eigið fé
eins og aðrir. Annað hefur ekki ver-
ið greitt en lánið er ekki í vanskil-
um og ekkert hefur verið afskrifað.
Eigendur hafa ekki hist nýlega til að
ræða framhaldið en ljóst er að við
sem kaupendur og fjárfestar ríðum
ekki feitum hesti frá þessum kaup-
um frekar en aðrir. Ég lít sjálfur á að
eigið fé sem ég lagði i félagið sem og
allra annarra eiganda Bergsins sé
að fullu tapað,“ segir Steinþór.
Við vinnslu fréttarinnar var leit-
að viðbragða hjá Jónmundi en án
árangurs.
Annað hefur ekki verið greitt
en lánið er ekki í van-
skilum og ekkert hefur
verið afskrifað.
Sólveig Pétursdóttir 3.635 milljónir
Þorgerður K. Gunnarsdóttir 1.683 milljónir
Herdís Þórðardóttir 1.020 milljónir
Ármann Kr. Ólafsson 248 milljónir
Bjarni Benediktsson 174 milljónir
Ásta Möller 141 milljón
Ólöf Nordal 113 milljónir
Skuldir sjálfstæðismanna í bönkunum
Ógreiddar skuldir? DV leitaði svara hjá Jónmundi og Steinþóri um stöðu
lánanna en hjá hvorugum þeirra fengust svör.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Árétting
Í nýlegri frétt DV um bág kjör Ásu
Hjálmarsdóttur var ofsagt að hún
svæfi í sófa í stofu í íbúð sinni.
Þá hefði ranglega mátt túlka af
fréttinni að hún væri skjólstæð-
ingur Fjölskylduhjálpar Íslands,
sem hún er ekki. Það leiðrétt-
ist hér með og er Ása beðin vel-
virðingar á þessu. Þess ber að
geta að fréttin er unnin upp úr
samtali blaðamanns við Ásu en
misskilningur kom upp milli Ásu
og blaðamanns um að frétt yrði
skrifuð upp úr samtalinu. Það
var ekki ætlun DV að birta frétt
gegn hennar vilja og er Ása beðin
velvirðingar á því. Það var heldur
ekki ætlun DV að valda Ásu ama
vegna fréttarinnar og er hún beð-
in velvirðingar á því.
Íslenska ríkið hefur yfirtekið Spari-
sjóð Keflavíkur samkvæmt heimild-
um DV og er þar með orðinn stærsti
stofnfjárhluthafi sparisjóðanna. Boð-
að hefur verið til starfsmannafundar
klukkan 8 í dag þar sem þetta verður
kynnt fyrir starfsmönnum.
Yfirtaka ríkisins á Sparisjóði Kefla-
víkur, sem DV.is greindi frá fyrstur
fjölmiðla í gærkvöldi, er til komin eft-
ir að íslenska ríkið gerði kröfuhöfum
tilboð um að þeir felldu niður stóran
hluta krafna sinna gegn því að ríkið
kæmi inn með 12 milljarða króna í
sjóðinn á grundvelli neyðarlaganna.
Reikna má með að ríkið leggi á annan
tug milljarða í yfirtöku sína á sjóðn-
um.
Ríkið er þar með orðið langstærsti
eigandi sjóðsins sem er með af-
greiðslustaði í sextán bæjarfélögum.
Endirskipulagning íslenska spari-
sjóðakerfisins hefur staðið yfir nær
sleitulaust frá bankahruninu haust-
ið 2008 en hefur dregist vegna erf-
iðleika við að klára mál tengd Byr
og Sparisjóði Keflavíkur. Ríkið hefur
heimild til að leggja sparisjóðnum
til nýtt stofnfé með það að markmiði
að tryggja rekstur hans til framtíðar
samkvæmt neyðarlögunum sem sett
voru í hruninu.
Stjórn sjóðsins hefur vikið og hef-
ur bráðabirgðastjórn verið skipuð yfir
honum. Starfsemi Sparisjóðs Kefla-
víkur mun halda áfram í óbreyttri
mynd og innstæður eru tryggðar.
Það var krafa Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, samkvæmt skýrslu AGS sem
birt var á fimmtudag, að ef kröfuhaf-
ar og stofnfjáreigendur Sparisjóðs
Keflavíkur myndu ekki taka tilboði
íslenska ríkisins sem talað er um hér
að ofan, yrði gripið til aðgerða til að
vernda innstæðueigendur að fullu.
Endurskipulagningarferlinu bæri að
ljúka fyrir lok maí enda hefur það
dregist mikið. Nú hefur dregið til
tíðinda og ríkið komið að Sparisjóði
Keflavíkur.
Telja má víst að stofnfjáreigend-
ur taki á sig talsverðan skell vegna
þessarar ákvörðunar íslenskra stjórn-
valda. mikael@dv.is
Ríkið hefur nýtt heimild til að leggja sparisjóðnum til nýtt stofnfé.
Sparisjóður Keflavíkur til ríkisins
Til ríkisins Íslenska ríkið hefur yfirtekið
Sparisjóð Keflavíkur. Breytingarnar verða
kynntar starfsmönnum á fundi í dag.