Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 48
RUGELEY-EITURBYRLARINN William Palmer fæddist í Rugeley í Staffordskíri á Englandi og fékk síðar nafngiftina Rugely-eiturbyrlarinn. Palmer lifði hátt, stundaði læknisnám sem þó var ítrekað litað ásökunum um fjárstuld auk þess sem hann var nafntogaður flagari. Palmer endaði ævi sína í gálganum í Stafford og vakti mál hans þvílíka athygli að færri komust að en vildu til að sjá hann hanga. Lesið um Rugeley-eiturbyrlarann í næsta helgarblaði DV. ORÐ GUÐS OG VERK SATANS Í 21 ár hjóluðu Stéphane Moitoiret og Noëlla Hégo um Belgíu og Frakkland. Þau betluðu nætursnarl og gistingu í hverri sókn sem þau kom í. Parið sagðist vera á guðs vegum og vakti athygli hvar sem það kom. Í raun grunaði engan að þau væru hættuleg enda sögðust þau færa fólki frið í Jesú nafni. Unga parið sem til fjölda ára hafði hjólað um Belgíu og Frakkland vakti alls staðar athygli. Hvar sem það kom beiddist það gistingar og einhverra matvæla. Reyndar var það svo að þorpsbúar víðast hvar vildu lítið hafa saman við Stéphane Moitoiret og Noëllu Hégo að sælda. Þeir kærðu sig ekki um að drekka dús með fólki sem engu eyddi og virtist helst vilja fá allt fyrir ekkert. Engu að síður tókst Stéphane og Noëllu að þvælast um í rúmlega tut- tugu ár. Opnunarkveðja Stéphanes var alla jafna: „Við færum ykkur frið Jesú. Guð hefur látið okkur fá verk- efni í fátækt okkar.“ Stéphane hafði yfirleitt orð fyr- ir þeim og hafði æft í þaula það sem hann hugðist segja. Ný ræða var flutt í hverju þorpi. Stundum voru hann og Noëlle pílagrímar frá Belgíu. Stundum var hann stjórn- andi guðlegrar vegferðar. Stundum var tilgangur ferðar þeirra að safna fyrir eitthvert gott málefni. Á stund- um var Noëlla jafnvel „auðugri en allt franska ríkið“ og þau könnuðu ný lönd þar sem þau hugðust reisa verksmiðjur sínar. Stéphane og Noëlla komu þorpsbúum svo spánskt fyrir sjónir að það var alvanalegt að haft væri samband við næsta þorp og emb- ættismenn þar látnir vita að parið væri væntanlegt. Ain, Jons, Lagnieu Á heitum sumardegi árið 2008 komu Stépahane og Noëlla til Ain í Mið-Frakklandi. Líkt og venjan var gaf Stéphane sig á tal við einhvern þorpsbúann, sem í þessu tilviki var miðaldra kona. Stéphane hóf ræðu sína sem miðaði, eins og ávallt, að því að fá næturgistingu og snarl. Konan benti Stéphane á prestsbú- staðinn, en skyndilega hristi Sté- phane höfuðið; hann hafði skipt um skoðun. Stéphane vildi nú fara til næsta þorps, Jons, sem var í um átta kíló- metra fjarlægð. Einhverra hluta vegna fékk konan þá hugmynd að fá ættingja sinn, Eric, til að skutla skötuhjúunum þann spöl. Eric skildi við Stéphane og Noëllu í Jons og þau fengu gistingu í safnaðarheimilinu. Næstu dögum eyddu þau við að komast til þorps- ins Lagnieu í fjörutíu kílómetra fjar- lægð frá Jons, og ekki langt frá Lyon. Þegar þangað kom, eftir að þau höfðu komið sér fyrir í herbergi í safnaðarheimilinu, brá Stéphane sér út en Noëlla hélt sig inni við. Ungur drengur á reiðhjóli Fyrr um daginn hafði hlaupið á snærið hjá hjónunum Véronique og Jean-Pierre Crémault. Jean-Pier- re hafði verið án atvinnu í níu mán- uði en hafði loks boðist atvinna. Einn galli var þó á gjöf Njarðar því Véronique vann í verslun í þorp- inu og einhver þurfti að hafa auga með Valentin, ellefu ára syni þeirra hjóna. Vandamálið leystist þegar vina- hjón Crémault-hjónanna, Michel Pernot og kona hans, sem bjuggu ekki langt frá buðust til að sjá um Valentin; hann gæti meira að segja gist hjá þeim. Valentin þóttist himin hönd- um hafa tekið því á heimili Per- not-hjónanna var til reiðhjól sem enginn notaði og þar sem hann átti ekkert slíkt hjólaði hann upp og niður brekkuna við heimili Pernot- hjónanna, syngjandi af gleði langt fram á kvöld. Það var ekki fyrr en um miðnæt- urbil sem Michel Perot gerði sér grein fyrir því að söngurinn í Val- entin hafði hljóðnað. Michel fór út og skimaði eftir drengnum en hann var hvergi að sjá. Skelfing í brostnum augum Michel safnaði saman nokkrum ná- grönnum og eins og fyrir tilviljun rambaði hópurinn fljótlega á rétta slóð. Reiðhjólið lá þvert yfir veginn og skammt frá fundust sandalar Valentins ataðir fersku blóði. Örfáum metrum fjær fannst lík- ið af Valentin. Höfuð hans var þakið blóði og þrátt fyrir rökkrið var hægt að sjá skelfinguna sem skein úr brostnum augum drengsins. Tveimur klukkustundum síðar bar lögregluna að garði á heimili Crémault-hjónanna og var hjónun- um sagt að við fyrstu sýn virtist sem Valentin hefði verið bitinn til dauða af hundi. Innan skamms kom í ljós að það mat átti ekki við rök að styðj- ast því Valentin hafði verið stung- inn 44 sinnum. Hann hafði reynt að verjast en hafði hnigið niður og skreiðst eftir veginum þar til honum blæddi út. Eins og oft vill verða beindi lög- reglan sjónum sínum að foreldr- um drengsins, en seint og um síð- ir varð ljóst að þau áttu enga sök í málinu. Einnig beindist áhugi lög- reglunnar, um tíma, að belgískum karlmanni sem hafði stungið sjálf- an sig í kviðinn þar sem hann sat að sumbli á bar í nærliggjandi þorpi. Ekkert bendlaði hann við morðið á Valentin. Frásagnir af undarlegu pari Þegar þar var komið sögu gáfu sig fram vitni eitt af öðru og öll höfðu sitthvað að segja af undarlegu pari sem orðið hafði á vegi þeirra. Nokkrir höfðu séð Stéphane Moit- oiret einan á gangi í næturhúm- inu og kona hafði á orði að ásýnd hans hefði verið hrollvekjandi. Sté- phane sást einnig á upptöku úr eft- irlitsmyndavél við banka. Upp úr miðnætti hafði sést til hans þegar hann kom aftur á safn- aðarheimilið og lagaði blóð af höndum hans og fatnaðurinn var rauður af dreyra. Noëlla bjó um sár á höndum hans og hann skipti um föt. Áður en þau gengu til náða sagði Stéphane Noëllu að hann hefði orðið ungum dreng að bana, litlum dreng sem varðist hetjulega, og hann hefði skilið eftir sig blóð úti um allt. Í dagrenningu lögðu þau af stað til næsta þorps og notaði Stéphane tækifærið og losaði sig við blóðug- an fatnað sinn. Kennsl borin á Stéphane Lögreglunni hafði tekist að ná líf- sýni úr morðingjanum af fatnaði Valentins og lét hún útbúa teikn- ingu af þeim undarlega manni sem fólk hafði séð. Viku eftir morð- ið komu Stéphane og Noëlle til þorpsins Cheyrlard í Ardéche og vöktu strax athygli þorpsbúa. Maður einn sem sat og sötraði kaffi gjóaði á þau augunum yfir dagblaðið sem hann var að lesa og sá fljótlega ákveðin líkindi með Stéphane og teikningunni sem lögreglan hafði dreift. En þegar maðurinn gerði lögreglunni við- vart hafði parið undarlega yfirgef- ið þorpið. Skötuhjúin komust þó ekki langt og náði lögreglan þeim skammt fyrir utan þorpið. Blóðugu fötin sem Stéphane hafði fleygt höfðu fundist og líf- sýni úr honum sýndu að hann hafði verið á morðstaðnum. Engu að síður neitaði hann að eiga aðild að morðinu. Stéphane var ákærður fyrir morðið á Valentin og Noëlla var ákærð fyrir aðild að því, meðal annars fyrir að hafa reynt að farga sönnunargögnum. Sex óleyst mál Á meðan Stéphane og Noëlle voru á bak við lás og slá rakti lögreglan slóð þeirra um Evrópu síðastlið- ið 21 ár. Sú rannsókn leiddi í ljós að hugsanlega væri Valentin ekki fyrsta fórnarlamb þeirra. Rykið var dustað af gömlum skýrslum og brátt lágu á borði lögreglunnar sex óleyst mál sem öll mátti rekja til tíma og staðar sem féllu að ferða- lagi parsins. Þar var að finna morð á tveimur stúlkum, klæðskipt- ingi, háskólastúdent og presti. Öll höfðu fórnarlömbin verið stungin til bana. Eins og við var að búast bar Stéphane því við að hann ætti við geðræn vandamál að stríða og því óvíst hvort hann verður nokkurn tímann dreginn til ábyrgðar vegna morðsins á hinum ellefu ára Valen- tin. UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON, kolbeinn@dv.is 48 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 SAKAMÁL Áður en þau gengu til náða sagði Stéphane Noëllu að hann hefði orðið ungum dreng að bana, litlum dreng sem varð- ist hetjulega, og hann hefði skilið eftir sig blóð úti um allt. Valentin Varðist morðingjanum hetjulega. Stéphane Moitoiret Verk hans áttu lítið skylt frið Jesú Krists. Noëlla Hégo Var ákærð fyrir að hylma yfir glæp og fjarlægja sönnunargögn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.