Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 28
VILBORG OG
MATTHÍAS
Að venju býður Rithöfundasamband
Íslands upp á bókmenntadagskrá
á Degi bókarinnar sem er í dag, 23.
apríl. Að þessu sinni er hún helguð
skáldunum Vilborgu Dagbjarts-
dóttur og Matthíasi Johannessen
sem bæði fagna áttræðisafmæli á
yfirstandandi ári. Leikarar munu
bregða ljósi á höfundarverk þeirra
og lífshlaup þar sem ljóðum er flétt-
að saman við samtöl við skáldin í
tímans rás. Þá mun Kvennakór við
Háskóla Íslands flytja lög sem samin
hafa verið við ljóð skáldanna. Dag-
skráin er öllum opin og hefst klukk-
an 20 í Iðnó.
UM HELGINA
SIGURÐUR A. HEIÐRAÐUR Sýning til
heiðurs Sigurði A. Magnússyni, rithöfundi, þýðanda og
gagnrýnanda, verður opnuð í Þjóðmenningarhúsinu
á laugardaginn. Yfirskrift sýningarinnar er Í ljósi næsta
dags og fer fram í bóksal hússins. Erindi við opnunina
flytja meðal annarra Ástráður Eysteinsson, Jóhanna K.
Eyjólfsdóttir og Pétur Gunnarsson. Sýningin stendur til
15. janúar á næsta ári.
BARNA- OG
UNGLINGABÓK-
MENNTAHÁTÍÐ
Fimmta alþjóðlega barna- og
unglingabókmenntahátíðin sem
kennd er við Vatnsmýrina er
þessa dagana haldin í Norræna
húsinu undir yfirskriftinni Mynd-
ir úti í mýri. Þema hátíðarinn-
ar er myndskreyttar bækur fyrir
börn og unglinga og tengsl texta
og myndskreytinga. Gestir eru
íslenskir og erlendir fræðimenn,
rithöfundar og myndskreytar.
Opin dagskrá verður í Norræna
húsinu nú um helgina. Nánari
upplýsingar á myrin.is.
28 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 FÓKUS
Íslensku þýðingarverðlaunin afhent á Gljúfrasteini í sjötta sinn:
ÞÝÐINGARVERÐLAUN AFHENT
VILLIDÝR / PÓLITÍK
FRUMSÝND
Uppistandssýningin Villidýr / Pólitík
verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu
á laugardaginn. Sýningin byggir á
tveimur vinsælustu uppistandssýn-
ingum Bretlands fyrr og síðar, Ani-
mals annars vegar og Politics hins
vegar, en höfundur þeirra beggja er
snillingurinn Ricky Gervais. Hann
sló sem kunnugt er rækilega í gegn
sem höfundur og aðalleikari The
Office-þáttanna, sem eru einhverjir
vinsælustu og verðlaunuðustu sjón-
varpsþættir síðari ára. Það eru þeir
Radíusbræður, Davíð Þór og Steinn
Ármann, sem leiða saman hesta sína
á ný í íslensku útgáfunni af þessum
víðfrægu uppistandssýningum; fyrir
hlé er það Pólitík með Davíð Þór og
eftir hlé er það Villidýr með Steini
Ármanni.
Íslensku þýðingarverðlaunin verða
afhent á Gljúfrasteini í dag, á Degi
bókarinnar, í sjötta sinn. Tilnefnd eru
Elísa Björg Þorsteinsdóttir fyrir Mála-
vexti eftir Kate Atkinson, Guðbergur
Bergsson fyrir Öll dagsins glóð – safn
portúgalskra ljóða 1900–2008, Krist-
ján Árnason fyrir Ummyndanir eftir
Óvíd, María Rán Guðjónsdóttir fyr-
ir Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falc-
ones og Sigurður Karlsson fyrir Yfir
hafið og í steininn eftir Tapio Koivu-
kari. Þess má geta að Kristján fékk
Menningarverðlaun DV fyrir þýð-
ingu sína í mars síðastliðnum. Í fyrra
féllu Íslensku þýðingarverðlaunin
Hjörleifi Sveinbjörnssyni í skaut fyrir
þýðingu hans á bókinni Apakóngur á
Silkiveginum – sýnisbók kínverskrar
frásagnarlistar frá fyrri öldum.
Það er Bandalag þýðenda og túlka
sem stendur að verðlaununum í
samstarfi við Rithöfundasamband
Íslands og Félag íslenskra bókaút-
gefenda. Menntamálaráðherra af-
hendir verðlaunin og hefst athöfnin
klukkan 11. Í dómnefndinni að þessu
sinni sátu áðurnefndur Hjörleifur,
Steinunn Inga Óttarsdóttir og Þórdís
Gísladóttir.
Við sama tækifæri, eða klukkan
12, hyggst stjórn Gljúfrasteins stofna
Vinafélag Gljúfrasteins. Tilgangur fé-
lagsins er að veita safninu stuðning
og aðstoð og að efla vitund um arf
Halldórs Laxness og mikilvægi hans.
Vinafélagið verður opið öllum þeim
sem áhuga hafa á skáldinu og starf-
seminni á Gljúfrasteini.
Guðbergur Bergsson Tilnefndur fyrir
bókina Öll dagsins glóð – safn portú-
galskra ljóða 1900-2008.
„Ég hef nú verið að vinna við þetta í
sextíu ár bráðum og maður finnur sér
auðvitað upp einhverjar aðferðir við
hvert verkefni. Þó er náttúrlega margt
líkt í því hvernig maður ber sig að,“
segir Erlingur þegar hann er spurð-
ur um undirbúning sinn fyrir hlut-
verk Jóns sterka í Íslandsklukkunni.
Leikarinn er staddur heima hjá sér á
Laufásveginum. Klukkan er að ganga
fjögur á miðvikudegi, daginn fyrir
frumsýningu. Erlingur lauk þriggja
tíma langri æfingu klukkan þrjú og fer
svo á lokaæfinguna klukkan sex.
„En þetta er mikil félagsvinna,
mikið samstarf. Það er bæði kostur-
inn og vandinn við að vinna í leikhúsi,
að maður er í samstarfi við svo marga.
Og allt spillist ef ekki gengur allt upp á
öllum stöðum.“
Fyrstu æfingarnar fóru fram í
febrúar, en þá aðeins í stuttan tíma,
og hófust svo af fullum krafti í mars.
„Þetta hefur gengið bara ágætlega.
Þetta tekur náttúrlega sinn tíma, þetta
er stór sýning og í mörg horn að líta.
En allt hefur gengið sæmilega held ég.
Það er aðalæfing í kvöld og við hugs-
um okkur gott til frumsýningarinnar
á morgun.“
Bitlingur fyrir fangavarðarstarf
Hvernig karl er Jón sterki?
„Hann er venjulegur sveitamaður úr
Kjósinni sem fær einhvern bitling fyr-
ir að verða fangavörður á Þingvöll-
um þar sem menn eru dæmdir fyrir
óknytti, þjófnað og glæpi ýmiss konar
og fá alls konar dóma. Hann er sveita-
maður sem fær smá aukavinnu. Í dag
lenda menn í vegavinnu kannski, ég
veit það ekki,“ segir Erlingur í léttum
dúr. Í upphafssenunni leikur hann
bónda í Bláskógaheiðinni. Svo snýr
hann sér að Kjósarmanninum sterka.
„Þessir karakterar eru náttúrlega
allir úr bókinni og hver sem les bók-
ina smíðar sér sinn karakter í hugan-
um. Þetta er mikið safn af fólki sem
kemur fyrir í þessum þremur verkum
– Íslandsklukkunni, Hinu ljósa mani
og Eldi í Kaupinhafn.“
Veistu hvort Halldór Laxness hafi
verið með fyrirmynd að Jóni eins og
svo mörgum persóna sögunnar?
„Það var sjálfsagt þannig. Halldór
Laxness skrifaði hann sjálfsagt ekki út
í bláinn. Höfundur þekkti margt fólk
og hitti marga og sjálfsagt frá því hann
Starfsferill Erlings Gíslasonar í leiklistinni spannar tæpa sex
áratugi, eða næstum því jafnlangan tíma og Þjóðleikhúsið hef-
ur verið starfandi. Erlingur leikur í nýrri uppfærslu á Íslands-
klukkunni sem frumsýnd var á Stóra sviði Þjóðleikhússins
í gær, sumardaginn fyrsta, en um er að ræða afmælissýningu
leikhússins. Sonur hans, Benedikt, leikstýrir uppfærslunni.
KANNSKI ÍSLAND
hafi tapast í spilum