Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 28
VILBORG OG MATTHÍAS Að venju býður Rithöfundasamband Íslands upp á bókmenntadagskrá á Degi bókarinnar sem er í dag, 23. apríl. Að þessu sinni er hún helguð skáldunum Vilborgu Dagbjarts- dóttur og Matthíasi Johannessen sem bæði fagna áttræðisafmæli á yfirstandandi ári. Leikarar munu bregða ljósi á höfundarverk þeirra og lífshlaup þar sem ljóðum er flétt- að saman við samtöl við skáldin í tímans rás. Þá mun Kvennakór við Háskóla Íslands flytja lög sem samin hafa verið við ljóð skáldanna. Dag- skráin er öllum opin og hefst klukk- an 20 í Iðnó. UM HELGINA SIGURÐUR A. HEIÐRAÐUR Sýning til heiðurs Sigurði A. Magnússyni, rithöfundi, þýðanda og gagnrýnanda, verður opnuð í Þjóðmenningarhúsinu á laugardaginn. Yfirskrift sýningarinnar er Í ljósi næsta dags og fer fram í bóksal hússins. Erindi við opnunina flytja meðal annarra Ástráður Eysteinsson, Jóhanna K. Eyjólfsdóttir og Pétur Gunnarsson. Sýningin stendur til 15. janúar á næsta ári. BARNA- OG UNGLINGABÓK- MENNTAHÁTÍÐ Fimmta alþjóðlega barna- og unglingabókmenntahátíðin sem kennd er við Vatnsmýrina er þessa dagana haldin í Norræna húsinu undir yfirskriftinni Mynd- ir úti í mýri. Þema hátíðarinn- ar er myndskreyttar bækur fyrir börn og unglinga og tengsl texta og myndskreytinga. Gestir eru íslenskir og erlendir fræðimenn, rithöfundar og myndskreytar. Opin dagskrá verður í Norræna húsinu nú um helgina. Nánari upplýsingar á myrin.is. 28 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 FÓKUS Íslensku þýðingarverðlaunin afhent á Gljúfrasteini í sjötta sinn: ÞÝÐINGARVERÐLAUN AFHENT VILLIDÝR / PÓLITÍK FRUMSÝND Uppistandssýningin Villidýr / Pólitík verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Sýningin byggir á tveimur vinsælustu uppistandssýn- ingum Bretlands fyrr og síðar, Ani- mals annars vegar og Politics hins vegar, en höfundur þeirra beggja er snillingurinn Ricky Gervais. Hann sló sem kunnugt er rækilega í gegn sem höfundur og aðalleikari The Office-þáttanna, sem eru einhverjir vinsælustu og verðlaunuðustu sjón- varpsþættir síðari ára. Það eru þeir Radíusbræður, Davíð Þór og Steinn Ármann, sem leiða saman hesta sína á ný í íslensku útgáfunni af þessum víðfrægu uppistandssýningum; fyrir hlé er það Pólitík með Davíð Þór og eftir hlé er það Villidýr með Steini Ármanni. Íslensku þýðingarverðlaunin verða afhent á Gljúfrasteini í dag, á Degi bókarinnar, í sjötta sinn. Tilnefnd eru Elísa Björg Þorsteinsdóttir fyrir Mála- vexti eftir Kate Atkinson, Guðbergur Bergsson fyrir Öll dagsins glóð – safn portúgalskra ljóða 1900–2008, Krist- ján Árnason fyrir Ummyndanir eftir Óvíd, María Rán Guðjónsdóttir fyr- ir Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falc- ones og Sigurður Karlsson fyrir Yfir hafið og í steininn eftir Tapio Koivu- kari. Þess má geta að Kristján fékk Menningarverðlaun DV fyrir þýð- ingu sína í mars síðastliðnum. Í fyrra féllu Íslensku þýðingarverðlaunin Hjörleifi Sveinbjörnssyni í skaut fyrir þýðingu hans á bókinni Apakóngur á Silkiveginum – sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum. Það er Bandalag þýðenda og túlka sem stendur að verðlaununum í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaút- gefenda. Menntamálaráðherra af- hendir verðlaunin og hefst athöfnin klukkan 11. Í dómnefndinni að þessu sinni sátu áðurnefndur Hjörleifur, Steinunn Inga Óttarsdóttir og Þórdís Gísladóttir. Við sama tækifæri, eða klukkan 12, hyggst stjórn Gljúfrasteins stofna Vinafélag Gljúfrasteins. Tilgangur fé- lagsins er að veita safninu stuðning og aðstoð og að efla vitund um arf Halldórs Laxness og mikilvægi hans. Vinafélagið verður opið öllum þeim sem áhuga hafa á skáldinu og starf- seminni á Gljúfrasteini. Guðbergur Bergsson Tilnefndur fyrir bókina Öll dagsins glóð – safn portú- galskra ljóða 1900-2008. „Ég hef nú verið að vinna við þetta í sextíu ár bráðum og maður finnur sér auðvitað upp einhverjar aðferðir við hvert verkefni. Þó er náttúrlega margt líkt í því hvernig maður ber sig að,“ segir Erlingur þegar hann er spurð- ur um undirbúning sinn fyrir hlut- verk Jóns sterka í Íslandsklukkunni. Leikarinn er staddur heima hjá sér á Laufásveginum. Klukkan er að ganga fjögur á miðvikudegi, daginn fyrir frumsýningu. Erlingur lauk þriggja tíma langri æfingu klukkan þrjú og fer svo á lokaæfinguna klukkan sex. „En þetta er mikil félagsvinna, mikið samstarf. Það er bæði kostur- inn og vandinn við að vinna í leikhúsi, að maður er í samstarfi við svo marga. Og allt spillist ef ekki gengur allt upp á öllum stöðum.“ Fyrstu æfingarnar fóru fram í febrúar, en þá aðeins í stuttan tíma, og hófust svo af fullum krafti í mars. „Þetta hefur gengið bara ágætlega. Þetta tekur náttúrlega sinn tíma, þetta er stór sýning og í mörg horn að líta. En allt hefur gengið sæmilega held ég. Það er aðalæfing í kvöld og við hugs- um okkur gott til frumsýningarinnar á morgun.“ Bitlingur fyrir fangavarðarstarf Hvernig karl er Jón sterki? „Hann er venjulegur sveitamaður úr Kjósinni sem fær einhvern bitling fyr- ir að verða fangavörður á Þingvöll- um þar sem menn eru dæmdir fyrir óknytti, þjófnað og glæpi ýmiss konar og fá alls konar dóma. Hann er sveita- maður sem fær smá aukavinnu. Í dag lenda menn í vegavinnu kannski, ég veit það ekki,“ segir Erlingur í léttum dúr. Í upphafssenunni leikur hann bónda í Bláskógaheiðinni. Svo snýr hann sér að Kjósarmanninum sterka. „Þessir karakterar eru náttúrlega allir úr bókinni og hver sem les bók- ina smíðar sér sinn karakter í hugan- um. Þetta er mikið safn af fólki sem kemur fyrir í þessum þremur verkum – Íslandsklukkunni, Hinu ljósa mani og Eldi í Kaupinhafn.“ Veistu hvort Halldór Laxness hafi verið með fyrirmynd að Jóni eins og svo mörgum persóna sögunnar? „Það var sjálfsagt þannig. Halldór Laxness skrifaði hann sjálfsagt ekki út í bláinn. Höfundur þekkti margt fólk og hitti marga og sjálfsagt frá því hann Starfsferill Erlings Gíslasonar í leiklistinni spannar tæpa sex áratugi, eða næstum því jafnlangan tíma og Þjóðleikhúsið hef- ur verið starfandi. Erlingur leikur í nýrri uppfærslu á Íslands- klukkunni sem frumsýnd var á Stóra sviði Þjóðleikhússins í gær, sumardaginn fyrsta, en um er að ræða afmælissýningu leikhússins. Sonur hans, Benedikt, leikstýrir uppfærslunni. KANNSKI ÍSLAND hafi tapast í spilum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.