Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Side 44
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is Guðmundur Sigurðsson HÚSASMÍÐAMEISTARI Í KÓPAVOGI Guðmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði 1948 og varð húsa- smíðameistari árið 1951. Guðmundur starfaði við hús- byggingar á árunum 1944-75. Hann gerðist þá húsvörður í Víg- hólaskóla í Kópavogi og starfaði þar í fjögur ár. Guðmundur hefur á síðustu árum verið að höggva út fígúrur úr trédrumbum. Þessum tréskúlp- túrum hans hefur verið tekið fagn- andi en þeir prýða nú fjölda garða og sumarbústaðalóða. Fjölskylda Guðmundur kvæntist Ólöfu Dóm- hildi Jóhannsdóttur, f. 27.7. 1930, húsmóður og fyrrv. starfsleiðbein- anda. Hún er dóttir Jóhanns Karls- sonar, f. 1903, d. 1979, forstjóra í Reykjavík og í Hveragerði, og Unn- ar Ólafsdóttur, f. 1908, d. 1964, hús- móður. Börn Guðmundar og Ólafar eru Aldís, f. 20.2. 1950, sálfræðing- ur og kennari við MH, gift Jörgen Pind, prófessor í sálfræði við HÍ, og eiga þau þrjú börn; Jóhann, f. 13.4. 1952, húsasmíðameistari og hús- vörður, var kvæntur Pálínu Geir- harðsdóttur og eiga þau þrjú börn; Sigurður, f. 1954, d. 1955; Ólafur, f. 23.4. 1959, barnageðlæknir og yfirlæknir á Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans - háskóla- sjúkrahúss, kvæntur Sigríði Eyj- ólfsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau þrjú börn. Systkini Guðmundar: Sigurjón Sigurðsson, nú látinn, kaupmaður í Reykjavík; Kristinn Sigurðsson, f. 31.8. 1914, d. 18.1 1997, húsasmið- ur í Reykjavík; Guðfinna Sigurð- ardóttir, f. 12.2. 1918, d. 21.6.1937; Svavar Sigurðsson, f. 8.10. 1920, nú látinn, vélvirki í Reykjavík. Hálfsystkini Guðmundar, sam- mæðra: Ólafur Jónasson, f. 1.3. 1908, d. 18.11. 1974, húsgagna- smiður í Reykjavík; Svava Jónas- dóttir, f. 26.9. 1911, d. 25.2. 1922. Foreldrar Guðmundar voru Sig- urður Þorvarðarson, f. 27.8. 1873, d. 1.3. 1945, sjómaður og heiðurs- félagi í Sjómannafélagi Reykja- víkur, og Ólöf Ólafsdóttir, f. 22.10 1887, d. 12.11. 1966, húsmóðir. Ætt Sigurður var sonur Þorvarðar Finn- bogasonar, hreppstjóra í Hækings- dal í Kjós, og Helgu Sigurðardóttur. Ólöf var dóttir Ólafs Guðmunds- sonar og Aldísar Jónsdóttur. 60 ÁRA Á FÖSTUDAG Jón Gunnar Hannesson HEIMILISLÆKNIR Í REYKJAVÍK Jón Gunnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1971, stundaði nám í sálfræði við HÍ, lauk embættisprófi í læknisfræði við HÍ 1979, öðlaðist almennt lækningaleyfi 1981, stund- aði nám í matvælaefnafræði við HÍ 1986-87 og hefur sótt endurmennt- unarnámskeið hérlendis og erlend- is flest ár frá 1979, einkum á vegum Harvard Medical School í Boston og í Tel Aviv í Ísrael. Á námsárunum var Jón aðstoðar- læknir við Heilsuhæli NLFÍ í Hvera- gerði, læknir á Sjúkrahúsi Suður- lands, var kandídat á Sjúkrahúsi Akraness og á Sjúkrahúsinu á Sel- fossi, var heilsugæslulæknir á Þórs- höfn 1981 og á Selfossi 1981-85, læknir á Heilsuhæli NLFÍ í Hvera- gerði 1985-87 og yfirlæknir þar um skeið, heilsugæslulæknir á Heilsu- gæslustöð Hlíðasvæðis í Reykjavík 1987 og á Heilsugæslustöð Eskifjarð- ar og Reyðarfjarðar 1987-88 og hef- ur verið sjálfstætt starfandi heimilis- læknir í Reykjavík frá 1988. Jón Gunnar er trúnaðarlæknir júdódeildar Ármanns frá 1991, var trúnaðarlæknir umsjónardeildar samgönguráðuneytisins um fólks- bifreiðar á höfuðborgarsvæðinu um árabil frá 1994, hefur starfað í Guð- spekifélagi Íslands, sat í stjórn NLFR 1971-86 og NLFÍ 1975-86 og for- seti þess síðustu árin, sat í bygging- arnefnd Heilsugæslustöðvar Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar 1987-88, í stjórn samtakanna Móðir og barn frá 1991, í heilbrigðisnefnd Sjálfstæð- isflokksins frá 1991 og formaður al- menningsíþróttadeildar Ármanns frá 1996. Hann hefur stjórnað sjálfs- hjálparhópum á vegum Geðhjálpar frá 2004, var einn af stofnendum Fé- lags ábyrgra feðra, 2006, sem nú heit- ir Félag um foreldrajafnrétti, og hefur setið í stjórn þess um árabil og situr nú í stjórn Læknafélags Reykjavíkur. Jón Gunnar starfaði mikið innan Kraftlyftingasambands Íslands um árabil, beitti sér mjög fyrir því, m.a. með nefndarstörfum, að samband- ið yrði aðildarsamband að Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands er varð raunin 2008 með þeim árangri að íþróttagreinin hefur síðan blómstrað og þátttakendum fjölgað mjög, var læknir á opnum, ólympískum kraft- lyftingamótum og varð sjálfur nokkr- um sinnum Íslandsmeistari í kraftlyft- ingum öldunga á árunum 2002-2007. Þá lærði hann box um skeið undir handleiðslu Guðmundar Arasonar, var læknir á boxmótum og hefur unn- ið ötullega að því að íþróttagreinin færi að reglum Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands. Fjölskylda Sambýliskona Jóns Gunnars frá 1973 var Anna Katrín Oddgeirsdóttir Otte- sen, f. 28.3. 1954, BS í sjúkraþjálf- un frá HÍ. Jón Gunnar og Anna slitu samvistum 1986. Sonur Jóns Gunnars og Önnu er Hannes Pétur, f. 14.11. 1982, sem er að ljúka námi í sjúkraþjálfun frá HÍ en kona hans er Anna Lísa Péturs- dóttir sálfræðingur og er dóttir þeirra Eydís Anna, f. 29.6. 2009. Dóttir Jóns Gunnars og Guðrúnar Jóhannsdóttur hjúkrunarfræðings er Magnea Þóra, f. 24.3. 1993, nemi við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Systkini Jóns Gunnars eru Ástríð- ur, f. 30.11. 1951, hjúkrunarfræðing- ur, búsett í Reykjavík og eru dæt- ur hennar Fanney Þóra og Guðlaug Hanna; Þórarinn, f. 26.8. 1953, geð- læknir við Landspítala - Háskóla- sjúkrahús, búsettur í Kópavogi, kvæntur Birnu Steingrímsdótt- ur hjúkrunarfræðingi og eru dæt- ur þeirra Vala og Heiða; Sigurður, f. 4.10. 1955, offsetprentari, hljóm- listarmaður og starfsmaður inn- an ADHD-samtakanna, búsettur í Reykjavík og er dóttir hans Svanhild- ur Kamilla. Foreldrar Jóns Gunnars: Hannes Ragnar Þórarinsson, f. 19.12. 1916, d. 13.9. 2007, yfirlæknir við Landspít- alann og dósent í húð- og kynsjúk- dómum við læknadeild HÍ, og k.h., Bergþóra Jónsdóttir, f. 22.7. 1927, d. 21.2. 1973, húsmóðir og starfsmað- ur við rannsóknardeild í meinafræði við HÍ. Ætt Hannes er sonur Þórarins, hafn- arstjóra Kristjánssonar ráðherra, bróður Péturs ráðherra. Kristján var sonur Jóns, alþm. á Gautlöndum Sigurðssonar og Solveigar, systur Benedikts, afa Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra. Solveig var dótt- ir Jóns, ættföður Reykjahlíðarættar Þorsteinssonar. Móðir Þórarins var Anna, systir Jóns fræðslumálastjóra, afa Jóhanns Hafstein forsætisráð- herra. Anna var dóttir Þórarins, próf- asts og alþm. í Görðum, Böðvarsson- ar, og Þórunnar, systur Guðrúnar, ömmu Sveins Björnssonar forseta. Þórunn var dóttir Jóns, prófasts í Steinnesi Péturssonar. Móðir Hannesar var Ástríður, dóttir Hannesar Hafstein, skálds og ráðherra. Móðir Hannesar var Krist- jana Gunnarsdóttir. Móðir Kristjönu var Jóhanna, systir Ólafs, langafa Odds, föður Davíðs Morgunblaðsrit- stjóra. Jóhanna var einnig systir Egg- erts, langafa Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra. Jóhanna var dótt- ir Gunnlaugs, ættföður Briemættar Guðbrandssonar. Bergþóra var dóttir Jóns, kaup- manns í Reykjavík Hjartarsonar, steinsmiðs við Bræðraborgarstíg- inn í Reykjavík Jónssonar, útvegsb. í Steinum í Reykjavík Eyjólfssonar. Móðir Hjartar var Sigríður Oddsdótt- ir. Móðir Jóns kaupmanns var Mar- grét Sveinsdóttir, b. í Ártúni Sveins- sonar, og Margrétar Þorláksdóttur. Móðir Bergþóru var Sigrún Jóns- dóttir, sjómanns í Tröð í Álftafirði við Djúp Jónssonar, og Sigríðar Aradótt- ur. Jón Gunnar heldur upp á daginn með fjölskyldunni. Erla fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hún var í Oddeyrarskóla og Gagnfræðaskóla Akureyrar, stund- aði nám við VMA og lauk þaðan stúdentsprófi og lauk síðan þroska- þjálfanámi við KHÍ 2007. Erla hefur stundað þroskaþjálfun við leikskóla frá 2007 og starfar nú við leikskólann Króaból á Akureyri. Fjölskylda Maður Erlu er Vilhjálmur Ingi- marsson, f. 8.1. 1981, öryggisvörð- ur hjá Securitas. Dóttir Erlu og Vilhjálms er Kol- brún Ósk Vilhjálmsdóttir, f. 19.6. 2006. Bróðir Erlu er Veigar Örn Ingv- arsson, f. 18.6. 1987, nemi. Foreldrar Erlu eru Ingvar Krist- insson, f. 6.10. 1953, næturvörður á sambýli á Akureyri, og Vilborg Elva Gunnlaugsdóttir, f. 10.12. 1959, húsmóðir. KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ÁRA Á FÖSTUDAG Erla Ösp Ingvarsdóttir ÞROSKAÞJÁLFI Á AKUREYRI Eygló S. Gunnlaugsdóttir STARFSKONA VIÐ SJÚKRAHÚS SUÐURLANDS Á SELFOSSI Eygló Sigurlaug fæddist í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp. Hún var í barnaskóla í Vestmanna- eyjum, lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum í Vest- mannaeyjum 1967 og fór síðan til Reykjavíkur og stundaði þar nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur veturinn 1968-69. Eygló Sigurlaug flutti til Selfoss og starfaði þar við Hótel Tryggva- skála í nokkur ár. Hún var síðan húsfreyja og bóndi að Eyði-Sandvík í Flóa á árunum 1970-99. Þá flutti hún til Selfoss og hefur verið bú- sett þar síðan. Hún hefur starfað við Sjúkrahúsið á Selfossi frá 1999. Fjölskylda Eygló Sigurlaug giftist 15.8. 1970 Sigurði Guðmundssyni, f. 2.5. 1936, fyrrv. bónda í Eyði-Sandvík. Hann er sonur Guðmundar Jónssonar, f. 22.11. 1896, d. 26.2. 1982, bónda í Eyði-Sandvík, og k.h., Kristínar Bjarnadóttur, f. 11.6. 1898, d. 23.2. 1995, húsfreyju þar. Sonur Eyglóar Sigurlaugar og Sigurðar er Guðmundur Sigurðs- son, f. 9.8. 1989, nemi, en unnusta hans er Bylgja Sigmarsdóttir nemi. Systkini Eyglóar Sig- urlaugar eru Erling Gunn- laugsson, f. 30.8. 1944, lengst af bílaskoðunarmaður en er nú tækni- maður og starfar við löggildingar hjá Frumherja hf., búsettur á Sel- fossi; Katrín Erla Gunnlaugsdóttir, f. 8.6. 1946, húsmóðir og starfsmað- ur við mötuneyti Sjúkrahúss Suð- urlands á Selfossi, búsett á Selfossi; Áskell Gunnlaugsson, f. 26.4. 1948, húsasmíðameistari og starfsmað- ur hjá P. Samúelsson hf., búsettur á Selfossi; Ásta Gunnlaugsdóttir, f. 9.2. 1955, starfsmaður á hjúkrunar- heimilinu Ási í Hveragerði. Foreldrar Eyglóar Sigurlaugar voru Gunnlaugur Gunnlaugsson, f. 13.10. 1906, d. 7.6. 1992, bifreiða- stjóri, og Sigríður Ketilsdóttir, f. 8.8. 1915, d. 9.5. 1998, húsmóðir. 60 ÁRA Á SUNNUDAG 44 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 85 ÁRA Á SUNNUDAG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.