Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 FRÉTTIR STÓRASTA ELDFJALLIÐ n Frægasti frasi Dorritar Moussaieff forsetafrúar féll í ofsahrifningu vegna frábærs gengis silfurliðs Íslendinga í handbolta á heimsmeistara- mótinu í Peking. Þá sagði Dorrit að Ísland væri stórasta land í heimi. Nú hafa gárungarnir yf- irfært frasann á yfirvofandi gos í Kötlu sem í útleggingu Dorrit er auð- vitað „stórasta eldfjall í heimi“. Það er óhætt að segja, burtséð frá fólksfjölda, að hvert sem litið er séu Íslendingar og Ísland stærst í sniðum á heimsvísu. HEITT UNDIR JÓNMUNDI n Hörðustu grasrótarmenn Sjálfstæð- isflokksins á Seltjarnarnesi eru lítt hrifnir af veru Jónmundar Guðmars- sonar í heiðurssæti framboðslista flokksins fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar 29. maí næstkom- andi. Þeir benda á að Jónmundur, sem nú er fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, sé bendlað- ur við milljarðalán Bergsins ehf. til kaupa á hlut í Icebank á sínum tíma ásamt Steinþóri Jónssyni, bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- bæ, og fleirum. Þykir því frekar heitt undir harðsnúnu fjórmenningunum Bjarna Benediktssyni, Illuga Gunn- arssyni, Sigurði Kára Kristjánssyni og Jónmundi, sem ýmsir töldu að myndu stjórna flokknum af festu og öryggi. Illugi er farinn. Hver fer næst? HRÆDDIR BLAÐAMENN n Samtök norrænna blaðamanna og Norræni blaðamannaskólinn hugð- ust halda ráðstefnu hér á landi 2. maí næstkomandi og var undirbúning- ur talsvert vel á veg kominn. Þarna átti meðal annars að fjalla um það hvort valdhaf- ar í  viðskiptalífi og stjórnmálum hefðu tekið völd- in af íslenskum fjölmiðlum og rituðu söguna að eigin geðþótta. Leita átti svara við því hvort fjölmiðlar hér á landi hefðu rækt hlutverk sitt sem varðhundar lýð- ræðisins, en norrænir blaðamenn hafa verið áhugasamir um aðstæð- ur blaðamanna hér á landi í kjölfar bankahrunsins. Nú bregður hins vegar svo við að búið er að fresta ráð- stefnunni um óákveðinn tíma vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Sagt er að fjöldi norrænna blaðamanna hafi lýst áhyggjum og hafi afboðað sig á ráðstefnuna. GÍSLI MARTEINN OG LAXINN n Skömmu eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir varð borgarstjóri barst henni fyrirspurn minni- hlutans um laxveiðar borgarfull- trúa á vegum Hauks Leós- sonar, stjórnar- formanns OR, í Miðfjarðará, eina af dýrustu ám landsins. Með í för voru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Björn Ingi Hrafnsson og Guðlaug- ur Þór Þórðarson, forveri Hauks á stóli stjórnarformanns OR. Hanna Birna svaraði að óheimilt væri að þiggja boðsferðir, sem tengjast við- skiptum við Reykjavíkurborg, nema með sérstakri heilmild borgarstjóra. Óheimilt væri einnig að þiggja boðsferðir fyrirtækja í viðskiptum við Orkuveitu Reykjavíkur. Hún sagði að ferðin í Miðfjarðará hefði verið í boði Hauks en þó var vitað að Baugur hafði dagana á leigu. SANDKORN Kaupþing færði undirmálslán inn í félag til að losna við afskriftir: „Black Sunshine“ gagnrýnt Rannsóknarnefnd Alþingis ræðir á gagnrýninn hátt um Black Sun- shine-málið í skýrslu sinni. Reynd- ar er annað nafn notað um málið en Black Sunshine en DV hefur fengið það staðfest að um sama málið er að ræða. Í skýrslunni er félagið kallað Onca en ekki er vitað hvaðan nafn- ið Black Sunshine er komið. Fjár- málaeftirlitið hefur skoðað Black Sun shine-málið í lengri tíma en ekki sent það enn til sérstaks saksóknara. Black Sunshine-málið, eða Onca -málið, gengur út á að Kaup- þing hafi flutt bandarísk undir- málslán sem fylgdu kaupunum á hollenska bankanum NIBC inn í félagið Onca og fært þau sem 100 prósenta lán upp á 280 milljónir dollara, tæpa 20 milljarða króna á þávirði, í bókum bankans. Endur- heimtur á slíkum undirmálslánum eru hins vegar afar litlar, um 2 pró- sent, og má því ætla að afskrifa hefði þurft bróðurpart lánanna þar sem NIBC hefði einungis fengið nokkr- ar milljónir dollara fyrir þau. Með þessu móti gat NIBC, sem Kaup- þing átti, fært lánið til Onca sem eign og því leið bókhaldið ekki fyrir undirmálslánin. Í rannsóknarskýrslunni er vitn- að í tölvupóst frá Bjarka Diego, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Kaupþings, til Sigurðar Einarsson- ar og annarra stjórnenda í bank- anum. Í skýrslunni segir: „Í tölvu- bréfinu kom einnig fram að afgreiða þyrfti lán til Onca, og væri þetta gert í tengslum við kaup Kaupþings banka hf. á NIBC. Bjarki bætti við að „í samningaviðræðum á milli aðila hefur Kauppþing lagt á það ríka áherslu að áðurgreindum „sub – prime“ eignum verði haldið utan við kaupin vegna áhættu á því að þær geti lækkað í verði sakir óróa á húsnæðis- og lánamörkuðum í US.“ Lánið sem verið var að leita sam- þykkis vegna nam 280 milljónum dollara. Samþykki barst frá Sigurði Einarssyni fyrir kl. 20 þá um kvöldið og daginn eftir tilkynnti Kaupþing um fyrirhuguð kaup sín á NIBC.“ Í fréttum af Black Sunshine hef- ur því verið haldið fram að undir- málslánin hafi verið sett inn í annað félag með lánveitingu frá bankan- um til að fegra bókhald Kaupþings. Skýrslan varpar ljósi á þetta mál og mun hugsanlega nýtast í rannsókn- inni á því. ingi@dv.is Samþykkti lánið Sigurður samþykkti lánið til Onca sem að öllum líkindum var notað til að kaupa undirmálslánin frá hol- lenska bankanum NIBC með lánveitingu frá Kaupþingi. Örfáum dögum eftir íslenska banka- hrunið haustið 2008 var flugskýli Baugs á Reykjavíkurflugvelli fært í hendur Síðustu mílunnar ehf., sem er í eigu Guðmundar Inga Hjartarsonar. Baugur keypti flugskýlið í júlí árið 2007 af Sigkari ehf. en greiddi aldrei fyrir það. Verðmæti skýlisins er sam- kvæmt brunabótamati rúmlega 18 milljónir króna. Hinn 16. október 2008 var skýlið fært frá Baugi til Síðustu mílunnar ehf. með samþykki stjórnar Baugs. Sam- kvæmt ársreikningum borgaði Síðasta mílan Baugi aldrei fyrir eignina frekar en Baugur. Síðasta mílan er í eigu Guðmundar Inga Hjart- arsonar og eiginkonu hans, Sigríðar Sigmarsdótt- ur, en hann er æskuvinur Jóns Ásgeirs af Seltjarnar- nesinu. Þeir eru jafn- aldrar og voru skóla- bræður til fjölda ára. Guðmundur Ingi keppti með Jóni Ásgeiri í Gumball 3000-kapp- akstri ríka og fræga fólksins sumarið 2006.  Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL Group, settist undir stýri á Porsche-bifreið. Ragnar Agnarsson ók á BMW M5, á meðan Jón Ásgeir og Guðmundur Ingi óku Bentley-bifreið. Ekki í ársreikningi Það vekur athygli að þó svo flugskýlið hafi formlega verið fært yfir á Síðustu míluna skömmu eftir bankahrunið er það hvergi skráð í ársreikningi fyrir- tækisins fyrir árið 2008. Þar er kaup- anna hvergi getið og skýlið heldur ekki fært sem eign félagsins. Því er ekki hægt að lesa úr ársreikningnum hvort greiðsla hafi runnið til Baugs fyrir kaupum á skýlinu eða hvort það hafi verið fært yfir án þess að fjármun- ir hafi skipt um hendur. Leiða má að því líkur að flugskýli Baugs hafi átt að hýsa einkaþotu fyr- irtækisins. Einkaþota sem skráð var á dótturfélag Baugs af gerðinni Dass- ault Falcon var tekin yfir af GE Capital, dótturfélagi General Electric, á síðasta ári. Hún bar heitið „101“ og skráning- arnúmerið var G-OJAJ. Baugur greiddi aldrei Færsla flugskýlisins yfir til Síðustu míl- unnar var tekin fyrir af stjórn Baugs og þar var hún samþykkt. Samkvæmt upplýsingum frá þrotabúi Baugs hafa engir fjármunir komið inn frá Síð- ustu mílunni vegna kaupa á flugskýl- inu. Reyndar er ekki heldur að finna greiðslur frá Baugi til fyrri eigenda skýlisins og því gæti verið að Guð- mundur Ingi komi til með að greiða fyrri eiganda fyrir skýlið. Samkvæmt heimildum DV mun skýringin vera sú að Baugur hafi aldrei greitt fyrir flugskýlið sem komst í eigu fyrirtækisins árið 2007. Eftir því sem DV kemst næst munu forsendur eignaskipta sem Baugur gerði við selj- andann þá hafa brostið og kaupin ekki gengið í gegn að öðru leyti en að skýlið var skráð eign Baugs í eignaskrá. Í okt- óber 2008 hafi skýlið svo verið skráð á Síðustu míluna sem hafi ákveðið að taka kaupin yfir. Þrotabúið gerir ekki kröfur Erlendur Gíslason lögmaður stýrir þrotabúi Baugs. Hann segir að þrota- búið muni ekki leggja fram neinar kröfur vegna flugskýlisins. „Baugur hafði aldrei beina fjárhagslega hags- muni af þessu skýli, þar sem það hafði lýst því yfir við sinn seljanda að kaup- in myndu ganga til baka og þess vegna ákvað þrotabúið að aðhafast ekki vegna þess máls,“ segir Erlendur. Samkvæmt því mun Guðmundur Ingi Hjartarson þurfa að greiða Sig- kari ehf. fyrir flugskýlið á Reykjavíkur- flugvelli sem Baugur átti á annað ár án þess að greiða fyrir. Baugur greiddi ekki fyrir flugskýli sem félagið eignaðist í júlí 2007. Í október 2008 færðist skýlið í hendur fyrirtækis í eigu æskuvinar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, fyrrverandi forstjóra og aðaleiganda Baugs. Æskuvinurinn tók þátt í Gumball-kapp- akstrinum með Jóni Ásgeiri árið 2006. VINUR JÓNS FÉKK FLUGSKÝLI BAUGS HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Einkaþota Jóns Þota Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hefur líkast til verið geymd í flugskýlinu á sínum tíma. Hún bar heitið 101 og var skráð á upphafsstöfum Jóns, G-OJAJ. Skýlið fært Skömmu eftir banka- hrunið var flugskýlið fært frá Baugi til æskuvinar Jóns Ásgeirs, án þess að fyrir það væri greitt. Baugur greiddi aldrei fyrir skýlið heldur. MYND BIG Saman á Gumball Jón Ásgeir og Guðmundur Ingi keyrðu saman í Gumball-kapp- akstrinum árið 2006. Jón Ásgeir sést hér á myndinni lengst til vinstri og Guðmundur lengst til hægri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.