Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 FRÉTTIR BLÓÐ BJÖRGVINS n Forysta Samfylkingar er í hinum versta bobba vegna Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi ráðherra. Björgvin sagði af sér þingmennsku, tímabundið, vegna þrýstings frá Jóhönnu Sig- urðardóttur for- manni og Degi B. Eggertssyni vara- formanni. Jafn- framt var honum lofað lifibrauði ef hann axlaði þannig ábyrgð. Nú virðist ljóst að ekki standi til að útvega honum vinnu fyrr en eftir kosningar. Forystan mun þannig hafa svikið þingmanninn. Afleiðing- arnar eru þær að hann mun hafa lýst því að hann eigi ekki samleið með flokknum undir þeim formerkjum að hann liggi hjálparlaus í blóði sínu. FERÐAGLAÐUR SIGMAR n Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, þykir ekki sérlega beittur í starfi sínu. Það vekur nokkra furðu að ritstjórinn ætlar ekki að stýra sínu liði í umfjöllun um sveitarstjórn- arkosningarnar. Sigmar ætlar að fara til Noregs í krafti starfs síns til að lýsa Euro- visionkeppninni í staðinn. Ekki er ólíklegt að hann hitti í Ósló fyrrverandi sambýliskonu sína, Þóru Tómasdóttur, sem þar er á framabraut í gerð sjónvarpsþátta. Spurt er hvort ekki hefði verið sparn- aður í því fyrir Ríkisútvarpið að halda ritstjóranum ferðaglaða heima en fá Þóru til að lýsa keppninni af sinni al- kunnu snilld. NÁHIRÐIN TRYLLTIST n Óhætt er að segja að Þorvaldi Gylfa- syni prófessor hafi tekist að trylla náhirð Davíðs Oddssonar með kröfu sinni um að dóm- arar sem skipaðir voru á vafasöm- um forsendum verði reknir eða færðir til. Þor- valdur hefur sætt stöðugum árás- um á amx.is þar sem félagi hans úr Háskólanum, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, er sagður einn þeirra sem stýrir penna. Aðferðin við að koma höggi á prófessorinn er í anda Göbbels. Þannig er endurtekið hvað eftir annað að hann hafi þegið pen- inga frá Baugi fyrir að skrifa í Frétta- blaðið. Ýjað er að því að Þorvaldur hafi með þessu brotið siðareglur Há- skólans. Í því samhengi má benda á að Hannes, sem einnig var launaður Baugspenni, hefur verið dæmdur fyr- ir ritþjófnað sem örugglega felur í sér brot á siðareglum. BARÁTTUGLAÐUR HREIÐAR MÁR n Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, mun nú óðum vera að ná áttum eftir rúmlega vikudvöl í einangrun á Litla-Hrauni. Ekkert skortir á baráttuvilja hans eins og sjá má af því að hann hefur kært úrskurð um farbann til Hæstaréttar. Hreiðar Már er, eðli málsins sam- kvæmt, á land- inu og dvelur ýmist á heimili sínu eða sumar- óðali. Hermt er að systir hans, athafnakonan Þórdís Sigurðar- dóttir, hafi flust til hans um tíma til að vera honum til halds og trausts í ólgusjó rann- sóknar sérstaks saksókn- ara. SANDKORN Ólafur F. Magnússon segir Besta flokkinn úr tengslum við íbúa borgarinnar: „Besti flokkurinn verstur“ „Besti flokkurinn er í mínum aug- um versta framboðið sem litið hef- ur dagsins ljós í borginni,“ segir Ól- afur F. Magnússon, oddviti H-lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor. Hann segir það blasa við öllum íbúum borgarinnar að Besti flokkurinn láti sig málefni borgaranna engu varða. „Öfugt við okkur tekur þetta framboð á móti styrkjum og fjá- framlögum í gríð og erg, sem segir mér að á örskömmum tíma verða þeir orðnir hluti af því spillingar- bæli sem þeir segja aðra flokka vera hluta af.“ Ólafur segir að honum sé mikið í mun að beita sér gegn flokknum enda séu skipulagsmálin í stórhættu komist Besti flokkurinn til valda. Hann segir fulltrúa Besta flokksins einungis mæta á fundi þar sem fjölmiðlar séu á vettvangi, en þeir fari ekki út í hverfin, og séu á engan hátt í tengslum við íbúa þar sem og aldraða. „Fólkið í hverfum borgarinnar æpir á slysavarnir og öryggismál og Besti flokkurinn er á engan hátt að bregðast við því,“ seg- ir Ólafur. Ólafur F. Magnússon fagnar þeim breytingum sem orðið hafa á H-lista hans sem býður fram til borgarstjórnar nú í vor. „Ég veit að ég fæ aldrei minna fylgi en 4.000 at- kvæði. Það hefur aldrei gerst,“ segir Ólafur. jonbjarki@dv.is Láta íbúa sig ekki varða Ólafur F. Magnússon segir íbúa borgarinnar æpa á slysavarnir og öryggismál en Besti flokkurinn láti málefni íbúanna sig engu varða. BREYTA LÁNUM STARFSMANNA Slitatjórn VBS banka skoðar nú lánasamninga fyrrverandi starfsmanna bankans sem var breytt af stjórn hans. Formaður slitastjórnarinnar segir breytingarnar á lánun- um ekki sambærilegar niðurfellingu á lánum starfsmanna Kaupþings. Fyrrverandi forstjóri vill ekkert tjá sig um breytingar á lánasamningum. Hróbjartur Jónatansson, formað- ur slitastjórnar VBS banka, seg- ir slitastjórnina vera að rannsaka lánasamninga fyrrverandi starfs- manna sem höfðu keypt hluta- bréf í bankanum sjálfum. „Það eru í gildi lánasamningar sem voru breyttir og þar sem ég hef ekki kynnt mér þá til hlítar vil ég ekki tjá mig um þetta, en þetta er í ákveðnum skoðunarfarvegi,“ segir Hróbjartur. Forsvarsmenn þögulir Aðspurður hvort málið sem ver- ið sé að skoða innan VBS sé ekki sambærilegt niðurfellingum á lánum til starfsmanna Kaupþings segir Hróbjartur svo ekki vera. „Það virðast hafa verið breyting- ar á lánasamningum og starfs- kjarastefnu til að koma tilteknum breytingum fram og það er bara verið að skoða þær breytingar og hvaða afleiðingar þær kunna að hafa.“ Nýlega ákvað slitastjórn Kaup- þings að afturkalla niðurfelling- ar á lánum starfsmanna bankans. Hróbjartur getur engu svarað um það hvort slíkt sé á döf- inni innan slitastjórn- ar VBS. „Það væri mjög óvarlegt af mér að fara að velta því upp núna hvaða afleið- ingar eitthvað kann að hafa sem ekki er búið að fullskoða.“ Jón Þórisson, fyrrverandi for- stjóri VBS banka, vildi ekkert tjá sig við DV þegar til hans var leitað. Hann hafi lokið störfum hjá bank- annum fyrir fjórum vikum. Hann vildi ekkert segja um það hvort lán til starfsmanna bankans hafi verið felld niður af stjórn hans. Milljarða niðurfellingar Kaupþings Það vakti mikla athygli í samfé- laginu þegar stjórn Kaupþings ákvað í september árið 2008 að veita Hreiðari Má Sigurðssyni, þá- varendi forstjóra bankans, heim- ild til að fella niður persónuleg- ar ábyrgðir starfsmanna bankans á lánum vegna hlutabréfakaupa í bankanum og takmarka ábyrgð þeirra framvegis við veðsett hlutabréf. Heildarfjár- hæð lánanna sem um ræðir er hátt í 32 milljarðar króna. Tæplega fimmtán millj- arðar voru veittir að láni með per- sónulegri ábyrgð. Langstærsti hluti lánanna var veittur yfirstjórn- endum bankans. Til marks um það má nefna að um tuttugu fyrr- verandi starfsmenn skulda bank- anum tæp 90 prósent heildarfjár- hæðarinnar en þeir voru flestir lykilstjórnendur bankans og hafa allir látið af störfum. Slitastjórn Kaupþings taldi hinsvegar að nið- urfelling persónulegrar ábyrgðar sé gjafagerningur í skilningi gjald- þrotalaganna og að auki til þess fallin að rýra hlut kröfuhafa bank- an því tók slitastjórn bankans þá ákvörðun 17. maí síðastliðinn að rifta þessum gerningum. JÓHANNES KRISTJÁNSSON og BIRGIR OLGEIRSSON blaðamenn skrifa: johanneskr@dv.is og birgir@dv.is Það væri mjög óvarlegt af mér að fara að velta því upp núna hvaða afleiðingar eitthvað kann að hafa sem ekki er búið að full- skoða. Formaðurinn Hróbjartur Jónatansson, formaður slitastjórnar VBS banka, segir breytingarnar á lánasamningum starfsmanna VBS banka ekki sambærilegar niðurfellingum á lánum starfsmanna Kaupþings.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.