Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 UMRÆÐA „Alþingi samþykkti skömmu eftir miðnætti í gær frumvarp um breyt- ingar á lögum um dómstóla. Dóms- málaráðherra er hér eftir óheim- ilt að skipa umsækjanda í embætti dómara sem ekki er metinn hæf- astur af dómnefnd og er hann því bundinn af áliti nefndarinnar. Frá því má þó víkja, aðeins ef Alþingi samþykkir tillögu dómsmálaráð- herra.“ Þessi frétt birtist á Vísi í gær og kom mér svolítið á óvart; ég hafði ekki vitað til þess að frumvarp um þetta efni væri komið svona langt. Ég veit ekki hverju er um að kenna – fylgdist ég bara ekki nógu vel með, eða fór eitthvað einkennilega lítið fyrir þessu frumvarpi? Hvort heldur er, þá er það í grundvallar- atriðum mjög til bóta. Og eiginlega nánast byltingarkennt. Þótt á því sé ákveðinn galli, þykir mér. SKYLDMENNI Í HÆSTARÉTT Hingað til hafa ráðherrar get- að skipað nánast hvern sem þeim sýndist, alveg að eigin geðþótta, í flestar þær stöður sem þeir hafa skipunarvald yfir. Nefndir, eins og þær sem hafa lagt dóm á hæfi um- sækjenda um dómarastöður, hafa verið sniðgengnar ef ráðherrum býður svo við að horfa. Eins og ég rakti í grein á þessum vettvangi fyrir örfáum vikum, höfðu dóms- málaráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins umsagnir dómnefnda að engu til að koma vildarvinum og skyld- mennum Davíðs Oddssonar í eftir- sóttar dómarastöður, og þeir þurftu lengst af ekki að standa neinum reikningsskap gjörða sinna. Þegar Björn Bjarnason dóms- málaráðherra tók t.d. hinn óreynda Ólaf Börk Þorvaldsson fram yfir nokkra þrautreynda lögmenn, sem dómnefnd hafði metið miklu hæf- ari en hann til að setjast í Hæsta- rétt, þá þurfti Björn í rauninni ekk- ert að rökstyðja val sitt. Það rifjaðist að vísu upp fyrir honum að Ólafur Börkur hafði einhvern tíma skrif- að ritgerð sem snerti Evrópurétt. Því var fundin upp sú eftiráskýring að mjög æskilegt væri að í Hæsta- rétt settist sérfræðingur í Evrópu- rétti og Ólafur Börkur væri – út af þessari einu ritgerð – einmitt slík- ur sérfræðingur. Og Björn básún- aði að Ólafur Börkur, sérfræðing- ur í Evrópurétti, hefði verið settur í Hæstarétt vegna víðáttumikillar þekkingar sinnar á þessari grein lögfræðinnar, þótt aldrei hafi ver- ið minnst á það í umsóknarferlinu að æskilegt væri að umsækjendur kynnu eitthvað fyrir sér í Evrópu- rétti. Sem líka hefði verið stórlega óeðlilegt. BARA GRÍN En þessi skýring Björns á því af hverju hann valdi Ólaf Börk var auðvitað bara grín, svona tilbún- ingur eins og við vorum orðin svo vön að heyra frá íslenskum ráða- mönnum. Þeir komust upp með að gefa alls konar bullskýringar á orð- um sínum og verkum, og þótt all- ir vissu að þetta væri bara bull, þá voru þeir aldrei skoraðir almenni- lega á hólm með bullið sitt, held- ur fengu að vera svona að mestu í friði með það. Það var eins og fólk hugsaði: Já, svo þetta er bullskýr- ingin hans á þessu tiltekna glap- ræði, auðvitað tómt bull, en er þá ekki bara allt í gúddí fíling? Enda báru ráðamenn stundum varla við að finna einhverjar skýr- ingar, ekki einu sinni bull, þegar þeir gengu til dæmis gegn ráðlegg- ingum dómnefnda um manna- ráðningar. Þeir þurftu engar skýr- ingar að gefa – gátu bara sagt, og gerðu hiklaust: „Ja, ég er nú ekki sammála þessu mati dómnefndar- innar.“ Fagleg dómnefnd, sem hafði farið yfir feril allra umsækjenda og lagt á ævi þeirra og verk svo vand- að mat sem verða mátti, sú nefnd var bara slegin út af borðinu í einni svipan með orðunum: „Ja, ég er nú nú ekki sammála.“ VIRÐINGARLEYSI Þannig afgreiddi t.d. Árni Mathie- sen, sem ég skrifaði um fyrir nokkr- um vikum, dómnefndina sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að þrír umsækjendur um héraðsdómara- stöðu væru miklu hæfari en Þor- steinn Davíðsson – með því að segja bara: „Ja, ég er nú ekki sam- mála.“ Eftir að Árni hafði „hugleitt“ málið í hálfan dag eða svo. Virðingarleysið sem dómnefnd- um var sýnt var meira að segja slíkt að það var leynt og ljóst gefið í skyn að það væri beinlínis æskilegt að ganga gegn niðurstöðum þeirra. Þær væru bara þröngsýnar klíkur hagsmunagæslumanna úr viðkom- andi stéttum sem vildu tryggja að engir kæmust í embætti nema þeir væru máttarstólpum stéttarinn- ar þóknanlegir. Þannig var t.d. af- greitt að dómnefnd um hæstarétt- ardómarastöðu skyldi hafa komist að þeirri niðurstöðu að margir um- sækjendur væru mun hæfari en Jón Steinar Gunnlaugsson til að gegna dómarastöðunni; þetta væri bara trénuð klíka sem menn vildu ekki að óhefðbundinn eldhugi eins og Jón Steinar kæmist í. Frumvarpið, sem nú hefur ver- ið samþykkt, er strax til mikilla bóta. Samkvæmt því verður dóms- málaráðherra beinlínis óheimilt að skipa í tiltekna dómarastöðu ein- hvern sem ekki er metinn hæfastur af umsækjendum. Það þýðir vel að merkja ekki að dómsmálaráðherra sé skikkaður til að velja einhvern tiltekinn einstakling sem dóm- nefnd mælir með – heldur einfald- lega að ef þrír umsækjendur eru t.d. metnir „mjög hæfir“ verður að velja í stöðuna úr hópi þeirra. Þetta er gott. Þetta myndi til dæmis hafa tryggt að enginn þeirra þremenninga – Jóns Steinars, Ól- afs Barkar og Þorsteins Davíðsson- ar – hefði komist í dómarastöðu hjá hinu opinbera. ÞINGMEIRIHLUTA ÞARF TIL Eða hvað? Af einhverjum ástæð- um er sett inn ákvæði um að dóms- málaráðherra geti þrátt fyrir allt skipað einhvern annan en þann hæfasta (eða einhvern úr hópi hinna hæfustu), ef Alþingi sam- þykkir síðan embættisveitinguna. Þetta þykir mér óþægilegt ákvæði, vægast sagt – að minnsta kosti ef það er raunin að einfaldur meiri- hluti þingmanna dugi til að stað- festa ákvörðun dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra situr jú yfirleitt í skjóli einhvers þingmeirihluta og sá þingmeirihluti getur því stað- fest hvaða embættisveitingu hans sem er, hve vitlaus sem hún kann að vera. Við þurfum til dæmis ekki að fara í grafgötur um að ef Björn Bjarnason hefði farið með veitingu dómarastöðu við Hæstarétt til Ól- afs Barkar fyrir þingið, þá hefði stjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hiklaust sam- þykkt þann gjörning. Það má hugsa sér að góð og gild ástæða sé fyrir því að dómsmála- ráðherra sé heimilt að ganga fram- hjá áliti dómnefndar. Ef til dæmis yrði til mjög „viljasterk“ dómnefnd sem vildi absólútt fá að ráða því hverjir settust í Hæstarétt, þá gæti hún tekið upp á því að skipa um- sækjendum alltaf þannig niður að aðeins einn þeirra (sá sem nefnd- inni væri þóknanlegur) félli í flokk- inn „mjög hæfur“ og þar með væri dómsmálaráðherra nauðbeygð- ur að skipa hann. Þar með væri stöðuveitingarvaldið úr höndum ráðherra og komið í hendur nefnd- ar úti í bæ. Það er ekki endilega æskilegt og því er kannski ágætt að þessi heimild sé fyrir hendi. AUKINN MEIRIHLUTA En þá þykir mér ótækt annað en kveðið sé á um að það verði að vera aukinn meirihluti þingmanna sem samþykki ráðningu ráðherra á öðrum en þeim sem nefndin mælir með. Það ætti að þurfa tvo þriðju, eða jafnvel þrjá fjórðu til að ganga framhjá áliti nefndarinnar. Þannig væri hægt að koma mjög hæfum mönnum í Hæstarétt þótt nefndin væri á móti þeim – ef stór meirihluti þingmanna væri sam- mála um að hann eða hún ætti þar heima. En nýja frumvarpið er þó óneit- anlega til bóta. Smátt og smátt tekst okkur vonandi að búa svo um hnúta að skelfileg hneyksli Dav- íðstímans í embættisveitingum í dómskerfinu verði liðin tíð. TRÉSMIÐJA ILLUGA Frumvarpið, sem nú hefur verið samþykkt, er strax til mikilla bóta Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík - 517-2040 LAGERSALA Góðir skór - gott verð Mikið úrval af nýrri vöru á alla fjölskylduna www.xena.is HEYRNARÞJÓNUSTA Heyrn, Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur 534 9600 heyrn@heyrn.is Tímapantanir - 534 9600 Ellisif Katrín Björnsdóttir Heyrnarfræðingur Nánari upplýsingar www.heyrn.is Ný tækni . Betra verð . Fagleg þjónusta * Heyrnarþjónusta * Heyrnarvernd * Heyrnarmælingar * Heyrnartæki * Ráðgjöf Komdu og fáðu ReSound tæki lánuð í nokkra daga til reynslu og vittu hvort það opni þér nýjan heim. Nýju ReSound heyrnartækin eru einstök vegna þess að í þeim er kringóma (surround) hljóðvinnsluker” Upplifðu betri heyrn á betra verði Verð frá kr. stk.250 Silungaflugur Laugarveg 178 - Sími: 551 6770 - www.vesturrost.is Vesturröst Icebike - Iðavöllum 10 - Reykjanesbæ - S: 421 5452 - icebike@icebike.is OPNUNARTÍMI Þriðjudaga - föstudaga 13.00 - 18.00 Laugardaga 11.00 - 15.00 Lokað á mánudögum. Icebike - Iðavöllum 10 - Reykjanesbæ - S: 421 5452 - icebike@icebike.is OPNUNARTÍMI Þriðjudaga - föstudaga 13.00 - 18.00 Laugardaga 11.00 - 15.00 Lokað á mánudögum. Icebike - Iðavöllum 10 - Reykjanesbæ - S: 421 5452 - icebike@icebike.is OPNUNARTÍ I Þriðjudaga - föstudaga 13.00 - 18.00 Laugardaga 11.00 - 15.00 Lokað á mánudögum. SPORNAÐ VIÐ GEÐÞÓTTAVALDI Illugi Jökulsson veltir fyrir sér nýju frumvarpi um skipan dómara

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.