Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Qupperneq 26
Það er alveg með ólíkindum hvað ég get verið óskynsamur. Ég hef víða drepið niður fæti í gegnum árin hvað atvinnu snertir. Ég hef verið á fiskibátum og farskipum, unnið sem
smiður, prófarakalesari, hönnuður, ýmis smáviðvik
sem snerta bifreiðaviðgerðir, öryggisvörður,
verkstjóri og er þá fátt eitt nefnt.
Því var það, á sunnudegi fyrir tæpum mánuði, þegar ég í kjölfar smá-vægilegrar hitavellu fór að fá fjandi slæma verki í vinstri síðuna að ég
taldi mig án nokkurs vafa þess umkominn
að gerast læknir eitt stutt andartak, enda yf-
irleitt talinn þúsund þjala smiður.
Eftir íhugun sem tók það skamma stund að hver læknir hefði verið stoltur af komst ég að þeirri niðurstöðu að um millirifjagigt væri að ræða. Ég komst auk-
inheldur að þeirri niðurstöðu
að réttast væri að taka verkjalyf
og bíta á jaxlinn þar til þessi
krankleiki gengi yfir. Vegna yfir-
gripsmikillar þekkingar minnar
í læknisfræði taldi ég að um yrði að ræða tvo daga max!
Þessi sunnudagur leið, sem og mánudagurinn, en eina merkjan-lega breytingin á verkjunum var sú að þeir versnuðu til muna. „Asskoti er þetta svæsin millirifjagigt,“ hugsaði ég með mér þeg-ar ég ákvað að hafa samband við heimilislækninn minn, enda
alþekkt að læknar leiti álits hjá starfsbræðrum sínum. Tilgangurinn var
ekki að fá fagmannlegt mat heimilislæknisins á verkjunum sem hrjáðu
mig enda hafið yfir allan vafa að greining mín væri rétt.
Nei, ég vildi fá staðfestingu á minni fagmannlegu greiningu. Stað-festinguna fékk ég ekki og læknirinn ráðlagði mér að leita á bráða-móttökuna á Landspítalanum-Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Einn vinnufélaga minna hafði reyndar ítrekað ráðlagt mér að leita
læknis, en vegna rótgróinnar áráttu til að bíta á jaxlinn, hundsaði ég ráð
bæði heimilislæknisins og vinnufélagans. Stundum er sagt að ókeypis ráð
séu nákvæmlega þess virði sem þau kosta, en ég átti eftir að sannreyna að
sú fullyrðing á ekki alls kostar við rök að styðjast.
Þriðjudagurinn rann upp heiður og fagur og ég fór í vinnuna sem endranær þó ég
ætti sífellt erfiðara með akst-
ur, en morgninum heima
hafði ég eytt í að gúgla
millirifjagigt og möguleg-
ar úrlausnir. Þar sem ég sat
við vinnu mína hrutu með
reglulegu millibili af vörum
mínum orð sem ekki er vert
að setja á prent og uppskar
ég fyrir vikið frekari ábend-
ingar um að leita læknis. „Á
morgun“, sagði ég, „ef ég
verð ekki orðinn góður“, en
hugsaði með mér að það
yrði kaldur dagur í helvíti
áður en ég gerði mig að
athlægi með því að leita
læknisaðstoðar vegna ein-
hverrar millirifjagigtar sem
sennilega hyrfi líkt og dögg
fyrir sólu um leið og ég tyllti mér inn á biðstofu.
Á miðvikudeginum vaknaði ég með verkjum en það þarf vart að taka það fram að leið mín lá ekki til læknis heldur í vinnuna, enda er maður nagli og þá á ég ekki við dúkkaðan einnar tommu saum. Allan daginn bruddi ég verkjatöflur og bölvaði bæði upphátt og í
hljóði og hét því að fara til læknis daginn eftir ef ég yrði ekki orðinn góður.
Aðfaranótt fimmtudags var andvökunótt og mér tókst með herkjum og miklum kvölum að velta mér fram úr rúminu og klæðast. Allar hreyfingar voru þjáningin ein og með naumindum að mér tækist að setjast undir stýri. En í vinnuna skyldi ég. Ég hafði ekið skamm-
an spöl þegar skynsemin tók völdin og ég sneri við; og tók stefnuna á
bráðamóttökuna. Markmið mitt var að herja þar út almennilega verkja-
sprautu svo ég gæti komist í vinnuna.
Í móttökunni mátti ég vart mæla vegna verkja, en tókst þó að stynja upp einhverju um millirifjagigt, heiftarlega verki í vinstri síðu og verkja-sprautu og var mér sagt að fá mér sæti sem kom að sjálfsögðu ekki til greina því þá gætu aðrir sem þarna voru séð tár á hvarmi. Þegar þarna
var komið sögu átti ég orðið erfitt með andardrátt sem ég hafði hvorki
heyrt né lesið að tengdist millirifjagigt. Á mig runnu tvær grímur.
Læknirinn sem skoðaði mig komst að þeirri niðurstöðu, þvert á mína sjúkdómsgreiningu vel að merkja, að ég væri sennilega með mikla og slæma lungnabólgu. Ég var lagður inn með það sama, fékk súr-efni og morfín, og var dæmdur til vistar sem varð hálfur mánuður
þegar upp var staðið.
Boðskapur þessarar frásagnar er sá að það er til „læknisleikur“ og læknisleikur og sá sem ég fór í er sú tegund sem ég get engan veginn mælt með. Læknanám er langt og strangt og ef fólk státar ekki af slíku ber því að forðast að fara í ímyndaðan hvítan slopp og
hengja ímyndað hlustunartæki um hálsinn, þó slíkt sé bæði „töff og gæ“
og sjúkdómsgreina sig sjálft. Það er farsælast að leita læknis, nagli eða
ekki.
Í LÆKNISLEIK
26 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 UMRÆÐA
EKKI SAMI RASS
UNDIR ÖLLUM
„Samfélagið þarfnast breytinga og ég
tel að ég hafi bæði getu og kjark til að
taka þátt í þeim breytingum,“ segir
Andrea Hjálmsdóttir sem leiðir lista
VG á Akureyri þegar hún er innt eftir
því af hverju hún hafi farið út í pólitík.
Andrea hefur verið viðloðandi starf
VG frá árinu 2002 en hafði hingað til
ekki verið á framboðslista. „Örugg-
lega hafði það blundað í mér í ein-
hvern tíma að fara sjálf fram en ég get
ekki sagt að ég hafi gengið með bæj-
arstjórann í maganum. Að mínu mati
berum við öll samfélagslega ábyrgð
og mér finnst um að gera að taka þátt
og leggja mitt af mörkum.“
Talsvert púsluspil
Andrea, sem er master í félagsfræði
og einnig lærður gullsmiður, er gift
tveggja barna móðir. Aðspurð seg-
ir hún talsvert púsluspil að sameina
móðurhlutverkið pólitíkinni. „Þetta
starf er ekkert sérstaklega fjölskyldu-
vænt en þetta reddast allt saman.
Stelpurnar mínar eru duglegar að
koma með mér á skrifstofuna. Hér
er barnahorn svo við getum bæði
haft ofan af fyrir börnunum okkar og
börnum þeirra sem koma til okkar í
kaffi. En þetta er púsluspil, því er ekki
logið.“
Kvöldin undirlögð af fundum
Hún segir týpískan dag hefjast á kosn-
ingaskrifstofunni. „Þar fer ég yfir dag-
skrá dagsins með kosningastjóran-
um og reyni svo að vinna eitthvað. Ég
kenni Afbrot og frávik í félagsvísinda-
deild Háskólans á Akureyri en nú er
önninni að ljúka og dagarnir fara í að
lesa yfir próf og ritgerðir. Eftir vinnu
fer ég aftur á kosningaskrifstofuna og
hitti kjósendur og meðframbjóðend-
ur, vinn að stefnumálum okkar og sit
fundi. Kosningarnar eru 29. maí svo
nú er dagskráin farin að þéttast og
kvöldin eru oft undirlögð af fundar-
höldum. Einhvern tímann þarna á
milli sæki ég stelpurnar mínar í skól-
ann og á leikskólann og eyði smá tíma
með þeim. Lífið er sannarlega pólitík
þessa dagana, með smá fjölskyldu-
ívafi, en þetta gengur allt vel.“
Vill breyta kerfinu
Aðspurð segir Andrea leið sína lík-
lega hefðu legið í pólitík þótt krepp-
an hefði ekki skollið á. „Því er erfitt að
svara en ég held það samt. „Ástand-
ið“ ýtti eflaust við mér og olli því að
ég dreif mig af stað til að taka þátt í
einhvers konar endurmati. Ég held
nefnilega að ég hafi ýmislegt fram
að færa sem er gott fyrir fólkið á Ak-
ureyri,“ segir hún og bætir við að hún
óttist ekki að pólitíkin breyti henni
til hins verra. „Ég hef ekki trú á því
að allir sem komi nálægt stjónrmál-
um verði spilltir og það er sú trú sem
rekur mig áfram. Það er alls ekki sami
rassinn undir öllum pólitíkusum
og ég held að það séu þeir sem hafi
vondan málstað að verja sem segja
að allir séu eins. Það þarf kjark og þor
til að koma inn í stjórnmálin eins og
staðan er í dag og ég er að koma inn
með heiðarleg stjórnmál sem mark-
mið og vilja til að breyta þessu kerfi
í þágu fólksins,“ segir Andrea og er
stokkin af stað á fund.
Andrea Hjálmsdóttir leiðir lista VG á Akur-
eyri. Hún viðurkennir að „ástandið“ hafi ýtt
undir að hún tók sæti á framboðslista en hún
hefur ekki áhyggjur af því að pólitíkin breyti henni til hins verra.
STJÓRNMÁLAMANNS
Andrea Hjálmsdóttir Andrea er lærður
gullsmiður og með master í félagsfræði.
Nóg að gera Andrea kennir einnig við
Háskólann á Akureyri en þessa dagana
er hún að fara yfir próf og ritgerðir.
MYNDIR BJARNI EIRÍKSSON
KOLBEINN ÞORSTEINSSON skrifar
HELGARPISTILL