Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Page 40
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is
Anna Sigríður Árnadóttir
DOKTOR Í STJARNEÐLISFRÆÐI Í LUNDI Í SVÍÞJÓÐ
Anna Sigríður fæddist í Reykja-
vík. Hún gekk í Snælandsskóla í
Kópavogi til tíu ára aldurs og eftir
það í Laugagerðisskóla á Snæfells-
nesi. Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Sund af eðl-
isfræðibraut vorið 1999 sem dúx.
Sama haust hóf hún nám í stjarn-
eðlisfræði við York University í
Toronto í Kanada og lauk þaðan
BS prófi vorið 2003. Eftir eitt ár í
mastersnámi við Queens Univer-
sity í Kingston í Kanada flutti hún
til Svíþjóðar þar sem hún hóf dokt-
orsnám í stjarneðlisfræði við Lund
University. Hún varði doktors-
ritgerð sína „A Photometric Stu-
dy of the Galactic Disks based on
Strömgren Photometery“ 23.11.
2009.
Anna Sigríður vinnur nú
sem stjarneðlisfræðingur í ný-
byggðu stjörnuveri (planetarium)
í vísindasafninu Vattenhallen við
tækniháskólann í Lundi.
Formleg útskrift Önnu Sigríðar,
þar sem henni verður veittur dokt-
orstitillinn, verður um aðra helgi
við hátíðlega athöfn í dómkirkj-
unni í Lundi.
Fjölskylda
Sambýlismaður Önnu Sigríðar er
Daníel Malmberg f. 8.5. 1982, son-
ur dr. Denise Malmberg og dr. Per
Peterson. Daníel mun verja dokt-
orsritgerð sína „The Effects of En-
counters on Planetary Systems in
Stellar Clusters“ 15.6. næstkom-
andi.
Albróðir Önnu Sigríðar er
Gunnar Pétur Árnason f. 10.11.69.
eigandi og framkvæmdastjóri
Verkvík Sandtak ehf., búsettur í
Garðabæ.
Sammæðra bróðir Önnu Sig-
ríðar er Sigurður Páll Guttorms-
son, f. 8.4. 1991, nemi við Háskól-
ann í Reykjavík.
Fóstursysir Önnu Sigríðar er
Hildur Rudolfsdóttir f. 13.08.81.
kennari búsett í Reykjavík.
Faðir Önnu er Árni G. Sigurðs-
son flugstjóri f. 16.1. 1949, kvæntur
Ingibjörgu H. Elíasdóttur hjúkrun-
arfræðingi f. 24.6. 1954, búsettur í
Kópavogi.
Móðir Önnu er Guðríður Pét-
ursdóttir kennari f. 17.7. 1947. gift
Guttormi Sigurðssyni og búsett á
Snæfellsnesi.
30 ÁRA Í GÆR 60 ÁRA Á FÖSTUDAG
Kristján R. Einarsson
RAFVEITUVIRKI HJÁ ORKUBÚI VESTFJARÐA
Kristján fæddist á Flateyri við Ön-
undarfjörð og ólst þar upp. Hann
lauk gagnfræðaprófi við Héraðsskól-
ann í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp
1967, hlaut meistararéttindi í bif-
reiðaviðgerðum 1978, lauk prófi til
30 t. skipstórnaréttinda frá Farskóla
Vestfjarða 1992, lauk sveinsprófi í
rafveituvirkjun frá Rafiðnaðarskól-
anum 1999 og hefur einnig sótt ýmis
námskeið hjá Brunamálastofnun
ríkisins og Lögregluskóla ríkisins.
Á sumrum stundaði Kristján sjó-
mennsku frá fermingu á handfæra-
og línubátum frá Flateyri svo og á
síldarbátum. Hann starfaði um tíma
hjá Husqvarna-verksmiðjunum í
Svíþjóð, flutti í Kópavog 1970 og hóf
nám í bifvélavirkjun hjá Velti hf. Í
Reykjavík sama ár.
Kristján stofnsetti Bíla- og bú-
vélaverkstæði í Varmahlíð í Skaga-
firði 1977 og starfaði þar til 1980.
Þá flutti hann aftur til Flateyrar.
Þar starfaði hann við véla- og bif-
reiðaviðgerðir og sjómennsku þar
til hann hóf störf hjá Orkubúi Vest-
fjarða 1988. Hann tók við starfi um-
sjónarmanns Orkubús Vestfjarða
á Flateyri 1991 og gegndi því starfi
meðan það var við lýði og er nú raf-
veituvirki í vinnuflokki rafveitukerfis
Orkubússins.
Kristján var slökkviliðsstjóri
Slökkviliðs Flateyrar á árunum
1986-2006 og var héraðslögreglu-
maður á Flateyri um árabil. Hann
hefur verið félagi í Lionsklúbbi Ön-
undarfjarðar frá 1980 og gegnt ýms-
um trúnaðarstörfum þar, setið í
stjórn Foreldraráðs Grunnskóla Ön-
undarfjarðar frá stofnun og var for-
maður um skeið.
Kristján hefur verið refaskytta í
Önundarfirði um langt árabil.
Fjölskyida
Kristján kvæntist 13.4.1974 Soff-
íu Margréti Ingimarsdóttur, f. 18.7.
1954, leiðbeinanda. Hún er dótt-
ir Ingimars Sigurtryggvasonar, frá
Litluvöllum í Bárðardal og Guðrún-
ar Zophoníasardóttur frá Ásbrekku í
Gnúpverjahreppi.
Börn Kristjáns og Soffíu Mar-
grétar eru Guðrún Filippía, f. 14.9.
1973, fyrrv. starfsmaður Þróunar-
samvinnustofnunar SÞ, nú búsett í
Kambala í Úganda, en maður henn-
ar er Antony C. Wales skipstjóri og
eiga þau þrjú börn; Ingimar Jón, f.
28.9. 1976, rafvirki en kona hans er
Inga Ingimundardóttir og eiga þau
þrjú börn; Fannar Þór, f. 2.5. 1984,
verkamaður í Garði.
Systkini Kristjáns eru Ásbjörg
Ívarsdóttir, f. 19.1. 1940, skrifstofu-
maður í Reykjavík; Agnes Helga Ein-
arsdóttir, f. 16.7. 1943, hárgreiðslu-
kona í Reykjavík; Erna Friðbjörg
Einarsdóttir, f. 8.5. 1945, nú látin,
var búsett í Kópavogi; Einar Jóhann-
es Einarsson, f. 10.5. 1953, vélstjóri,
búsettur í Hafnarfirði; Reynir Ein-
arsson, f. 4.5. 1956. húsasmiður í
Reykjavik.
Foreldrar Kristjáns: Einar Jó-
hannesson, f. 23.6. 1919, d. 5.5. 1988,
vélstjóri á Flateyri og í Kópavogi,
og Filippía Kristjánsdóttir, f. 23.10.
1921, nú látin, húsmóðir.
Ætt
Einar var sonur Jóhannesar Gunn-
laugssonar og Málfríðar Sigurðar-
dóttur er bjuggu að Hlíð í Álftafirði
við Djúp.
Filippía var dóttir Kristjáns. B.
Guðnasonar beykis og Rögnvaldínu
K. Hjálmarsdóttur húsmóður en þau
bjuggu lengst af á Flateyri.
Jónína fæddist á Siglufirði og ólst
þar upp, auk þess sem hún dvaldi
sumarlangt að Hraunum í Fljótum
á bernskuárunum. Hún stundaði
nám við Gagnfræðaskóla Siglufjarð-
ar, lauk þaðan gagnfræðaprófi 1945
og stundaði síðan verslunarstörf á
Siglufirði. Þá var hún talsímakona
hjá Pósti og síma, fyrst á Siglufirði en
síðar í Reykjavík.
Jónína hóf skrifstofustörf við
Landakotsspítala árið 1970 og starf-
aði þar fram yfir aldamót eða þar til
hún lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Fjölskylda
Maður Jónínu er Sigurþór Þorgils-
son, f. 30.3. 1928, kennari og fyrrv.
framkvæmdastjóri, sonur Katrín-
ar Sigurðardóttur sem ættuð var
úr Skaftártungum og Þorgils Guð-
mundssonar frá Bolungarvík.
Börn Jónínu og Sigurþórs eru
Þorgils, f. 21.4. 1950, vélsmiður á
Akranesi, kvæntur Eygló Tómas-
dóttur frá Akranesi og eiga þau þrjú
börn; Anna, f. 2.8. 1951, sálfræðingur
í Skamby á Fjóni, gift Anders Rosag-
er tannsmið og eiga þau tvær dætur;
Þóra, f. 25.5. 1954, húsmóðir og lista-
maður í Reykjavík, gift Helga Snorra-
syni verslunarmanni og eiga þau
fjögur börn; Ársæll, f. 1.2. 1957, fisk-
eldisfræðingur í Grindavík, kvænt-
ur Þórhildi Eggertsdóttur fulltrúa og
eiga þau eina dóttur; Jóhann, f. 22.2.
1965, rafiðnfræðingur í Reykjavík, en
unnusta hans er Bylgja Valtýsdótt-
ir sálfræðingur og eiga þau tvö börn.
Bræður Jónínu: Þór Jóhanns-
son, f. 31.1. 1925, d. 3.5. 2010, hús-
gagnabólstrari og verslunarmaður í
Reykjavík, var kvæntur Elínu Eyfells
og eru börn þeirra fjögur á lífi; Mar-
geir Pétur Jóhannsson, f. 2.8. 1932,
fyrrv. forstjóri, kvæntur Lilly Samú-
elsdóttur og eiga þau tvö börn.
Foreldrar Jónínu voru Jóhann
Garibaldason, f. 23.12. 1895, d. 10.9.
1971, verkstjóri hjá Síldarverksmiðj-
um ríkisins á Siglufirði, og k.h., Anna
Gunnlaugsdóttir, f. 29.3. 1898, d. 4.4.
1964, húsmóðir.
Ætt
Jóhann missti móður sína, tvær
systur, bróður og mág í snjóflóðinu
sem féll á Engidal í apríl 1919 en í
því snjóflóði fórst allt heimilisfólkið
í Engidal, sjö manns.
Meðal bræðra Jóhanns voru
Óskar, verkalýðsleiðtogi og bæjar-
fulltrúi á Siglufirði og Hallur, faðir
Jóns, bankastjóra Alþýðubankans.
Jóhann var sonur Garibalda, b. í
Sléttuhlíð og síðar í Engidal, bróður
Halls, föður Eyþórs, útgerðarmanns
á Siglufirði og Kristjáns, kaupfé-
lagsstjóra í Stykkishólmi. Garibaldi
var sonur Einars, b. á Arnarstöð-
um í Sléttuhlíð Ásgrímssonar, b. á
Vatnsenda á Höfðaströnd Halls-
sonar, bróður Jóns, prófasts í Gla-
umbæ, afa Jóns Sigurðssonar alþm.
á Reynistað. Annar bróðir Ásgríms
var Ólafur, afi Gunnars Jóhanns-
sonar, alþm. og langafa Gunn-
ars Sigurðssonar, byggingafulltrúa
í Reykjavík. Móðir Garibalda var
Kristbjörg, systir Jónasar á Látrum
og dóttir Jóns, b. á Látrum Jónsson-
ar og Jóhönnu Jóakimsdóttur.
Móðir Jóhanns verkstjóra var
Margrét Pétursdóttir, b. á Daða-
stöðum á Reykjaströnd Guðmunds-
sonar, b. í Ystu-Grund í Blönduhlíð
Einarssonar. Móðir Margrétar var
Elísabet, systir Elínar, móður Jónas-
ar í Hliði á Álftanesi, föðurafa Stef-
áns Harðar Grímssonar skálds.
Elísabet var dóttir Semings, b. í
Hamrakoti á Ásum Semingsson-
ar, bróður Marsibil, móður Bólu-
Hjálmars.
Anna, móðir Jónínu var dótt-
ir Gunnlaugs, b. á Máná og síðar á
Siglufirði, bróður Jóns á Arnarstöð-
um, föður Kristínar sem rak lengi
verslunina Baldursbrá á Skóla-
vörðustíg í Reykjavík. Gunnlaug-
ur var sonur Þorfinns, b. í Hjalta-
staðakoti Þorfinnssonar, b. á Hóli
Jónssonar. Móðir Þorfinns í Hjalta-
staðakoti var Sæunn Þorsteins-
dóttir. Móðir Gunnlaugs var Anna
Guðmundsdóttir, b. á Húnstöðum í
Stíflu Sveinssonar, og Þóru Símon-
ardóttur. Móðir Önnu Gunnlaugs-
dóttur var Þóra, dóttir Helga Jóns-
sonar, b. á Laugalandi, og Önnu
Jónsdóttur.
KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur
ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma
viðburði liðinna ára og minnist horfinna
merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn
tilkynningar um stórafmæli á netfangið
kgk@dv.is
80 ÁRA Á HVÍTASUNNUDAG
Jónína Jóhannsdóttir
FYRRV. STARFSMAÐUR VIÐ LANDAKOTSSPÍTALA
Níels Rúnar Gíslason
NEMI Í REYKJAVÍK
Níels fæddist í Reykjavík en ólst
upp í Þýskalandi til sex ára ald-
urs og síðan í Reykjavík. Hann var
í leikskóla í Nienberge í Þýska-
landi, var í Álftamýrarskóla, lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um við Hamrahlíð árið 2000, lauk
BA prófi í íslensku við Háskóla
Íslands 2004 og BA prófi í rúss-
nensku við Háskóla Íslands 2005
og stundar nú MA-nám í þýðing-
arfræðum við Háskóla Íslands.
Níels vann við garðyrkju og
hellulagnir í sumarvinnu með
skóla, var aðstoðarframkvæmda-
stjóri veitingastaðarins REX í
Austurstræti í Reykjavík í eitt ár,
var lagermaður í eitt sumar, var
fangavörður á Skólavörðustíg
9 um skeið, kennari við Austu-
bæjarskólann og lausapenni við
Fréttablaðið í þrjú ár.
Níels var í Rússlandi árið 2008
og stundaði þar hjálparstarf fyrir
götubörn og eiturlyfjafíkla.
Fjölskylda
Kona Níelsar er Sigríður Ásdís
Jónasdóttir, f. 13.10. 1980, skartari.
Sonur Sigríðar Ásdísar er Dag-
ur Benjamín R. Kjartansson, f. 2.8.
1998, grunnskólanemi.
Systkini Níelsar eru Vigfús
Gíslason, f. 8.12. 1973, tölvuverk-
fræðingur við Veðurstofu Íslands;
Sólveig Gísladóttir, f. 13.4. 1977,
blaðamaður við Fréttablaðið.
Foreldrar Níelsar eru Gísli Vig-
fússon, f. 16.5. 1951, svæfinga-
læknir og býflugnabóndi, búsettur
í Reykjavík, og Sigríður Níelsdóttir,
f. 11.12. 1950, kennari við Öskju-
hlíðarskóla.
Ætt
Gísli er sonur Vigfúsar, vélsmíða-
meistara í Vestmannaeyjum
Jónssonar, og Salóme húsmóður
og saumakonu í Vestmannaeyj-
um Gísladóttur, útvegsb. í Vest-
mannaeyjum Jónssonar..
Sigríður er dóttir Níelsar,
málarameistara á Ísafirði Guð-
mundssonar, og Guðrúnar Sig-
urðardóttur húsmóður.
30 ÁRA Á FÖSTUDAG
40 FÖSTUDAGUR 21. mai 2010