Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 40
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is Anna Sigríður Árnadóttir DOKTOR Í STJARNEÐLISFRÆÐI Í LUNDI Í SVÍÞJÓÐ Anna Sigríður fæddist í Reykja- vík. Hún gekk í Snælandsskóla í Kópavogi til tíu ára aldurs og eftir það í Laugagerðisskóla á Snæfells- nesi. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund af eðl- isfræðibraut vorið 1999 sem dúx. Sama haust hóf hún nám í stjarn- eðlisfræði við York University í Toronto í Kanada og lauk þaðan BS prófi vorið 2003. Eftir eitt ár í mastersnámi við Queens Univer- sity í Kingston í Kanada flutti hún til Svíþjóðar þar sem hún hóf dokt- orsnám í stjarneðlisfræði við Lund University. Hún varði doktors- ritgerð sína „A Photometric Stu- dy of the Galactic Disks based on Strömgren Photometery“ 23.11. 2009. Anna Sigríður vinnur nú sem stjarneðlisfræðingur í ný- byggðu stjörnuveri (planetarium) í vísindasafninu Vattenhallen við tækniháskólann í Lundi. Formleg útskrift Önnu Sigríðar, þar sem henni verður veittur dokt- orstitillinn, verður um aðra helgi við hátíðlega athöfn í dómkirkj- unni í Lundi. Fjölskylda Sambýlismaður Önnu Sigríðar er Daníel Malmberg f. 8.5. 1982, son- ur dr. Denise Malmberg og dr. Per Peterson. Daníel mun verja dokt- orsritgerð sína „The Effects of En- counters on Planetary Systems in Stellar Clusters“ 15.6. næstkom- andi. Albróðir Önnu Sigríðar er Gunnar Pétur Árnason f. 10.11.69. eigandi og framkvæmdastjóri Verkvík Sandtak ehf., búsettur í Garðabæ. Sammæðra bróðir Önnu Sig- ríðar er Sigurður Páll Guttorms- son, f. 8.4. 1991, nemi við Háskól- ann í Reykjavík. Fóstursysir Önnu Sigríðar er Hildur Rudolfsdóttir f. 13.08.81. kennari búsett í Reykjavík. Faðir Önnu er Árni G. Sigurðs- son flugstjóri f. 16.1. 1949, kvæntur Ingibjörgu H. Elíasdóttur hjúkrun- arfræðingi f. 24.6. 1954, búsettur í Kópavogi. Móðir Önnu er Guðríður Pét- ursdóttir kennari f. 17.7. 1947. gift Guttormi Sigurðssyni og búsett á Snæfellsnesi. 30 ÁRA Í GÆR 60 ÁRA Á FÖSTUDAG Kristján R. Einarsson RAFVEITUVIRKI HJÁ ORKUBÚI VESTFJARÐA Kristján fæddist á Flateyri við Ön- undarfjörð og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi við Héraðsskól- ann í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 1967, hlaut meistararéttindi í bif- reiðaviðgerðum 1978, lauk prófi til 30 t. skipstórnaréttinda frá Farskóla Vestfjarða 1992, lauk sveinsprófi í rafveituvirkjun frá Rafiðnaðarskól- anum 1999 og hefur einnig sótt ýmis námskeið hjá Brunamálastofnun ríkisins og Lögregluskóla ríkisins. Á sumrum stundaði Kristján sjó- mennsku frá fermingu á handfæra- og línubátum frá Flateyri svo og á síldarbátum. Hann starfaði um tíma hjá Husqvarna-verksmiðjunum í Svíþjóð, flutti í Kópavog 1970 og hóf nám í bifvélavirkjun hjá Velti hf. Í Reykjavík sama ár. Kristján stofnsetti Bíla- og bú- vélaverkstæði í Varmahlíð í Skaga- firði 1977 og starfaði þar til 1980. Þá flutti hann aftur til Flateyrar. Þar starfaði hann við véla- og bif- reiðaviðgerðir og sjómennsku þar til hann hóf störf hjá Orkubúi Vest- fjarða 1988. Hann tók við starfi um- sjónarmanns Orkubús Vestfjarða á Flateyri 1991 og gegndi því starfi meðan það var við lýði og er nú raf- veituvirki í vinnuflokki rafveitukerfis Orkubússins. Kristján var slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Flateyrar á árunum 1986-2006 og var héraðslögreglu- maður á Flateyri um árabil. Hann hefur verið félagi í Lionsklúbbi Ön- undarfjarðar frá 1980 og gegnt ýms- um trúnaðarstörfum þar, setið í stjórn Foreldraráðs Grunnskóla Ön- undarfjarðar frá stofnun og var for- maður um skeið. Kristján hefur verið refaskytta í Önundarfirði um langt árabil. Fjölskyida Kristján kvæntist 13.4.1974 Soff- íu Margréti Ingimarsdóttur, f. 18.7. 1954, leiðbeinanda. Hún er dótt- ir Ingimars Sigurtryggvasonar, frá Litluvöllum í Bárðardal og Guðrún- ar Zophoníasardóttur frá Ásbrekku í Gnúpverjahreppi. Börn Kristjáns og Soffíu Mar- grétar eru Guðrún Filippía, f. 14.9. 1973, fyrrv. starfsmaður Þróunar- samvinnustofnunar SÞ, nú búsett í Kambala í Úganda, en maður henn- ar er Antony C. Wales skipstjóri og eiga þau þrjú börn; Ingimar Jón, f. 28.9. 1976, rafvirki en kona hans er Inga Ingimundardóttir og eiga þau þrjú börn; Fannar Þór, f. 2.5. 1984, verkamaður í Garði. Systkini Kristjáns eru Ásbjörg Ívarsdóttir, f. 19.1. 1940, skrifstofu- maður í Reykjavík; Agnes Helga Ein- arsdóttir, f. 16.7. 1943, hárgreiðslu- kona í Reykjavík; Erna Friðbjörg Einarsdóttir, f. 8.5. 1945, nú látin, var búsett í Kópavogi; Einar Jóhann- es Einarsson, f. 10.5. 1953, vélstjóri, búsettur í Hafnarfirði; Reynir Ein- arsson, f. 4.5. 1956. húsasmiður í Reykjavik. Foreldrar Kristjáns: Einar Jó- hannesson, f. 23.6. 1919, d. 5.5. 1988, vélstjóri á Flateyri og í Kópavogi, og Filippía Kristjánsdóttir, f. 23.10. 1921, nú látin, húsmóðir. Ætt Einar var sonur Jóhannesar Gunn- laugssonar og Málfríðar Sigurðar- dóttur er bjuggu að Hlíð í Álftafirði við Djúp. Filippía var dóttir Kristjáns. B. Guðnasonar beykis og Rögnvaldínu K. Hjálmarsdóttur húsmóður en þau bjuggu lengst af á Flateyri. Jónína fæddist á Siglufirði og ólst þar upp, auk þess sem hún dvaldi sumarlangt að Hraunum í Fljótum á bernskuárunum. Hún stundaði nám við Gagnfræðaskóla Siglufjarð- ar, lauk þaðan gagnfræðaprófi 1945 og stundaði síðan verslunarstörf á Siglufirði. Þá var hún talsímakona hjá Pósti og síma, fyrst á Siglufirði en síðar í Reykjavík. Jónína hóf skrifstofustörf við Landakotsspítala árið 1970 og starf- aði þar fram yfir aldamót eða þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Fjölskylda Maður Jónínu er Sigurþór Þorgils- son, f. 30.3. 1928, kennari og fyrrv. framkvæmdastjóri, sonur Katrín- ar Sigurðardóttur sem ættuð var úr Skaftártungum og Þorgils Guð- mundssonar frá Bolungarvík. Börn Jónínu og Sigurþórs eru Þorgils, f. 21.4. 1950, vélsmiður á Akranesi, kvæntur Eygló Tómas- dóttur frá Akranesi og eiga þau þrjú börn; Anna, f. 2.8. 1951, sálfræðingur í Skamby á Fjóni, gift Anders Rosag- er tannsmið og eiga þau tvær dætur; Þóra, f. 25.5. 1954, húsmóðir og lista- maður í Reykjavík, gift Helga Snorra- syni verslunarmanni og eiga þau fjögur börn; Ársæll, f. 1.2. 1957, fisk- eldisfræðingur í Grindavík, kvænt- ur Þórhildi Eggertsdóttur fulltrúa og eiga þau eina dóttur; Jóhann, f. 22.2. 1965, rafiðnfræðingur í Reykjavík, en unnusta hans er Bylgja Valtýsdótt- ir sálfræðingur og eiga þau tvö börn. Bræður Jónínu: Þór Jóhanns- son, f. 31.1. 1925, d. 3.5. 2010, hús- gagnabólstrari og verslunarmaður í Reykjavík, var kvæntur Elínu Eyfells og eru börn þeirra fjögur á lífi; Mar- geir Pétur Jóhannsson, f. 2.8. 1932, fyrrv. forstjóri, kvæntur Lilly Samú- elsdóttur og eiga þau tvö börn. Foreldrar Jónínu voru Jóhann Garibaldason, f. 23.12. 1895, d. 10.9. 1971, verkstjóri hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins á Siglufirði, og k.h., Anna Gunnlaugsdóttir, f. 29.3. 1898, d. 4.4. 1964, húsmóðir. Ætt Jóhann missti móður sína, tvær systur, bróður og mág í snjóflóðinu sem féll á Engidal í apríl 1919 en í því snjóflóði fórst allt heimilisfólkið í Engidal, sjö manns. Meðal bræðra Jóhanns voru Óskar, verkalýðsleiðtogi og bæjar- fulltrúi á Siglufirði og Hallur, faðir Jóns, bankastjóra Alþýðubankans. Jóhann var sonur Garibalda, b. í Sléttuhlíð og síðar í Engidal, bróður Halls, föður Eyþórs, útgerðarmanns á Siglufirði og Kristjáns, kaupfé- lagsstjóra í Stykkishólmi. Garibaldi var sonur Einars, b. á Arnarstöð- um í Sléttuhlíð Ásgrímssonar, b. á Vatnsenda á Höfðaströnd Halls- sonar, bróður Jóns, prófasts í Gla- umbæ, afa Jóns Sigurðssonar alþm. á Reynistað. Annar bróðir Ásgríms var Ólafur, afi Gunnars Jóhanns- sonar, alþm. og langafa Gunn- ars Sigurðssonar, byggingafulltrúa í Reykjavík. Móðir Garibalda var Kristbjörg, systir Jónasar á Látrum og dóttir Jóns, b. á Látrum Jónsson- ar og Jóhönnu Jóakimsdóttur. Móðir Jóhanns verkstjóra var Margrét Pétursdóttir, b. á Daða- stöðum á Reykjaströnd Guðmunds- sonar, b. í Ystu-Grund í Blönduhlíð Einarssonar. Móðir Margrétar var Elísabet, systir Elínar, móður Jónas- ar í Hliði á Álftanesi, föðurafa Stef- áns Harðar Grímssonar skálds. Elísabet var dóttir Semings, b. í Hamrakoti á Ásum Semingsson- ar, bróður Marsibil, móður Bólu- Hjálmars. Anna, móðir Jónínu var dótt- ir Gunnlaugs, b. á Máná og síðar á Siglufirði, bróður Jóns á Arnarstöð- um, föður Kristínar sem rak lengi verslunina Baldursbrá á Skóla- vörðustíg í Reykjavík. Gunnlaug- ur var sonur Þorfinns, b. í Hjalta- staðakoti Þorfinnssonar, b. á Hóli Jónssonar. Móðir Þorfinns í Hjalta- staðakoti var Sæunn Þorsteins- dóttir. Móðir Gunnlaugs var Anna Guðmundsdóttir, b. á Húnstöðum í Stíflu Sveinssonar, og Þóru Símon- ardóttur. Móðir Önnu Gunnlaugs- dóttur var Þóra, dóttir Helga Jóns- sonar, b. á Laugalandi, og Önnu Jónsdóttur. KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 80 ÁRA Á HVÍTASUNNUDAG Jónína Jóhannsdóttir FYRRV. STARFSMAÐUR VIÐ LANDAKOTSSPÍTALA Níels Rúnar Gíslason NEMI Í REYKJAVÍK Níels fæddist í Reykjavík en ólst upp í Þýskalandi til sex ára ald- urs og síðan í Reykjavík. Hann var í leikskóla í Nienberge í Þýska- landi, var í Álftamýrarskóla, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð árið 2000, lauk BA prófi í íslensku við Háskóla Íslands 2004 og BA prófi í rúss- nensku við Háskóla Íslands 2005 og stundar nú MA-nám í þýðing- arfræðum við Háskóla Íslands. Níels vann við garðyrkju og hellulagnir í sumarvinnu með skóla, var aðstoðarframkvæmda- stjóri veitingastaðarins REX í Austurstræti í Reykjavík í eitt ár, var lagermaður í eitt sumar, var fangavörður á Skólavörðustíg 9 um skeið, kennari við Austu- bæjarskólann og lausapenni við Fréttablaðið í þrjú ár. Níels var í Rússlandi árið 2008 og stundaði þar hjálparstarf fyrir götubörn og eiturlyfjafíkla. Fjölskylda Kona Níelsar er Sigríður Ásdís Jónasdóttir, f. 13.10. 1980, skartari. Sonur Sigríðar Ásdísar er Dag- ur Benjamín R. Kjartansson, f. 2.8. 1998, grunnskólanemi. Systkini Níelsar eru Vigfús Gíslason, f. 8.12. 1973, tölvuverk- fræðingur við Veðurstofu Íslands; Sólveig Gísladóttir, f. 13.4. 1977, blaðamaður við Fréttablaðið. Foreldrar Níelsar eru Gísli Vig- fússon, f. 16.5. 1951, svæfinga- læknir og býflugnabóndi, búsettur í Reykjavík, og Sigríður Níelsdóttir, f. 11.12. 1950, kennari við Öskju- hlíðarskóla. Ætt Gísli er sonur Vigfúsar, vélsmíða- meistara í Vestmannaeyjum Jónssonar, og Salóme húsmóður og saumakonu í Vestmannaeyj- um Gísladóttur, útvegsb. í Vest- mannaeyjum Jónssonar.. Sigríður er dóttir Níelsar, málarameistara á Ísafirði Guð- mundssonar, og Guðrúnar Sig- urðardóttur húsmóður. 30 ÁRA Á FÖSTUDAG 40 FÖSTUDAGUR 21. mai 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.