Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 MINNING
Kristófer Darri fæddist í Reykjavík og
ólst upp í foreldrahúsum í Grafarvog-
inum í Reykjavík. Hann var á leikskól-
anum Lyngheimar.
Fjölskylda
Systir Kristófers er Emilía Þóra Ólafs-
dóttir, f. 14.4. 2009.
Foreldrar Kristófers eru Ólafur
Haukur Hákonarson, f. 26.6. 1980, og
María Magdalena Steinarsdóttir, f.
8.3. 1979.
Foreldrar Maríu Magdalenu eru
Steinar Þór Guðjónsson, f. 20.5. 1955,
og Maria Jolanta Polanska, f. 4.4. 1959.
Systir Maríu Magdalenu er Sandra
María Steinarsdóttir Polanska, f. 24.2.
1985.
Foreldrar Ólafs Hauks: Hákon
Hákonarson, f. 24.11. 1952, kvæntur
Kristínu Kristjánsdóttur, f. 6.7. 1967,
og Þóra Sveinsdóttir, f. 20.4. 1952, d.
2.7. 1991.
Systkini Ólafs Hauks eru Guðrún
Erla Hákonardóttir, f. 21.3. 1970, gift
Einari Sólbergi Helgasyni, f. 2.3. 1969;
Helga Hákonardóttir, f. 22.9. 1972;
Gunnar Hákonarson, f. 20.11. 1973,
kvæntur Herdísi Hersteinsdóttur, f.
10.4. 1971; Hákon Hákonarson, f. 3.7.
1978, kvæntur Önnu Ósk Sigurðar-
dóttur, f. 13.12. 1981; Hulda Hákonar-
dóttir, f. 5.1. 1980, gift Friðgeiri Kemp,
f. 28.3. 1978; Arnar Snær Hákonarson,
f. 26. 12. 1989; Hekla Hákonardóttir, f.
20.12. 1994, d. 25.9. 1996; Hera Huld
Hákonardóttir, f. 19.9. 1997.
Foreldrar Mariu Jolöntu: Zbigniew
Polanski, f. 19.4. 1931, d. 23.11. 2003,
byggingarverkfræðingur í Biatystok
í Póllandi, og k.h., Wanda Polanska,
f. 12.10. 1937, d. 1.3. 2002, efnaverk-
fræðingur.
Foreldrar Steinars Þórs eru Guð-
jón Andrésson, f. 29.3. 1933, fyrrv.
forstöðumaður og ökukennari í
Reykjavík, og k.h., Árna Steinunn
Rögnvaldsdóttir, f. 5.5. 1932, húsmóðir.
Foreldrar Hákonar voru Hákon
Þorsteinsson, f. 25.5. 1924, d. 26.3.
2009, og Benedikta Lilja Karlsdóttir, f.
19.4. 1924, d. 23.2. 2003.
Móðir Þóru var Guðrún Árnadótt-
ir, f. 14.12. 1924, d. 30.10. 2004.
Útför Kristófers Darra fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, föstudag-
inn 21.5. og hefst athöfnin klukkan
13.00.
MINNING
Kristófer Darri Ólafsson
Fæddur 11.9. 2006, lést af slysförum 17.5. 2010
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 8284 / 551 3485
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947
MERKIR ÍSLENDINGAR
Ólafur fæddist í Reykjavík og ólst þar
upp. Hann var rétt eins árs er hann
missti föður sinn, en er Ólafur var sex
ára giftist móðir hans Jóni Halldórs-
syni, f. 1889, d. 1973, er gekk Ólafi í
föðurstað.
Ólafur stundaði nám við Miðbæj-
arskólann. Hann hóf störf í Gasstöð-
inni við Hlemm er hann var sautján
ára en þá starfaði Jón Halldórsson þar.
Ólafur gerðist þar lærlingur í pípu-
lögnum, öðlaðist meistararéttindi í
gaslögnum árið 1941 og meistararétt-
indi í pípulögnum árið 1961.
Ólafur starfaði síðan hjá Gasstöð
Reykjavíkur og hjá Hitaveitu Reykja-
víkur frá stofnun hennar 1943-84, er
hann lét af stöfum fyrir aldurs sakir.
Þar var hann lengi yfirverkstjóri.
Ólafur hóf ungur að leika á hljóð-
færi. Hann var m.a. í Harmonikku-
félagi Reykjavíkur og Lúðrasveitinni
Svaninum og var einn af stofnendum
hvoru tveggja. Lengst af lék hann þó
á trommur og þá með ýmsum hljóm-
sveitum á árunum 1934-55, þ.á m.
með Hljómsveit Bjarna Böðvarsson-
ar og með harmonikkuleikurum, s.s.
Braga Hlíðberg og Halldóri frá Kára-
stöðum.
Hann hóf svo trommuleikinn að
nýju er hann flutti á Hrafnistu í Hafn-
arfirði, þá orðinn níræður, og lék þar
með DAS bandinu á dansleikjum á
hverjum föstudegi í þrjú ár.
Ólafur gekk í Oddfellowregluna er
hann var tuttugu og fjögurra ára, var
alla tíð mjög virkur í starfi Oddfellowa
og var einn af stofnendum stúkunnar
Þorkels mána árið 1952.
Fjölskylda
Ólafur kvæntist 23.1. 1943 Þorgerði
Elísabetu Grímsdóttur, f. 10.12. 1915,
d. 9.1. 2006, húsmóður. Hún var dótt-
ir Gríms Kr. Jósefssonar, járnsmiðs hjá
Reykjavíkurhöfn, og Halldóru Jóns-
dóttur húsmóður.
Ólafur og Þorgerður Elísabet
bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík,
lengst af að Háteigsvegi 19 og í Skip-
holti 12.
Börn Ólafs og Þorgerðar Elísabet-
ar eru Stella Hólm, f. 22.6. 1943, bú-
sett í London, gift Gavin McFarlane og
eiga þau tvo syni, Neil Gunnar Hólm;
Angus Þór Hólm en eiginkona hans er
Jane Foulser McFarlane.
Einar Hólm, f. 10.12. 1945, skóla-
stjóri, búsettur í Mosfellsbæ, kvæntur
Vilborgu Árnýju Einarsdóttur og eru
börn þeirra Ingibjörg Hólm, gift Jóni
Guðmundi Jónssyni en börn þeirra
eru Íris Hólm, Þórir Hólm og Sóley
Hólm; Ólafur Hólm, kvæntur Elvu Brá
Aðalsteinsdóttur og eru dætur þeirra
Freyja Hólm og Una Hólm.
Birgir Hólm, f. 28.2. 1956, pípu-
lagningameistari, búsettur í Mos-
fellsbæ, kvæntur Ósk Jóhönnu Sigur-
jónsdóttur og eru börn þeirra Garðar
Hólm en sambýliskona hans er Hild-
ur Sigursteinsdóttir og er dóttir henn-
ar Ísabella Rún; Berglind Hólm, gift
Þorsteini Gíslasyni og er sonur þeirra
Birgir Hólm en fyrir á Þorsteinn dæt-
urnar Anítu Rós og Ísabellu Rós frá
fyrri sambúð.
Hálfsystkini Ólafs, sammæðra:
Gyða Jónsdóttir, f. 27.9. 1920, búsett í
Reykjavík, var gift Friðjóni Bjarnasyni
prentara, sem er látinn; Erna Jóns-
dóttir, f. 12.12. 1922, d. 6.5. 2010, var
búsett í Reykjavík, gift Sigurði Inga-
syni; Knútur Jónsson, f. 5.8. 1929, d.
24.7. 1992, bæjarritari á Siglufirði, var
kvæntur Önnu Snorradóttur.
Foreldrar Ólafs voru Einar Hólm
Ólafsson frá Hvallátrum í Rauða-
sandshreppi, f. 25.1. 1892, d. 12.8.
1915, skósmiður, og k.h., Gíslína
Magnúsdóttir frá Hnjóti í Örlygshöfn,
f. 18.1. 1889, d. 8.6. 1986, húsmóðir.
Ætt
Gíslína var ein af þrettán systkin-
um frá Hnjóti í Örlygshöfn en meðal
bræðra hennar var Ólafur, b. á Hnjóti
í Örlygshöfn, faðir Egils, safnvarðar á
Hnjóti. Gíslína var dóttir Magnúsar,
b. á Hnjóti í Örlygshöfn Árnasonar, b.
í Hænuvík Pálssonar.
Móðir Gíslínu var Sigríður Sig-
urðardóttir, b. og bókbindara í Vest-
ur-Botni í Patreksfirði Gíslasonar, pr.
í Sauðlauksdal Ólafssonar. Móðir Sig-
ríðar var Ingibjörg Sigurðardóttir frá
Bíldudal.
Ólafur var jarðsunginn frá Háteigs-
kirkju sl. miðvikudag.
MINNING
Ólafur Hólm Einarsson
FYRRV. YFIRVERKSTJÓRI HJÁ HITAVEITU REYKJAVÍKUR
Fæddur 17. 6. 1914 - Dáinn. 6. maí 2010
Jón Hermannsson
Fyrsti lögreglustjórinn í Reykjavík
f. 23.5. 1873, d. 14.11. 1960
Jón fæddist að Velli í Hvolhreppi á
Rangárvöllum, sonur Hermannius-
ar Elíasar Johnsson sýslumanns, og
Ingunnar Halldórsdóttur húsfreyju.
Jón lauk stúdentsprófi í Reykja-
vík 1893 og embættisprófi í lögfræði
við Kaupmannahafnarháskóla 1899.
Jón varð aðstoðarmaður í íslenska
ráðuneytinu í Kaupmannahöfn
1899, varð skrifstofustjóri á skrifstofu
Stjórnarráðs Íslands í Reykjavík við
heimastjórnina 1904 og var skipaður
lögreglustjóri í Reykjavík 1918.
Jón var fyrsti lögreglustjórinn í
Reykjavík og gegndi því embætti til
ársloka 1928 er Hermann Jónasson,
síðar forsætisráðherra, tók við starf-
inu, en Jón tók þá við nýstofnuðu
tollstjóraembætti.
Jón stóð oft í stórræðum með sitt
fámenna lið en þekktasta stórmál-
ið sem hann stóð frammi fyrir var
Drengsmálið svo nefnda, er Ólafur
Friðriksson, neitaði að láta af hendi
rússneskan dreng sem var talinn
vera með smitandi augnsjúkdóm
og koma átti úr landi. Þótti Jón sýna
stillingu og myndugleika í því erfiða
máli.
Jón bjó á þessum árum við Lækj-
argötu þar sem Iðnaðarbankinn
kom síðar. Var íbúð hans uppi en
lögreglustöðin á jarðhæðinni. Lög-
reglustöðin flutti svo í Arnarhvol ný-
byggðan 1930, á horni Ingólfsstrætis
og Lindargötu.
Jón var tengdafaðir Auðar Auð-
uns, borgarstjóra og ráðherra.
Lárus Sigurbjörnsson
Borgarminjavörður Reykjavíkur
f. 22.5. 1903, d. 5.8. 1974
Lárus var sonur séra Sigurbjörns Á.
Gíslasonar, ritstjóra og prests í Ási
í Reykjavík, og k.h., Guðrúnar Lár-
usdóttur, rithöfundar og alþm., sem
drukknaði ásamt tveimur dætrum
sínum í Tungufljóti 1938. Meðal
systkina Lárusar voru Gísli, forstjóri
Grundar og Áss, og Friðrik stórkaup-
maður.
Lárus lauk stúdentsprófi frá MR
1922, lauk kand.phil.-prófi við Kaup-
mannahafnarháskóla og stundaði
þar nám í eðlisfræði en hætti námi
og stundaði síðan ritstörf og blaða-
mennsku í Kaupmannahöfn til 1927,
lengst af hjá Berlingske Tidende.
Lárus hóf störf hjá Reykjavíkurbæ
1929, vann fyrst hjá bæjargjaldkera
en var skipaður minja- og skjala-
vörður 1956.
Lárus samdi skáldsögu og a.m.k.
tvö leikrit, auk þess sem hann þýddi
fjölda leikrita. Hann var formaður
Leikfélags stúdenta og Leikfélags
Reykjavíkur og framkvæmdastjóri
þess um skeið.
Lárusar verður þó fyrst og fremst
minnst sem stofnanda minjasafns
Reykjavíkur að Árbæ og fyrir að
bjarga fjölda merkra muna og minja
úr fortíð Reykjavíkur sem öllum
öðrum þótti þá sjálfsagt að færu for-
görðum. Í þeim efnum vann hann
ómetanlegt brautryðjandastarf.
Það er eftirtektarverð tilviljun
að Lárus lést er borgarbúar héldu
þjóðhátíð vegna ellefu hundruð ára
afmælis landnáms í Reykjavík.