Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Side 13
FÖSTUDAGUR 5. nóvember 2010 FRÉTTIR 13
islandsbanki@islandsbanki.is
www.islandsbanki.is
Sími 440 4000
Vaxtasproti er einfalda
leiðin til að spara í áskrift
Með sparnaði í áskrift getur
þú sett þér mark mið, lagt
fyrir í hverjum mán uði,
safn að vöxt um og átt fyrir
því sem þig langar að gera.
Hvort sem það er sumar frí
fjöl skyld unnar, heimilis tæki
sem þarf að endur nýja eða eitt hvað allt
annað – þá er ódýrara að safna og eiga
fyrir hlut unum en að fá lánað fyrir þeim.
Vaxtasproti er sparnaðar
reikn ingur sem er alltaf laus.
Þú getur því bæði safnað þér
fyrir einhverju ákveðnu en
um leið notað reikn inginn
sem vara sjóð til að bregðast
við óvæntum útgjöldum.
Fyrir hverju langar þig að safna með
sparnaði í áskrift?
Byrjaðu að spara á islandsbanki.is
Á miðvikudag í síðustu viku kom til
átaka í röðinni fyrir utan Fjölskyldu-
hjálp Íslands. Tvær konur tókust þar
á en frásögnum þeirra af átökunum
ber ekki saman. Esther Erludóttir
kom fram í helgarblaði DV í síðustu
viku og lýsti því hvernig kona hefði
gripið um háls hennar og læst nögl-
unum í hana, þegar hún gerði at-
hugasemdir við troðning í röðinni.
Hin meinta árásarkona Sigríður Sig-
fúsdóttir eða Sirrý spákona, eins og
hún er kölluð, segir af og frá að hún
hafi ráðist á Esther.
Sirrý segist hafa mætt frekar seint
í röðina með dóttur sinni en þá hafi
vinkona hennar verið búin að taka
frá pláss fyrir þær. Þegar hún mætti
í röðina sagði vinkonan henni að
Esther hefði verið að bera það út
að Sirrý væri fyllibytta og væri alltaf
drukkin. Sirrý var ekki sátt við það.
„Ég drekk ekki, aldrei. Ef ég fer út að
skemmta mér þá drekk ég vatn eða
kaffi.“ Sirrý segist því hafa snúið sér
að Esther og spurt hvað í ósköpun-
um hún væri að búa til og bera upp á
hana. Esther hafi þrætt fyrir að hafa
borið út sögurnar. Sirrý segir að í
framhaldi af þessu hafi hún og dótt-
ir hennar farið. „Ég ætlaði ekki að
sitja undir þessu. Ég reikna ekki með
að fara þangað nokkurn tíma aftur,“
segir Sirrý sem er ekki vön að leita
til Fjölskylduhjálparinnar. „Það voru
engin átök, það er bara búið til. Ég
sneri mér bara að henni og spurði
hvað hún meinti með þessu.“
Esther sýndi blaðamanni DV
áverkana á sér í síðustu viku. Á Fac-
ebook-síðu sinni sakar hún Sirrý um
að hafa veitt henni áverkana, en Sir-
rý segir þá ekki vera af sínum völd-
um. „Það segir þarna fólk í kring að
hún hafi verið með einhverjar bólur
í andlitinu. Ég veit ekki til þess að ég
hafi tekið neitt í hana.“
DV hefur það staðfest að Esther
fékk áverkavottorð í kjölfar hinn-
ar meintu árásar auk þess sem hún
kærði árásinu til lögreglu.
„Það voru engin átök,
það er bara búið til“
Tvennum sögum fer af átökum í röð Fjölskylduhjálpar Íslands í síðustu viku.
10 fréttir 29. október 2010 fö
studagur
Fimleikastúlkurnar í Gerplu, sem
urðu Evrópumeistarar í fimleikum á
dögunum, þurftu að fjármagna ferð
sína á nýafstaðið Evrópumót með því
að safna dósum og selja klósettpapp-
ír í ágústmánuði. Förin kostaði hverja
þeirra 200 þúsund krónur.
Auður Inga Þorsteinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Gerplu, segir stúlkurn-
ar ítrekað hafa sótt um styrk í afreks-
sjóð ÍSÍ og verið hafnað. Þær njóti
ekki fjárstuðnings frá Fimleikasam-
bandi Íslands því þar sé fjá magn of
lítið. Þá hafi þær einnig sótt um styrki
til afrekssjóða fyrirtækja og fengið
neikvætt svar. „Þær hafa til að mynda
sótt um styrk úr afrekskvennasjóði
Íslandsbanka þrjú síðustu ár og ver-
ið hafnað í hvert skipti,“ segir Auður
Inga.
Standa saman allar sem ein
Íris Mist Magnúsdóttir, einn kepp-
enda, segir mikið á stúlkurnar lagt og
að þær sem eigi ekki efnaða foreldra
hafi oft áhyggjur og þurfi að hafa sig
allar við að safna fé. Þær standi þó
allar saman sem ein svo þær kom-
ist sem lið á mót. „Við seljum klósett-
pappír, höldum ýmsa atburði svo sem
bingó og fleira. En þetta eru háar fjár-
hæðir fyrir hvert mót svo við þurfum
að leggja hart að okkur. Evrópumótið
kostaði hverja og eina okkar um 200
þúsund krónur.“
Á Facebook hefur verið stofnuð
síða til styrktar kvennaliði Gerplu.
Mælst er til þess að þeir sem vilja
styrkja framgang Evrópumeistaranna
styrki þær um 1000 krónur. Með því
losni þær við fjárhagsáhyggjur og geti
einbeitt sér að sínu næsta takmarki
sem er að næla sér í Norðurlanda-
meistaratitilinn.
Eru slæmu vön
„Fimleikafólk er slæmu vant, það
borgar allt úr eigin vasa. Þetta veldur
ungu afreksfólki álagi og áhyggjum og
hefur valdið því að það tekur ekki þátt
í mótum og keppnum,“ segir Auður
Inga.
Hún nefnir sem dæmi að helsti af-
reksmaður þeirra í fimleikum hafi
ekki komist með á síðasta heims-
meistaramót vegna þess að hann átti
ekki fyrir því. „Fyrir afreksíþrótta-
menn sem standa fremst í sinni íþrótt
er það skelfileg upplifun. Það hefur
eytt öllum sínum tíma frá barnæsku í
að ná fullkomnun í sinni íþrótt og æfir
af krafti fyrir mót. Að komast ekki með
vegna þess að það er ekki til peningur
er þessu fólki áfall.“
Hún segir Fimleikasamband Ís-
lands ekki h fa nægt fjármagn til þess
að styrkja stúlkurnar. „Fimleikasam-
bandið fékk 500 þúsund króna styrk
frá ÍSÍ vegna Evrópumótsins,“ útskýr-
ir hún. „Sambandið getur því greitt
ferðakostnað á mótið fyrir dómara
og fararstjóra. En það er ekkert fé eft-
ir til handa stúlkunum sjálfum. Hver
þeirra fékk 10 þúsund króna styrk frá
Kópavogsbæ og 15 þúsund frá UMSK
upp í 200 þúsund króna ferðakostn-
að. Þær söfnuðu síðan upp á sitt eins-
dæmi hátt í þremur milljónum.“
Ekki smæðinni um að kenna
Þorgerður Diðriksdóttir, formaður
Fimleikasambands Íslands, tekur
undir með Auði Ingu. „Fjármagnið
sem sambandið hefur er bara of lít-
ið til þess að styrkja afreksfólk okk-
ar,“ segir hún og bætir því við að sam-
bandið kjósi þess vegna að láta það
ganga fyrir að greiða fyrir þjálfara,
dómara og fararstjóra því keppendur
fái ekki að taka þátt nema þessir fylgd-
armenn séu með. „Eins og staðan er
núna höfum við af veikum mætti get-
að komið til móts við keppendur með
því að greiða fyrir fylgdarmenn,“ seg-
ir hún.
Þorgerður bendir á að Fimleika-
sambandi sé fjórða stærsta sam-
bandið innan ÍSÍ svo ekki sé hægt að
kenna smæð þess um.
Ríkið sker niður
Samkvæmt upplýsingum frá ÍSÍ er
þetta mjög misjafnt eftir samböndum
en í allmörgum íþróttagreinum þurfi
iðk ndur ð bera kostnað af keppnis-
ferðum þar sem samböndin séu mis-
stöndug.
Þær upplýsingar fengust hjá Ein-
ari Þorvarðarsyni, framkvæmda-
stjóra HSÍ, að öll A-landslið í hand-
bolta væru rekin af sambandinu, jafnt
kvenna- og karlalandslið.
Unglingalandsliðin þurfa hins
vegar að safna styrkjum og taka þátt
í kostnaði sjálf en HSÍ leggur þó allt-
af eitthvað til. „Við spilum hátt í 80–
100 landsleiki á ári og umfangið er því
mikið. Við þurfum að hafa mjög mikið
fyrir þessu og passa vel upp á að þetta
geti gengið,“ segir hann að lokum.
Hjá KSÍ er ferðakostnaður allra kepp-
enda greiddur af sambandinu.
Líney Rut Halldórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri ÍSÍ, segir samband-
ið fara eftir reglugerðum þegar kem-
ur að úthlutunum úr afrekssjóði og
bendir á að fjárframlög frá ríkinu til
sjóðsins hafi dregist saman og séu nú
aðeins um 24,7 milljónir.
Fimleikafólk nýtur lítils fjárstuðnings.
Evrópumeistarar í fimleikum þurftu að
fjármagna förina á Evrópumótið með
því að safna dósum og selja klósettpapp-
ír í ágústmánuði. Förin kostaði hverja
þeirra 200 þúsund krónur. Formaður
Fimleikasambands Íslands segir fjár-
magn sambandsins of lítið til þess að
styrkja afreksfólk.
EVRÓPUMEISTARAR
SAFNA DÓSUM
kRiStjana guðbRandSdóttiR og
gunnhilduR gEiRSdóttiR
blaðamenn skrifa:kristjana@dv.is og gunnhildur@dv.is
allar sem ein ÍrisMistMagnúsdóttirt.h,segirstúlkurnarstandasamanallarsemeintil
þessaðfjármagnakeppnisferðirliðsins.
kvennalið gerplu safnar fé Evrópumeistararí
fimleikumþurfaaðsafnadósumogseljainnábingó
tilaðstandaundirferðakostnaði.myndiR SigtRygguR aRi
Fimleikafólk er slæmu vant, það borgar allt úr
eigin vasa. Þetta veldur ungu af-
reksfólki álagi og áhyggjum.
„Hún grípur um hálsinn á mér og
læsir nöglunum í mig,“ segir Esther
Erludóttir, þriggja barna móðir, sem
varð fyrir líkamsárás í biðröð eftir
matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp
Íslands á miðvikudaginn. Esther hef-
ur kært árásina en segist hafa mætt
fálæti hjá lögreglunni.
Vitni segja andrúmsloftið hafa
verið þrúgandi í biðröðinni á mið-
vikudag. Hundruð áhyggjufullra
einstaklinga í neyð stóðu í röð eftir
matar aðstoð frá því snemma morg-
uns á miðvikudaginn. Matarúthlut-
un Fjölskylduhjálparinnar hefst ekki
fyrr en klukkan tvö og höfðu því
margir staðið í röð í sex klukkustund-
ir. Hópurinn var órólegur að sögn
vitna sem DV hefur rætt við en upp
úr sauð þegar fólk fór að troðast fram
fyrir í röðinni.
Esther segir að konan sem réðst
á sig hafi verið meðal þeirra ein-
staklinga sem mætt hafi seint. Önn-
ur kona fyrir framan Esther í röð-
inni mun hafa „tekið frá“ stæði í
biðröðinni fyrir allt að fimm manns,
þar á meðal konuna sem veittist að
henni.
Esther kveðst hafa gert athuga-
semd við troðninginn en þá hafi
konan veist að henni með ofbeldi
sem fyrr segir. Svo vildi til að lög-
reglumenn voru skammt undan til
að hafa afskipti af ölvuðum manni í
röðinni og komu á vettvang. Áhuga-
leysi þeirra á árásinni var algjört að
sögn Estherar. „Var þetta ekki bara
þér að kenna sagði lögreglumaður-
inn“. Hún fór eftir lokun lögreglu-
stöðvarinnar og gaf skýrslu í málinu
og segir hún þann lögreglumann
hafa verið afar hjálplegan. Esther
gerði sér síðan aðra ferð upp á lög-
reglustöð í Kópavogi í gær til að
kæra árásina. „Þeir sögðu blákalt
við mig að ekkert yrði gert í þessu
máli,“ segir Esther í samtali við DV
og furðar sig á áhugaleysi lögregl-
unnar. Hún segir að manni sem
fylgdi henni á lögreglustöðina sem
vitni hafi verið vísað á dyr. „Þeir
segja þetta orð gegn orði en það
er ég sem ber áverka árásarinnar
og hef vottorð til að sanna það auk
fjölda vitna. Ef þetta er ekki líkams-
árásarmál þá veit maður eiginlega
ekki hvað er það,“ segir Esther sem
kveðst hafa þurft að leita til Fjöl-
skylduhjálpar í þrjú ár í neyð sinni.
mikael@dv.is
Ráðist á þriggja barna móður í biðröð eftir aðstoð Fjölskylduhjálpar.
með áverka vegna árásar í biðröð
Slæmt ástand Esther
ermeðáverkaíandliti
eftirárásinaogaugljóst
aðhúnhefurverið
klóruðillaíandlitið.
SÓLRÚN LILJA RAGNARSDÓTTIR
blaðamaður skrifar: solrun@dv.is
29.október2010
Tók ekki í hana Sirrý
segistekkihafaveitt
konunniáverka.