Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Síða 14
14 FRÉTTIR 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Stefán Hjörleifsson er læknir og doktor í heimspeki. Hann gerði doktorsverkefni sitt í heimspeki um Íslenska erfðagreiningu en svo vill til að forstjóri fyrirtækis- ins, Kári Stefánsson, er föðurbróð- ir Stefáns. Í októberútgáfu norska læknafagtímaritsins Tidsskrift for Den norske legeforening er viðtal við Stefán þar sem hann fer um víðan völl og ræðir meðal ann- ars um verkefnið sitt, en þar setti hann starfsemi deCODE í siðferði- legt samhengi. Stefán vildi ekki gera lítið úr því rannsóknarstarfi sem hefur farið fram hjá deCODE, en hann hafði margt að athuga við forsendur rannsóknanna, en þær telur hann hafa verið viðskiptalegs eðlis. Tæknilegar framfarir búa til sjúklinga Stefáni er siðfræði læknavís- indanna mjög hugleikin. Hann tel- ur að læknisfræðin snúist um þrjá þætti, vísindi, tækni og síðast en ekki síst þurfa læknar að búa yfir siðfræðilegri þekkingu. Þeir þurfa að vita hvað sé rétt að gera, fyr- ir rétta sjúklinginn, á réttum tíma. Stefán segist hafa áhyggjur af því hvernig tæknin er farin að taka siðfræðinni fram. „Vegna tækni- legra framfara eru æ fleiri einstakl- ingar greindir sem sjúklingar eða í áhættuhópi, jafnvel að ástæðu- lausu. DeCODE er fullkomið dæmi um hvernig rannsóknir í lækna- vísindum knýja áfram þá þróun.“ Stefán segir að sú söluvara sem deCODE treystir hvað mest á, sé svokölluð spádómsgreining. Fyr- ir 2.000 bandaríkjadali geta við- skiptavinir fengið sent heim um- slag með útbúnaði til að taka munnstroku sem síðan er skilað aftur í umslagi sem fylgir pakkan- um. Viðskiptavinurinn fær því næst sérstakt heimasvæði á vefsíðu deC- ODE þar sem hann getur séð þá 50 erfðatengdu sjúkdóma sem líkleg- ast er að hann fái. En hvað er svona slæmt við það? Viðskiptin réðu för Stefán segir að margt hafi breyst á Ís- landi eftir að síðari heimstyrjöldinni lauk, þá fyrst hafi Íslendingar kynnst nútímanum sem nágrannaþjóðirn- ar höfðu fyrir löngu kynnst. „Ísland í dag er fyrst og fremst keyrt áfram af voninni um skjótfenginn gróða. Frændi minn, Kári Stefánsson, stofn- aði deCODE með glannalegu sjálfs- öryggi og áhættufé frá Bandaríkjun- um.“ Rétt fyrir doktorsvörn Stefáns var spádómsgreiningunni hleypt af stokkunum og siðferðilegu álitamál- in sem hann hafði bent á lágu ljós fyrir. „Fjárfestar vildu fá hagnað og það strax. Að einhverju leyti var ég lánsamur að spádómsgreiningin hóf göngu sína rétt fyrir vörnina. Þetta lá í augum uppi. Góðir vísindamenn sem höfðu unnið fyrir deCODE spurðu sig að því hvort þeir hefðu selt fyrirtækinu sálu sína.“ Kári brást illa við Spurður um viðbrögð Kára Stefáns- sonar við verkefninu og hvort hann hafi verið viðstaddur doktorsvörn- ina segir Stefán: „Nei, hann var ekki viðstaddur. Og margt í því ferli [við- brögðum Kára] er ekki prenthæft. Þegar ég ákvað að takast á við þetta verkefni spurði ég Kára og hann hleypti mér inn í fyrirtækið og var mjög hjálpsamur. En þegar umfjöll- unarefni verkefnisins komst í um- ræðuna varð hann öskuillur og gerði allt hvað hann gat til að nota sam- bönd sín við íslenska fjölmiðla til að gera lítið úr mér og verkefninu. Ég var hins vegar mjög vel undirbú- inn og verkefnið mitt er vísindalega áreiðanlegt. Munið að ég hef aldrei gagnrýnt rannsóknir deCODE sem slíkar, ég ber mikla virðingu fyrir þeim.“ Fjölmiðlar dönsuðu með deCODE Stefán segir að Íslenskri erfða- greiningu hafi tekist einstaklega vel til í því að fá íslensku þjóðina til að taka undir málstað sinn. „Orð- ræða fyrirtækisins var ótrúlega ná- kvæm. DeCODE spilaði með hina íslensku sjálfsmynd: „Við vitum hver við erum.“ Þetta var auðvitað til að þjóna hagsmunum fyrirtæk- isins, þar sem það þurfti á upplýs- ingum um erfðamengi Íslendinga að halda. Það er hins vegar ótrú- legt hvernig fjölmiðlar gleyptu við orðræðu deCODE og héldu henni fram, að erfðafræði væri svo ná- tengd væntingum fólks um bætta líðan og aðra kosti. Enginn hlustaði á mótrökin.“ BJÖRN TEITSSON blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Stefán Hjörleifsson er frændi Kára Stefánssonar, forstjóra deCODE. Þegar hann gaf út doktorsverkefni sitt um siðferðilegar spurningar um rannsókn- ir deCODE brást Kári illur við. Stefán segir að viðskiptalegar forsendur séu í öndvegi hjá fyrirtækinu. Viðtal við hann birtist í norsku fagriti. VIÐBRÖGÐ KÁRA EKKI PRENTHÆF Stefán Hjörleifsson ViðtalviðhannbirtistílæknatímaritiíNoregi. DeCODE er full-komið dæmi um hvernig rannsóknir í læknavísindum knýja áfram þessa þróun.“ Kári Stefánsson Brástekkivel viðgagnrýnifrændasíns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.