Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Side 37
ástandinu í landinu en viðurkennir að kreppan hafi haft sín áhrif á fjárhag heimilisins. „Ég var alveg sami kján- inn og allir hinir. Var með myntkörf- ulán og dótarí. Ég hef verið heppinn að hafa nóg að gera og reynt að vera duglegur. Einhvern veginn reddast þetta allt saman,“ segir hann og bæt- ir við að það þýði ekkert annað en að vera bjartsýnn á framtíðina. Aðspurð- ur segist hann ekki hafa fundið fyrir að neikvæðnin í samfélaginu hafi haft áhrif á andrúmsloftið á þeim skemmt- unum sem hann hefur verið á. „Mór- allinn í salnum er enn sá sami. Ef fólk er úti að skemmta sér þá skemmtir það sér, óháð því hvort það er með myntkörfulán eða ekki. Hins vegar var minna um veislustjórn á árshátíð- um um tíma. Sem var eðlilegt og eig- inlega bara fínt fyrir mig því þá gat ég eytt fleiri kvöldum með fjölskyldunni.“ Trúir á það góða í fólki Hann segist lítið fylgjast með umræð- unni og að hann hafi ekki mætt á nein mótmæli. „Ég veit svo lítið um þetta og skil ekki almennilega hvað er að gerast. Ég er líka algjör Pollíana í mér og gæti ómögulega mótmælt nokkr- um manni. Ég trúi ekki öðru en að fullorðið fólk, sem gegnir ábyrgðar- fullum störfum, geri sitt besta. Það eru allir brjálaðir, hvort sem það er út í Jó- hönnu, Steingrím eða einhvern ann- an, en ég trúi ekki að þetta fólk vilji að öðrum líði illa. Það getur líka ekki ver- ið létt að ætla að gera góða hluti þeg- ar þú ert alltaf með einhvern á bak- inu, berjandi í tunnu og öskrandi á þig hversu mikill hálfviti þú sért. Þetta hlýtur að vera ömurlegt starf. Þetta er fullorðið fólk með tilfinningar sem ég ætla að vona að sé að reyna sitt besta. Það sama á við þegar þingmaður- inn sagði að listamenn ættu að fá sér vinnu. Ég er örugglega hluti af þessum hópi en þessi ummæli pirruðu mig ekkert. Ég hugsaði bara hvað þessum Ásbirni hlyti að liggja mikið á hjarta. Hann hafi örugglega misst þetta út úr sér og meint eitthvað annað. Ég er gjarn á að trúa því besta upp á fólk og get sjálfsagt verið ótrúlega grænn,“ segir hann og viðurkennir að Pollí- önu-hugsunin hafi komið honum um koll. „Ég hef brennt mig á því að trúa öllu og öllum. En svo lengi lærir sem lifir. Maður tekur bara hverja reynslu fyrir sig og reynir að passa sig næst.“ Flaug með einkaþotu Hann segist hafa samúð með fólki sem eigi erfitt og að hann skilji reið- ina. „Það er erfitt að setja sig í spor þeirra sem hafa misst allt en ef mað- ur hugsar út í þetta þá er þetta hrika- legt. Að mínu mati ætti fyrst og fremst að reyna hjálpa því fólki sem stendur í biðröð eftir gulum baunum í stað þess að reyna byggja eitthvað stærsta óp- eruhús í heimi.“ Fréttir af ferðalagi Sveppa með einkaþotu í eigu Milestone og Glitn- is vöktu athygli á sínum tíma. Sveppi segir að ekki hafi verið um dagleg- an viðburð að ræða heldur hafi hon- um boðist tækifæri sem hann hafi átt bágt með að neita. „Ég get ekki sagt að ég hafi verið að hanga með þess- um útrásarvíkingum daginn út og inn en ég kannast við Kalla Werners- son í gegnum bróður minn. Þetta var bæði skemmti- og viðskiptaferð. Ég var fenginn með til að reyna að ná tali af Eiði Smára í tengslum við eitthvað verkefni og við fórum á einn leik í leið- inni. Til að nýta ferðina. Mér fannst rosalega skemmtilegt að fá að prófa þetta. Það er ekki á hverjum degi sem manni er boðið í einkaþotu. Ég bara mætti. Á þessum tíma voru útrásar- víkingarnir ríkir karlar sem virtust vera gera ofsalega góða hluti. Ég hugsa líka um þá á sama hátt og stjórnmála- mennina. Held að þeir hljóti að hafa reynt að gera sitt besta. Þótt þeir hugs- uðu kannski aðeins of mikið um sjálfa sig. Ég viðurkenni það.“ Konan heldur honum á jörðinni Sveppi og Íris hafa íhugað að flytja úr landi og prófa að búa annars staðar. Hann segir þær pælingar hvorki snú- ast um drauma um frægð og frama í útlöndum né kreppu heldur sé það frekar eitthvað sem Írisi langi til að gera. „Ég mikla flutningana mikið fyrir mér. Finnst eins og þetta hljóti að vera allt svo flókið. Hún hefur sjálf búið í Danmörku og þegar við vorum nýbyrjuð saman bjuggum við í Frakk- landi í átta mánuði og búum enn að þeirri reynslu. Slíkt er ómetanlegt og eitthvað sem þú tekur með þér í gröf- ina,“ segir hann en viðurkennir að hann sé ekki æstur í að yfirgefa Ísland enda á toppi ferils síns. „Mér fyndist erfitt að fara núna þegar vel gengur en auðvitað er hægt að koma til baka þótt maður láti sig hverfa í nokkur ár,“ segir hann hugsandi. Aðspurður viðurkennir hann að velgengnin geti stigið honum til höf- uðs. „Sérstaklega fyrst, þegar ég var að byggja minn feril almennilega upp og maður var í sjónvarpinu á hverj- um degi. Svona starf getur gert mann brenglaðan. Ef eitthvað sem maður er að gera nær ákveðnum vinsældum fer maður að halda að ekkert annað skipti máli í heiminum – verður pínu sjálf- hverfur,“ segir hann og bætir við að ef velgengnin fari að hafa of mikil áhrif á hann sé konan hans fljót að koma honum niður á jörðina aftur. „Ég forð- ast mont eins og heitan eldinn því mér finnst það svo asnalegt. Minn galli er hvað mér finnst erfitt að segja nei og hvað mér finnst mikilvægt að öllum líki vel við mig. Ég var ekki þannig áður en ég fór í sjónvarpið. Þá var ég bara rífandi kjaft niðri í bæ. Það get- ur verið dálítið erfitt að ætla að standa undir væntingum allra.“ Hefur alltaf verið duglegur Þótt Sveppa hafi dreymt um frá barn- æsku að verða leikari var það tilvilj- un að honum bauðst tækifæri til að láta drauminn rætast. „Ég hef alltaf sagt að ég slysaðist þarna inn og ég veit að ég er heppinn að fá að gera það sem mig langar að gera. Auðvit- að er maður ekki alltaf rétt stemmd- ur til að hoppa upp á svið og ætlar sér stundum að klára þetta með hang- andi hendi en um leið og maður byrj- ar að hita upp, hittir fólkið og heyrir að salurinn er að fyllast þá gerist eitt- hvað. Þegar tjaldið er dregið frá reynir maður alltaf sitt besta. Ef ég hefði ekki farið þessa leið væri ég örugglega enn að naglhreinsa spýtur hjá ÞG verk- tökum. Mér gekk aldrei vel í skóla og eyddi mun meiri tíma í félagslíf- ið en námið,“ segir hann, en Sveppi kláraði aðeins tvö ár eftir fjögurra ára dvöl í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. „Þetta var góður skóli en hentaði mér ekki. Ég hefði þurft að vera í bekkja- kerfi sem bauð upp á meira aðhald og kennara sem sparkaði í rassinn á mér. Ég get nefnilega verið kærulaus,“ seg- ir hann en bætir við skortur á mennt- un trufli hann ekki í dag. „Það hefði verið gaman að klára þótt ekki nema til að komast í útskriftarferðina en ég veit ekki hvort ég væri eitthvað betur staddur í dag. Ekki eftir að ég fór að hafa fulla atvinnu af því að leika. Ég veit líka af mörgum hámenntuðum einstaklingum sem eru ekki að gera neitt sérstakt. Þetta snýst meira um hvað maður er lunkinn í mannleg- um samskiptum heldur en háskóla- gráður. Georg Bjarnfreðarson er gott dæmi um það. Það mikilvægasta að vera duglegur og það hef ég alltaf ver- ið. Þegar ég hætti í skólanum fór ég að vinna í akkorði í grænmetislagern- um í Hagkaupum þar sem ég vann á kvöldin. Mér fannst það ekki nóg svo ég fór að naglhreinsa á morgn- ana. Þetta var í október og ég byrjaði daginn með því að skafa snjóinn af spýtunum. Ég hafði voðalega gaman af þessu og beið spenntur eftir kaffi- og matartímum svo ég gæti farið að grínast í vinnufélögunum.“ Horfir upp til þeirra sem elta draumana Hann segist eiga nóg inni og margt eftir að prófa. „Ég er með alls konar þáttahugmyndir sem mig langar að framkvæma og finnst enn spennandi að taka að mér hlutverk í leikhúsinu. Svo er fullt af bíómyndum sem mig langar að gera en við erum að mynd- ast við að skrifa þriðju Sveppa-mynd- ina. Það væri töff að gera trilógíu. Svo hef ég aldrei prófað að vinna í útvarpi. Ég á enga sérstaka drauma um að slá í gegn í útlöndum. Það er allavega ekki eitt af markmiðunum í lífi mínu en við erum að reyna selja Algjöran Sveppa-myndirnar erlendis og koma þeim á kvikmyndahátíðir. Það væri gaman ef það tækist. Mér finnst alltaf aðdáunarvert þegar fólk þorir að láta reyna á að meika það erlendis. Það sýnir bæði kjark og þol. Þeir sem þora fá hins vegar oft neikvætt umtal og ef hlutirnir ganga ekki upp fá þeir að heyra það. Hvað þeir haldi eiginlega að þeir séu? Mér finnst allt þetta fólk eiga hrós skilið. Það reyndi allavega og það er flott.“ð. Það reyndi allavega og það er flott.“ indiana@dv.is FÖSTUDAGUR 5. nóvember 2010 VIÐTAL 37 BÓNORÐIÐvar fyndið og asnalegt Ég var með hring og fór niður á hnéð og allt en þetta var samt ekkert rómantískt. Frekar bara fyndið og asnalegt. FJÖLSKYLDUFAÐIR Sveppi segist ekkert endilega hafa verið tilbúinn fyrir föður- hlutverkið þegar hann eignaðist sitt fyrsta barn. Hins vegar hafi allt breyst þegar hann var orðinn pabbi. Í dag vill hann helst eyða sínum frítíma með fjölskyldunni. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.