Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Qupperneq 52
Í gegnum tíðina hafa nærri því tvö hundruð manns frá fimmtán þjóð- löndum heimsótt Alþjóðlegu geim- stöðina. Í dag, föstudag, heldur bandaríska geimskutlan Discovery af stað í lokaferð sína til stöðvarinnar og flytur þangað heldur óvenjulegan farþega en það er Robonaut 2, fyrsta alvöru vélmennið (humanoid robot) sem fer út í geiminn og verður hann hluti af áhöfn stöðvarinnar næsta áratuginn eða svo. Robonaut 2, sem hlaut strax gælunafnið R2 (eftir vélmenninu góðkunna úr Star Wars), mun að- stoða áhöfn geimstöðvarinnar við ýmis vísindaleg verkefni og jafnvel minniháttar viðhald. Fimm myndavélar Talið er að kostnaður við smíði vél- mennisins nemi nú um 2,5 milljón- um Bandaríkjadala. R2, sem er að mestu byggður úr áli og nikkelhúð- uðum kolefnistrefjum, vegur 136 kíló og er rétt tæplega metri á hæð. Á fimmta tug ýmiss konar skynjara er að finna í líkama vélmennisins, þar af fjórar hefðbundnar myndavél- ar sem staðsettar eru í höfðinu auk einnar innrauðrar (infrared) mynda- vélar sem komið hefur verið fyrir í munninum. Þrjátíu og átta örgjörvar sem eru staðsettir í maga R2 sjá síðan um að koma öllum skipunum áleið- is til hinna lipru handa og fingra vél- mennisins. GM í samstarf Tilgangur þessarar ferðar R2 nú er að mestu leyti að meta galla og kosti þess að nota vélmenni úti í geimn- um en vinna við hugmyndina hófst þegar árið 1997. NASA smíðaði síðan frumgerð vélmennisins, Robonaut 1, en vegna ónógrar fjármögnunar var ekki hægt að gera nógu víðtækar til- raunir með vélmennið. Við blasti að verkefnið yrði lagt á hilluna en því var síðan bjargað þeg- ar bílaframleiðandinn og iðnaðar- risinn General Motors ákvað, í sam- starfi við NASA, að þróa vélmennið áfram árið 2007. Í kjölfarið leit önn- ur kynslóð vélmennisins dagsins ljós í febrúar á þessu ári, mun liprari og hraðvirkari. Fær væntanlega fætur R2 mun í fyrstu eingöngu sinna verkefnum í rannsóknarstofu geim- stöðvarinnar, álíka verkefnum og vélmennið hefur sinnt í prófunum á jörðu niðri fyrr á þessu ári. Ef allt gengur að óskum gæti R2 síðan farið að sinna ýmsu léttu viðhaldi í stöð- inni, til dæmis hreinsun á ýmsum síum. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að uppfæra vélmennið með ýmsum hætti í framtíðinni þannig að hægt sé að nýta það við viðgerðir utan geimstöðvarinnar. R2 hefur eins og er aðeins efri hluta líkama síns í þessari ferð en ef allar tilraunir ganga að óskum er hugmyndin að vélmennið fái einn- ig fætur og ýmsar hugbúnaðarupp- færslur samfara því. Könnun geimsins Framtíðarsýn NASA er sú að arftak- ar R2 muni geta sinnt viðhaldi á veð- ur- og fjarskiptatunglum og jafnvel kannað halastjörnur eða tungl plán- etunnar Mars. Í tikynningu frá NASA segir að í framtíðinni megi vænta þess að vél- menni eins R2 verði fyrst send á vett- vang þegar kannaðir verða nýir stað- ir í sólkerfinu, í kjölfarið komi síðan geimfarar. Í sameiningu geti vél- menni og menn náð mun meiri ár- angri í könnun geimsins en hingað til hefur þekkst. 52 TÆKNI UMSJÓN: PÁLL SVANSSON palli@dv.is 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Almyndir í bígerð Almynd eða 3D Hologram er ekki ný hugmynd en án efa varð fyrirbærið heimsfrægt í kvikmyndinni Star Wars en þar má sjá bæði Leiu prinsessu og keisarann illa nýta sér þessa tækni við að koma frá sér skilaboðum. Og líkt og oft vill verða líður ekki á löngu þar til hugmyndir í vísindaskáldsögum verða að veruleika en vísindamönnum við háskólann í Arizona í Bandaríkjunum er að takast að gera þessa hugmynd mögu- lega. Í stað þess að þrívíddarmyndin birtist á skjá er henni varpað á einhvern ákveðinn flöt og ef hægt verður að birta slíkar myndir í raunstærð verður jafnvel hægt að eiga samskipti við einhvern sem er staddur annars staðar á hnettinum líkt og hann væri í sama herbergi. Í náinni framtíð verður hægt að taka upp slík þrívíddar-myndskeið á einum stað og birta þau í rauntíma á öðrum stað hinum megin á hnettinum. Talið er að þetta muni valda straumhvörfum á ýmsum sviðum vísinda og samskiptakerfa. iPad á 95% markaðsins Samkvæmt niðurstöðum um sölu snertitölva (tablets) á þriðja ársfjórðungi 2010 virðist Apple iPad eiga um 95 prósent markaðsins. Af þeim 4,4 milljónum snertitölva sem seldar voru frá júlí til september voru 4,19 milljónir Apple iPad-tölvur. Snertitölvur sem keyra á Android- kerfinu voru um 2,3 prósent seldra tölva en búast má við töluverðum breytingum á markaðnum nú þegar fjölmörg fyrirtæki setja slíkar tölvur á markað og má sem dæmi nefna Galaxy Tab frá Samsung, en miðað við verð og eiginleika er talið að sú tölva geti veitt iPad verðuga samkeppni. DEKK fyrir fólksbíla og jeppa BFGoodrich Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8 - Reykjavík Sími 590 2000 - www.benni.is www.bfgoodrich.com Síðasta ferð geimskutlunnar Discovery verður með heldur óvenjulegu sniði en meðal farþega er R2, fyrsta raunverulega vélmennið sem mannkynið sendir út í geiminn. Vélmenni send út í geiminn Undirbúningur Starfsmenn NASA og GM huga að pökkun vélmennisins fyrir geimferðina. Á fimmta tug ýmiss konar skynjara má finna í líkama Robonaut 2.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.