Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Qupperneq 62
Þórhallur Þórhallsson: Sonur Ladda í „Sitcom“ 62 fóLkið 5. nóvember 2010 föstudagur Erfingi væntanlegur Ólafur Darri Ólafsson Vesturports- stjarna á von á barni með unnustu sinni Lovísu Ósk Gunnarsdóttur dansara. Hljóti erfinginn sviðshæfi- leika foreldra sinna má búast við því að hann eigi eftir að skemmta landsmönnum um ókomin ár. Ólafur Darri hefur verið einn ástsælasti leikari þjóðarinnar um áraskeið og er í aðalhlutverki í tveimur stórum íslenskum myndum, sem eru vænt- anlegar. Annars vegar í Roklandi sem er byggð á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar og hins vegar í Djúpinu eftir Baltasar Kormák þar sem Ólafur fer með hlutverk Guðlaugs Friðþórssonar sægarps. Tekur lagið með Erpi Tveir óvanalegir dúettar munu stíga á stokk á útgáfutónleikum Erps Eyvind- arsonar eða Blaz Roca á laugardaginn á NASA. Erpur mun að sjálfsögðu taka lagið með gamla brýninu Ragga Bjarna en samstarf þeirra kom nokkuð á óvart. Þeir syngja saman lagið Allir eru að fá sér, sem er að finna á nýrri plötu Erps sem kemur út á næstu dögum. Þá mun Erpur einnig taka lagið með poppstjörnu Íslands, sjálfum Páli Óskar, en það er óhætt að segja að þeir tilheyri mjög ólíkum tónlistarstefnum. Einnig koma fram á tónleikunum Sesar, Emmsé Gauti, Dabbi T, Rottweilerhundar og fleiri. „Þetta er algjörlega nýtt á Íslandi og verður alveg klikkaður húmor,“ seg- ir uppistandarinn og leikarinn Þór- hallur Þórhallsson, sonur Ladda, um nýjan gamanþátt sem sýndur verð- ur á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þáttur- inn fjallar um ungt par sem flytur á Voga á Vatnsleysuströnd til að reyna bjarga sambandi sínu og fjarlægj- ast hraðann í borginni. Þáttunum er leikstýrt af Sigurði Inga Foldar Sig- urðssyni, Ziggy. „Í þáttunum eiga Vogarnir að vera himnaríki á jörðu. Þau eru bara svo óheppin að við hlið þeirra býr eina skrýtna fólkið í öllum bænum. Pól- verjinn, sem ég leik, ásamt kolrugl- aðir konu sem leigir honum íbúðina. Á meðan parið er að reyna eiga gott líf gera nágrannarnir þeim ávallt lífið leitt,“ segir Þórhallur en engum fjár- munum var varið í gerð þáttanna. „Þetta er fyrsta verkefni ungs fólks sem var að útskrifast úr kvikmynda- skólanum. Það er enginn pening- ur á bakvið þetta. Það eru bara allir að gefa vinnu sína. Það er nefnilega hægt að gera ýmislegt ef áhuginn er fyrir hendi,“ segir Þórhallur. En afhverju ÍNN? „ÍNN er að reyna að breytast og verða betri stöð. Hún stendur nú í breytingum á dagskrárgerðinni og hún vill standa við bakið á ungu og upprennandi hæfileikafólki. Svo er þetta eina stöðin með eingöngu inn- lenda dagskrárgerð,“ segir Þórhallur, en má þá ekki búast við kónginum sjálfum á ÍNN, Ingva Hrafni, í þátt- unum? „Ingvi dettur reyndar inn í litlu hlutverki í einum þætti. Hann er ekki að leika djöfulinn samt,“ segir hinn meinfyndni Þórhallur glettinn að lokum. Til að sjá stiklur og brot úr þættinum má benda á Facebook- síðu þáttarins, Vogaverk – Sitcom Þáttur. tomas@dv.is É g hef aldrei átt í neinu kynferðislegu sam-bandi við Völu Grand,“ segir knattspyrnukapp- inn Milos Tanasic, sem öðlaðist skjóta frægð í síðustu viku þegar glamúrgellan Vala Grand upplýsti að hann væri nýr kærasti hennar. Vala fór hamförum í útvarpsþætt- inum Harmageddon þar sem hún talaði um samband sitt og Milos- ar og kallaði hann meðal annars sinn eigin Cristiano Ronaldo. Mil- os er staddur heima hjá sér í Ser- bíu þessa dagana og var þar þegar DV sló á þráðinn til hans. „Ég vissi alveg af þessu gríni fyrst því við ætluðum bara að stríða fólki á Facebook,“ segir Mil- os en þau Vala eru æskuvinir frá því þau bjuggu bæði í Keflavík. Faðir Milosar, Marko Tanasic, lék þar knattspyrnu við góðan orðstír. „Vala fór of langt með þetta. Við erum ekki í sambandi og höf- um aldrei verið. Ég vil bara að fólk komist að sannleikanum því ég verð að vernda orðspor mitt en fés- bókin hjá mér logaði eftir að þetta fór í gang,“ segir Milos og bætir við að hann eigi mikið af góðum vin- konum á Íslandi sem hafi verið orðnar hræddar um að hann væri nú frátekinn. Þrátt fyrir að grínið hafi geng- ið of langt ber Milos engan kala til Völu. „Við erum enn þá vinir og ég óska henni alls hins besta. Ég vil ekkert gera til að særa hana en ég vil bara að fólk viti það sem rétt er. Ein af ástæðunum fyrir því að hún vildi gera þetta var til að losna undan áreiti karlmanna. Því var ég alveg til í að hjálpa vinkonu minni en þetta er orðið gott,“ segir Milos Tanasic. tomas@dv.is Knattspyrnukappinn Milos Tanasic ber til baka sögur um að hann hafi verið með Völu Grand. Glamúrgelluna Völu vantaði smá frið frá karlmönnum og setti á svið leikrit sem Milos vill nú endanlega slaufa. aLdrEi verið með Völu miLoS tanaSic og VaLa grand: Finnst nóg komið Milos Tanasic segist aldrei hafa verið með Völu Grand. Plottaði allt Vala Grand setti leikrit á svið til að losna undan áreiti karlmanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.