Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Side 64
n Sigurður Elvar Þórólfsson,
sem hefur starfað sem yfirmað-
ur íþróttadeildar Morgunblaðsins
undanfarin ár, hefur verið ráðinn
fréttastjóri íþrótta hjá 365 miðlum.
Frá þessu er greint á vefmiðlinum
sport.is. Sigurður verður því yfir-
maður íþróttadeilda Fréttablaðsins,
Stöðvar 2, Stöðvar 2 Sport og Vísis.
Heimildir herma að
nokkur titring-
ur sé í Skafta-
hlíðinni meðal
gamalgróinna
íþróttafrétta-
manna vegna
ráðningar Sig-
urðar, en nýjum
fréttastjórum fylgja
ævinlega nýj-
ar áherslur
og ákveðin
tiltekt.
Fékk hann nýjan trukk
í afmælisgjöf?
NÝR
YFIRMAÐUR
n Erlendir fjölmiðlar hafa keppst við
að lofa tónleika Jónsa en hann hefur
verið á tónleikaferðalagi um heim-
inn síðan í apríl. Á ferðalagi sínu
hefur hann verið að fylgja eftir fyrstu
sólóplötu sinni, Go, sem var gefin út
á heimsvísu á vegum EMI í Evrópu
og Asíu, XL Recording í Bandaríkj-
unum og Smekkleysu á Íslandi. Jónsi
hefur spilað ásamt hljómsveit sinni
á tónleikum í Norður-Ameríku, Evr-
ópu, Ástralíu og Asíu en hann mun
ljúka tónleikaför sinni með tón-
leikum í Laugardalshöllinni þann
29. desember næstkomandi. Munu
þetta verða hundruðustu tónleikarn-
ir sem hann heldur ásamt hljómsveit
sinni. Nú þegar er uppselt í stúku
en hægt er að tryggja sér
miða í stæði. Tónleika-
haldarar segja að tón-
listaráhugafólk eigi
sannarlega von á mjög
forvitnilegum
tónleikum
Jónsa á
milli
jóla og
nýárs.
ERLENDIR MIÐLAR
LOFA JÓNSA
n Sturla Jónsson, mótmælandi
og vörubílstjóri, fagnaði afmælis-
degi sínum með því að slá tunnur í
mótmælaskyni á Austurvell. Sturla
varð 44 ára í gær en hann sneri ný-
lega heim frá Noregi þar sem hann
hafði starfað við flísalögn. Sturla var
ekki lengi að vekja athygli á sér eftir
heimkomuna en hann er í fram-
boði til stjórnlagaþings
og í vikunni vísaði
lögreglan honum
úr boði á Grand
Hótel, en það boð
var í tengslum við
þing Norðurlanda-
ráðs, og vildi
Sturla bara fá
að borða án
þess að
þurfa að
standa
í röð.
MÓTMÆLTI Á
AFMÆLISDAGINN
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
Áskriftarsíminn er 512 70 80
FRÉTTASKOT 512 70 70
SÓLARUPPRÁS
09:23
SÓLSETUR
16:58
„Ég var með eitt skilti sem á stóð:
Elskum friðinn, sem er hvatning til
góðra verka. Eiginlega ábending-
arspjald,“ segir sjúkraliðinn Lár-
us Páll Birgisson, sem á fimmtudag
var handtekinn fyrir að standa fyrir
utan bandaríska sendiráðið og neita
að verða við tilmælum lögreglunn-
ar um að yfirgefa svæðið. Hann seg-
ir svæðið sem hann stóð á utan lóða-
marka sendiráðsins og að lögin séu
honum hliðholl í málinu. Lárus hefur
marg oft mætt fyrir framan banda-
ríska sendiráðið við Laufásveg með
sambærilegar, friðsamlegar ábend-
ingar til bandarískra erindreka. Í tví-
gang hefur hann verið handtekinn
fyrir að hlýða ekki tilmælum lögreglu
og hefur meira að segja verið sakfelld-
ur í héraðsdómi fyrir það. Í hin skipt-
in hefur hann hlýtt laganna vörðum
og horfið á braut. Lárus telur sig hins
vegar vera í rétti.
„Það eru öll lög sem segja mér
að ég megi vera þarna. Þetta er utan
lóðamarka sendiráðsins, þetta er á al-
mannafæri og skilgreint þannig í lög-
um. Þetta er opið svæði þannig að
hver sem er má labba þarna framhjá.
En svo ef þú stoppar þarna þá kem-
ur löggan og segir þér að fara. Lögg-
an sagði við mig að ég væri á yfirráða-
svæði Bandaríkjanna. Það er ekki rétt.
Ef þetta væri þeirra yfirráðasvæði og
innan þeirra lóðamarka myndu þeir
girða þetta af. En þeir segja þetta vera
öryggissvæði og þá er þetta eina ör-
yggissvæðið í veröldinni sem opið er
almenningi, þangað til hann viðhefur
tjáningu.“ mikael@dv.is
Handtekinn fyrir að biðja Bandaríkjamenn um að elska friðinn:
FRIÐARSKILTI ÓGN VIÐ ERINDREKA
eymundsson.is
Gerðu frábær bókakaup
Glænýjar þýðingar
3.990 kr.
5.490 kr.
Gildir til og með 15. nóvember
3.990 kr.
5.490 kr.
3.990 kr.
5.490 kr.
3.990 kr.
5.490 kr.
Einstaklega áhrifamikil
Afar
heilla
ndi
Óbærilega
spennandi
Hrika
lega
kraftm
ikil