Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Side 4
4 | Fréttir 11.–13. mars 2011 Helgarblað Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason gagnrýndi þáverandi ritstjóra vef- miðilsins Pressunnar, Björn Inga Hrafnsson, afar harðlega í tölvu- póstum sem hann sendi frá sér árið 2009. Egill bloggar sem kunn- ugt er á vefmiðlinum Eyjunni. Fyrir stuttu var tilkynnt að félagið Vefpressan, sem Björn Ingi veit- ir forstöðu sem útgefandi og hlut- hafi, hefði keypt Eyjuna. Hefur Eg- ill haldið áfram að blogga þar þrátt fyrir að nýir eigendur séu komnir að vefmiðlinum. DV hefur undir höndum tvo tölvu- pósta á milli Egils og skopmynda- teiknarans Henrýs Þórs Baldursson- ar frá því í mars árið 2009. Ástæða tölvupóstsamskiptanna var sú að eft- ir að Henrý Þór hóf að teikna Gulu pressuna fyrir vefmiðilinn Pressuna neitaði Egill að vísa í myndir hans á vefsíðu sinni. Henrý setti inn færslu á athugasemdakerfi Egils með hlekk á teikningu sína á Pressunni. Egill eyddi athugasemdinni umsvifalaust. Henrý, sem í dag teiknar skopmynd- ir fyrir DV, segir athugasemdina hafa verið saklausa. Sendi hann Agli póst til að leita skýringa. Fékk hann þá staðfest að ástæða ritskoðunarinnar væri sú að Egill vildi engar tengingar við Pressuna. Sagðist Egill ekki skilja í því að Henrý Þór starfaði fyrir einn gjörspilltasta stjórnmála- og fjöl- miðlamann landsins og vísaði þar til Björns Inga Hrafnssonar. Egill starfar nú sjálfur hjá Birni Inga sem launað- ur bloggari á Eyjunni. Neitar að tjá sig „Síðan hvenær eru tölvupóstar mínir, sem ég kann að hafa sent Henrý Þór Birgissyni, einhvern tímann orðnir eitthvert mál?“ segir Egill Helgason í samtali við DV. Segist hann ekki vilja tjá sig um þessi tölvupóstsamskipti þar sem þetta sé einkamál á milli sín og Henrýs Þórs. „Tölvupóstur sem ég sendi einhverjum manni úti í bæ er ekki eitthvað sem telst opinbert. Þarf nokkuð að segja meira um það?“ bætir hann við. Segir Björn Inga gerspilltan „Þú ert farinn að vinna á vef með manni sem þáði óhreint fé frá ein- um af útrásarbankanum, það kem- ur ekki til greina að sé linkað frá mér yfir í þann félagsskap. Skil reyndar ekki í þér að vera í félagi með einum gerspilltasta stjórnmála/fjölmiðla- manni Íslands,“ segir Egill um Björn Inga í tölvupósti til Henrýs Þórs í mars 2009. Í svari til Egils segist Henrý Þór einungis vera að reyna að sjá fyrir fjölskyldu sinni. „Ég er bara venju- legur fjölskyldufaðir á Akureyri að reyna að lifa kreppuna af og gefa krökkunum sínum að borða.“ Henrý Þór spyr Egil líka hvort fjölmiðlar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fái sömu útreið á bloggi hans. Segir Björn Inga hafa þegið fé Í seinni póstinum sem Egill sendir Henrý Þór eykst harkan í ummæl- unum. Virðist viðhorf hans til Björns Inga vera enn afdráttarlausara. DV birtir ekki hluta ummælanna þar sem þau gætu brotið í bága við meið- yrðalöggjöf. „Björn Ingi þáði fé frá Kaupþingi [...] Mér þykir það ekki þér til framdráttar að vinna fyrir hann. Og furða mig á stjórnmálamönn- um sem skrifa á vefinn hans,“ segir hann. Þannig sést að Egill hefur ekki einungis lítið álit á Birni Inga heldur líka á þeim stjórnmálamönnum sem skrifa fyrir hann. Egill áður efast um Pressuna Egill hefur nokkrum sinnum tjáð sig um rekstur vefmiðilsins Press- unnar. Vorið 2010 spurði hann hver fjármagnaði Pressuna. Sagði hann útilokað að halda úti svo mörgum starfsmönnum einungis með aug- lýsingatekjum. „Hér á Eyjunni eru menn að baksa við að halda úti sirka- bát einu stöðugildi. Það er ekki mik- ið meira en það. En vefurinn nær því almennt nokkuð vel að vera óháður og frjáls. Það er fyrir öllu,“ sagði hann í bloggi sínu vorið 2010. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Egill telji Eyjuna enn vera óháða eftir að nýir eigendur tóku hana yfir. n Egill Helgason fordæmdi skopmyndateiknara í tölvupósti fyrir að starfa á fjölmiðli í eigu Björns Inga Hrafnssonar n Egill starfar nú á fjölmiðli Björns Inga n Einkamál, segir Egill Egill gagnrýninn á Caramba-málið Í tölvupóstunum til Henrýs Þórs vísar Egill Helgason til Caramba-málsins svokallaða, hlutabréfakaup Björns Inga í Kaupþingi með kúluláni frá bankanum árið 2005. Björn Ingi fékk þá rúmlega 60 milljóna króna lán frá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í bankanum í gegnum einkahlutafélag sitt Caramba. Björn Ingi var aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á þessum tíma. Félag Björns Inga hélt utan um hlutabréfin í Kaupþingi í skamman tíma en seldi þau svo með tæplega 30 milljóna króna hagnaði. Á milli þess sem Caramba keypti og seldi hlutabréfin hækkuðu þau í verði og til varð nærri 30 milljóna króna hagnaður fyrir Björn Inga. Hann viðurkenndi sjálfur í samtali við DV árið 2009 að veðið fyrir láninu frá Kaupþingi hefði verið í bréfunum sjálfum og að svo hefðu verið persónulegar ábyrgðir á bak við einkahlutafélagið. Með þessu móti græddi félag Björns Inga nærri 30 milljónir króna án þess að hafa tekið áhættu í viðskiptunum með hlutabréfin í Kaupþingi. Um þessi viðskipti sagði Egill í tölvupóstinum: „Björn Ingi þáði fé frá Kaupþingi [...] Mér þykir það ekki þér til framdrátt- ar að vinna fyrir hann. Og furða mig á stjórnmálamönnum sem skrifa á vefinn hans.“ Þegar skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var birt kom hins vegar í ljós að þessi lánavið- skipti voru einungis lítið brot af heildarlántökum Björns Inga hjá Kaupþingi. Heildar- skuldir hans við Kaupþing námu rúmum 560 milljónum króna þegar bankahrunið skall á. Þessir skuldir voru aðallega tilkomnar vegna viðskipta með framvirka samninga um hlutabréfakaup í Exista, Kaupþingi, Bakkavör og Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Björn Ingi hætti sem ritstjóri Pressunnar þegar þessi lán komu fram í dagsljósið. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Gjörspilltur, að mati Egils Egill Helga- son sagði árið 2009 að Björn Ingi Hrafnsson væri einn gjörspilltasti stjórnmála- og fjölmiðlamaður landsins. „Þú ert farinn að vinna á vef með manni sem þáði óhreint fé frá einum af útrásar- bankanum... EGILL TALDI ÓTÆKT AÐ VINNA FYRIR BJÖRN INGA Neitar að tjá sig Egill Helgason telur að tölvupóstar á milli hans og Henrýs Þórs Baldurssonar séu hans einkamál sem ekki beri að fjalla um opinberlega. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Suðurnesjum Húsavík Flúðir Vestmannaeyjar KALT ÚTI! Gas hitablásari 15Kw 18.900 Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa 6.490 Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa 11.900 EURO handklæðaofn beinn hvítur 50x80 cm 7.290 EURO Panelofn 50x120 cm 12.390 MARGAR STÆRÐIR KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ VOTTUÐ GÆÐAVARA Hætti við unglingaball Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður aflýsti á fimmtudag, á síðustu stundu, unglingaballi fyrir 14 ára og eldri sem halda átti á skemmtistaðnum Nasa. Það gerði hann í kjölfar þess að hon- um barst bréf frá Guðrúnu Jónsdóttur, verkefnastjóra Heimilis og skóla. „Þú veist sennilega ekki af því en bæði Velferðarráð Reykjavíkurborgar, ÍTR og barnavernd hafa ályktað gegn þessari skemmtun,“ segir meðal ann- ars í bréfinu. Ástæðan er sögð vera að skemmtunin sé einkaframtak, hvorki á vegum ÍTR né skólayfirvalda og það sé ekki æskilegt. Einnig er tekið fram í bréfinu að samtökin setji það fyrir sig að skemmtunin sé haldin á vínveit- ingastað þrátt fyrir að ekki sé veitt áfengi. „Ég nenni þessu ekki. Nenni ekki að líða eins og ég sé glæpamaður,“ sagði Páll Óskar um það af hverju hann hætti við ballið. Aðdáendur hans fengu þó eitthvað fyrir sinn snúð því hann bauð öllum sem keypt höfðu miða að koma niður á Nasa þar sem hann áritaði plaköt og endurgreiddi miðana. Leifur talar um „rógburð“ Leifur Garðarsson, sem var sagt upp störfum á dögunum sem þjálfara Víkings, hefur sent frá sér tilkynn- ingu vegna uppsagnarinnar. Ekki hefur verið upplýst um ástæðu upp- sagnarinnar en þrálátur orðrómur hefur gengið um að Leifur hafi kom- ið sjálfum sér til varnar á spjallsíðu Víkings – undir öðru nafni en sínu eigin. „Fimmtudaginn 3. mars síðast- liðinn ákvað stjórn knattspyrnu- deildar Víkings að segja undirrit- uðum upp starfi sem aðalþjálfara úrvalsdeildarliðs félagsins. Ég harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeild- ar Víkings en mun ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina,“ segir Leifur í tilkynn- ingu sem hann sendi DV. DV greindi frá málinu á miðviku- dag og hafði eftir heimildum að stirt hafi orðið á milli Leifs og stjórnar Víkings áður en Excel-málið fræga kom upp, þar sem viðkvæmar upp- lýsingar um leikmenn liðsins láku út. Stjórn Víkings gaf aldrei upp ástæðu fyrir uppsögn Leifs, en sömu heim- ildir herma að málið um dularfullan hulduaðdáanda Leifs hafi orsakað brottrekstur hans í síðustu viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.