Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Síða 22
22 | Nærmynd 11.–13. mars 2011 Helgarblað SLÉTTUR OG FELLDUR Í ÓLGUSJÓ Höskuldur H. Ólafsson hefur undan- farna viku verið í kastljósi fjölmiðla eftir að tekjur hans hjá Arion banka komust í hámæli. Höskuldur tók við stöðu bankastjóra þann 1. júní síð- astliðinn og greiddi bankinn honum 30 milljónir króna fyrir sjö mánaða vinnu, eða liðlega 4,3 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Föst mánaðar- laun Höskuldar eru þó lægri en svo því eins og fram hefur komið fékk hann 10 milljóna króna eingreiðslu fyrir að byrja í starfi bankastjóra, og teljast þær milljónir með í ársskýrsl- unni. Greiðslan hefur vakið undrun, enda var Höskuldur valinn úr stórum hópi umsækjenda og fluttist úr starfi forstjóra greiðslukortafyrirtækisins Valitor, sem er í meirihlutaeigu Arion banka. Föst laun Höskuldar eru samt sem áður í kringum 2,9 milljónir á mánuði. Auk þess að sinna banka- stjórastöðunni situr Höskuldur með- al annars í aðalstjórn Viðskiptaráðs til ársins 2012, og í fulltrúaráði Sam- taka atvinnulífsins, en ráðið fer með æðsta vald í málefnum samtakanna milli aðalfunda. Höskuldur hefur tví- vegis gegnt lykilstöðum hjá fyrirtækj- um sem verið hafa til rannsóknar vegna brota á samkeppnislögum, og samþykkti Valitor undir hans stjórn að greiða 385 milljónir í stjórnvalds- sektir. Rekur fyrirtæki ekki í fjölmiðl- um Elín Jónsdóttir, fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn bankans, sagðist í samtali við Kastljós skilja röksemd- ir stjórnar bankans fyrir launahækk- uninni, hún væri til þess ætluð að fá hæfasta fólkið til starfa. Sex æðstu stjórnendur Arion banka fengu 156 milljónir króna í laun á síðasta ári. Að jafnaði hafði því hver og einn um 2,2 milljónir króna í mánðarlaun. Þá fengu Birna Einars- dóttir bankastjóri Íslandsbanka og sjö framkvæmdastjórar bankans 178 milljónir í fyrra en það eru mjög svip- uð laun og jafnaðarlaun yfirmanna í Arion banka. Um er að ræða 17 pró- senta hækkun að meðaltali á hvert stöðugildi hjá Íslandsbanka, og 19 prósenta hækkun hjá Arion banka, á milli ára. Launahækkanir yfirmanna bank- anna eru umdeildar og sagði Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra á Facebook-síðu sinni að engin siðleg réttlæting væri á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arion banka og Íslandsbanka hefðu fengið á liðnu ári. 17 ár hjá Eimskip Þrátt fyrir að hafa sinnt fjölmörg- um stjórnunarstörfum, meðal ann- ars hjá Eimskipafélaginu og VISA (Vali tor), hefur ekki farið mikið fyr- ir Hösk uldi í þjóðmálaumræðunni. „Hann er einn af þeim sem rekur ekki sín fyrirtæki í fjölmiðlum,“ segir Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja í samtali við DV. Þórður er fyrrver- andi framkvæmdastjóri flutninga- sviðs Eimskips og samstarfsmaður Hösk uldar til margra ára. Aðrir fyrr- verandi samstarfsfélagar hans og vinir, sem DV ræddi við, bera honum góða söguna og segja hann góðan stjórnanda. Meðal starfsfélaga hans hjá Eimskip voru auk Þórðar, þeir Er- lendur Hjaltason hjá Exista, Þórður Magnússon, Þorkell Sigurlaugsson og fleiri. Höskuldur er fæddur árið 1959 í Mosfellssveit og er sonur Ólafs Rafns Haraldssonar framkvæmda- stjóra og Ásgerðar Höskuldsdóttur innanhússarkitekts. Eiginkona Hös- kuldar er Sigríður Ólafsdóttir, dótt- ir Ólafs Skúlasonar biskups og Ebbu Sigurðar dóttur. Sigríður fæddist í Bandaríkjunum árið 1958, en árið 1955 var faðir hennar vígður til þjón- ustu við íslenska söfnuði í Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Höskuldur og Sigríður giftu sig árið 1980 og eiga þau þrjú börn saman. Höskuldur útskrifaðist með diplómu í Shipping and Commerce frá Lond- on School of Foreign Trade árið 1980, og lauk Cand. oecon-gráðu frá Háskóla Íslands árið 1987, en sú gráða er ígildi meistaragráðu í við- skiptafræði. Sigríður settist á skóla- bekk nokkru seinna en hún lauk BA- gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands árið 1993 og Kennslu- og uppeldis- fræði ári seinna. Áður en Höskuldur hóf störf hjá Eimskipafélagi Íslands var hann sölumaður hjá Gráfeldi hf., og síð- ar fulltrúi hjá Þýsk-íslenska hf. Árið 1987 hófst langur starfsferill hans hjá Eimskip sem entist allt til ársins 2005 og starfaði hann meðal annars sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips þegar félagið komst í hend- ur Björgólfs Guðmundssonar eig- anda Landsbankans. Höskuldur gegndi fjölmörgum stöðum innan veggja fyrirtækins, meðal annars sem framkvæmda- stjóri félaganna Eimskip Transport BV og Gelders Spetra Shipping BV, dótturfélaga Eimskips í Hollandi. „Í Hollandi fór mjög gott orð af honum, en hann stóð sig mjög vel í starfi sem forstöðumaður þar ytra, og gekk al- mennt mjög vel,“ segir einn af hans fyrrverandi samstarfsfélögum í sam- tali við blaðið. Eftir að Eimskip komst í hendur Björgólfs Guðmundssonar, eiganda Landsbankans, missti Hös- k uldur vinnuna eins og fleiri. Lít- ið bólaði á honum næsta árið á eftir eða þar til hann var ráðinn til starfa hjá Valitor. Tengsl við Exista Nánir samstarfsmenn Höskuld- ar á þeim tíma sem hann starf- aði fyrir Eimskip voru meðal ann- arra Erlendur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdarstjóri félagsins, og Guðmundur Þorbjörnsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Eim- skip Logistics, en Guðmundur situr meðal annars í stjórn Valitor. Þeg- ar Höskuldur var ráðinn til starfa hjá Valitor veltu sumir vöngum yfir því hvort að persónuleg vinatengsl hans og Erlends Hjaltasonar, þá for- stjóra Exista, hefðu haft einhver áhrif þá ráðningu. Tengsl Höskuldar við Erlend, Existu og Kaupþingsmenn héldu lífi í grunsemdum um að ein- hverjir hefðu beitt áhrifum þar á bæ þegar Höskuldur var síðar ráðinn bankastjóri Arion banka. Þetta kann að þykja langsótt vegna stöðu Exista og falls Kaupþings. Kunningja- og áhrifatengslin eru engu að síður fyrir hendi. Einn af viðmælendum DV tel- ur víst að Höskuldur sé framsóknar- maður og að ákveðin tengsl séu milli hans og S-hópsins svonefnda sem keypti Búnaðarbankann og renndi honum inn í Kaupþing árið 2003. Stjórn Arion banka telur ekkert af þessu hafa áhrif á störf Höskuld- ar í stöðu bankastjóra. Eins og fram kom á Eyjunni sagði Guðrún John- sen, varaformaður stjórnar Arion banka, að stjórnin vissi mætavel af vinatengslum Höskuldar og Erlends þegar hann var ráðinn. „Stjórnin fór gaumgæfilega yfir feril og bak- grunn umsækjenda allra sem skýrir þann tíma sem þetta tók. Við mátum Hösk uld besta kostinn og stöndum við það,“ sagði Guðrún. Þá sagði hún stjórnina einnig vita um aðkomu hans að fyrirtækjunum Eimskip og Valitor, en bæði fyrirtækin urðu upp- vís að markaðsmisnotkun á meðan hann gegndi lykilstöðu innan þeirra. Kom ekki að samkeppnismálum Eimskip var árið 2007 gert að greiða 310 milljóna króna stjórnvaldssekt vegna brota gegn samkeppnislög- um í þá tíð sem Höskuldur var fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs. Pressan vakti athygli á þessu þegar Höskuldur var ráðinn í starf bankastjóra Arion banka og í kjölfarið sendi Höskuld- ur frá sér tilkynningu þar sem hann sagðist ekki hafa verið í þeirri deild Eimskips sem greiða þurfti sektir fyr- ir samkeppnislagabrot. „Þegar mál- ið kom upp hafði ég ekki aðkomu að málum sem flokkast undir sam- keppnismál.“ Í niðurstöðu Samkeppniseftirlits- ins segir meðal annars að forsvars- menn Eimskips hafi á fyrri hluta árs 2002 gripið til umfangsmikilla að- gerða sem höfðu það fyrst og fremst að markmiði að útiloka einn helsta keppinaut félagsins í áætlunarsigl- ingum til og frá Íslandi frá mark- aðnum. Samkeppniseftirlitinu þótti sannað að Eimskip hefði reynt að undirbjóða viðskiptavini keppi- nauta sinna á markaðnum. Þá sagði einnig: „Af gögnum má einnig ráða að aðgerðirnar hafi að mestu ver- ið skipulagðar af framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Eimskips í nánu samstarfi við forstjóra og aðra framkvæmdastjóra félagsins. For- stöðumenn sérsviða á sölu- og mark- aðssviði ásamt sölufulltrúum voru síðan virkjaðir til þátttöku með því að kortleggja markaðinn og snúa sér svo til viðskiptavina Samskipa með áðurnefndum tilboðum.“ Víðtækt samráð Í stjórnartíð Höskuldar hjá Valitor varð fyrirtækið uppvíst að „langvar- andi og víðtæku samráði“ eins og fram kom á vefsíðu Samkeppniseftir- litsins. Valitor viðurkenndi að hafa ásamt öðrum kreditkortafyrirtækj- um misnotað markaðsráðandi stöðu sína með aðgerðum sem beindust að nýjum keppinauti, PBS/Korta- þjónustunni. Í sáttum sem gerðar voru við Samkeppniseftirlitið viður- kenndu Valitor og Kreditkort að hafa haft með sér langvarandi og víðtækt ólögmætt samráð. Féllust fyrirtækin á að greiða stjórnvaldssektir vegna þessa og breyta starfsemi sinni og háttsemi á markaði. Sekt Valitor nam 385 milljónum króna. Höskuldur, sem var forstjóri Vali- tor á þessum tíma, sagði að rann- sóknin hefði leitt í ljós að hvorki sölu- aðilar né korthafar hefðu borið skaða af þessum brotum. Þá sagði hann meðal annars eftirfarandi um mál- n Gamlir vinnufélagar hjá Eimskip bera Höskuldi Ólafssyni, banka- stjóra Arion banka, vel söguna n Úr flutningaþjónustu í bankastarfsemi n Hefur siglt ólgusjó í fyrirtækjum sem gerst hafa brotleg við sam- keppnislög n Kaupþingsmenn réðu hann til Valitor þegar hann missti vinnu hjá Eimskipafélagi Íslands n Sagður eiga góð tengsl við Exista og fyrrverandi eigendur Kaupþings Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Ógagnsæi Bankarnir þykja komast upp með sama ógagnsæi og tíðkaðist fyrir bankahrunið. Höfuðstöðvar Arion banka við Borgartún í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.