Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Page 25
DV hefur undanfarna viku fjallað ítarlega um glæpaklíkur á Íslandi og fjóra hópa sem lögreglan óttast. Fram hefur komið að lögreglan tel- ur að uppgjör sé í nánd í undirheim- um á Íslandi og að stofnun MC Black Pistons sé bein ögrun við MC Iceland – sem nýverið gekk formlega í mótor- hjólasamtökin Hells Angels. „Stoppa níðingsskap“ Ríkharð segir í samtali við DV að klúbburinn hafi alls ekki verið stofn- aður til höfuðs Hells Angels. „Við Jón Trausti [Lúthersson, innsk. blm.] erum bestu vinir og frændur. Þetta er bara eitthvað sem við erum að gera saman. Hitt [Hells Angels, innsk. blm.] var ekki heillandi fyrir mig að vera í – því þar gengur fjölskyldan ekki fyrir,“ segir hann. Spurður um starfsemi Black Pist- ons segir hann að meðlimir hans hjálpi hver öðrum. „Ef einhver okk- ar lendir í vandræðum; fjárhagslega eða hvað sem er, þá erum við til stað- ar fyrir hann.“ Spurður hvort ástæð- an fyrir því að hann leiti í svona fé- lagsskap sé að hann sé flæktur í eitthvað misjafnt segir hann að svo sé alls ekki. „Ég veit ekki hvernig ég á að orða þetta en ef eitthvað kem- ur upp á, þá erum við tilbúnir,“ seg- ir hann. Spurður hvort þeir séu „til- búnir“ að beita ofbeldi segir hann að þeir einblíni ekkert á það. „Við bara stöndum saman, sama hvað það er.“ Hann tekur sérstaklega fram að alls ekki sé ástæða til að líta MC Black Pistons hornauga. „Mikið af því sem kemur inn á borð til okkar er eitthvað sem lögreglan hefur vísað frá eða treystir sér ekki í; níðingsskapur sem þarf að stoppa og svoleiðis – fólk leit- ar til okkar,“ segir Ríkharð en á hon- um má skilja að meðlimir Black Pist- ons vinni í vissum skilningi góðverk. „Alltaf eitthvað að bralla“ Spurður um starfsemi félagsins, fyr- ir utan það að taka við málum sem lögreglan hafi vísað frá sér, segir Rík- harð að meðlimir hópsins hafi áhuga á mótorhjólum en þeir séu fyrst og fremst bestu vinir. „Við erum allt- af saman og erum alltaf eitthvað að bralla,“ segir hann. Stofnun Black Pistons á Íslandi má rekja til þess að Jón Trausti Lúth- ersson, sem hætti nokkuð óvænt í Fáfni forvera Hells Angels MC Ice- land vegna deilna um fjármál, flutt- ist til Noregs og stofnaði MC Black Pistons í Haugasundi. Jón Trausti býr enn í Noregi og stofnaði, í félagi við Ríkharð, MC Black Pistons á Íslandi. „Við Jón Trausti stofnuðum þetta þegar ég sat enn þá inni. Ég er búinn að vera í Black Pistons í Noregi í um eitt ár á pappírunum en við fluttum þetta til Íslands fyrir nokkrum vik- um,“ segir Ríkharð en þá hann sat af sér dóm í fangelsi fyrir íkveikju. Ekki í útistöðum við neinn Ríkharð er ekki sammála því mati lög- reglunnar að meðlimir hópsins séu hættulegir. „Við bara stöndum fast á okkar. Innan lögreglunnar eru al- veg jafn miklir glæpamenn og í okk- ar hópi,“ segir hann. Spurður hvernig hann rökstyðji það segir hann að inn- an lögreglunnar séu misjafnir menn. „Það er enginn heilagur,“ segir hann en rökstyður það ekki frekar. Eins og fram kom í síðasta helgar- blaði DV óttast lögreglan mjög að í brýnu kunni að slá á milli glæpa- hópa innan skamms. Ríkharð seg- ir að meðlimir Black Pistons muni ekki standa fyrir því. „Okkar regla er sú að við sláum aldrei fyrsta höggið,“ segir hann og bætir við: „En við slá- um pottþétt það síðasta.“ Hann við- urkennir að í því felist að þeir beiti ofbeldi ef efni standi til. „Er nokkuð hægt að mótmæla því? Ef það er ráð- ist á okkur, þá svörum við fyrir okkur,“ segir hann. Í gögnum frá lögreglunni kem- ur fram að aukin harka sé að færast í undirheima Reykjavíkur. Ríkharð tek- ur undir það og segir það hafa gerst með tilkomu glæpahóps sem saman- standi af Pólverjum og Lit háum. Þar séu hættulegir menn en engir sem meðlimir Black Pistons eigi í útistöð- um við. „Við eigum ekki í útistöðum við neinn núna,“ segir hann. Leita að húsnæði Ríkharð segir að hópurinn leiti nú að hentugu húsnæði undir starfsemina. Þeir hafi augastað á húsi í Mosfells- bæ en séu einnig opnir fyrir öðrum kostum. „Við ætlum ekki að stökkva á það fyrsta sem býðst en við þurf- um að ákveða á hvaða svæði við vilj- um vera – það er ekki vel séð að við séum í Hafnarfirði,“ segir hann en þar er Hells Angels MC Iceland til húsa. „Það lítur ekki vel út úti að vera nálægt þeim. Tæknilega eigum við að sniðganga þá en þetta er náttúrulega Ísland – og Ísland er lítið,“ segir hann. Hann segir aðspurður að meðlim- ir hópsins muni skipta kostnaðinum við húsnæðið á milli sín – bróðurlega að sjálfsögðu. Hann vill þó ekki gefa upp hverjir aðrir séu meðlimir Black Pistons – margir þeirra kæri sig ekki um að nöfn þeirra komi fram. Ekki bara glæpasamtök Eins og fram kemur vill Ríkharð ekki meina að Black Pistons séu glæpa- samtök – þótt hópurinn beiti ofbeldi þegar að þeim sé veist. Spurður hvers vegna þeir þurfi að stofna bræðralag sem hafi beina tengingu við erlend glæpasamtök segir hann að Outlaws, móðursamtök Black Pistons, sé eins og sniðið fyrir þá. „Okkur finnst mjög gaman að ferðast til erlendra bræðra, skoða aðstöðu þeirra og skemmta okkur með þeim. Þetta eru ekkert bara glæpasamtök – í öllum hópum finnast glæpamenn,“ segir hann og telur að lögreglan, sem flokki Outlaws sem glæpasamtök, ætti að líta í eig- in barm. „Ég hef mínar sögur af lög- reglunni. Þeir eru ekkert skárri sjálfir,“ segir hann. Spurður hvort rýmri rannsóknar- heimildir til handa lögreglunni breyti einhverju fyrir starfsemi Black Pistons segir hann að svo sé ekki. Hann segir efnislega að ekkert eftirlit sé með lög- reglunni á Íslandi og nú sé einungis verið að festa í lög það sem hún hafi alltaf stundað – lögreglan hafi allt- af getað „komist inn“ hafi hún viljað. „Nú er þetta bara komið í lögin,“ segir hann að lokum. Fréttir | 25Helgarblað 11.–13. mars 2011 „SLÁUM POTTÞÉTT SÍÐASTA HÖGGIГ n Foringi MC Black Pistons segir hópinn bræðralag sem passi upp á félaga sína n Hópurinn taki á málum sem lögreglan treysti sér ekki í n Ríkharð segir meðlimi Black Pistons beita ofbeldi ef á þá sé ráðist „Ef það er ráðist á okkur, þá svörum við fyrir okkur. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Stuðningssamtök Outlaws Black Pistons eru stuðningssamtök Outlaws, eða The McCook Outlaws Motorcycle Club, sem stofnuð voru í Bandaríkjunum, nærri Chicago, árið 1935. Vélhjólaklúbburinn hefur fært verulega út kvíarnar undanfarin ár og áratugi og er með starfsemi víða um heim, meðal annars í Asíu og víða um Evrópu. Lögreglan óttast, samkvæmt gögnum sem DV hefur undir höndum, að innan hópsins sé að finna einstaklinga sem hiki ekki við að beita lögreglu ofbeldi ef þörf krefur. Lögreglu kunni beinlínis að stafa ógn af hópnum, sem og raunar öðrum glæpahópum. Um 10 meðlimir séu í Black Pistons sem gagngert hafi verið stofnuð til höfuðs Hells Angels MC Iceland. Segir Outlaws henta sér Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, foringi MC Black Pistons, segir að Hells Angels MC Iceland sé ekki fyrir sig því þar gangi fjölskyldan ekki fyrir. MYND SIGTRYGGUR ARI Umfjöllun í helgarblaði þann 4. mars síðastliðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.