Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Side 62
62 | Fólkið 11.–13. mars 2011 Helgarblað
K
vikmynd Gauks Úlfarssonar,
Gnarr, hefur verið boðið að
taka þátt á kvikmyndahátíð-
inni Tribeca Film Festival.
Hátíðin var sett á fót árið 2002 af eng-
um öðrum en stórleikaranum Robert
De Niro, kvikmyndaframleiðandan-
um Jane Rosenthal og eiginmanni
hennar, Craig Hatkoff. Gaukur og Jón
Gnarr, aðalpersóna myndarinnar,
munu ferðast til New York í vor til að
vera viðstaddir sýningu myndarinn-
ar á hátíðinni. Þeir munu taka þátt
í skipulagðri dagskrá hátíðarinnar,
sem felur meðal annars í sér kvöld-
verð með Robert De Niro og öðrum
þátttakendum í hátíðinni.
Kvikmyndahátíðin stofnuð í
kjölfar hryðjuverkaárásarinnar
á Tvíburaturnana í New York
árið 2001. Hugmyndin á bak við
hátíðina var að færa líf í TriBeCa-
hverfið í New York-borg þar sem
Tvíburaturnarnir stóðu áður.
Hátíðinni er einnig ætlað að sýna
New York sem miðstöð kvikmynda og
að sýna fjölbreytileikann í alþjóðlegri
kvikmyndagerð.
Meðal þeirra sem taka þátt á
hátíðinni auk Gauks og Jóns er
Cameron Crowe sem mun frumsýna
sína nýjustu mynd, The Union.
Frumsýningin á mynd Camerons,
sem er hvað þekktastur fyrir
myndirnar Almost Famous frá árinu
2000 og Jerry Maguire frá árinu
1996, verður partur af opnunarhátíð
hátíðarinnar. Elton John mun svo
leika fyrir gesti opnunarinnar að
lokinni sýningu myndarinnar en hún
fjallar um samstarf Eltons og T-Bone
Burnett þegar þeir unnu að plötunni
The Union.
Eins og fram hefur komið er
Robert De Niro einn af forsvars-
mönnum hátíðarinnar en hann er
sjálfur frá New York-borg. Hann ætti
að vera flestum Íslendingum kunn-
ugur enda hefur hann leikið í fjöl-
mörgum þekktum myndum á borð
við Godfather og þar að auki unnið
óskarinn tvívegis. Jane Rosenthal er
einn af helstu kvikmyndaframleið-
endunum í Hollywood en hún hefur
meðal annars framleitt allar mynd-
irnar um Focker-fjölskylduna.
adalsteinn@dv.is
n Kvikmyndin Gnarr verður á Tribeca-kvikmyndahátíðinni
n Robert De Niro einn þriggja skipuleggjenda hátíðarinnar
n Kvöldverður með þátttakendum og skipuleggjendum
Borða kvöldverð með
Robert De Niro
Á kvikmyndahátíð í New
York Gaukur Úlfarsson fer með
kvikmyndina Gnarr á Tribeca-
kvikmyndahátíðina.
MYND SIGTRYGGUR ARI
Stórstjörnuhátíð
Robert De Niro er einn
þriggja skipuleggjenda
hátíðarinnar.
Ein vinsælasta bloggsíða landsins,
Pjattrófurnar, sem undanfarin ár hafa
verið á Eyjunni verður héðan í frá á
DV.is. Að síðunni standa sjö konur
sem að eigin sögn hafa jákvæðnina
að leiðarljósi og það er Margrét Gúst-
avsdóttir sem hefur umsjón með síð-
unni.
Pjattrófurnar byrjuðu að blogga
að einhverju ráði fyrir rúmlega tveim-
ur árum og hafa vinsældir þessara
kvenna, sem vilja auka fegurðina í
heiminum með umfjöllun um mynd-
list, góðar bækur, falleg föt, snyrti-
vörur, fallega hluti og allt þar á milli,
aldrei verið meiri. Til merkis um þess-
ar vinsældir eiga Pjattrófurnar tæp-
lega 18 þúsund stuðningsmenn á
Facebook sem verður að teljast býsna
magnað af bloggsíðu. Margrét seg-
ir hugmyndina hafa kviknað í spjalli
vinkvenna. „Ég, Ágústa Eva Erlends-
dóttir og förðunarfræðingurinn og
handboltakappinn Hafdís Hinriks-
dóttir sátum í góðu spjalli á veitinga-
staðnum Á næstu grösum og vorum
að ræða saman um alls kyns pjatt.
Við ræddum um hversu skemmtilegt
okkur finnst að ræða þessa hluti og
að það vantaði einhvern vettvang þar
sem þessari þörf kvenna er fullnægt.
Ágústa Eva var reyndar upptekin við
að mótmæla þegar síðan var stofnuð
og kom því lítið að vinnu við skrif.“
Margrét og vinkonur munu halda
uppteknum hætti á DV.is en auk þess
eru þær með sjö fasta bloggara og
reglulega detta gestapennar inn til að
fjalla um sérstaka málaflokka.
„Þó að talað sé til kvenna á síðunni
geta karlar vel skoðað hana líka,“ segir
Margrét.
Pjattrófurnar eru feykivinsælar:
Pjattrófurnar vilja fegra heiminn
Pjattrófurnar
eru mættar á
DV.is Margrét,
Díana, Vala, Guðný
og Stella, sitja fyrir í
fallegum flíkum eftir
íslenska hönnuði.
Tekinn fyrir
hraðakstur
Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson var stopp-
aður fyrir of hraðan akstur um síðastliðna
helgi á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fram
kemur í nýjasta hefti Monitors að Friðrik hafi
lokið tónleikum sínum á Samfés klukkan
20.00 og hafi átt að stíga á svið á Akureyri
aðeins þremur tímum síðar. Ók hann því
ásamt umboðsmanni sínum hraðar en
leyfilegt er til að verða ekki of seinn. „Ég var
stoppaður rétt áður en ég kom að Blönduósi
og var einhverjum 25 kílómetrum yfir
hámarkshraða,“ segir Friðrik í Monitor.
Meiri Gillz
Stöð 2 stefnir á að gera fleiri þætti
eftir bókum Egils Gillz Einarssonar
samkvæmt heimildum DV en þættirnir
um Mannasiði Gillz þóttust lukkast
frábærlega þegar þeir voru sýndir
fyrr á þessu ári. Viðtökurnar voru það
góðar að nú á að ráðast í gerð Lífsleikni
Gillz en þá bók gaf vöðvafjallið og
rithöfundurinn út fyrir síðustu jól.
Eins og bókin um mannasiðina seldist
hún eins og heitar lummur. Lífsleikni
Gillz er þriðja bókin í ritröðinni Íslenzk
öndvegisrit Gillz en í henni kennir Gillz
karlpeningnum meðal annars hvernig
á að haga sér á fótboltaleik og „loka
dömu“ í Bláa lóninu. Reiknað er með
að framleiðsla hefjist næsta haust.