Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 2
Hjólandi nornir á norðurlandi 2 Fréttir 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað Vinurinn keypti bréf í bankanum Finnsk- ur vinur og viðskipta- félagi Björg- ólfs Thors Björgólfssonar keypti hluta- bréf í Lands- bankanum fyr- ir 3,8 milljarða króna þann 3. október 2008. Landsbankinn var yfirtekinn af Fjár- málaeftirlitinu fjórum dögum síðar, þann 7. október. Þetta kom fram í DV á mánudag. Finninn heitir Ari Mika Petteri Salmivuori og keypti hlutabréfin í gegnum aflandsfélagið Azalea Resources Limited. Lands- bankinn fjármagnaði hlutabréfakaup Finnans í bankanum. Bubbi réttir úr kútnum Tónlistar- maður- inn Ásbjörn Morthens, bet- ur þekktur sem Bubbi, keypti markaðsverð- bréf fyrir rúm- lega 160 millj- ónir króna árið 2007. Sama ár seldi Bubbi markaðsverðbréf fyrir rúmlega 100 milljónir króna. Tap Bubba af hlutabréfaviðskiptum það árið nam því nærri 60 millj- ónum króna. Þetta kom fram í DV á mánudag. Bubbi er ágætlega staddur í dag og greiddi sér til að mynda 15 milljóna króna arð árið 2010 vegna rekstrarársins 2009. Þóra ógnar Ólafi Ragnari Þóra Arnórs- dóttir, sjón- varpskona á RÚV, er talin einna líklegust þeirra fram- bjóðenda sem nefndir hafa verið til sögunnar til að velgja Ólafi Ragnari Grímssyni undir uggum. Í DV á miðvikudag var nærmynd af Þóru og rætt við nokkra einstaklinga sem eru henni vel kunnugir. „Hún er vel menntuð, klár manneskja og með skýra sýn á alþjóðamál. Svo er hún öfgalaus og „no bullshit“ gella,“ sagði samtarfsmaður hennar á RÚV, Helgi Seljan. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Góðhjörtuð stúlka: Gaf til Krabbameins- félagsins „Ég vissi að það voru aðrir sem þyrftu meira á þessum pening að halda en ég,“ segir hin átján ára Bryndís Hrönn Kristinsdóttir sem afþakkaði allar gjafir á afmælisdaginn sinn en bað þess í stað vini og ættingja að gefa sér pening sem hún gaf til Krabbameinsfélagsins. Bryndís, sem býr í Garðabæ, safnaði 39 þúsund krónum og hlaut hún innilegar þakkir frá Krabbameinsfélaginu í staðinn. Hún segir aðstandendur sína hafa tekið vel í þessa hugmynd. „Ég hefði ekki geta gert þetta án þeirra,“ segir Bryndís í samtali við DV.is en ástæðuna fyrir því að Krabba- meinsfélagið varð fyrir valinu segir hún vera að ein af fyrirmyndum hennar sé búin að berjast hetjulega við krabbamein undanfarin ár. Fyrirmynd Bryndísar heitir Hilmar Snær og er bróðir einnar af bestu vinkonum hennar. Hann greindist með krabbamein í fæti níu ára að aldri fyrir tveimur árum. Hvalreki í Beruvík: Tönnunum stolið Líkt og DV greindi frá á sunnudag rak fullvaxinn búrhval á land í Beruvík á Snæfellsnesi um helgina. Hvalrekinn hefur vakið mikla athygli og fjölmargir ferðarmenn, innlendir sem erlendir, lagt leið sína í Beruvík til að berja hræið augum. Einhverjir hafa þó gert gott betur en það. Héraðsfréttamiðillinn Skessuhorn greindi frá því á fimmtudag að einhverjir óprúttnir aðilar hafi tekið sig til og stolið nær öllum tönnum hvalsins. Tennurnar munu vera verðmætar og hægt að selja þær fyrir ágætis vasapening til réttu aðilanna. Á bilinu 30 til 60 tennur geta verið í búrhval og sumar hátt í 30 sentímetra langar með rótinni en oftast sést aðeins lítill hluti hverrar tannar. M C Nornir er mótorhjóla- klúbbur á Norðurlandi sem samanstendur ein- ungis af konum. Klúbb- urinn var stofnaður 7. janúar 2009 og í dag eru um 75 með- limir í honum. „Ég tók mótorhjóla- próf árið 2007 og var síðan boðið að ganga í klúbbinn,“ segir Hrönn Arnheiður Björnsdóttir, formaður MC Norna. Allir velkomnir Hrönn segir áhuga sinn á mótor- hjólum vera ástæðuna fyrir að hún gekk í klúbbinn. Tilgangur klúbbs- ins er „að koma konum saman og hafa gaman,“ segir Hrönn. „Ég hef alltaf haft áhuga á mótor- hjólum en ég var orðin 36 ára þegar ég tók prófið. Þessi klúbbur er hugs- aður sem stuðningur fyrir konur sem hafa kannski áhugann en hafa ekki þorað að taka skrefið til fulls, taka próf og fá sér hjól. Síðan er þetta hugsað sem félagsskapur fyrir konur sem eru með próf og hjól til að koma saman.“ Hrönn segir engin skilyrði önnur fyrir inngöngu en þau að viðkom- andi hafi áhuga á mótorhjólum. „Hinar sem eru ekki komnar með próf, koma stundum með okkur í ferðir en eru þá bara á bílum eða sitja aftan á hjólum hjá öðrum. Það eru auðvitað allir velkomnir.“ Æfa sig í þrautabrautum MC Nornir leggja mikið upp úr for- vörnum og njóta stuðnings öku- kennara fyrir norðan sem fer reglulega yfir öryggisatriði með konunum. „Við höfum notið góðs af því að Valdimar Þór Viðarsson öku- kennari hefur komið til okkar á sér- stökum forvarnardegi og sett upp þrautabraut sem við getum fengið að spreyta okkur á og liðkað okkur aðeins fyrir sumarið. Hann aðstoðar okkur og segir okkur til ef þess þarf. Hann hefur einnig verið með okkur einu sinni í viku í um sex skipti í æf- ingaakstri og þá förum við í sérstaka braut og fáum að æfa okkur.“ Bandarískir kvenhjóla- klúbbar fyrirmyndir Hrönn segist ekki hafa fundið fyrir fordómum að undanförnu eftir að umfjöllun um MC-klúbba á borð við Hells Angels og Outlaws varð hávær, en segir jafnframt að sum- ir klúbbar hafi fett fingur út í það að þær kalli sig MC-klúbb, en ein- hverjir vilja meina að það standi fyr- ir „Mens Club“. „Það er þessi mis- skilningur um að MC standi fyrir „Mens Club“, en við höfðum sam- band við AMA eða American Motor- cycle Association og þeir sögðu það að MC stæði bara fyrir „Motorcycle Club“ eða mótorhjólaklúbb. Það má segja að við séum búnar að liggja í heimildavinnu frá 2009. Við vitum því að það eru margir bandarískir kvenmótorhjólaklúbbar sem bera MC í sínu nafni, eru með heilt bak- merki og borga sín félagsgjöld. Við teljum þær vera okkar fyrirmyndir.“ Vilja bera heilt bakmerki MC Nornir bera armmerki á sínum fatnaði sem er þeirra einkennis- merki, það er þó hugur í þeim að taka upp heilt bakmerki. „Við höf- um hugsað okkur í ár að móta skýr- ari stefnu í klúbbnum og taka upp bakmerki, en merki klúbbanna seg- ir til um hvernig klúbburinn er upp- byggður. Heilt merki segir til um að þetta sé selskaps eða fjölskyldu- klúbbur. Svo eru tveggja búta merki sem getur staðið fyrir ýmiss konar uppbyggingu klúbbsins. Loks eru til þriggja búta merki og það bera þessir hefðbundnu mótorhjóla- klúbbar, með ströngu reglunum og inntökuskilyrðunum.“ Að sögn Hrannar bera samtök á borð við Hells Angels einsprósentu merki ásamt þriggja bútamerki, en þetta eins prósentu merki merkir að þeir séu útlagar og skeri sig frá öðrum mótorhjólaklúbbum. „Þá erum við komin í það sem misskilningur- inn liggur í því það eru yfirleitt bara „Mens Club“.“ n 75 konur mynda MC Nornir n Segjast vel geta kallað sig MC-klúbb „Það er þessi mis- skilningur að MC standi fyrir „Mens Club“. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Hluti af MC Nornum MC Nornir er mótorhjólaklúbbur á Norðurlandi sem saman- stendur eingöngu af konum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.