Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Page 4
hagnast á vinnu
fyrir gazprom
4 Fréttir 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað
„Rosalega þakklát“
n Óheppin fjölskylda endurheimti stolinn bíl sinn
V
ið erum rosalega þakklát,“
segir Steinunn Ýr Jónsdóttir
en hún og maður hennar
hafa endurheimt jeppabifreið
sem hvarf af bílastæði við heimili
þeirra miðvikudag, en DV greindi frá
hremmingum þeirra á fimmtudag.
Hún og eiginmaður hennar urðu
fyrir því að rauðum og silfurgráum
Nissan Terrano-jeppa, árgerð 1998,
var stolið fyrir utan heimili þeirra að-
faranótt miðvikudags. Eins og gefur
að skilja kom bílþjófnaðurinn sér
afar illa enda hjónin með fjögur ung
börn, 5 ára og yngri. Það sem meira
er þá hafa þau verið sérlega óheppin
undanfarinn mánuð og verið fórnar-
lömb í röð innbrota og þjófnað-
armála. DV barst ábending um
hremmingar fjölskyldunnar og hafði
samband við Steinunni.
Umfjöllun DV hafði þau áhrif að
vökull lesandi kom auga á bílinn og
gerði lögreglu viðvart. Bíllinn hefur
því skilað sér aftur til fjölskyldunnar
og allt að því í heilu lagi. „Það var allt
í honum, en það var búið að brjóta
upp hurðina. Þannig komust þjóf-
arnir inn í bílinn. Annars vitum við
ekki hver tók bílinn. Við erum bara
búin að endurheimta hann og erum
glöð með það.“
Eins og imprað er á hér að ofan
eru þetta ekki einu hremmingarn-
ar sem fjölskyldan hefur orðið fyr-
ir undanfarið því fyrir nokkrum
dögum komust þau að því að brot-
ist hafði verið inn í geymslu á Sel-
fossi og ýmsum verðmætum sem
þau geymdu þar stolið; verkfærum,
veiðidóti og dýrmætu stofuborði,
svo eitthvað sé nefnt. Skömmu fyr-
ir innbrotið var brotist inn í Nissan-
jeppann þeirra og þaðan stolið Ca-
non-myndavél. Ýmislegt hefur því
gengið á.
Stríðið um Evrópusambandið:
Vill merkja
þætti sem ESB
kostar ekki
Björn Bjarnason, ritstjóri Evrópu-
vaktarinnar, segir ekkert athuga-
vert við að taka það sérstaklega
fram að þættir séu ekki kostaðir
af Evrópusambandinu. „Hvað er
athugavert við að tekið sé fram í
þáttum með efni á borð við það
sem borið var á borð í Land-
anum taki fram að það sé ekki
kostað af ESB? Það kæmi í veg
fyrir misskilning,“ skrifar Björn í
athugasemd við pistlaskrif Teits
Atlasonar, bloggara á DV.is. Hann
segir að áhorfendur gætu með
þeim hætti áttað sig á því hverjir
kosta þættina.
Þar svara nokkrir Birni og
bendir einn á að það væri „harla
furðulegt vinnulag að rúlla yfir
skjáinn eftir hvern fréttaþátt lista
yfir þá sem ekki kostuðu þáttinn.“
Björn segir hins vegar að rétt
væri að þættir sem fjölluðu um
Evrópusambandið gerðu grein
fyrir því hvort þeir væru styrktir af
ESB eða ekki.
Teitur og Björn hafa átt í rit-
deilu. Upphaf hennar má rekja
til þess að Björn sagði það slæmt
að sjónvarpsþátturinn Landinn,
sem sýndur er á RÚV, hafi „bitið á
ESB agnið,“ og meinti að þátturinn
hefði verið kostaður af Evrópu-
sambandinu. Gísli Einarsson,
umsjónarmaður þáttarins, hefur
neitað þessum ásökunum og segir
umfjöllun þáttarins hafa verið
sanngjarna og sýnt báðar hliðar
málsins.
Í kjölfarið hóf Teitur skrif um
Evrópuvaktina og
styrk sem hún
hlaut frá Al-
þingi til þess
að skrifa um
Evrópusam-
bandið, sem
hann segir hafa
verið varið á
óæskilegan hátt.
S
kipafyrirtæki sem var í eigu
Magnúsar Þorsteinssonar,
fjárfestis og fyrrverandi hlut-
hafa í eignarhaldsfélag-
inu Samson, hagnaðist um
nærri 92 milljónir króna árið 2010.
Rekstrartekjur fyrirtækisins námu
þá rúmlega sex milljónum evra, tæp-
um milljarði króna. Fyrirtækið heitir
Neptune ehf. og er starfrækt á Akur-
eyri. Þetta kemur fram í ársreikningi
félagsins fyrir árið 2010.
Magnús Þorsteinsson er búsett-
ur í Rússlandi um þessar mundir en
hann var úrskurðaður gjaldþrota hér
á landi eftir hrunið 2008. Hann varð
þjóðþekktur hér á landi árið 2002
þegar hann keypti Landsbankann af
íslenska ríkinu ásamt Björgólfi Guð-
mundssyni og syni hans Björgólfi
Thor. Þremenningarnir höfðu hagn-
ast á sölu á bjórverksmiðju í Sankti
Pétursborg til hollenska bjórrisans
Heineken árið 2002.
Unnu fyrir Gazprom í Eystrasalti
Fyrirtækið á og rekur tvö rannsókn-
arskip, Neptune og Póseidon, sem
meðal annars hafa unnið fyrir rúss-
nesk olíu- og gasfyrirtæki í Eystra-
salti sem og fyrir bresk fyrirtæki.
Fyrirtækið leigir skipin til ýmiss
konar rannsóknarleiðangra.
Neptune hefur meðal annars
unnið að lagningu á gasleiðslu fyrir
Rússa í Eystrasalti. Verkefnið heitir
Nord Stream og er unnið af sam-
nefndu fyrirtæki sem er í eigu rúss-
neska olíurisans Gazprom, sem aft-
ur er í eigu rússneska ríkisins. Nord
Stream-verkefnið gengur út á að
leggja eina stærstu gasleiðslu sem
byggð hefur verið. Gasleiðslan á að
ná frá borginni Vyborg, sem stendur
fyrir norðan Sankti Pétursborg og til
þýsku borgarinnar Greifswald. Með
gasleiðslunni mun Gazprom geta
flutt gas sjóleiðina, í gegnum neðan-
sjávarleiðslur, til Evrópu í stað þess
að senda gasið landleiðina. Gazp-
rom verður því ekki háð því að þurfa
leyfi og stuðning frá löndunum sem
gasleiðslurnar liggja um til að senda
gasið sjóleiðina til Evrópu. Hlutverk
Neptune við lagningu gasleiðsl-
unnar var að stunda rannsóknir á
sjávar botninum þar sem leiðslan er
lögð. Fyrirtækið opnaði skrifstofu í
Aberdeen í Skotlandi í fyrra.
Magnús stofnaði félagið
Magnús stofnaði Neptune í maí árið
2008, samkvæmt samþykktum fyrir-
tækisins sem aðgengilegar eru á vef
ríkisskattstjóra. Hann gekk hins vegar
úr stjórn félagsins í ágúst 2009. Í stað
hans settist rússneskur ríkisborgari,
Alexey Mikhaylov, í stjórn félagsins í
umboði eins af hluthöfum Neptune,
Viatcheslav Reschikov.
Hluthafar Neptune eru eignar-
haldsfélag á Kýpur, Sea Investment
Ltd., og eignarhaldsfélag í eigu fram-
kvæmdastjóra Neptune, Ágústs H.
Guðmundssonar. Það eignarhalds-
félag heitir Geirseyri ehf.
Í fréttinni um Neptune í Morgun-
blaðinu árið 2008 kom fram að
Magnús Þorsteinsson væri aðaleig-
andi fyrirtækisins en að unnið væri
að því að finna fleiri hluthafa til að
koma að félaginu. Miðað við það
sem fram kemur í gögnum félagsins
tókst að finna aðra aðila til að koma
að rekstri Neptune ehf. og er félagið
nú að hluta til í eigu rússneskra að-
ila.
Ágúst Guðmundsson segir að
Magnús hafi farið út úr hluthafa-
hópi félagsins árið 2009 og komi
ekki lengur að félaginu. Hann segir
að Magnús hafi komið á sambandi
á milli Neptune og tveggja rúss-
neskra fjárfesta sem hafi keypt sig
inn í félagið. Ágúst segir að rekstur
félagsins hafi ekki gengið eins vel á
síðasta ári og árið þar á undan og
að annar rússnesku fjárfestanna sé
ekki lengur í hluthafahópnum.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
n Neptune vann fyrir Gazprom n Rússneskur aðili kom að félaginu 2009„Nordstream-verk-
efnið gengur út á
að leggja eina stærstu
gasleiðslu sem byggð
hefur verið.
Kom eins og stormsveipur
Hluthafahópurinn á bak við
eignarhaldsfélagið Samson kom
eins og stormsveipur inn í íslenskt
viðskiptalíf árið 2002 og keypti
Landsbankann af íslenska ríkinu.
Í torfærum Fjölskyldan er að vonum
ánægð með að bíllinn skuli vera kominn í
leitirnar.